Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBBR 1966 15 Þorvarður Guð- mundsson — Minning FIMMTUDAGINN 14. nóvember sl., andaðist í Landakotsspítala eftir þunga sjúkdómslegu, frændi minn Þorvarður Guðmundsson. Hann var fæddur 20. júlí 1888, að Þóroddarkoti á Álftanesi. For eldrar hans voru þau hjónin Guð mundur Lánusson útvegsbóndi og Steinunn Sigurðardóttir. Þau hjónin eignuðust 10 börn og komust 7 þeirra til fullorðinsára, og var Þorvarður yngstur þeirra systkina, þau eru nú öll látin. Ungur missti Þorvarður móð- ur sína og var honum þá komið til dvalar að Glerárskógum í Hvammssveiit í Dalasýslu, og minntist hann þess heimilis með hlýhug og þakklæti og hélt tryggð og vináttu við það heiin- ili æ síðan. Árið 1904 fluttist Þorvarður til Reykjavíkur og nam hann mat- reiðslu á Hótel Reykjavík síðar var hann matsveeinn á flóabátn- um Ingólfi og einnig á togurum. Árið 1910 þegar Gasstöð Reykja víkur var í smíðum, hóf Þorvarð- ur þar störf við lagningu á gas- leiðslum um bæinn og inn í hús- in, á þeim árum varð „Varði“ aufúsugestur Reykvískra hús- mæðra, hann kom með birtuna og ylinn inn á heimilin og ávallt fylgdi hans góða og létta skap- lyndi í uppbót á unnin verk. Við Gasstöðina vann hann sitt ævistarf eða í 44 ár en þá hætti hann þar störfum sakir heilsu- brests, og fyrir aldurssakir. En þá var hlutverki Gasstöðvarinnar að mestu lokið og starfrækslu hennar hætt skömmu síðar. Það var sérlega rómað hve Þorvarð- ur var skyldurækinn í störfum og stundvís, hann vildi hvergi láta á sér standa. Þorvarður var alla itíð mikill stjálfstæðismaður og studdi flokk inn með störfum sínum og var þar í fulltrúaráði um margra ára biL Þann 6. nóvember 1915 kvænt- ist Þorvarður eftirlifandj konu sinni Friðsemd Magnúsdóttur frá Kolsboltshhelli, hinni mætustu konu, þau eignuðusit 5 börn og lifa 4 þeirra, ein dóttir og þrír synir og eru þau öll gift, barna- börnin eru orðin 15, en 2 barna- barnabörn. Elzta barn sitt, dreng, misstu þau hjón rétt tæpra 5 ára. Þorvarður' var mikill og góður afi barnabörnum sínum og sakna þau nú góðs afa. Varði var els'ku- legur heimilisfaðir er ávallt vildi mikið á sig leggja fyrir sína nán ustu, hann var itryggur frænd- fólki sínu og vinum sem nú í dag kveðja hann með söknuði og hlýju þakklæti fyryir liðin ár og áratugi á þessari lífsgöngu, og ég hygg að við öll trúum á endurfundina í hinu eiífa lífi. Þorvarður unni mjög kirkju sinni, Frí'kirkjunni, og lagði oft á sig störf fyrir hana, hann var og félagi í Fóstbræðrafélagi kirkj unnar. Að lokum kveð ég þig frændi minn, með þökk og virðingu, á þessum orðum úr Davíðssálmum. — Lofið Drottinn allar þjóðir, vegsamið Hann allir lýðir, því að miskunn hans er voldug yfir oss, og trúfesti Drottins varir að eilífu. — Blessuð sé minning þín. Ólafur Guðmundsson. - TIU RIKJA Framhald af bls. 1. staðar í Vestur-Evrópu nema í Zúrich, en þar átti sér stað geysileg sala á dollurum fyr- ir svissueska franka og vest- ur-þýzk mörk. I New York var kauphöllin lokuð, en þar er jvfnan lokað á miðviku- dögum. Var jafnvel búizt við, að verzlun með gjaldeyri