Morgunblaðið - 22.11.1968, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.11.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1968 19 Halldór Jónsson, verkfrœðingur: Lm valdið og atvinnulífið SIGMUND gamli Freud hélt því fram, að kynhvötin væri sterkasta kennd mannsins og undirrót allra hans gerða. Ýms- ir hafa þó dregið þetta í efa og bent á valdagræðgina, sem hið ráðandi afl í gerð mannsins. Þessu til stuðnings hafa þeir bent á, að menn verða því fast- heldnari á völd og yfirdrottnun, sem þeir eldast meira. Og yfir- leitt eru leiðandi stjórnmála- menn heimsins fremur afar og langafar en feður. Til þess a ð halda völdum í hvaða félagseingingu sem er, þarf leiðtoginn á samtökum að halda. Samtök myndast af nauðsyn, og til stjórnmálasamtaka er oft- ast stofnað í óeigingjörnum til- gangi. Menn vilja bæta það sam- félags, sem þeir lifa í og tengjast böndum við þá einstaklinga, sem eru sem næst sama skrnis og þeir sjálfir. Einnig er það vei þekkt staðreynd, að samfélag, sem orðið er rótgróið í sinni grein, laðar til sín einstaklinga í skjóli þess valds, sem myndast hefur í hendi forystumanna þess. Stjórnmálaflokkar og valdið. Þannig er um stjórnmálaflokka. Þegar þeir eru orðnir að stað- reynd og farnir að hafa áhrif, þá myndast gjarnan einskonar konungsætt innan þeirra, sem erfitt er að komast inn í og og erfitt að vera í andstöðu við. Því álykta margir sem svo, að betra sé að vera handgenginn maður, í stað þess að hugsa og breyta sjálfstætt, og hljóta þannig umbun. Hafa menn ekki heyrt unga menn segja, að það borgi sig bezt að fara í tiltekinn folkk, vegna þess að hann sjái um sína? Enda er athyglisvert að horfa yfir ýmsar stofnanir þjóðfélags okkar, bæði gamlar og nýjar. Þar getur að lítabreið- fylkingar af launþegum, sem eiga sameiginlegan pólitízkan lit en jafnvel fátt annað. Þessi þróun hefur orðið sú hér á landi, að fjórir stjórnmálafl- okkar eru orðnir grónar stofn- anir. Hver þeirra hefur fulltrúa aína í stjórn allra opinberra fyrirtaekja, banka, verksmiðja og stofnana. Þess vegna er þessi flokkaskipting svo rótgró- in í fjármálakerfi okkar, að allt atvinnulíf þjóðarinnar er endan lega háð miðstjórnum og innri hringum flokkanna, sem hafa þó etv. í raun og veru vald sittsem afleiðingu sama valds, þeas. þeir hafa völdin af því að þeir eru búnir að ná þeim. Þessir innri hringir eru vakandi yfir því að fyrirbyggja, að skyndilegar breytingar geti orðið á aðstöðu þeirra. Erfðakerfið í stjómmálunum. Reynzla síðustu ára sýnir, að erfitt er að koma nýjum flokk- um á laggirnar og má segja að það sé vel. Má minna á rigulreið ina í Frakklandi fyrir valda- föku DeGaulIe. Hannibal Valdimarsson sýndi okkur hinsvegar í síðustu Alþ- ingiskosningum, að mögulegt er að bjóða fram fleiri en einn lista fyrir sama flokk. Og þetta hefur vakið mikla athygli, sem bendir til þess að fólk sé orðið þreytt á því, að fámennir hópar séu einir um það að ákveða, hverjir skuli verða landsfeður, og hverjir landslýður. En sem vonllegt er, þá eru ekki allir jafn hrifnir af þessu fyrir- bæri. Þessvegna liggur nú fyrir Alþingi tillaga um það, að fram- boðslis'tar flokka skuli samþykkt ir af miðstjórnum flokkanna. Ef til vill er þetta ekki ósanngjörn krafa til þess að fyrirbyggja mis skilning. En það er nú einu sin.ni dregið mjög í efa, að lýðræði sé viðhaft í stjórnmálaflokkunum, að minnsta kosti ekki sú tegund, sem nefnd er vestrænt lýðræði. Hin pólitíska þreyta og deyfð, sem verður vart hjá almenningi, er bæði orsök og afleiðing þess, að fámennir hópar ráða lögum og lofum í flokkunum, þinginu, ríkinu og öllu okkar lífi. Við- brögð almennings verða síðan svipuð og þekkjast í einræðis- ríkjunum-, „pólitík er niðurlægj andi og ekki fyrir mig, enda