Morgunblaðið - 22.11.1968, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1968
13
Breiðholtsframkvæmdirnar
Athugasemd trá Meistarasambandi bygg ingamanna
í BYRJUN þessa mánaðar
héldu forráðamenn Breiðholts
hf. fund með fréttamönnum í til
efni þess að fyrsta áfanga Breið
holtsframkvæmda á vegum Fram
kvæmdanefndar Byggingaráætl-
unar er að ljúka. A fundi þess-
um var óréttmæt gagnrýni af
hálfu forráðamanna Breiðholts
hf. á starfsemi sjálfstæðra meist
ara í byggingariðnaði, notuð til
þess að sýna fram á ágæti starf-
semi Framkvæmdanefndar bygg
ingaáætlunar og Breiðholts hf.
Vill Meistarasamband bygginga 1
manna í því tilefni gera nokkr- |
ar athugasemdir við þau ummæli
sem þar voru viðhöfð.
i
Því er haldið fra, að „hefði j
venjulegum aðferðum verið beitt |
mundu 192 meistarar hafa orðið j
að skrifa upp á samninga og
jafnvel hefðu jafnmargir aðilar
annazt framkvæmdirnar“. Þessi
fullyrðing fær varla staðist, eðli
legt væri að einn meistari í
hverri grein, væri með hvert
hús, en húsin eru 6 og því myndu ■
meistararnir hafa orðið 24, er j
áritað hefðu teikningar, þ.e. 6
húsasmíðameistarar, 6 múrara-
meistarar, 6 pípulagningameist-
arar og 6 rafverktakar. Meistara
fjöldinn ákveðst þá fyrst og
fremst af lóðaúthlutunum, en sú
stefna að úthluta hverju húsi til
fjölmargra einstaklinga, eins og
farið hefur verið að gera að
undanförnu, nýtur ekki vin-
sælda meðal meistara í bygging-
ariðnaði. Ef þess væri gætt við
úthlutun lóða að fá bygginga- j
meisturum hæfilega mörg stiga- '
hús og tryggja þeim aðgang að
fjármagni í sama mæli og F.b.
og Breiðholt hf. hafa notið, er
ekki efi á, að þeim tækist að
ná meiri byggingahraða og lægri
byggingakostnaði en F.b.
Við Breiðholtsframkvæmdir-
nar hafa starfað einn aðalverk
taki og 17 undirverktakar. En
þessu til viðbótar hefur F.b. og
Breiðholt hf. haft mikið starfs-
lið á sínum vegum, sem gegnt
hefur svipuðu hlutverki og meist
ararnir, þ.e. annast skipulagn-
ingu framkvæmda og eftirlit.
Orkar því nokkru tvímælis hvort
„yfirkostnaður“ við þessar fram
kvæmdir hafi orðið nokkru lægri
en ef einstakir byggingameistar
ar hefðu verið látnir annast þær
Þá er það talið byggingarað-
ferðum F.b. til ágætis að þær
hafi „gefið möguleika á að
vinna yfir vetrarmánuðina“. Það
má vera að forráðamönnum F.b.
og Breiðholts hf. hafi ekki ver-
ið kunnugt um það, en vetrar-
vinna í byggingáriðnaðinum hér
á landi er engin nýjung, sem
fyrst var tekin upp við Breið-
holtsframkvæmdirnar.
Hyggnir byggingameistarar
hafa ætíð hagað framkvæmdum
sínum þannig, að hægt væri að
halda áfram byggingarvinnu ó-
slitið yfir vetrarmánuðina, enda
hefur atvinnuleysi í byggingar-
iðnaði verið nær óþekkt nú um
margra ára skeið á meðan magn
byggingaframkvæmda hefur ver
ið eðlilegt. Hafi framkvæmdir
einstakra byggingameistara leg-
ið niðri um tíma, hefur það ann-
að hvort stafað af því að út-
hlutaðar lóðir voru ekki bygg-
ingarhæfar fyrr en á haustmán-
uðum og því óhægt að hefja
framkvæmdir eða að fjármagn
hefur stundum skort. En þær
byggingaraðferðir, sem einstak-
ir byggingarmeistarar hafa not-
að hafa engan þátt átt í stöðv-
un framkvæmda.
Þá er að því vikið, að „taxtar
iðnaðarmanna skynja ekki end-
urtekningu, þ.e. þegar nákvæm-
lega sama verkið er gert t.d.
150 sinnum, breytist taxtinn
ekki“. Rétt er að taxtarnir gera
yfirleitt ekki ráð fyrir lækkun
1 einingaverðs nema í takmörkuð-
um mæli, en þetta á sér þær
eðlilegu orsakir, að engin þörf
i hefur verið fyrir sérstaka af-
[ slætti vegna þess að sömu verk-
1 in eru gerð allt að 150 sinnum.