í þessum framangreindum kauphöllum yrði felld niður þangað til á mánudag.. • Það var efnahagsmálaráð- herra Vestur-Þvzkalands, sem nú er formaður í nefnd tíveldanna, er kallaði saman þennr<n fund í skyndi, en samtímis reyndi vestur-þýzka stjórnin að stöðva gull- og gjaldeyrisstrauminn til lands ins með því að setja þegar í stað á aukaskatta — 3—4% — í því skyni að hækka verð á útflutningi en lækka það á innflutningi. Héldu vestur- þýzkir embættismenn fast við þá yfirlýsingu stjórnar sinnar, að markið yrði ekki hækkað. Af hálfu vestur-þýzku stjóm- arinnar var í dag látin í ljós von um, að helztu viðskiptalönd V-Þýzkalandis myndu styðja þessa tilraun til þess að draga úr feíknarliegum greiðsluaf- gangi landsins, sem á þessu ári er talinn geta numið alit að 360 milljörðu'm ísl. kr. Er það ein aðalástæðan fyrir kröfum uim hækkun á gengi þýzka marks- ins. Þau lönd, sem eiga sæti á þess'um tíu landa fundi, eru Bandaríkin, Bretland, Frakk- land, Kanada, ítaMa, Svíþjóð, Belgía, Holland, Vestur-Þýzka- land og Japan. Þá taka einnig fulltrúar frá Sviss þátt í fund- inum sem áJheyrnarfulltrúar. Enn fremur sitja fulltrúar frá OECD og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum þennan fund. Átevarð- anir, sem þar verða teknar, verða að sjálfsögðu að hljóta samlþykki ríkisstjórnar sérhvers viðfeomandi lands. Samkvæmt áreiðanlegum heiimildum skoraði Karl Sohill- er eindregið á stærri iðnaðar- ríkin um að gera sameiginlegt átak til þess að leysa erfiðleik- ana í peningamálum. Eitt land gæti ekki náð að bæta úr ástand inu. Þessir erfiðleikar, sem leitt hafa til fundarins í Bonn, eiga aðallega rót sína að rekja til tveggja höfuðþátta: 1) Vaxandi velgengni efnahags V-Þýzka- lands hefur haft í kjölfarið sam- svarandi efnahagslega afturför í nokkrum nágrannalöndum. 2) Þetta hefur hvatt gjaldeyrisspá- kaupmenn til þess að selja ann- an gjaldmiðil en vestur-þýzkan og kaupa mörk í staðinn. Erfiðleikar frankans er mikið áfall fyrir frönsku stjórnina. En isökum' þess mikla meirí hluta, sem Gaullistar hafa á þjóðþing- inu, er ekki talið, að þessir erfið- ileikar kunni að hafa í för með sér pólitíska kreppu. Það er eink um þrennt þó, sem vekur at- •hygli i þessu sambandi: 1. Erfiðleikar frankans koma upp aðeins fimm mánuðum eftir atburðina í maí, er stjórn de Gaulles var í hættu dögum sam- an. Sá feiknarlegi ósigur, sem stjórnarandstaðan beið í júni- kosningunum hefur í vissum mæli ýtt til hliðar minningunni Thorbjörn Egner „Síglaðir söngvarar” — Nýft leikrit eftir Thorbjörn Egner SUNNUDAGINN 1. desember n,k. frumsýnir Þjóðleiklhúsið nýtt barnaleilkrit eftir norska 'höfundinn og þúsundþjaila smið inn Thorbjörn Egner. Leikurinn hefur hlotið nafnið „Síkátir söngvarar“, en þýðendur leiks- ins eru Hulda Valtýsdóttir, sem þýðir óbundna málið, en Kristj- án frá Djúpalæk þýðir ljóðin. Þetta er þriðja leikritið, sem Þjóðleikhúsið sýnir eftir þenn- an vinsæla höfund, en hin leik- ritin eru, Kardemommuibærinn um gö’tuvígi stúdenta og mestu verkföll í Frakklandi til þessa, en samt má greina áhrifin áfram. 