Morgunblaðið - 21.11.1968, Side 7

Morgunblaðið - 21.11.1968, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBBR 19&8 7 Okkur leiðSst pólitík Spjallað við Béna- ventesysfur í Víkingasal Senjórítur þar suður á Spánl „Ó, senjórítur, þar suðrá Spáni þær syngja um ástir með Ijúf- um hreim. Pálmanna strönd þegar merlar máni, en mikið er varasamt að treysta þeim.“ Þennan texta er Jónas Jónas- son búinn að syngja inn í þjóð- ina i sjómanna- og sjúklinga- þáttum, svo að engum ætti að koma á óvart, þótt einstaka senjórítur spánskar slæddust hingað til lands, en hitt er þó sjaldgæfara, að þær séu systur. Það bar þó til um daginn, að hingað komu Beneventesystur frá Spáni til að skemmta á Hót el Lotfleiðum í Víkingasal. Með hálfum huga þáðum við boð hans Emils Guðmundsson- ar, skemmtikraftastjóra Loft- leiða með meiru að rabba við þessar systur stundarkorn. Eiginlega höfðum við búizt við því, að allar senjórítur frá Spáni væru svarthærðar, brúna- þungar, dökkar í kringum aug- un, sífellt dansandi, takandi hendi í síð pilsin sveiflandi „kastanettum" og skeljatromm- um strengdum með nautshúð- um, allt í kringum sig, stígandi dans við spengilega „caballer- os“ með svarta, barðastóra hatta með lakkhúð hoppandi í kring- um þær eins og kurrandi dúf- ur, með alls kyns undarlegu handapati, þar sem hver ein hreyfing þýddi eitthvað ákveð- ið, eins og t.d.: „Viltu mig? — Ég vil þig“ og svo framvegis. Þess vegna brá okkur, þegar þær gengu inn í herbergið, syst- urnar. Þær voru ljósar á brún og brá, eins og hreinræktuðustu Aríar geta bezt verið, m.a.s. blá eygðar. Af lítilli þekkingu á mann- fræði Spánverja, gizkuðum við á, að þær væru af Baskakyni að langferðatali, en við höfðum þann sannleika frá dönskum list málara vini okkar honum Carlo Bovine, að Baskar væru allt eins forfeður okkar íslendinga og írar. Okkur láðist þó að spyrja þær systur um ættfræði, enda var um nóg að tala, þegar á hólminn var komið. „Nafn og heimilisfang, mínar elskanlegu" segjum við á ensku, sem þær segjast tala að- eins mjög lítið, en buðu okkur raunar upp á ein 6 tungumál önnur. „Við eigum heima í Madrid, og heitum Luisa og Isabel, 23 og 25 ára gamlar. ,Er gott að eiga heima á Spáni?“ „Við þekkjum auðvitað ein- ungis stjórn Francos, og við kunnum allvel við hana. Efna- hagsástandið er gott, og hefur verið það í stjórnartíð hans. Systurnar Luisa og Jsabel Benavente. (Myndina tók Sv. Þ.). Það er sagt að hann ætli að gera Don Carlos að kóngi, þenn an sem er kvæntur henni Soffíu grísku prinsessunni, — þegar hann Franco verður of gamall til að stjórna. Ætli það reynist ekki bara vel“. „En hvað með hinn, Hugóheit ir rann víst, kvæntur hollenzkri prinsessu og vill líka erfa rík- ið?