Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBBR 1968 Útgefiandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Rits tj ómarfuiltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Riistjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Áskriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti €. Simi 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. VERÐJÖFNUNAR- SJÓÐUR FISKIÐNAÐ- ARINS FVumvarp ríkisstjórnarinnar um stofnun verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins er tví- mælalaust hyggilegt og gagn- legt mál. En hlutverk þessa sjóðs skal vera að draga úr áhrifum verðsveiflna, sem verða kunna á útflutningsaf- urðum fiskiðnaðarins. Verð- ur sjóðurinn byggður upp af þessum atvinnuvegi sjálfum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að hinar miklu verð- sveiflur, sem orðið hafa á af- urðum fiskiðnaðarins hafa skapað þessari undirstöðu at- vinnugrein þjóðarinnar mikil og víðtæk vandkvæði. Hefur hið opinbera reynt að veita fiskiðnaðinum ýmislegan stuðning til þess að komast yfir hina erfiðu hjalla verð- sveiflanna. Enda þótt sú að- stoð hafi orðið að verulegu gagni verður þó sú staðreynd ekki sniðgengin að hún hefur ekki nægt til þess að tryggja snurðulausan rekstur hrað- frystihúsanna. Allmörg þeirra hafa stöðvazt, en við það hafa skapazt margþætt atvinnu- vandamál í einstökum byggð- arlögum. Hefur ríkisstjómin sýnt fullan skilning á nauð- syn þess að ráða fram úr þess um vandkvæðum. Verður nú að leggja höfuðáherzlu á skjótar aðgerðir, þannig að útflutningsframleiðsla fisk- iðnaðarins komizt í fullan gang og tryggi atvinnu og af- komu almennings. En öllum er kunnugt að á rekstri fisk- „iðnaðarfyrirtækja í hinum ýmsu landshlutum veltur at- vinna fólksins í ríkara mæli en á nokkru öðru. Hugmyndin, sem liggur til grundvallar verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins er heil- brigð og skynsamleg. Gert er ráð fyrir að til greiðslu verð- bóta úr verðjöfnunarsjóði komi þegar meðalverð fram- leiðslu til útflutnings af ein- hverri þeirra útflutningsaf- urða fiskíðnaðarins, sem lög- in ná til, hefur lækkað, á grundvelli eins árs eða fram- leiðslutímabils. Verðbætur skulu þó aldrei nema meiru en helmingi verðlækkunar- innar og ekki umfram það fé, sem viðkomandi deild ræður yfir, þegar til greiðshi verð- bóta kemur. En lagt er til að verðjöfnunarsjóði skuli skipt í almenna deild og deildir eft- ir tegundum afurða, og hafa deildimar aðsklinn fjárhag. Er hlutverk hinnar almennu deildar að veita lán til hinna deilda sjóðsins ef þörf krefur. En við gildistöku laganna um verðjöfunarsjóð skal sett á stofn deild fyrir frystar fisk- afurðir. Enrífremur deild fyr- ir afurðir síldarverksmiðjuiðn aðar, en heimilt er síðar að fjölga deildum. Áður hafa starfað hér hluta tryggingarsjóður bátaútvegs- ins, sem síðan var breytt í aflatryggingarsjóð sjávarút- vegsins. Er óhætt að fullyrða að þær stofnanir hafa mjög orðið til að jafna áhrif afla- sveiflna og dregið úr mestu erfiðleikunum, sem orðið hafa þegar aflabrest hefur borið að höndum. Verður að vænta að sú verði einnig reynslan af hinum nýja verðjöfunarsjóði fiskiðnaðarins. MIKILVÆGUR SKILNINGUR VINAÞJÓÐA í~|kkur íslendingum er það að sjálfsögðu mikilvægt að ýmsar vinaþjóðir okkar hafa sýnt skilning á þeim miklu efnahagserfiðleikum, sem við eigum nú við að stríða. Slíkur skilningur kom m.a. fram á þingmannafundi Norður-Atlandshafsbanda- lagsins, sem nýlega var hald- inn í Brussel. Þar höfðu nokkr ir þingmenn frá Kanada, Bretlandi og Vestur-Þýzka- landi frumkvæði um tillögu- flutning, sem fól í sér áskor- un til Norður-Atlantshafsráðs ins um að aðildarríki samtak- anna veittu íslandi aðstoð til þess að treysta efnahags- grundvöll sinn og gera bjarg- ræðisvegi sína fjölbreyttari. Þessari tillögu var mjög vel tekið og hún samþykkt. En þótt slík tillaga hafi verið samþykkt á þingmanna fundi NATO er auðvitað með öllu óvíst hvaða árangur hún ber. Aðalatriðið er að hún sýnir skilning bandalagsþjóða okkar á sérstæðum erfiðleik- um íslenzku þjóðarinnar. Er sá skilningur m.a. gagnlegur vegna umsóknar okkar um aðild að Efta ,sem rædd verð- ur á næst.unni. Það er þess vegna óviður- kvæmilegt þegar einstakir að ilar hér heima nota þennan vinsemdarvott til þess að gera íslenzk stjórnarvöld tor- Skoða bein Valdemars Atterdag DANSKIR vísindamenn hafa undanfarið verið að grufla í bein- um sína gamla konungs, Valde- mars Atterdag og hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi lifað góðu lífi til 57 ára aldurs, fengið nokkra áverka en ekki eina einustu tannskemmd. Kóngurinn var hár og þrekinn (185 sm.) og hefur sjálfsagt haft heillandi bros því tennumar voru stórar og