Morgunblaðið - 22.11.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2:2. NÓVBMBER 19«8
Útgefiandi
I'ramkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritst j ómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritetjóm og afgrei'ðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr. 130:00
í lausasölu
Hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bj'arnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ami Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 8.00 eintakið.
✓
I
ALEXANDROS
PANA GOULIS
/krlög grísks lýðræðis og
" grísks frelsis hafa valdið
frjálshuga mönnum um víða
veröld meiri þjáningum en
flestir aðrir atburðir, sem
leitt hafa til frelsissviptingar
þjóða á undanfömum árum.
Ástæðan er auðvitað fyrst og
fremst sú, að í Grikklandi
4 9tóð vagga þeirra lýðræðis-
legu stjórnarhátta, sem ungir
menn svo milljónum skiptir
hafa fómað lífi sínu til að
verja.
Þess dagana beinast augu
alls heimsins að Grikklandi
vegna líflátsdóms, sem þar
hefur verið kveðinn upp yfir
ungum manni, sem gerði til-
raun til þess að myrða helzta
forustumann herforingja-
stjórnarinnar þar í land. Lýð-
ræðissinnaðir menn em and-
vígir ofbeldi og telja ofbeldi
ekki leiðina til lausnar á
vandamálum mannlegs sam-
félags. Samt sem áður hafa
lýðræðisþjóðir heimsins
margsinnis orðið að grípa til
vopna til þess að verja stjóm
hætti sína og frelsið í heim-
"mum, sem á sífellt í vök að
verjast vegna ágengni einræð
issinnaðra ofbeldisafla. Hinn
tmgi Grikki, Alexandros
Panagoulis, sýndi það og
sannaði fyrir herrétti í
Aþenu, að hann er enginn
glæpamaður. Orð hans þá,
sem lýstu mikilli hugprýði,
sýndu að tilraunin til þess að
myrða forsætisráðherra her-
foringjastjómarinnar var
sprottin af sömu rótum og
viðleitni lýðræðisþjóða heims
til þess að verja stjómarhætti
sína — með vopnum þegar
-þess hefur verið þörf. „Of-
beldi getur af sér ofbeldi.
Herforingjastjórninni, sem nú
er við völd, verður steypt af
stóli. Jafnvel þótt okkur mis-
tækist feta aðrir í fótspor
okkar. Sprengjur okkar vom
aðeins viðvömn og byrjun“,
sagði Panagoulis fyrir her-
réttinum, eftir að hafa sætt
pyndingum í fangelsi í þrjá
mánuði.
Við hljótum að efast
um, að morð á einum manni
geti endurreist grískt lýðræði
_— en getum við setzt í dóm-
arasæti yfir manni, sem hef-
ur sýnt einstaka hugprýði,
manni, sem allur heimurinn
biður lífs, en óskar sjálfur að
deyja fyrir grískt lýðræði?
Alexandros Panagoulis er
orðinn tákn baráttu þeirra
manna sem vilja sjá lýðræði,
frelsi og almenn mannrétt-
indi blómgast á ný í því ríki,
sem fært hefur mannkyninu
þá stjórnarhætti, sem bezt
hafa reynzt í mannlegum
samskiptum. Þess vegna biðj-
um við honum lífs og for-
dæmum það miskunnarlausa
svartnætti, sem ríkir í hugum
hinna grísku herforingja,
sem svipt hafa þjóð sína frelsi
og sett hina sögufrægu
grísku þjóð á bekk með þjóð-
um sem búa við stjórnarhætti
sem allir frjálshuga menn
fyrirlíta.
ÓVISSA í
PENINGAMÁLUM
EVRÓPU
/Ávissan, sem ríkt hefur í
peningamálum Evrópu síð
ustu daga og leitt hefur til
stöðvunar gjaldeyrisviðskipta
í flestum londum vesturálfu
þ.á.m. hér á landi, undirstrika
annars vegar veikleika þess
alþjóðakerfis í peningamál-
um, sem ríkt hefur frá stríðs-
lokum og nauðsyn þess, að
það verði endurskoðað og
samvinna ríkja á þessu sviði
aukin frá því sem nú er.
Síðustu árin hefur slíkt
óvissuástand skapast hvað eft
ir annað, aðallega vegna
veikrar stöðu sterlingspunds-
ins og leiddi loks til gengis-
lækkunnar þess, en ástandið
nú er til komið vegna veik-
leika franska frankans ann-
ars vegar í kjölfar þess óróa-
ástands, sem varð í Frakk-
landi í vor og hins vegar
vegna sterkrar stöðu þýzka
marksins, sem valdið hefur
orðrómi um gengishækkun
þess.