“ ,Nei, við viljum frekar Don Carlos. Annars þykir okkur. pólitík leiðinleg, og stendur eig- inlega alveg á sama“. „Ættum við þá máski frekar að tala um sönginn?" „Já endilega. Við byrjuðum að syngja í barnaskóla og frá 7 ára aldri hefur þetta verið atvinna okkar. Við höfum flakk að um heiminn, sungið í Tyrk- landi, bæði í Ankara og Istam- búl, eins líka í Ízmír. Þá í Þýzkalandi, Hollandi og Sviss, Belgíu og Portugal og allar götur suður til Ítalíu. Ótalið er þó, að við höfum líka sungið í Angola í Afríku og Malavi. f Angola komumst við í „Safari“-ferð, sáum fíla, nashyrninga krókódíla og flóð- hesta. Nei við vorum ekki með byssur aðeins myndavélar. Við sungum líka alllengi á skipinu „Nýja Amsterdam" sem er eign Holenzk-ameríska skipafélags- ins, en það sigldi frá New York (sem áður hét Nýja Am- sterdam) og Amsterdam í Holl- landi. Fyrir tveim árum komum við hingað til Reykjavíkur á ytri höfnina, og það getur ver- ið að við komum hingað aftur næsta haust með skipinu". „Eruð þið ekki þreyttar á þessu sífellda flakki og öllum þessum söng?“ „Nei, biddu fyrir þér. Þetta er okkar líf og yndi. Við stönz- um venjulega 2 mánuði heima í Madrid á hverju ári, einkan- lega í júlí og ágúst, og við ger- um það eingöngu fyrir pabba og mömmu. Við erum einu börnin þeirra. Jafnvel þá, sökn um við ferðalaganna. Hér um daginn sáum við í spænska sjón varpinu ágætan þátt frá íslandi. Við gátum bent pabba og mömmu á hann og sagt: „Eftir mánuð eigum við að vinna á þessu fallega landi". „Hvernig var að vera í Ang- ola?“ „Svo sem ágætt nema það að moskítóflugan er hræðileg. Mað ur hólgnar upp af minnsta biti. Það er svei mér gott að ís- land er laust við þann ófögnuð."- „Ég hef heyrt að þið syngið lög á 8 þjóðtungum, og þess vegna væri ekki úr vegi, að bæta einu íslenzku við. Við eig- um að vísu enga moskítóflugu en við eigum „Litlu fluguna" eftir hann Fúsa Halldórs, og ég er viss um, að Emil kemur ykk ur í kynni við Sigfús svo að þið gætuð bætt „Litlu flugunni" okkar við söngvasafnið ykkar.“ Og með það kvöddum við þessar ljúflings-senjórítur, það- an sunnan frá Spáni, en þá voru þær strax byrjaðar að biðja Emil um að útvega þeim „Litlu fluguna" á nótiun til að syngja. Máski á hún eftir að verða okkur Indkynning víða um heim? — Fr.S. OKKAR A MILLI SAGT Sextugur er í dag Matthías Karls son á Bergi í Keflavík. Hefur hann verið starfsmaður Keflavíkurbæjar undanfarin ár, þægilegur og mjög vel liðinn á allan hátt. Skipaútgerð ríkisins Esja fór frá Reykjavlk kl. 12.00 á hádegi í gær austur um land til | Vopnafjarðar. Herjólfur fer frá Reykjavík kl. 21.00 annað kvöld til Vestmannaeyja. Herðubreið kem ur til Reykjavíkur í dag úr hring- ferð að vestan. Árvakur er á Vest- fjarðahöfnum á norðurleið. Skipadeiid S.Í.S. Arnarfell losar á Vestfjörðum. Jökulfell er í New Bedíord. Disar- , fell fór frá Reykjavik í gær til Hamborgar, Kaupmannahafnar, ! Helsingborgar, Gdynia og Svend- borg. Litlafell er 1 oliuflutningum i Faxaflóa. Helgafell fer væntanlega 1 dag frá Ábo til Riga og Dundee. Stapafell losar á Norðurlandshöfn- um. Mælifell er 1 Brussel. Fiskö er á Húsavík. Loftleiðir h.f. Guðríður Þorbjarnardóttir er væntanleg frá New York kl. 1000. Fer til Luxemborgar kl. 1100. Er væntanleg til baka frá Luxemborg kl. 0215. Fer til New York kl. 0315. Spakmœli dagsins Sá, sem er öðrum háður, er aldrei sjálfráður (Gamall málshátt- ur) LÆKNAR FJARVERANDI Eyþór Gunnarsson fjv. óákveð- ið. Þorgeir Jóns.son fjv. 11.11-25.11. Stg.: Guðsteinn Þengilsson, Domus Medica, simi 21262, viðtalstími 2-3, fimmtudaga 5-3. Þórður Þórðarson fjv. til 3. des. Stg. Alfreð Gislason FRÉTTIR Mæðrafélagskonur Fundur verður haldinn fimmtu- daginn 21. nóv. að Hverfisgötu 21 Félagsmál — Margrét Margeirs- óttir félagsfræðingur talar um ungi ingavandamálið. Konur eru vinsam lega beðnar að skila basarmunum á fundinum. Gengið Nr. 126 — 13. nóvember 1968. 