Morgunblaðið - 21.11.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1968
Kvikmynd um Kennedy
forseta sýnd í ameríska bókasafninu á
5 ára dánarafmœli hans
FÖSTUDAGINN 22. nóvember
eru fimm ár liðin frá því að
John F. Kennedy, forseti Banda-
ríkjanna, var myrtur í Dallas í
Texas.
í tilefni a/ því, verður kvik-
myndin „Years of lig'htning,
Day of drums“ sýnd í Ameríska
bókasafninu í Bændahöllinni og
hefst sýningin kl. 21. Myndin er
með íslenzku tali, og er öllum
heimill aðgangur, sem er ókeyp-
is.
Mynd þessd var gerð skömmu
eftir morð forsetans og rekur
helztu atburði í lífi hans, sér-
staklega á meðan hann var for-
seti. Var hún sýnd í Háskólabíói
árið 1965. Texti er lesinn af
Gunnari Eyjólfssyni leikara og
Ásgeiri Ingólfssyni fréttamanni.
Kennedy forseti var vinsæll
maður í sínu landi, og öruggt má
telja að enginn annar forseti
Bandaríkjanna hafi náð þeim
vinsældum erlendis, sem hann
gerði. AIR frá því að hann var
grafinn í Arlington kirkjugarði,
þar sem hann hvílir ásamt tveim-
ur börnum sínum, hefur verið
stöðugur straumur innlendra
gesta að gröfinni og eru gestirnir
nú orðnir 25 milljónir.
Eitt af því sem vel lýsir vin-
sældum forsetans, eru hinar fjöl-
mörgu götur, byggingar, torg og
skólar, víðsvegar um heim, sem
nefnd hafa verið eftir John F.
Kennedy að honum látnum.
í sumar bættist við ný gröf,
er Robert Kennedy Öldungar-
deildarþingmaður var grafinn 15
metra frá gröf bróður síns, en
einnig hann féll fyrir kúlu of-
beldismanns.
John Fitzgerald Kennedy fædd
ist 29. maí 1917 og var þvi að-
eins 46 ára er hanri lézt. Hann
gekk í Harvard háskóla og skrif-
aði ritgerð við lokapróf, sem
fjallaði um það, hversvegna
England var ekki viðbúið heims-
styrjöldinni. Var ritgerðin gefin
út og varð metsölubók. Árið 1941
gekk hann í flotann og var send-
ur til Kyrrahafsins, þar sem
hann gat sér mikið orð, fyrir
björgun áhafnarinnar, eftir að
bát hans hafði verið sökkt. Slas-
aðist hann þar og var fluttur
heim.
1946 var hann kosinn í full-
trúadeild Bandarikjaþings og
endurkjörinn 1948 og 1950. Árið
1952 var hann kosinn i öldunga-
deildina og endurkjörinn 1958.
í forsetakosningunum 1960 sigr-
aði hann Richard Nixon með
naumasta meirihluta sem sögur
fara af.
(Frá upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna).
John F. Kennedy
Haförninn leigður
— til Danmerkur með íslenzkri áhöfn
SIGLUFIRÐI 20. nóv. — Haf-
örninn er búinn að liggja hér
ú Siglufirði í hátt á annan mánuð
aðgerðarlaus, og var búið að
segja öllum undirmönnum upp
tstarfi vegna óvissu um rekstur
skipsins næstu mánuði. Þó mun
á tímabilinu hafa verið gerðar
ttilraunir til að leigja skipið til
(erlendra aðila, þar sem ekki er
iverkefni fyrir það hér.
Nú hefur tekizt að leigj.a skip-
ið til dansks skipafélags, sem
Ekkert spyrst til
týndu stúlkunnar
Auglýst eftir manni á þrítugsaldri
Fundur Síúllstæðis-
ú Akrunesi
gera nú ráðstafanir til þess að
hindra atvinnuleysi og efla fjöl-
breyttni í íslenzkum atvinnuveg-
um. Fundurinn var vel sóttur.
SJÁLFSTÆÐISMENN á Akra-
nesi efndu til fundar um efna-
hagsmálin og fleira sl. sunnudag
í Félagsheimili Karlakórs Akra-
ness. Frummælendur voru þeir
alþingismennirnir Jón Árnason i
og Ásgeir Pétursson. Að ræðum j
þeirra loknum fóru fram almenn
ar umræður og voru m.a. bornar
fram margar fyrirspumir.
