Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1968 Sími 22-0-22 Rauðarársiíg 31 siM' 1-44-44 Hverfiscötn 103. Simi eftir lokun 31160. IMAGIMÚSAR 4K1PH3U121 SIMAR 21190 >ftir lokun . 403S1 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastrætl 11—13. Haptætt leigujjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða S174S. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 oe 36217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. Loðgærur, trippahúðir og kálf- skinn frá ISunni - Sútun, prýSa nú sa fleiri heimili utan lands og innan. islendingasögurnar hafa líka um árabil veriS bundnar í 13- unnarskinn og þegar Guð- brandarbiblía var gefin út í viðhafnarbúningi var valið kálfskinn frá Iðunni. Þá má ekki gleyma fóðurgær- unni í úlpunni, rúskinninu í kápunni og leðrinu í skónum frá Iðunni. ÖRUGG TRYGGING VERÐS OG GÆÐA. IÐUNN 0 Skyrið heitir Quark í Þýzkalandi „Reykjavík 15.11. 1968 Kæri Velvakandi! f tilefni fréttatilkynningar Mjólkur.samsölunnar í dag lang- ar mig til að koma á framfæri leiðréttingu. Skyr er og hefur verið fram- leitt erlendis í mörg ár og geng- ur undir nafninu Quark. í Þýzka landi t.d. keypti ég fyrir 10 ár- um skyr i „plastumbúðum" og gat valið um mismunandi fitu- innihald, en það líða eflaustnokk ur árin, þangað til Mjólkursam- salan sér sér fært um að koma því af stað. Við íslendingar kunn Balostore Balastore gluggatjöldin eru í senn þægileg og smekkleg. Uppsetning er afar auðveld, og létt verk að halda þeim hreinum. Fóanleg í breiddum fró 40-260 sm (hleypur á 10 sm). Margra óra ending. Vindutjöld Framleiðum vindutjöld í öllum stærðum eftir móli. <. ■ ■ J» Lítið inn, þegar'þér eigið leið um Laugaveginn! Húsgagnaverzlun KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13, sími 13879 um ekki einu sinni að nota skyr nema á einn veg, þ.e. með sykri, — erlendis býr fólk til kökur, tertur og skyrosta m.a. 0 Vill 10 lítra umbúðir Að lokum vil ég skjóta þessu að: Hvenær fáum við Reykvík- ingar að kaupa 10 lítra kassa af mjólk? Vill ekki forstjórinn gefa okkur einhverja hugmynd, svo að maður geti hætt að nöldra og spyrja þessarar sömu spurningar aftur og aftur. Virðingarfyllst, L,.M.R.“ Það er víst alveg rétt hjá frúnni, að skyr er ekki jafn-ein- stætt fyrirbrigði og sumir virðast halda, a.m.k. er víða erlendis hægt að fá mjög svipaða mjólk- urvöru, svo sem þennan „Quark“ í Þýzkalandi sem er þó öllu fremur kjúka en skyr, petit su- isse“ og caillebotte" eða lait ca- illé“ í Frakklandi „youghourt" eða „yaourt" um heim allan (búlgarskt að uppruna) og svona mætti lengi telja. Nokkur munur er þó oftast á vinnsluaðferðinni frá landi til lands og þess vegna verður framleiðslan dálítið mis- munandi. Lengst austur í Persíu kvað eitthvað vera til, sem heitir „skir“ og sagt er líkjast Islenzka skyrinu mjög mikið. Velvakandi mundi með ánægju birta svar við spurningunni í nið- urlagi bréfsins. 0 Hvenær kemur still- ingameistarinn frá útlöndum? Haukur Eggertsson skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Vildir þú gjöra svo vel að koma þeirri ósk á framfæri við gatnamálastjóra, umferðarmála- stjóra, götuvitamálastjóra eða einhvern annan stjóra, er þau mál heyra undir, að gefa okkur sem mest ökum Miklubrautina, upplýsingar um, hvenær sé að vænta útlenda mannsins, sem koma á til að stilla umferðarljós in þar? Virðingarfyllst, Haukur Eggertsson". 0 Márus fær á baukinn „Einstæð" skrifar: „Hér er svar við nokkrum spurningum til Márusar. Kæri þjáningarbróðir: Ég mun leitast við að svara þessum 5 gáfulegu spurningum Márusar til mín með sem fæstum orðum enda þótt mér þyki sú bersynduga í rauninni vera búin að gera máli þessu all-góð skil. 0 Hjónabands-histórian sögð í hundraðasta skipti 1. Cm að banna fráskildum feðrum að kvænast aftur, dytti Bifreiðaeigendur Tilbúin áklæði og mottur í gamla bílinn — í nýja bílinn. Eigum fyrirliggjandi eða útvegum með stuttum fyrir- vara tilbúin áklæði og mottur í flestar gerðir fóllks- bifreiða. Tilvalin jólagjöf — tækifærisgjöf. ALTIKABÚÐIN, bifreiðaáklæðaverzlun Frakkastíg 7 — Sími 2-2677. mér ekki í hug. Hlnsvegar flnnst mér hugrekki yðar aðdáunarvert, með tilliti til þess píslarvættis, sem á yður hefir verið lagt af fyrri konu. Síðari konu hlutverk- ið megið þér meta að verðleik- um, þar sem sú kona þarf þá að taka á sig allar þær byrðar, sem fylgir því að hlusta á hrakninga- söguna i tíma og ótíma. Það þarf mikla samúð og göfuglyndi til, þar sem samvistaslitum fylgja oft geysilegar náttúruhamfarir. Ekki dettur mér svo í hug að gera minna úr manndómi þess manns, sem gengur börnunum yð ar í föðurstað, þar sem ég geng út frá því sem vísu, að fyrrver- andi hafi einnig nælt sér í annað fórnarlamb. Það er ekki óalgengt að fráskildar konur velji einnig þann kostinn, sem yður mun hafa þótt fýsilegri. 