2. Stöðugleiki frankans var eitt af því sem allir voru sam- mála um, að stjórninni hefði tek izt að tryggja og nú er það ein- j mitt á þessu sviði, sem erfiðleik arnir verða. Hefur stjórnarand- staðan hamrað mjög á því, að árásin á frankann sé einnig árás á stefnu gaullista og de Gaulle sjálfan. 3. Couve de Murville hefur ver ið forsætisráðherra frá því í júlí, i er hann tók við embætti af Pompidou, sem var mjög vin- sæll, en hann gegndi þessu em- j bætti frá 1962-1968. Fannst sum , um, sem de Murville hafi ekkil tekizt að skapa stjórn sinni og sjálfum sér sjálfstætt yfirbragð. ' - ASAKAR Framhald af bls. 1. Einnig var sagt að Suður- Kórea hefði komið sér upp geysi miklu varaliði og hefði um tvær' milljónir mana undir vopnum. Tvær bandarískar og 18 kóre- anskar hersveitir hefðu verið fluttar að mörkum hlutlausa beltisins og fjöilgað hefði verið til muna í liði Bandaríikjamanna síðan Norður-Kórea hertók njósnaskipið Pueblo. Tass n'eitaði ásökunum Banda ríkjanna og Suður-Kóreu um að Norður-Kórea hefði rofið vopna- hléið og sagði, að þetta væri dæmigerð tilraun sekra aðila tíl að koma ábyrgðinni á einhvern annan. Fyrir nokkrum dögum lýsti Il-Kvon, forsætisráðherra Suð- ur-Kóreu, áhyggjum sínum yfir auiknum árásum víkingasiveita frá Norður-Kóreu. Hann kvaðst óttast að þegar drægi úr stríð- inu í Víetnam myndu átök auk-! ast í Kóreu. og Dýrin í Hálsaskógi, en eng- in barnaleikrit 'hafa hlotið slí'k ar vinsældir hjá Þjóðleikhús- inu. Síglaðir söngvarar verða frum sýndir í þremur leikhúsum á Norðurlöndunum um næstu jól. Leikstjóri við sýningu Þjóð- leilkhússins á „Síkátum söngv- urum“, er Klemenz Jónsson, en hann 'hefur einnig sviðsett hin barnaleikrit Egners hjá Þjóð- leik'húsinu. Leikmyndir og bún- ingateikningar eru gerðar af höfundi sjálfum. Ballettmeistari Þjóðleikhússins, Collin Russ- elil stjórnar dansatrðum. Hljóm sveitarstjóri er Carl Billich. Um 25 leikarar og aukaleikarar taka þátt í sýningumni. Söngvararnir, sem eru fimim í leiknum, eru leiknir af Bessa Bjarnasyni, Mar gréti Guðmundsdóttur, Árna Tryggvasyni, Jóni Júlíussyni og Flosa Ólafssyni. Auk þeirra fara leikararnir Valur Gíslason og Lárus Ingólfsson með stór hlut- verk í leiknum. Af öðrum leik- urum má nefna Nínu Sveinsdótt ur, Önnu Guðmundsdóttur, Gísla Alfreðsson og Þorgrím Einarsson. Mikið er af léttum og skemmti legum söngvum í leiknum, en tónlistin er einnig eftir Thor- björn Egner. Leikurinn fjallar um fimm farandsöngvara og hljóðfæraleik ara sem koma öllum í gott skap með léttum og skemmtilegum söng og hljóðfæraleik, þvi að dórni höfundar á gleðin að vera í fyrirúmi. Egner lætur einn söngvarann segja: „Við spiluim og syngjum hvenær sem er, hvort sem er á nótt eða degi, og þá kemst fólk í gott skap, og fólk á lika að vera í góðu skapi og sá sem sjálfur er glað- ur, hann vill lika gleðja aðra, og þá verða aðrir líka glaðir og gleðja enn aðra.