! Hins vegar hefur F.b. tvímæla-
laust notið lækkunar eininga-
| verðs í samkeppnisútboðum við
j ýmsan búnað húsanna, bæði í
efni og vinnu, og að því marki
hafa venjulegir taxtar iðnaðar-
manna verið lækkaðir vegna end
urtekninga sömu verka.
j Meistarasamband bygginga-
manna telur rétt að vekja at-
hygli á þessum atriðum um leið
og það vill undirstrika þá skoð-
j un sína, að Breiðholtsfram-
kvæmdirnar hafi ekki borið
þann árangur, sem búizt var
, við, með því að stytta bygginga-
tíma og lækka byggingakostnað
án þess að dregið væri úr gæð-
um, (því án efa eru íbúðirnar
að ýmsu leyti í lægri gæða-
flokki en almennt hefur verið
byggt á undanförnum árum)
þrátt fyrir þá tvímælalausu for-
réttindaaðstöðu, sem þessarfram
kvæmdir hafa notið við fjár-
mögnum og lóðaúthlutun.
Leggur Meistarasambandið á-
herzlu á, að við næstu áfanga
verði byggingameisturum gef-
inn kostur á að byggja fyrir F.b.
á frjálsum jafnréttindagrund-
velli, því að á þann hátt er
tryggð bezta nýting þess fjár-
magns, sem til ráðstöfunar er
til þessara framkvæmda.
Meistarasamband bygginga-
manna.
Bílar
Sími 20070 - 19032
1968 Volkswagen, 1500 vél,
með svefnstólum.
1968 Volkswagen, 1300.
1968 Volkswagen 1200.
1966 Saab.
1967 Toyota Crown, station
1967 Toyota Corona station
1967 Chevrolet Nova,
ekinn 6 þús.
1967 Fíat 850
1967 Fíat 850 Cupé
1967 Peugeot
1966 Rambler Ambassador,
beinskiptur, 6 cyl.
ekinn 10 þús. km.
1965 Skoda Combi
1966, 1967, 1968 Willy’s
jeppar með blæjum.
Úrval af nýjum sendiferða
bílum með stöðvarleyfi,
mælir getur fylgt, þ.á.m.
Ford Taunus 1967,
Trader 1967.
Benz, 17 manna 1964.
Síaukin sala sannar öryggi
þjónustunnar.
Oplð til kl. 4 á Iaugardag.
bilaaoila
GUÐMUN D/XF?
Berfþórmftttu S. Sim&r 1M3S, 20070
Útsýnarkvöld
Skemmtikvöld Útsýnarfarþega verður í Súlnasal Hótel
Sögu, sunnudaginn 24. þ.m. og hefst kl. 21.00.
MYNDASÝNING
DANS TIL KL. 1
Athugið að panta borð tímanlega.
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN.
Höfnm fyrirliggjnndi
BOLINDER MUNKTELL LYFTARA SEM
ER ÁMOKSTURSTÆKI, SNJÓRUÐINGS-
TÆKI o. fl. o. fl.
AFKASTAMIKIÐ OG SPARAR VINNU-
KRAFT.
<55 ^5 &
AÐEINS EITT HANDTAK AÐ SKIPTA UM
VERKFÆRI.
TÆKIFÆRISKAUP.
unnai Sfyzeimm h.f.
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavlk - Slmnefni: »Volver« - Sími 35200
Fífa auglýsir
Allar vörur á gamla verðinu.
Úlpur, peysur, terylenebuxur, stretchbuxur,
sokkabuxur og nærfatnaður.
Einnig regnfatnaður á börn og fullorðna.
Ver/lið yður í hag.
Verzlið í FÍFU, Laugavegi 99
(Inngangur frá Snorrabraut).
Útgerðarmenn
Óska eftir viðskiptum við tvo togveiðibáta
nú þegar, eða á n.k. vetrarvertíð.
Ef óskað er eftir getur aðstoð við línu- og
netaútgerð komið til greina.
EYJABERG, fiskverkunarstöð,
Vestmannaeyjum, símar 1123 og 2291.
Bifreiðaeigendur
Tilbúin áklæði og mottur í gamla bílinn —
í nýja bílinn.
Eigum fyrirliggjandi eða útvegum með stuttum fyrir-
vara tilbúin áklæði og mottur í flestar gerðir fólks-
bifreiða.
Tilvalin jólagjöf — tækifærisgjöf.
ALTIKABÚÐIN, hifreiðaáklæðaverzlun
Frakkastíg 7 — Sími 2-2677.
'TJT
Rithöfundasjóður íslands
Með skírskotun til laga nr. 28 frá 29. apríl 1967 um
Rithöfundasjóð íslands greiðist 60% af tekjum sjóðsins
íslenzkum höfundum, ekkjum þeirra, ekklum eða
niðjum, sem höfundarétt hafa öðlazt, í samræmi við
eintakafjölda höfunda í bæjar-, héraðs og sveitarbóka-
söfnum.
Vegna úthlutunar úr sjóðnum og gerðar spjaldskrár
í því skyni er hér með auglýst eftir eigendum höfunda-
réttar, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta í þessum
efnum. .
Nöfn rétthafa ásamt heimilisfangi og ritskrá óskast
send hið allra fyrsta, og eigi síðar en 28. febrúar 1969
til málflutningsskrifstofu Hafsteins Badvinssonar, hrl.,
Austurstræti 18 Reykjavík.
Reykjavík, 21. nóvember 1968.
Stjórn Rithöfundasjóðs Islands.