get ég engu breytt“. Munurinn er bara sá, að við getum valið um nokkuð fleiri velþekkt andlit en þar tíðkast. En samt fullyrða margir, að í kosningum hjá okkur sé einungis um að ræða, að velja þá „111“ og „Verri“ til þess eins að losna við þann „Versta", fremur en að um hug- sjónir sé að ræða. En afleiðing þessa kerfis, sem raunar verður erfðakerfi í stjórnmálalífinu á skömmum tíma, er nokkuð óvænt. Það er tilfærsla valdsins úr hendi Al- þingis í hendur embættismann- anna. Embættismennska og framtak Það er velþekkt staðreynd, að ráðherrar hafa nokkra til- hneigingu til þess að skipa sína gæðinga í hin ýmsu embætti, líkt og handgengnir menn þágu sýslanir af konungum til forna. En einu höfum við gleymt frá því í fornöld. Það er það, að embættismenn sitja í krafti sinn- ar skipunar, hversu vafasöm hún var í upphafi, en ráðherrar eru, samkvæmt stjórnarskránni skyldir að víkja, séu þeir sviptir umboði Alþingis. Að vísu hefur þetta lítið komið að sök, þar eð það eru alltaf sömu mennirnir og þeirra uppalningar sem eru í stólunum til skiptis, þannig að lítið hallast á í fjöldann. En við skulum segja, að til valda kæmist breytingasinnuð ríkisstjórn, studd af meirihluta fólks. Þessi ríkisstjórn myndi erfa hjörð embættismanna, sem margir hverjir myndu geta orðið óþægur ljár í þúfu, ef þeir vildu launa sínum fyrri velgjörðar- mönnum. Þannig gæti ríkisstjórn in verið meira og minna lömuð og hennar umbótagetu takmörk sett. Þetta mætti ef til vill hafa á þann veg, að ríkisstjórn hefði leyfi til þess, að skipta um for- stöðumenn og fyrirmenn allra opinberra stofnanna. Þetta myndi verða embættismönnum að hald og koma í veg fyrir þá stöðnun, sem allt of oft fylgir því, að embættismenn verða því nær ellidauðir í sinum embætt- um. Til tryggingar gegn því að em- bættismennska yrði ótryggur atvinnuvegur, mætti fylgja að viðkomandi forstöðumanni yrði tryggð atvinna við ráðningu nýs manns. En þetta má e.t.v.. telja, að sé ekki tímabært enn, því að breyt- ingar á flokksforsjá og flokkum virðast ekki í augsýn. En þessi tími getur komið, ef hinni ungu kynslóð áskotnast aðrar hug- myndir en erfðakenningarnar, sem hún er alin upp við. Því hefur verið hreyft í Morgunblaðinu, að fá ætti menn úr einkarekstri, til þess að veita opinberum fyrirtækjum forstöðu, öðru hvef ju að minnsta kosti, til þess að hressa þau upp. Að vísu hefur nú reyndin á fslandi verið sú, að pólitízkir prinsar hafa verið sóttir úr opinberum fyrir- fækjum og settir yfir einkafyrir tæki, sem 'lent hafa í erfiðleikum, en það er önnur saga. Allavega er hætt við því, að þetta sé tæp- lega framkvæmanlegt með nú- verandi fyrirkomulagi. Enda er ennfremur svo við að búast, að mannval þjóðarinnar verði frem- ur að finna í embættismanna- hjörðinni en í einkarekstrinum, ef svo heldur áfram með þróun ina, sem ég ætla að ræða um hér á eftir. Einkaframtak og ríkisrekstur Það er hagfræðileg staðreynd, að erfitt er að hafa annan hag afþví, að leggja fé sitt í atvinnu reksturinn. Veldur hér um óða- sköttun, sem hindrar verðbréfa- markað, sem er forsenda al- menningshlutafélaga. Þetta er orðið svo samgróið okkur öllum, að okkur er farið að finnast breytingar allt að ó- hugsandi. Þessu til stuðnings má benda á, að sé talað um stóriðju- framkvæmdir á íslandi, þá er ríkisþáttaka það eina form, sem fólki dettur í hug. Nægir að benda á Áburðar- verksmiðjuna, Sementsverksmiðj una, Kísilgúrverksmiðjuna og Álverksmiðj una. Nú kann það að vera þjóðar- viljinn, að þetta sé svona. Að minnsta kosti munu jafnaðar- sinnuðu flokkarnir ekki vera á móti þessu fyrirkomulagi. En þá ættu hinir, sem sífellt klifa á nauðsyn einkaframtaks, að hætta því. Því hafi þeir ekki sýnt sig í því, að vera beinlínis á móti