Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBBR 1968
5
Þarf aö leita erlends fjármagns
— til gerðar norsku myndarinnar um
hernámsárin? — Samtal við Reyni
Oddsson, kvikmyndaframleiðanda
NÝVERIÐ átti blaðið tal við
Reyni Oddsson kvikmynda-
framleiðanda og spurðist fyr-
ir um hvernig liði gerð hinn-
ar norsku útgáfu kvikmynd-
arinnar um hernámsárin.
— Þegar hefur verið unnið
mikið undirbúningsstarf að
gerð hennar, en segja má að
einungis lítill hluti þeirra
tveggja kvikmynda, sem gerð
ar hafa verið um hernámsár-
in Gg sýndar hér á landi verði
I hinni norsku útgáfu, laus-
lega áætlað um einn þriðji
hluti. Hitt efnið eru kaflar,
sem teknir verða upp í Nor-
egi og ýmislegt annað efni,
frá styrjaldaraðilunum, sem
ég hef fundið í söfnum í Bret-
landi, Ameríku og Þýzkalandi.
— Ákveðið er að þessi nýja
mynd verði frumunnin í
London, en ég annast gerð
myndarinnar, sagði Reynir, —
en nú er allt útlit fyrir að
hin viðskiptalega hlið fram-
kvæmdarinnar verði að fara
fram algerlega erlendis og ég
verði að afla mér þar lána
til að vinna verkið. Myndin
verður samsett og unnið að
samræmingu tóna og kvik-
myndar í Noregi. Þessu veld-
ur gengisfellingin, sem nú er
orðin, svo og það að hér eru
engir sjóðir eða lánastofnanir
til að standa straum af kvik-
myndaiðnaði, sagði Reynir
ennfremur.
— Hvað gerir þú ráð fyrir
að gerð þessarar myndar
kostd?
— Það er reiknað með að
kostnaðurinn nemi 10 þúsund
sterlingspundum, en það nem-
ur 2,1 milljón ísl. króna eftir
nýja genginu. Framleiðslu-
kostnaður hinna tveggja
myndanna nam 3Vz milljón
króna, en gengistap 0kkar af
þeirri framkvæmd nemur 600
þúsundum króna, sökum þess
að megnið af kostnaðinum við
gerð þeirra var erlendur og
sá kostnaður var ekki að fullu
greiddur. Það gefur auga leið
að hér er um talsvert gjald-
Reynir Oddsson.
eyrismál að ræða og ef vel
tekst til með myndina yrði
afrakstur hennar gjaldeyris-
hagnaður fyrir okkur. Ég vil
einnig geta þess að bæði Sví-
ar og Danir hafa gert gagn-
gerðar breytingar á lögum um
skemmtanaskatt af aðgöngu-
miðum kvikmyndahúsa, sem
leitt hafa til sjóðstofnana til
styrktar kvikmyndagerð. —
Þetta hefur svo orðið til þess,
að kvikmyndir frá Norður-
löndunum hafa orðið vel sam-
keppnisfærar á heimsmarkaði
og einnig hefur verið efnt til
samvinnu milli þessara þjóða
um gerð og drefingu kvik-
mynda og þau gert víðtæka
samninga við hin stóru banda-
rísku kvikmyndafélög, sem
sem enn miða starfsemi sína
að mestu við kvikmynda-
dreifingu. Mér er kunnugt um
að inn í þetta samstarf gætum
við gengið ef við óskuðum og
haft af því mikinn hag. Til
þess að sv0 megi verða þurf-
um við hér að hafa aðgang
að einhverju fjármagni, því
við eigum nú í dag um 20
manna lið, sem lært hefur
kvikmyndagerð. Ég vil geta
þess í sambandi við samning-
ana við hin bandarísku kvik-
myndafélög að ágóða er skipt
til helminga, þegar fram-
leiðslu, dreifingu og áug-
lýsingakostnaður hefur verið
greiddur. Aðsókn þarf ekki að
vera mikil til þess að nokkrar
millj. dollara komi til skipt-
anna. Ég get nefnt í því sam-
bandi dæmi um þrjár kvik-
Frainhald á bls. 10
HUSMÆÐUR! HUSMÆÐUR!
Fimmtudagar — innkaupsdagar
Matvörur — hreinlœtisvörur
Aðeins þekkt merki —
Flestar vörur undir búðarverði
OPIÐ TIL KLUKKAN 10 í KVÖLD
Vörumarkaðurinn hl.
| ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVlK - SÍMI 81680
"mjólkin
bragöast
m«*bezt
m*N£SQU/K
Verið að taka könnunarflugv él um borð í herskip í Hvalfirði, en norsku flugsveitirnar hér
á landi höfðu flugvélar af svipaðri gerð.
CATERPILLAR
Qrðsending til eigenda og vélstjóra Caterpillar-sjnvéla
Ákveðið hefur verið að efna
til þriggja daga námskeiðs
sem sérstaklega er ætlað
vélstjórum og eigendum
CATERPILLAR-sjóvéla.
Mun námskeiðið verða
haldið dagana 11., 12. og 13.
des. nk. í skólastofu okkar
að Laugavegi 170.
Þeir sem hug hafa á að sœkja námskeiðið vinsamlega láti skrá sig eigi síðar
en þriðjudaginn 3. desember næstkomandi.
Caterpillar ag CAT eru skrásett
vöruimerki.
Sími
21240
HEKLA hf
Laugavegi
170-172
— og þú getur búið þér til
bragðgóðan og fljótlegan
kakoarykk
1. Hella kaldri mjólk f stórt glas.
2. Setja 2-3 teskeiðar NESQUIK út í,
3. Hræra. Mmmmmmmmm.
NESQU/K
KAKÓDRYKKUR