Af hálfu þýzkra stjórn-
valda hefur verið staðið fast
gegn kröfum um hækkun á
gengi marksins, sjálfsagt
vegna þess að það mundi
veikja mjög samkeppnisað-
stöðu þýzkra iðnaðarvara og
frönsk stjórnarvöld hafa einn
ig mótmælt því mjög eindreg
ið að frankinn verði lækkað-
ur í gengi. Frakkar hafa á
undanförnum árum þvælzt
mjög fyrir nauðsynlegum um
bótum í peningamálum heims
ins og höfðu um skeið mjög
sterka aðstöðu vegna styrk-
Ieika frankans og hagstæðs
greiðslujöfnuðar. Nú eru
Frakkar hins vegar komnir í
þá aðstöðu, að þeir þurfa
mjög á aðstoð annarra að
halda. Vonandi verður það
ástand, sem nú hefur skapazt
til þess að samstaða náist um
nauðsynlegar aðgerðir til þess
að tryggja jafnvægi í peninga
málum Evrópu.
r
||1 W U1 FAN UR HEIMI
Ágreiningur um skjaldarmerki
Óvenjulegt ágreiningsefni
hefur komið upp á í Vínar-
borg, en þar halda Austurríkis
menn hátiðlegt afmæli lýð-
veldis síns. Deilan snýst um
skjaldarmerki Austurríkis.
í skjaldarmerkinu er örn,
sem heldur á hamri í annarri
klónni og sigð í hinni. Ýmsir
hafa látið í ljós þá skoðun
sína, að þetta séu kommúnis-
tísk tákn og á þessum ólgu-
tímum í Mið-Evrópu sé óvið-
eigandi að lýðræðisríki á borð
við Austurríki skarti með slík
um merkjum í skjaldarmerki
sínu.
Sannleikurinn er sá, að aust
urríski örninn hefur engar
kommúnistiskar tilhneigingar.
Þegar hinn frægi tvíhöfða örn
Habsborgaranna hvarf með
konungdæmi Austurríkis og
Ungverjalands árið 1918, var
settur einhöfða örn í staðinn.
Síðan var erninum fenginn
hamar og sigð í klærnar til að
■tákna verkamennina og bænd
urna, sem eru fjölmennustu
stéttir Austurríkis. Auk þess
heldur örninn einnnig á brot-
inni keðju, sem tákn um frels
un Austurríkis undan áþján
nazista 1945.
Samtök hafa verið Stofnuð
til að fá því framgengt, að
táknin verði numin broitt úr
skjaldarmerkinu. Stjórnar-
flokkur Austurríkis, hinn í-
haldssami þjóðarflokkur, virð
ist vera á báðum áttum, hvaða
afstöðu hannn eigi að taka,
en sósialistarnir leggjast gegn
hvers konar breytingum á
skjaldarmerkinu. Samt sem
áður eru austurrískir sósialist
ar mjög ákveðnir í því að
forðagt að láta líta svo út, að
þeir séu fylgjandi aukinni
samvinnu eða auknum sam-
skiptum við kommúnista, og
þvi er sennilegt að þeir muni
ekki beita sér að ráði gegn
því að táknin hverfi úr skjald
armerkinu, ef Ijóst verður að
þessi hugmynd eigi mikinn
'hljómgrunn meðal alls þorra
'þjóðarinnar.
Engar tillögur hafa hingað
til verið settar fram urri hvað
örninn eigi að fá í staðinn.
Sumir sérfræðingar hafa þó
bent á, að örninn í sjálfu sér
sé tákn heims'valdastefnu og
því sé ekki við hæfi að hafa
örn í skjaldarmerikinu oig því
sé ráðlegt að nema hann á
brott líka og setja liti Austur-
ríkis, rautt, hvítt og raut inn
í merkið og láta þar við sitja.
Aðrir staðhæfa að bæði lýð-
veldi og konungsríki stæri sig
af erni og ljónum í skjaldar-
merkjum sínum og þvi sé
firra að snúast öndverðir gegn
erninum í austurríska skjald-
armerkinu.
Það er áberandi, að umræð-
ur um þetta mál fara fram í
mesta bróðerni. Það er vottur
þess að enginn er lengur í
vafa um að Austurríki sku/li
vera áfram lýðveldi. Dr. Otto
von Habsburg hefur endur-
nýjað kröfur sínar til krúnu
föður síns og hann hefur feng-
ið að koma til Austurríkis frá
Bæjaralandi, þar sem hann er
búsettur, til að halda fyrir-
lestra um Evrópu nútímans.
Atburðirnir í Tékkóslóvakíu
á s.l. sumri hafa ef til vill vak-
ið áhuiga Austurríkismanna á
að sýna tryggð við land sitt og
þeir eru stoltir af hiutleysi
landsins, en því var lýst yfir
árið 1955, og þeir vilja vekja
at'hygli á því. Þjóðhátíðardag-
ur Austurríkismanna er 26.
október og síðan var minnzt
ártíðar lýðveldisins í nóvem-
ber og því hafa verið mikil
hátíðahöld í landinu undan-
farið, sem hefur komið úr
skorðum venjulegu lífi lands-
manna. Á það er bent, að
lýðveldisafmælisins verður að
eins minnzt á þessu ári. Héðan
í frá mun Austurríki aðeins
halda upp á einn þjóðlhátíð-
ardag.