0 Fer ellistyrkurinn í barnsmeðlög? 2. Um það atriði, hvað kvænt- ur daglaunamaður er aflögufær um, tjáir ekki að tauta, þar sem í því tilliti ber honum að lúta fjárkúgunarlögum þeim, er Trygg ingastofnun ríkisins leggur hon- um á herðar hverju sinni. Þetta hefir Márusi vonandi verið ljóst, áður en hann gekk í heilagt öðru sinni. Annars hefi ég heyrt, að það sé ekkert sérstaklega erf- itt að semja við stofnunina. Þetta eru mjög hagstæð, vaxtalaus lán: stundum eru feður orðnir marg- faldir afar, áður en fullnaðar- greiðslu er lokið. Ég veit hins vegar ekki, hvort hægt er að draga þetta svo lengi, að elli- styrkurinn fái að ganga upp í lánið. Heyrt hefi ég mörg dæmi þess, að menn hafi komizt að mjög hagkvæmum kjörum þarna, en það getur hafa breyzt eitt- hvað í seinni tíð, — um það veit Márus auðvitað mikið betur en ég. 0 Getur karlinn orðið óléttur? 3. Um það, hve hátt meðlag kona gæti greitt með börnum sín- um ef faðirinn hefði forræði þeirra. Yrði ég i þessu tilliti að reyna að setja mig í spor þján- ingabróður, til þess að skilja bet ur hans aðstöðu, þ.e. að taka að mér annan karlmann, og þá auð- vitað gerast fyrirvinna hans, ef rann yrði óléttur. Ég myndi ekki reka hann út að vinna tvo seinustu mánuði meðgöngutímans en fljótlega eftir barnsburð. Ég held að þetta sé mjög óalgengt um feður hér á landi, í flestum tilfellum hefir móðirin foreldra- réttinn, nema því eingöngu, að hún dæmist óhæf. Ég vil benda pennavini á, að móður hlutverk- ið telst mjög verðmætt í pening- um, það kom nýlega fram ein- hver tala um það í ræðu hjá borgarstjóra í sambandi við Thor valdsensbarnaheimilið. 0 Ekkjur brennivíns- drukknaðra 4. Um aðal-orsök þessara „hlaupa“ (Márus heldur mikið upp á það orð), sem er talin vera ofdrykkja. Hlustar Márus aldrei á presta eða aðra erind- reka fjalla um þau mál? Það er þá ekki úr vegi að skjóta þvl hér inn í, að ég er ekkja brenni- vínsdrukknaðs, en við erum víst fleiri en ekkjur sjádrukknaðra. 0 Sussu, sussu 5. Um hvað annað sé hægt að gera en heimta meiri peninga, hefir dr. Ófeigur Ófeigsson fjall- að í sínu stórsnjalla erindi á dög- unum. Hafi það farið fram hjá Márusi, þá skaðar ekki að geta þess að lokum, að lækninum fannst réttast að láta vana þá menn, sem ekki greiddu meðlög með börnum sínum. Það mun vera talsvert ódýrara en að fara til tannlæknis. ★ Mun ég svo ekki fara út I frekara orðaskak við þriggja barna föður, mér finnst svo nið- urlægjandi fyrir hann að vera að „struggla" um þennan tittlinga- skít, sem Rannveig Þorvaldsdótt ir frá Sauðárkróki var svo vin- samleg að láta birta tölur um um eftir sér I Velvakanda s.L laugardag, eða 16. þ.m. 1 stað þess vildi ég beina fyrirspurn- um mínum til þeirra, sem hlut eiga að máli: „Eigum við ekki von á, að styrkur sá til ein- stæðra mæðra hækki neitt í náinni framtíð hvort heldur verður úr hendi feðranna sjálfra, eða þá í versta tilfelli af almannafé?" Það meðlag, sem ég veiti viðtöku mánaðarlega frá föður tveggja bama, nægir aðeins fyrir olíu- reikningnum á nýja verðinu. Mér finnst Rannveig hafa lög að mæla í sambandi við erind- rekstur máls þessa, ef ekkert gerist í þessu fljótlega, gæti allur hópurinn farið í mótmælagöngu á réttan stað. Það væri ekki óeðli legra en að sjá fólk gera slíkt hið sama í Tokíó út af hundum. f Guðs friði. „Einstæð“.“. - ÖTGERBARMENIH Hraðfrvstinús í Vestmannaeyjum óskar eftir neta- eða troilbáti í viöskipti nú þegar, eða á komandi vertíð. Samiagsútgerð kemur til greina, svo og sameiginleg frysúng og söltun aflans að einhverju leyti. Upplýsingar í síma 1959, Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.