“ (Frá. Þjóðleikhúsinu). — Tékkóslóvakía Framhald af bls. 1. sinn við kröfur stúdenta. Á meðal þeirra var Diminik Tat- ar.ka í vikuiblaðinu „Kulturni Zivot“, sem er málgagn rithöf- undasambandsins í Slóvakíu. Á Husak að hafa bannað þetta blað. Stjórnmálafréttaritarar benda á, að setuverkföll stúdenta megi líta á sem eins konar tæknilega æfingu. Án þess að yfirgefa há- skólasvæðið hafa stúdentarnir sýnt, að þeir eru valdaþáttur, sem reikna verður með. Við setningu fundar mið- stjórnar kommúnistaiflokksins í Slóvakíu í gær, réðst Husak á þær fvær öfgatilhneigingar, sem komu fram á sameiginlegum fundi miðstjórnar kommúnista- flokks Tékkóslóvakiu og sagði, að Dubcek og samstarfsmenn ‘hans ættu heiðuriinn af þvi að hafa forystunna fyrir þeim hluta flokksins, sem væri andvígur Novotny. Husak bætti því við, að hann mæti mi'kils þá ákvörðun, sem ríkisstjórnin hefði tekið eftir fund miðstjórnarinnar í janúar sl. um að fullnægja sögulegum kröfum Slóvaka um aukna sjálf- stjórn. — Tékknesku miðstjóminni tókst að komast hjá „ihalds- sömum“ og „frávíkjandi“ öfga- sjónarmiðum og fór milliveginn í afstöðu sinni á síðasta fundi sínum, sagði Husak. — Miðstjórnin hefði samt sem áður komizt að þeirri niðurstöðu, að mesta hættan fyrir flokkinn 1 á tímabilinu frá því í janúar sl. væri „frávik“ og hentistefna hægri armsins. Enn væri hætta á aðgerðum af hálfu andsósíalist- ískra afla utan flokksins, sagði hann ennfremur: — Eins og ástandið er nú, er það skylda okkar að koma með nokkr.ar til hliðranir, (fram- kvæma) vissar takmarkanir í þágu ríkisins án þess að víkja frá þeim grundvallarreglum, sem settar voru í janúar. Þá sagði Husak einnig, að leggja bæri á- herzlu á, að hvorki tékkneski né slóviakíski kommúnistaflokkur- inn myndu láta undan neinum þvingunum eða úrslitakostum frá stúdentum eða öðrum hóp- um. — Enginn óskar eftir því að . snúa aftur til þess tima, er við bjuggum við pólitísk réttarhöld. Við viljum beita þeirri aðferð að sannfæra menn, sem hafa aðr. , ar skoðanir en okkar. En þegar 1 lögin eru brotin, þá er vanda- málið ekki lengur pólitískt, sagði Husak. Erfiðleikar með húsrými — tyrir viðhaldsdeild Lottleiða EINS og Morgunbláðið skýrði frá á sínum tíma hafa Loftleið- ' ir hug á því að flytja viðhalds- deild sína til íslands, en það myndi skapa atvinnu hér fyrir um 130 manns og spara ca. 150 millj. kr. í gjaldeyri. Málaleitan Lo'ftieiða hefur verið til athugunar hjá yfirvöld unum, fyrst og fremst í utan- ríikisráðuneytinu, því til þess að unnt verði að flytja viðhalds- deild félagsins heim þarf það að fá húsnæði á Keflavíkurflug velli í stærsta flugs'kýri varnar- liðsins. Loftleiðir hafa þegar aðstöðu í fiuigskýli þessu samkvæmt saimningi utanríkisráðuneytisins og varnarliðsins. j Varnarliðið telur sig þurfa á húsrými þessu að halda fyrir flugvélar sínar. Utanríkisráðu.- neytið reynir nú að finna lausn á málinu. Flutniingur viðhaldsdeildar- innar þarfnast mikiils undinbún- ings og þurfa Loftleiðir að fá svar við málaleitan sinni sem fyrst og ekki seinna en um ára- mót. Stefnir félagið að því, að hefja rekstur viðhaldsdeildar- innar hér á landi síðari hliuita ársins 1969. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSIA'SKRIFSTOFA SÍIVII IQ-IOD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.