því, þá hafa þeir stutt þessa þróun sem orðin er. Það er að minnsta kosti stað- reynd, að óvíða um heim, þar sem nokkuð einkaframtak þekkist, er ríkisvaldið jafn reiðubúið og hér að leggja til atlögu við einka- framtakið. Svo rammt kveður að þessu, að margir telja okkur stefna hraðbyri til nokkurskon- ar sósialisma. Og hafa þeir ekki nokkuð til sins máls? Ríkið hefur svelgt til sín í stærri og stærri mæli sparifé landsmanna. Á ég þar við sölu hinna verðtryggðu og „skatt- frjálsu" spariskírteina, sem fólki finnst vænlegasta fjárfestingin á tímum óðaverðbólgu og skattagleði. Afleiðingin er sí- fellt lasnari atvinnurek-stur einkaaðila um allt land, á meðan fénu er ausið í pólitískar hug- dettur eins og „framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar". Er ekki úr vegi að minnast lítillega á þessar framkvæmdir eins og þær koma mér fyrir sjónir. Ævintýrið um nefndina Þegar ég var strákur heyrði ég oft talað um „nefndina". Hún var þá uppi á Skólavörðustíg og réði öllu í þjóðlífinu, að minnsta kosti til jafns við Guð almáttug- an. Núna er aftur talað um „nefndina" og enn er hún mátt- ug og sterk og flest vald er henni gefið. En hvernig varð hún til í þetta sinn. Hér á landi hafði um langt skeið ríkt ofurveldi uppmæl- ingaaðalsins í byggingariðnað- inum. Furstalegir taxtar og hin mikla þensla sá fyrir því, að fátt nýtt gerðist, er til lækkunar byggingarkostnaðar mætti leiða. Auk þess leiddu stjórnmála- mennirnir athyglina frá hinum háa kostnaði, með því að láta bæinn byggja sjálfan. Þá fyrst gátu braskararnir hækkað sín hús. Að vísu voru nokkrir aðilar, sem voru að ympra á nýjum að- ferðum í byggingum, en með tak- mörkuðum árangri vegna smæð- ar sinnar. Ég hefi þó heyrt um hérlent fyrirtæki, sem gat fengið lán í Bandaríkjunum, sem nam milljónum dollara, til þess að reisa hér húsaverksmiðju, en ráðandi flokkum leist ekki á að leyfa þetta, sérstaklega svona án allrar flokksforsjár. En eitthvað vildu menn nú gjarnan gera og lækkun bygg- ingarkostnaðar varð gott alag- orð, sem flokkarnir héldu að ætti vel við unga fólkið. Síðan tóku verkalýðssamtökin sig sam- an og kröfðust aðgerða. Þarna gafst tækifæri til þess að byrja á nýjungunum með ótakmark- aðri flokksforsjá, nýjum stöðum fyrir verðuga og stjórnmálalegu Munchenarsamkomulagi. „Nefnd“ vár stofnuð og allt fé var henni gefið. Ekki þurfti hún að reikna með sköttum, sem aðr- ir byggendur hafa talið skipta einhverju máli til þessa. Ríkið sá um að skaffa peningana, meðal annars með sölu áður á- minntra spariskírteina og draga þannig inn veltufé „braskar- anna“, eða einkaframtaksins eins og það heitir fyrir kosningar. Ekki þurfti einu sinni að hafa fyrir því, að bjóða út uppsteyp- ur húsanna. Lýst var yfir því, að „enginn íslenzkur aðili væri nógu öflugur" til þess að taka að sér verkið. Breiðholt hf. var því stofnað snarlega, með svo miklu sem þriggja milljóna krónu hlutafé og síðan var lagt til atlögu við byggingakostnað- inn. Það er fullkunnugt þeim, sem við byggingamál hafa fengizt, að það sem máli skiptir í þeim iðn- aði eru þau lánakjör, sem mögu- legt er að bjóða við sölu vörunn- ar. Nefndin þurfti því ekki að kvíða um sölu sinna íbúða, hvað svo sem þær myndu kosta. Fjármagnið sá fyrir því. Það eru til aðilar, sem hafa byggt jafn ódýrt og nefndin, en eru stopp vegna þess, að þeir geta ekki lánað kaupendum. Enda hver ætli vilji kaupa, þegar hægt er að fá íbúð hjá nefndinni með 80 þúsund króna útborgun o g ævilöngum lánum? Samt er sagt, að þrátt fyrir skattleysi og fjár- hagsáhyggjuleysi, þá eigi nefnd- in samt eftir að byggja ódýrara en braskaragarmarnir gerðu með gamla laginu. Það er óneitanlega ánægju- legt, þegar hjón, sem hvorugt eru orðin 21 árs geta flutt í