Morgunblaðið - 22.11.1968, Qupperneq 4
0
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 212. NÓVEMBER 196«
>
auglýsir
Smávörur.
Gasbleyjur og pappírsbleyjur.
Tannkrem og tannburstar.
Fingurbjargir, skæri, nálar og
tvinni.
Póstsendum.
HELMA
Hafnarstræti, sími 11877.
Sími 2 2-0-22
Rauðarárstíg 31
\<&SÍM'1-44-44
WfílF/Ðlfí
Hverfisfötu 103.
Simi eftir lokun 31164.
MAGIMUSAR
4KiPHoun21 mma* 21190
eftiflofcun^K’ 40381 ‘!
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 11—13.
Hagstætt leigngjald.
Sími 14970
Eftir lokun 14970 effa 81748.
Sigurður Jónsson.
'birgir ísl. gunnarsson1
HÆSTARETTARLÖGMAÐUR
LÆKJARCÓTU 6B SÍMI22120
M
MOON
SIIK
SNYRTIVÖRUR
, CLEANSING MHKM SETTING LOTION
Halldór Jónsson"
Hafnarstræti 18
simí 22170-4 línur
0 Hverjir eru vinir
okkar?
„Gestur að norðan“ skrifar:
„Kæri Velvakandi:
Margt er nú talað um efna-
hagslegar þrengingar islenzku
þjóðarinnar og eru vist flestir á
einu máli um, að eitthvað verði
að herða ólina næstu árin. Það er
ekki gott að treysta einhliða á
einn atvinnuveg, sjávarútveginn,
sem staðið hefur undir 90-100%
af útflutningi okkar og gjald-
eyristekjiun, því að svikull er
sjávarafli, eins og nú hefur sann-
azt, þegar aflaleysi og hrikalegt
verðhrun leggjast á eitt.
Þá getur verið gott að eiga
góða vini, sem eru aflögufærir,
eða geta a.m.k. lánað til bráða-
birgða. Mér fór sem fleirum, þeg
ar fréttist um áskorunartillögu
Þjóðverja, Breta og Kanada-
manna á fundi þingmannasam-
bands Atlantshafsbandalasgins,
þess efnis, að NATO-þjóðirnar
eigi að veita íslendingum þann
stuðning, sem þær mega, í efna-
hagsörðugleikum þeirra, að mér
hlýnaði um hjartarætur. Þetta
eru að vísu ekki annað en til-
mæli um að sýna skilning og vel-
vilja í yörstandandi erfiðleikum
okkar. Þau voru samþykkt, og
kann ég vel að meta þann hug,
sem á bak við býr.
f hópi þessara þjóða eigum
við vini.
0 Hjáróma og ósmekkleg
rödd
En ekki gat hjá þvi farið, að
einn íslendingur þyrfti að sýna
á sér ranghverfuna og snúa út
sínum verra manni af þessu til-
efni (kommúnista tel ég að sjálf-
sögðu ekki með). í Tímanum í
dag, þriðjudag, hljómar hjáróma
og ósmekkleg rödd Skúla gamla
Guðmundssonar, Framsóknarþing
manns og fyrrverandi ráðherra,
þar sem hann bölsótast út í þenn-
an samhug vinaþjóða okkar. Eins
og vanalega, er Skúli að reyna
að vera sniðugur og fyndinn, en
kímnigáfa þessa manns hefur nú
alltaf farið fyrir ofan garð og
neðan hjá mér og fleirum. Remb-
ings-fyndni, sem kreist er útmeð
harmkvælum, mistekst alltaf.
Þar að auki fer Skúli með
hrein og vísvitandi ósannindi, þeg
ar hann segir, að á fundinum
hafi verið „fjallað um hjálpar-
Fiskibátar
til sölu
10 lesta stálbátur/60 — 52ja lesta eikarbátur/43 endurbyggður 63 — 80 lesta eikarbátur/59 — 100 lesta stálbátur/60 — 150 Lesta stálbátur/60.
Höfum kaupanda að FASTEIGNASAl AM
nýlegum 250 lesta bát. HÚS&EIGNIR
Góð útborgun. BAHKASTBÆTI«
Símax 16637 og 18828. Heimas. 40863 og 40396.
híop
ÍÞRÓTTASKÓR
Hvítír Dunlop strigaskór
allar stærðir
Skóbúðin Suðurveri
Stigahlíð 45 - sími 83225
beiðni frá isleznkum stjómar-
völdum vegna efnahagsörðug
leika“. Með þessu heilaspuna og
tilbúningi falla þessi illgirnislegu
skrif Skúla um sjálf sig. For-
sendan, sem hann gefur sér, er
upplogin.
Verði honum að góðu, ensvona
óþjóðleg rægiskrif vil ég helzt
ekki þurfa að lesa annars staðar
en í Þjóðviljanum.
Gestur að norðan".
0 „Heimasölur“.
Kona hér í borg skrifar:
„Kæri Velvakandi!
í>rir nokkru var bréf í dálk-
um þínum um svonefndar
„Heimasölur". Ég starfa á fjöl-
mennum vinnustað og vakti bréf-
ið þó nokkra athygli. Sumir
höfðu aldrei heyrt um þessar
„verzlanir" getið, en aðrir vissu
um vilveru þeirra og nokkrir
meira að segja átt skipti viðþær.