Þessir tóku til máls: Þorgeir
Jósefsson, Ólafur Sigurðsson,
Þórður Hjálmsson, Stefán Teits-1
son, Rúnar Pétursson og Hörður
Pálsson. Fundarstjóri var for-
maður Sjálfstæðisfélags Akraness
Páll Gunnar Sigurðsson.
Frummælendur svöruðu síðan !
fyrirspurnum, sem fram voru j
bornar. Fundurinn bar þess'
glöggan vott, að Sjálfstæðismenn |
eru einhuga um nauðsyn þess að
EKKERT hefur enn spurzt til
Sigríðar Jónsdóttur en nú er rúm
vika frá því, að hún hvarf frá
heimili sínu í Hafnarfirði. Skipu
Iögð leit var gerð að stúlkunni í
fyrradag, en ekkert var leitað í
gaer.
Rannsóknarlögreglan hefur
gert fyrirspurnir og athugað með
skip, sem farið hafa utan eða í
kringum land á þessum tíma, til
þess að kanna hvort hún kynni
að hafa laumazt með en án árang
urs. Þá hefur verið auglýst eftir
manni á þrítugsaldri, sem kom í
verzlun í Hafnarfirði sl. laugar-
dagsmorgun og keypti sokkabux
ur af sömu stærð og Sigríður not
ar. Afgreiðslustúlkan, sem mann
inn afgreiddi, þekkti Sigríði, og
taldi hún sig sjá Sigríði út í bíl
þeim, sem maðurinn ók. Vill lög
reglan í Hafnarfirði gjarnan ná
. tali af þessum manni.
SpUakvöld í
Hoinorfirði
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Hafn
arfirði halda sameiginlegt spila-
kvöld í kvöld (fimmtudag) kl.
20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Spiluð
verður félagsvist og veitt vegleg
spilaverðlaun að keppninni lok- j
inni í kvöld. Kaffi verður fram- j
reitt og er allt sjálfstæðisfólk í |
Hafnarfirði hvatt til þess að fjöl
Athugasemd iró Seðlabankanum
í TILEFNI af blaðaskrifum und-
anfarið vill Seðlabankinn taka
fram eftirfarandi:
Fyrir tveim árum var gerður
makaskiptasamningur við Reykja
víkurborg um lóðirnar Fríkirkju
vegur 11 og Lækjargata 4. Skil-
yrði fyrir þessu makaskiptum
voru þau að Seðlabankinn léti
fara fram á sinn kostnað hug-
myndasamkeppni um staðsetn-
ingu og gerð bankabyggingar á
lóðinni nr. 11 og 13 við Fríkirkju
veg og að fram komi við þessa
samkeppni eða lögð fram að henni
lokinni úrlausn sem borgaryfir-
völd telja viðunandi.
Að undanförnu hafa staðið yf-
ir samkeppni arkitekta um frum
j drætti þessarar byggingar og
j lauk henni 15. nóvember sl. Þessi
samkeppni fór fram á vegum og
eftir reglum Arkitektafélags fs-
j lands. Er hún þannig í aðalatrið-
um, að ákveðnir arkitektar voru
valdir í samráði við félagið til
að taka þátt í samkeppninni. Er
þess að vænta að bráðlega verði
kveðinn upp dómur um úrlausn
ir.
Eins og áður hefur komið fram
hafa engar frekari ákvarðanir
verið teknar í byggingarmálum
bankans.
Á ólöglegum
veiðum í
Ólafsfirði
KVARTAÐ var til Landhelgis-
gæzlunnar í fyrrinótt, að v.b.
Stígandi frá Ólafsfirði væri að ó-
löglegum veiðum þar í firðinum.
Varðskip fór á vettvang og tók
bátinn, sem þó var ekki á veið-
um. Fór varðskipið með Stíg-
anda inn til Ólafsfjarðar, þar
sem mál skipstjórans var tekið
fyrir. Játaði hann að hafa verið
að ólöglegum veiðum þarna í
firðinum. Síðdegis í gær voru
bæði skipin farin úr höfn á Ólafs
firði.
mun hafa skipið í ferðum fyrir
sig víða um höf. Verður fyrsta
ferðin með steinolíu frá Rott-
erdam til Liverpool . Áhöfn á
skipinu verður hin sama og ver-
ið hefur, en það fer frá Siglu-
firði annað kvöld.
— Steingrímur.
Djósn til
heimilisprýði
IALLIR vita að sendiráðsskild-
ir eru mikil djósn og sann-
kölluð augnayndi. Hefur fólk'
Iþó til þessa látið sér nægja að
j dást að skjöldunum, þar sem
l þeir hanga á sínum stöðum,
' en nú Virðist einhver vera að
■reyna að finn>a þann skjöld,
I sem bezt gæti farið sem j
augnayndi í heimaihúsum.
