Morgunblaðið - 22.11.1968, Síða 3

Morgunblaðið - 22.11.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1968 3 VINAHJÁLP heitir félagsskapur kvenna, sem halda basar árlega fyxir jólin og selja þar handa- vinnu, er þær hafa unnið allt árið. Ágóðinn rennur til veikra barna. Oftast hafa þær gefið til Skálatúnsheimilisins og mun sú upphæð er þangað hefur farið vera komin á fimmta þúsund kr. Einnig hafa þær gefið til Sól- heimaheimilisins og fleiri, en jafnan er gefinn húsbúnaður eða áhöld. Hinn árlegi basar vinahjálpar kvenna verður á Hótel Sögu næstkomandi sunrnudag og hefst klukkan 2 e. h. Enu munirnir jólagjafir eða jólaskraut og eru misdýrmætir, svo flestir finni þar eitthvað við sitt hæfi, og hafa konurnar ákveðið að selja fyrir sama verð og í fyrra, hækka ekki verðið. í gær litu blaðamenn inn hjá 'konunum, þar sem þær voru önn um kainar við vinnuna á heimili brezka sendiherrans en sendi- herrafrú McLeod er formaður félagsins og lánar hún húsnæði íyrir starfsemina. Konurnar, sem Konurnar í Vinahjálp keppast v ið að búa út muni á jólabasarinn. Vinahjálp útbýr jólabazar sinn á Hótel Sögu á sunnudag eru frá erlendu sendiráðunum, konur starfsmanna á Keflavíkur- flugvelli og eins islenzkar konur, koma saman annan hvern fimmtudag allan ársins hring, skipuleggja vinniuna og ræða um hana og vinna svo ýmist saman eða heima hjá sér. Byrja þær strax eftir áramót að vinna fyrir næsta jólabasar. Eru í hópnum 30—40 konur. Konurnar unnu af kappi i gær. í kringum þær var geysi- 'mikið af fullunnum munum og imargt ákaflega fallegt. Þar voru ijólakúlur, borðskraut, jóladúkar, ihandmálaðir steinar í bréfa- •pressur, hekluð dýr utan um 'flöskur, pottaleppar, þykkir silki- púðar og lítil jólatré, ýmist búin til úr tjulli eða brenndum leir •og fjölda margt fleira. Hefur ‘sýnilega verið unnið vel og •kappsamlega. Vinnubrögðin eru •skipulögð, og oft unnið í hópum, þannig að ein gerir ákveðið handtak og önnur tekur svo við. Og allir þessir munir eiga að seljast á sunnudaginn. Væntanlegt hjúkrunarheimili Reykjavíkurborgar við Grensásveg. Hjúkrunarheimiii og íbúðir fyrir aldraða Á basar Vinahjálpar eru jóla- ■gjafir og jólaskraut. Hér er einn ■jólaengill. REYKJAVÍKURBORG er nú að ganga frá útboðslýsingu á tvenns konar híbýlum, sem ætl- uð eru fyrir aldrað fólk, hjúkr- unarheimili og íbúðum fyrir aldr aða. Hjúkrunarheimilið verður reist við Grensásveg á svæði sem takmarkast af Brekkugerði og fyrrnefndri götu, en íbúðirn- ar verða verða í húsi, sem reist verður austan við Hrafn-! istu — Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Sveinn Ragnarsson, félagsmála stjóri Reykjavíkurborgar tjáði Mbl. í gær, að íbúðirnar yrðu I reistar á óbyggðri lóð austan DAS og verður lóð húsanna sam tengd. íbúðirnar verða alls 60 að tölu, 52 einstaklingsíbúðir og 8 hjónaíbúðir. Teikningar og út* boðslýsing verður tilbúin fyrir áramót og búizt er við að smíði húsanna ljúki síðari hluta árs- ins 1970. Einstaklingsíbúðirnar verða 30 fermetrar, en hjóna- íbúðirnar 42 fermetrar hver. Þá tjáði Sveinn Mbl., að Reykjavíkurborg hyggðist einn- ig reist hjúkrunarheimili fyrir aldraða, sem ekki geta búið á heimilum vegna heilsubrests. Hjúkrunarheimili Reykjavíkur- borgar verður reist við Grens- Framhald á bls. 27 fbúðarhús fyrir aldraða, sem reist verður austan við Hrafnistu — DAS. Pipuhattur GALDRAKARLSINS ÆVINTÝRI MÚMÍNÁLFANNA TOVE IANSSON H. C. ANDERSEN - VERÐLAUNABÖK fyrir 5-12 ára börn. Pipuhattur GALDRAKARLSINS ÆVINTÝRI MÚMÍNÁLFANNA eftir