Hjálpaði nazistaböðli
að fremja sjálfsmorð
í BÓK sinni „Sneens hus“ sem
er nýkomin út í Danmörku, segir
Dansk-Finnska skáldkonan Bir-
gptte Valvanne frá því hvemig
hún hjálpaði frægum nazista-
böðli til að fremja sjálfsmorð, í
klaustri við landamæri Tibet.
Hann vafði utan um sig hunda-
skinnum og gekk út í nóttina til
hlébarðanna. Þetta var fyrir um
það bil ári.
Skáldkonan var þá stödd í
klaustri fyrir norðan Darjeeling,
við landamæri Tibet. Dag nokk-
um kom annar gestur til klaust-
ursins, einn af stór-böðlum naz-
istanna. Hann hélt fyrst að hún
væri njósnari sem væri að leita
lians, en þegar hann hafði verið
sannfærður um að svo var ekki,
tók hann ofan grimuna sem hann
bar fyrir andlitinu. 1 bókinni
segir skáldkonan:
„Ég sá sól'brúnt veðurbarið and
lit, ég horfði í augu sem glóðu
af innri sársauka. Mér fannst ég
þekkja andlitið og íslkaldur skelf-
ingarhrollur fór um mig.
Hann sagði:
— Ég get efeki þolað refsing-
una vegna fólksins sem ég gerði
mein. Nú reika ég um og bíð
þess að deyja.
— Hvers vegna farið þér ekki
út úr klaustrinu eftir myrkur, þá
getur verið að hlébarðarnir
hremmi yður, sagði Valvanne.
Hann svaraði því til að hann
hefði reynt þetta, en hlébarðarn-
ir væru hræddir við fólfe. Þá ráð-
lagði hún honuim að vefja sig inn
í hundaskinn, hlébarðarnir dræpu
hunda.
Um kvöldið gaf hann klaustr-
inu hest sinn, keypti hundasikinn
af burðarmönnunum og vafði sig
inn í þau. Daginn eftir fundu
menn skinnin og nófekur nöguð
bein.
f bókinni segir hún:
Ég grét og var riáðvillt.
Birgitte Valvanne
Þrátt fyrir allt sem hann hafði
gert varð mér hugsað til ein-
manalegrar göngu hans í myrkr-
Nozistaleiðtog-
ar enn ó lífi —
Strasbourg ,19. nóv. — NTB
TVEIR fyrrverandi nazistaleið-
togar, þeir Martin Borman og
Heinrich Muller eru nú búsettir
í afskekktu þorpi í Suður-
Ameríku, þar sem verðir eru um
hverfis, sem m.a. eru útbúnir
senditækjum, sagði forstöðumað-
ur upplýsingastofnunar Gyðinga
í Strasbourg í gærkvöldi, en
stofnunin er til staðar í Vínar-
borg.
Simon Wiesemthal skýrði
blaðamömnum frá því, að marg-
iir -háttsettiir naziistar væru nú
búsettir i Rómönistou-Amierítou og
yrði stöðugt að fltytja sig úr ein-
inu, til móts við dauðann. Dag-
inn eftir lét Lama klaustursins
mig fá lítinn innsiglaðan miða.
Á hann var skrifað: Mínir eigin
dæmdu mig í gegnum þiig —
þökk nú er dómnum fullnægt.
Hann tók af henni loforð um
að segja ekki hver hann var.
,,Ég hugsa oft um hann, eins og
hann sat þarna, í raun og veru
dáinn eftir 25 ára flótta. Hann
var lifandi en leitaði dauðans í
angist. Ég s-egi ekki hver hann
var“.
Hún var spurð hvort- hún
myndi ekfei segja ísraelsku leyni-
þjónustunni það, eða vestur-
þýzku stofnuninni sem ennjþá
leitar glæpamanna nazistatím-
ans.
„Ég vil ekki svara því núna.
En af hverju fara þeir ekfei til
Suður-Ohile og sækja þá? Marg-
ir þeirra eru þar í dag, ég hef
hitt þá“.
um stað til annars til þesis að
geta verið oruggir eftir réttar-
höldin yfir Adolf Eichmamin.
Martin Borman, sem var abað-
genigilH Hitl'ers, og Heimrich
Múller, sem var yfirmaðiur Gesta
po, búa -niú í þorpi, sem er á stað,
þar sem landamæri þriggjia rífeja
mætast, sagði Wiesenithal. Hann
gaf 9amt ®em áður í skyn, að það
mikla fé, sem þeir hefðu til um-
ráða, myndi gera það erfitt að
taka þá til f-anga.
Wiesenthaí slkýrði enmfremur
frá því, að hamn hefði fluitkom-
lega áreiðanlliegar heimildir um
Josef Menigele, sem var yfir-
laeknir í útrýmimga'ribúðumium í
Auschwitz, þar sem hamm fraim-
'kvæmdi ógeðfeildustu tMraiuimr
á lifamdi fólki. Saigði Wiesem-
tíhal, að Mengele væri orðimn
rí'kisbargari í Pairaguaiy.