eigin íbúð. En ósköp held ég, að mörg þau hjón, sem á undan- förnum árum hafa unnið sér til óbóta, aðstoðarlítið af því opin- bera, hljóti að finnast vera orðn ir breyttir tímar. Eða þeim, sem barizt hafa árum saman við skatt heimtuna til þess að halda sínum íbúðum, þegar þess eru dæmi, að langt aftur í tímann, er úthlut- fólki, sem skuldar opinber gjöld að íbúð hjá nefndinni. Hefði í stað þessa mátt fara þá leið, að leyfa þeim, sem ódýr- ast gætu selt og byggt íbúðir á frjálsum markaði, að selja sína framleiðslu á þeim kjörum, sem nefndin býður? Jafnframt því, að leyft yrði að byggja hér upp byggingafélög (almenningshluta félög) með fáanlegri erlendri að- stoð? Því svari hver fyrir sig. En sósialisminn og nefndin er kannski það sem koma skal. Framtíð íslands Um mörg undanfarin ár var það hald manna, að okkar biðu óþrjótandi auðlegðir í sambandi við fullnýtingu sjávarafla, virkj- un vatnsfalla og eflingu land- búnaðar. Menn, sem sögðu annað fyrir 20 árum, voru ýmist út- hróðaðir afglapar eða þagaðir í hel. En nú hefur forstöðumaður Efnahagsstofnunarinnar, Jónas Haralz, lýst efa sínum á því, að þessar greinar hafi nægjanlega vaxtarmöguleika. í stuttu máli virðist margvís- leg „sérstaða" fslendinga verða harla lítil með vaxandi iðnþróun heimsins. Rússar sigla nú á mið- in okkar með jafngóðan og betri útbúnað en við höfum sjálfir. Kjarnorkuverin munu fyrir- sjáanlega fara fram úr vatns- orkuverum í framleiðni raf- magns. Landbúnaður frjósamari landa eflist og framleiðir æ meiri verðmæti á starfsmann, meðan mðurgreiðslur viðhalda fólk óarðbær störf fyrir þjóðar- búið, eins og kotbúskapur er, eða þjóðhagslega hættuleg, eins og skefjalausa hjarðmennsku í sauð fjárrækt. Iðnaðarþjóðir laða til sín fjármagn og reyna að leyfa framleiðslufyrirtækjunum að vaxa, meðan við eflum skattpín- ingu atvinnuvega okkar eða reynum að leggja þá í rúst með ríkissamkeppni. Hræðsla margra okkar við erient fjármagn er ekki minni núna, en draugahræðslan var á fyrri tíð. Þessir menn ættu samt að reyna að gera sér í hugar- lund, hvernig atvinnuástandið í landinu væri núna, ef ekki væru framkvæmdirnar við Búr- fell og í Straumsvík. Ég held, að íslendingar ættu að reyna að fá hingað erlent fjármagn, með því t.d. að lofa útlendingum tímabundnum skatt fríðindum, ef um útflutningsiðn- að er að ræða. Ef slíkt tækist, þá munu mikil verðmæti verða eftir í landinu, þó svo að útlendingar eigi félögin um skeið og „fjór- menningarnir“ séu ekki allsráð- andi í hverri verksmiðjustjórn. Aðalatriðið er, að sjálfstæð þjóð hafi næga atvinnu og fram- faramöguleika í sínu eigin landi, því við lifum ekki til lengdar á náttúrufegurð, fornsögum og fiskileysi. En til stefnubreytinga þarf vald. Og valdið er því aðeins réttlátt, að það sé vilji hins lýð- ræðislega meirihluta. Og til þess að hann megi sjást hreinn og ó- mengaður, þá verður fólkið — allur almenningur, — að taka meiri þátt í stjórnmálum almennt og hugsa sjálft í stað þess að láta gera það fyrir sig. Það er ósamboðið fólki, sem fær að lifa við lýðræði og frelsi, að nota ekki þessi réttindi, heldur fljóta undan straumi tímans og treysta því að aðrir muni bægja hjá blindskerjum. Framtíð okkar, sem efnalega sjálfstæðrar þjóðar, er meira undir þessu komin en nokkru öðru. Halldór ónsson verkfræðingur. UTAVER „_______122-24 Sl» 30280-32262 Gólfdúkur — plast- vinyl og línóliun,. Postulíns-veggflísar — stærðir 7(4x15, 11x11 og 15x15, Amerískar gólfflísar — Gold Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf„ Málning hf. og Slipp- fél. Reykjavíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nælonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti og inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.