sterkar, allt til dauða- dags. Danska Þjóðminjasafnið vinnur nú að því að laga hina skrautlegu grafhvelfingu í Sorö Kirkju, þar sem kista hans er. Læknar og erfðafræðingar hafa skoðað kistuna og komist að þeirri niðurstöðu að beinin sem í henni voru tilheyri ekki öll kónginum. Beinum af öðrum mönnum hafi líklega verið stung ið ofan í hana þegar hún — fljót lega eftir jarðarförina — var flutt frá Vordingborg til Sorö. Valdimar Atterdag hefur hvílt í nokkuð mörgum kistum eftir dauða sinn. Árið 1758 var hann lagður í tinkistuna sem nú hefur verið opnuð, en áður hafði hann legið í trékistu, sem heldur ekki var sú sem hann var upphaflega lagður í. Árið 1788 var kistan flutt bak við altarið og þá urðu mönnum á þau mistök að láta hana snúa í norður og suður en ekki austur og vestur eins og tíðkast með kristnum. Þetta var fljótlega leiðrétt og um leið not- uðu menn tækifærið tfl að snúa einnig Kristofer II, sem hafði líka verið lagður til á rangan hátt. Rannsókn á líkamsleifunum leiddi í ljós að kóngurinn hafði Hauskúpa einhverntima hlotið hryggskaða, fótbrot á hægri fæti og einnig voru áverkar á höfuðkúpunni. Hann hafði þó lifað af öll þessi óhöpp og þau voru honum etoki til alltof mikils trafala. Sagn- fræðingurinn Huitfeldt sagði einhverntíma að hann hafi dáið af fótaveiki. Þetta hefur ekki verið afsannað, en heldur ekki staðfest. í þá daga kom það konungsins. ósjaldan fyrir að jafnivel hraustustu menn dæju úr lungna bólgu eða botnlangabólgu. En hvað um það, nú verður komið einhverri reglu á bein mannsins sem setti gullgæsina á hallar- turninn í Vordingborg og sam- einaði alla Danmörku að Suður- Jótlandi undanskildu. Og í hans konunglegu kistu fá ekki aðrir að hvíla. Rússar hverfi af M iðjarÖarh afi — tillaga spönsku stjórnarinnar við Rusk tryggileg. íslendingar höfðu engin afskipti af þessum til- löguflutningi og var ekki kunnugt um tillöguna áður en hún var flutt. Því fer þess vegna víðsfjarri að af hálfu íslendinga hafi verið höfð í frammi nokkur betlistarfsemi. En góður hugur og skilning- ur grannþjóða á vandamál- um okkar hlýtur alltaf að vera vel þeginn. Þessi litla þjóð getur í sannleika sagt ekki án þess verið að njóta samúðar og skilnings á lífs- baráttu sinni, úti í hinum stóra heimi. Þess vegna þurf- um við að leggja vaxandi áherzlu á að kynna land okk- ar með það fyrst og fremst í huga að bæta afstöðu ís- lenzku þjóðarinnar í harðri baráttu hennar fyrir tilver- unni. MJÓLKUR- SKORTUR ¥ ýmsum landshlutum verð- ■*■ ur nú vart mjólkurskorts. Er nú svo komið að flytja verður mikið mjólkurmagn vikulega frá Norðurlandi hingað til Reykjavíkursvæðis ins. Mjólkurframleiðendur á Suð-Vesturlandi geta ekki fullnægt þörfum höfuðborg- arsvæðisins. í ýmsum öðrum landshlutum er mjólk í kaup stöðum og kauptúnum af skornum skammti. Madrid, 19. nóv. — NTB SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum í Madrid mun spánska stjórnin vera þess fýs- andi, að sovézk og önnur er- lend herskip hverfi brott af Miðjarðarfhafi, þar sem þau hafa hreiðrað um sig. NTB frétta- stofan segir, að spánski utan- ríkisráðherrann hafi látið þenn an vilja stjórnarinnar í ljós í samtali við Dean Rusk, utan- ríkisráðherra Bandaríkjannai, á mánudag. Tilgangur þessarar tillögu er, að tryggja frið og öryggi á Mið jarðarhafi og mun leiða til auk- innar afvopnunar, að mati Þetta er afleiðing af léleg- um heyskap bænda og veru- legri fækkun nautgripa í mörgum héruðum. Bændur draga einnig verulega úr fóð- urbætisgjöf um þessar mund- ir, en það þýðir aftur að kým ar mjólka minna. Allt sýnir þetta að íslend- ingum er lífsnauðsyn að halda uppi þróttmiklum og vel rekn um landbúnaði. Því fer víðs fjarri að hér sé um offram- leiðslu mjólkur að ræða. Þvert á móti má lítið út af bera, svo að ekki verði mjólk- spánska utanríkisráðherran*. Dean Rusk hélt heimleiðis í dag eftir að hafa hitt forsætis- ráðherra Portugals, Maroello Ceatano og utanríkisráðherr- ann Albert Nogueira. Varsjá 17. nóv. AP—NTB WLADISLAV Gomulka var í dag endurkjörinn leiðtogi pólskra kommúnista á þingi flokksins, sem lauk í Varsjá í dag. Go- mulka hefur verið foringi pólskra kommúnista síðan 1956. Fjölgað var um átta í mið- stjórn flokksins og situr nú 91 maður í henni, þar af 39 nýir. urskortur í landinu. Þetta ættu menn að hafa til athugunar í sambandi við umræður um landbúnaðar- mál. Eðlilegt og sjálfsagt er að stuðla að sem mestri hag- kvæmni í þessum atvinnu- rekstri og leggja megnáherzlu á þá framleiðslu, sem nota þarf innanlands. Óhyggilegt væri þó að telja sér trú um það fyrirfram, að íslenzkar landbúnaðarvörur þurfi um alla framtíð að vera ósam- keppnisfærar á erlendum rmrkuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.