1 Bandar.dollar 87.90 88,10 1 Sterlingspund 210,00 210,50 1 Kanadadollar 81,94 82,14 100 Danskar kr. 1.169,30 1.171,96 100 Norskar kr. 1.230,66 1.233,46 100 Sænskar kr. 1.698,64 1.702,50 100 Finnsk mörk 2.101,87 2.106.65 100 Franskir fr. 1.767,23 1.771,25 100 Belg. frankar 175,27 175,67 100 Svissn. fr. 2.043,60 2.048,26 100 Gyllini 2.416,08 2.421,58 100 Tékkn. kr. 1.220,70 1.223,70 100 V-Þýzk m. 2.211,43 2.216,47 100 Lírur 14,10 14,14 100 Austurr. sch. 339,78 340,56 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reikningskrónur- Vöruskiptalönd 99,86 100,16 1 Reikningsdollar Vöruskiptalönd 87,90 88,10 1 Reikningspund Vöruskiptal. 210,95 211,45 Önnumst alls konar ofaníburðar- og fyllingar- verk. Seljum 1. flokks fyll ingarefni frá Björgun h.f. Vörubílastöðin Þróttur Sími 11471 — 11474. Keflavík — Njarðvík Höfum kaupendur að 3ja— 5 herb. íbúðum. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns Sími 2376. Sveinafélag pipulagningamanna Fundur að Freyjugötu 27 laugardaginn 23. október kl. 2 e.h. Félagar fjölmennið. STJÓRNIN. A næstunni munum vér kaupa tómar fliiskur merktar ATVR í glerið, á kr. 5.00 pr stk. Móttaka alla virka daga nema laugardaga í Nýborg v. Skúlagötu kl. 9 — 17. ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS. Alliance Francaise Skemmtifundur verður haldinn í Sigtúni í kvöld (fimmtudag) kl. 20.30. Gérard VAUTEY, franskur stúdent við Háskóla ís- lands, talar um kynni sín af íslandi. Þjóðlagatríóið ÞRÍR HÁIR TÓNAR syngur. Gunnar Eyjólfsson og Bessi Barnason fara nieð skemmtiþátt. Dansað til kl. eitt. Aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn og gesti þeirra. STJÓRNIN. Tilkynning til bænda, fáburbirgiafélaga ag verzlana Vegna takmarkaðra birgða í landinu af fiskimjöli og karfamjöli, er hér með skorað á alla þá, sem þurfa á þessari vöru að halda til fóðurbætis, að tryggja sér hjá framleiðendum nægilegar birgðir af fiskimjöli og karfamjöli fyrir 26. þ.m. Að þeim tíma liðnum má gera ráð fyrir að birgðir, sem þá verða til, verði fiuttar úr landi. LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ 18. nóvember 1968. ROCKWOOL' STEIIMIJLL Nýkomið. ROCKWOOL - BATTS 600 x 900 x 40 — 50 mm. Verð ótrúlega hagstœtt Einkaumhoð fyrir ísland HANNES ÞORSTEINSSON heildverzlun. Hallveigarstíg 10 — Sími: 2-44-55. Rockwool Batts112 Keflavík — Suðurnes Flestar vörur á gamla verðinu í Smárakjöri. Opið til kl. 7. JAKOB, Smáratúni. Sími 1777. Ibúð óskast Nýtízku 3ja—5 herb. íbúð óskast í Keflavík eða ná- grenni, frá 1. jan. 1969. — Tilb. merkt: „NATO 6823“ sendist afgr. Mbl. fyrir 30. nóv. nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.