H. C. Andersenverðlaunahöfundinn TOVE JANSON í þýðingu Steinunnar Briem. Ævintýri múmínálfanna eru löngu orð- in heimsfræg. Tove Janson er finnsk skáldkona og teiknari. Hún hlaut árið 1966 hina eftirsóttu viðurkenningu barnabókahöfunda, H. C. ANDERSEN- VERÐLAUNIN, fyrir bækur sínar um múmínálfana’, en þau eru oft nefnd „Litlu Nóbelsverðlaunin". Múmínálfarnir búa í skógum Finn- lands. Eitt sinn fundu þeir þípuhatt galdrakarlsins, reglulegan galdrahatt. Ef eitthvað var látið í hann, þá .... BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR H.F. Borgartúni 21, sími 18660. (hús Sendibílastöðvarinnar) STAKSTEIIAR Viðhorfin í húsnæðismálum Á undanförnum árum hefur mikið átak verið gert í húsnæð- ismálum. Lánveitingar Húsnæð- ismáiastjómar hafa hækkað frá ári til árs og nema nú almennt um 380 þúsund krónum, en lík- legt er, að jafnframt hafi hækk- un byggingarkostnaðar stöðvast að verulegu leyti á síðustu tveim- ur árum og einstakir þættir bygg ingarkostnaðar jafnvel lækkað. Þetta er að sjálfsögðu annars veg 'ar árangur af viðleitni ríkisstjórn arinnar til verðstöðvunar og til þess að halda verðlagi í skefjum og hins vegar afleiðing þess að spennan á vinnumarkaðnum hefur eltki verið jafn mikll og áður. Ennfremur hefur augljós- lega orðið mikil framför á ein- stökum sviðum húsabygginga og má t. d. benda á að fullkomnari vélabúnaður verkstæða og aukin hagræðing hefur tvimælalaust leitt til hagkvæmara verðlags á ýmis konar tréverki en áður var. Á sama tíma hefur einnig verið gert mikið átak í því að tryggja hinum lakast settu í þjóðfélag- inu gott húsnæði með greiðslu- kjörum við þeirra hæfi. Hvað sem segja má um framkvæmdina á þeim samningum um húsnæðis- mál, sem gerðir voru sumarið 1965, og hvað sem líður deilum um störf Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar, er enginn vafi á því að Breiðholtsfram- kvæmdir gera barnmörgum fjöl- skyldum með lágar tekjur kleyft að eignast eigin íbúðir og er þá mikilsverðum áfanga náð. Deilur um framkvæmdirnar sjálfar mega ekki verða til þess að menn missi sjónir á þessum kostum Breiðholtsframkvæmdanna. Nýtt átak Ríkisstjórnin hefur lýst þvt' yfir i sambandi við þær efnahags aðgerðir, sem nú hefur orðið að grípa til, að hún sé fús til við- ræðna við verkalýðsfélögin m.a. um húsnæðismálin. Það mun koma í Ijós síðar tii hvers þær viðræður leiða. En í sambandi við þá óhjákvæmilegu kjara- skerðingu, sem Iandsmenn allir verða nú fyrir vegna hinna ein- stæðu áfalla, sem þjóðin hefur orðið fyrir, er augljóslega þörf á því að tryggja að sá mikli fjöldi ungs fólks, sem með ærinni fyrir- höfn hefur eignazt eigin íbúðir á undanförnum árum, geti haldið þeim, þótt lífskjörin verði ekki jafn góð og áður. Vafalaust kem- ur ungu fólki það bezt á þessum erfiðu tímum, ef hægt er að ’finna leiðir til þessa jafnframt því sem æskilegt er að bygging- arframkvæmdir geti haldið á- fram m. a. vegna atvinnuástnds- ins i landinu. Framtíðarstefnan Almennt mun álitið, að stehm beri að þvi í framtiðinni að al- menningur eigi yfirleitt kost jafn góðra kjara við íbúðakaup og hinir lakast settu eiga nú í Breiðholti. En jafnframt er ljóst, að meðan svo illa árar sem nú, er tæplega við því að búast að mikið miði í áttina að þvi marki. Samt sem áður má ekki missa sjónar á þessu takmarki. Það hafa verulegar umbætur orðið i húsnæðismálum á undanförnum árum og að því ber ótrautt að stefna í framtiðinni, þótt eirfið- lcga kunni að ganga um sinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.