Ekki voru menn þó á eitt sáttir
um, hve hagkvæm þau viðskipti
hefðu verið. EinJjverjir töldu sig
hafa hagnazt á þeim, varanhefði
verið ódýrari þar en í verzlun-
um, en aðrir sögðu að hér væri
verið að plata sveitamanninn,
ómerkileg fjöldaframleiðsla, lé-
legur varningur, væri seldur á
okurverði miðað við gæði. En allt
rynni þetta út á þeim forsendum,
að hér væri um „fínan, erlendan
varning" að ræða.
Tilefni þess að ég skrifa þér
nú er fréttin um að tollgæzlu-
stjóri taldi sig eiga eitthvað van-
talað við eina af þessum „heima-
verzlunum". Við rannsókn kom
í ljós, að mikill hluti lagersins
var smyglvarningur. Það kom
víst fæstum á óvart. En svo er
það framburður konunnar, eig-
anda verzlunarirmar, sem sagðist
hafa keypt mikinn hluta varn-
ingsins af mönnum, sem hún
vissi engin frekari deiii á og
sumt af vörunum hefði henni ver-
ið gefið!! Ekki fylgir í fréttinni,
hvort hún hafi þekkt þá, sem
gáfu henni vörurnar, en ég vildi
gjarnan komast I kynni við svo
örláta náunga. Eins er ég að
velta því fyrir mér, hvort ég
megi ekki eiga von á því, að ein-
hverjir alókunnugir menn berji
að dyrum hjá mér og bjóði mér
varning til sölu. Ég yrði að vísu
að vera nokkuð fjáð, ef ég ætti
að snara út fyrir „lagemum", en
eflaust myndu þessir ókunnugu
lána mér þetta upp á krit og
koma síðar — jafn-nafnlausir —
og innheimta heildsöluverð sitt.
— Já það er skrítið, hvað sum-
ir hafa lag á að hæna að sér
greiðvikið og hrekklaust fólk,
svo að ekki sé talað um heiðar-
legt.
Og ef þú birtir þetta, er ég
bara
ein, sem enga nafnlausa „kunn-
ingja á“.
0 Hverjir eru sofandi á
verðinum?
Þannig spyr Auffur R. Torfa-
dóttir og segir stðan:
„í morgun las ég í Morgunblað
inu frétt um slys það, sem varð
við gangbraut á mótum Hring-
brautar og Furlumels s.l. laug-
ardagskvöld. Ýg kom þarna að
um það leyti, sem lögreglan kom
á staðinn, og skömmu síðar kom
sjúkrabíll og flutti hinn slasaða
í sjúkrahús. Rétt áður en slys
þetta varð, kom aðvörun í út-
varpinu til ökumanna og ann-
arra vegfarenda um að gæta var-
úðar í umferðinni vegna mikill-
ar rigningar og mjög slæms
skyggnis.
Við gangbrautina, sem slysið
varð á, eru þrjú upplýst gang-
brautarmerki, sitt hvoru megin
við götuna og eitt á eyjunni milli
akbrautanna, og eru Ijóskastar-
ar við eyjuna, sem lýsa upp
zebrabrautina. Annað þessara
kastljósa var óvirkt, þeim meg-
in sem slysið varð. Ég hafði tal
af lögregluþjóni, sem þarna var
að störfum, og spurði, hvort þeir
myndu ekki sjá til þess, að ný
pera yrði sett í ljóskastarann og
sagði hann (stuttur í spuna senni-
lega þótzt fær um að sinna sín-
um störfum án afskiptasemi minn
ar), að það yrði að sjálfsögðu
Rert. En í morgun, á þriðja
degi eftir að slys þetta varð, hef-
ur svo lítill hlutur, sem að skipta
um eina peru, ekki verið fram-
kvæmdur.
Er ekki ástæða til þess, þegar
akstursskilyrði eru eins slæm og
þau hafa verið undanfarna daga,
og ætlazt er til að ökumenn sýni
aðgæzlu, að þeir, sem að umferð-
armálum starfa fari yfirUtsferð
um bæinn og aðgæti, hvort öll
þau merki og ljós, sem auka ör-
yggi vegfarenda, séu í lagi, því
að þeirra er ekki sízt þörf í
svartasta skammdeginu.
Ég vil geta þess að leigubif-
reiðastjóri, sem ég ók með 1 gær,
fræddi mig á því, að ljós þetta
hefði verið bilað £ heila viku.
Ég á lítinn 6 ára son, sem notar
þessa gangbraut á hverjum degi,
og er mér málið þvl e.t.v. enn
skyldara en ella.
Það er lágmarkskrafa vegfar-
enda, að.þessir hlutir séu í lagi.
Það á ekki að þurfa slys tilþess
að úrbætur séu gerðar, en það
ætti þó að nægja, eða — eigum
við að bíða þangað til annað slys
verður á þessum gatnamótum 1
slæmu skygni, e.t.v. eingöngu
vegna þess, að trassað hefur ver-
ið að skipta um eina litla peru???
Reykjavík, 19. nóvember !)c(
Auffur R. Torfadóttir".
Hraðfrvstihús í Vestmannaeyjum óskar eftir neta-
eða trolibáti í viöskipti nú þegar, eða á komandi
vertíð.
Samlagsútgerð kernur til greina, svo og sameiginleg
frysiing og söltun aflans að einhverju leyti.
Upplýsingar í síma 1959, Vestmannaeyjum.
>