Fyrir nokkru var skildinum'
af rússneska sendiráðinu stol-1
ið, en ekki virðist hann hafaj
fallið vel sem heimilisprýði, i
1 því skömmu síðar var honum
skilað aftur. Á þriðjudags-^
| imorgun var svo skildinum af (
, franska sendiráðinu stolið og]
'hafði hann ekki komið í leit-
irnar í gærkvöldi.
Er vissara fyrir sendiráðin,
'sem enn hafa ekki þurft að
■sjá af skjöldum sínum, að
festa þá nú tryggilega, því
efalaust verður gengið á röð-
'ina, þar til rétti skjöldurinn
finnst.
Ehið ó hyn-
stæða bíla
EKIÐ var á R-17870, 9em er gul
ur Opel, þar sem bíllinn stóð í
stæði við Hótel Sögu frá klukk-
an 22 á laugardagskvöld til klukk
an tíu morguninn eftir.
Einnig var ekið á R-21403, sem
er rauður Saab, anrtað hvort þeg
ar bíllinn stóð við Snorrabraut
33 milli klukkan 23 og 24 á
þriðjudagskvöld, eða á sama stað
í hádeginu í gær.
Rannsóknarlögreglan skorar á
þá, sem á bílana óku, svo og vitni
að gefa sig fram.
Landshappdrœtti
Sjálfstœðis-
flokksins
1
DREGIÐ
Á MORGUN
Reynt að nó
Snrprise út
EKKI hafði í gær tekizt að ná
togaranum Surprise út. Varð-
skip var þá komið á staðinn, og
hafði gert tilraunir til að ná því
út, en án árangurs. Verður til-
raunum haldið áfram í dag, en
togarinn liggur enn svo að segja
á hliðinni og aðstæður því erfíð-
ar.
■ ■
Orn kominn
til Ameríhn
ÖRN RE 100 kom til Bandaríkj-
anna á þriðjudagsnótt og hafði
hann þá verið 9 sólarhringa á
leiðinni. Ekki hafa borizt fréttir
hvort hann sé strax byrjaður á
veiðum út af Ameríku.
Lúgafellshúsið
NÝLEGA var frá því skýrt að
gamla Lágafellshúsið hefði verið
flutt úr Lágafellstúninu og niður
í íbúðarhverfið þar fyrir neðan.
Jón Gunnlaugsson, eigandi húss-
ins, bauð Reykjavíkurborg að
kaupa húsið og var sölutilboðið
lagt fram á síðasta borgarráðs-
fundi. Var því vísað til lóðanefnd
ar, og mun Reykjavikurborg ekki
hafa hug á kaupunum.
Múlverhaupp-
boð 3. des.
— ÉG 'hef ætleð mér aið halda
málverkaiuppboð 3. des. mk.,
sa.gði Silgiuirður Benediktsson er
Mbl. spiurðist fy-rir hjó 'honuim
um fyrirhuiguð liista'vertkia- og
bókaiuppboð. Saigði Siigurðiur, að
það væri jafnfhaimit síð-asta mál-
verkauppboð ársirus, en hann
aat'laði að haildia bóifeauppboð um
10. des. Aðspurður um málverk
á uppboðinu, saigði Sigurður of
snemmt að segja um það, þótt
þegar hefðu sér borizt noikkur
góð málverk. Saigði Sigurður, að
þeiir sem ætluðu að lát'a selja á
þessu uppboði, yrðu að hafa sam
baind við aig sem allra fyrst.
Mjólkursamsalan verður að flytja
40 þúsund lítra frá Norðurlandi
— vegna skorts á mjólk sunnanlands
SKORTUR á mjólk og rjóma
hefur verið hér sunnanlands
allt frá því í október sl., og hef-
ur orðið að flytja um 40 þúsund
lítra af mjólk og rjóma frá ýms-
um stöðum Norðanlands, svo
sem Sauðárkróki, Blönduósi,
Akureyri og Húsavík, sam-
kvæmt upplýsingum Stefáns
Björnssonar, forstjóra Mjólkur-
samsölunnar.
Steflán bvað litla mjólk hafa
verið að fá hér sunnanlands nú
í thaust, og taldi hann það staifa
af veðráttunni í sumar og enn
fremur, að 'heyin væru nú ekki
eins góð til gjafar og óður. —
Sagði hann, að fastlega mætti
gera ráð fyrir að útflutningur á
mjólkurafurðum minrikaði af
völdum þess hve vinnsla væri
nú lítil á þeim í landinu.