Morgunblaðið - 22.11.1968, Page 15

Morgunblaðið - 22.11.1968, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1968 15 Atvinnu- og byggöaþrúun á íslandi 1985 Eftir Lárus Jónsson, forstöðumann byggingaáætlunardeildar Efnahagsstofnunarinnar NÆSTU tvo áratugi, nánar til tekið tímabilið 1965-1985, mun ís íslenzku þjóðinni fjölga miklu meira í beinum mannfjöldatöl- um heldur en síðasta tuttugu ára tímabil á undan, þ.e.a.s. 1945 -1965. Saml væmt áætlun Efna- hagsstofnurar má gera ráð fyr- ir, að fjölgun milli markáranna 1965-1985 verði 81.400 manns, en síðustu tvo áratugina á undan varð fjölgunin hins vegar 63.400 Þjóðinni fjölgar því skv. þessu um 18.000 einstaklinga næstu tuttugu ár fram yfir jafnlangt tímabil á undan. Þetta jafngild- ir fjölgun um fjóra tímabilið 1965—85 fyrir hverja þrjá ára- bflið 1945—1965. Gert er ráð fyrir þessari mannfjöldaþróun þrátt fyrir fækkun lifandi fæddra barna á hverjar 1000 konur í hinum ýmsu aldurs- flokkum. f Jorsendum þeim, sem tekið er tillit til við gerð áætl- unarinnar, er gert ráð fyrir að þetta frjósemishlutfall haldi enn um sinn áfram að lækka Ein afleiðing þessarar auknu mannfjölgunar þjóðarinnar um 18.000 manns á næstu tuttugu árum fram yfir það, sem áður gerðist á sama tíma, kemur fram í því, að um þriðjungi meiri at- vinnumannEfli mun koma fram á vinnumarkaðinn þetta tímabil heldur en gerðist 1945—65. Bú- asit má við, að atvinnumann- aflinn vaxi um 34.000 manns timabilið 1965—85, eða 4*5%, í stað einungis 22.000 manns tíma- bilið 194i5—65, en það var 40% aukning. Ljóst er því, að 12.000 manns þurfa að fá vinnu næstu 20 ár fram yfir þann mannafla, sem atvinnuvegirnir tóku við 1945—65, Þetta þurf að gerast jafnhliða því, sem verúleg tækni væðing og bagræðing mun áfram leysa af hólmi mikið vinnuafl á ýmsum sviðum atvinnulífs. Hvaða atvinnugreinar eiga að taka við hinu aukna vinnuafls- framboði? Ljóst er, að landbún- aður og firkveiðar munu ekki taka við mikilum hluta þess. Vél- væðing og ræktua mur. aukast verulega í landbúnaði og búein- ingar stækka til muna. Veiði- tækni fleygir sífellt fram jafn- framt bví, sem vísindamenn hafa þungar áhjggjur af aukinni sókn í fiskistofnana. Þróun þessara atvinnugreina beggja, sem jafn- an hafa verið höfuðbjargræðis- vegir fslendinga, er því ljóslega takmörk sett. Jafnvél þótt menn greini á um þau takmörk, virðist þó einsýnt að þróun þessara greina er meira komin undir aukinni vé væðingu, tækni og vinnumannafla. Þrátt fyrir þetta geta þær afkastað síauknu fram- leiðslumagni, eins og reynsla síð ustu ártuga leiðir í ljós. Sú framleiðsluaukning er beinlínis undirstaða veigamikilla úr- vinnslugreira. Uppbygging og afkoma þtssara atvinnugreina mun því um sinn ráða úrslitum um heildarafkomu þjóðarbúsins, þótt þær taki ekki til sín auk- ið vinn íafl að marki. Tveir höfuðflokkar atvinnu- vega eru þá eftir, sem gætu tek- ið við aukningu vinnuaflsins. Hinn fyrri er úrvinns'Iugreinar — með því er átt við fiskiðnað, annan iðnað og byggingarstarf- semi, °n hinn síðari er þjónust- ur — verzlun og viðskipti, sam- göngur og opinoer þjónustu- störf. — Augljóst er að vöxtur þjónustugreinanna meðal þjóðar, sem er svo háð inn- og útflutn- ingi og íslendingar eru þarf að byggjast á því, að úrvinnslu- greinar vaxi, sem geta selt vör- ur sín ir erlendis í skiptum fyr- ir vörur, sem hagkvæmt er að kaupa þaðan. Annað skilyrði hagstæðrar efnahagsþróunar næstu áratugi — næst á eftir framleiðsluaukningu framleiðslu greinanna — er því vöxtur iðn- greina, bæði fiskiðnaðar og ann ars iðnaðar sem samkeppnisfær er á erlendum mörkuðum. Tak- ist þetta, má búast við vaxandi velmegun og mikilli eftirspurn almennings eftir þjónustu. Hið aukna vinnuafl myndi þá sam- kvæmt reynslu þjóða, sem voru á svipuðu stigi efnahagsþróun- ar fyrir 20 árum og íslendingar eru nú, skiptast nokkuð jafnt á milli nýrrar starfsemi í úr- vinnslu og þjónustuatvinnu- greinum. Allt þetta merkir raun- ar, að skilyrði framfara í efna- hagslífi okkar í framtíðinni eru hin sömu og áður, að sú þróun verði áfram í atvinnuskipting- unni, sem verið hefur undan- farna áratugi á fslandi og meðal allra efrahagslega þróaðra þjóða: Hlutfallsleg, eða bein fækkun vinnuafls í frumfram- leiðslu, en aukning í úrvinnslu og þjónustuereinum. Augljós tengsl eru milli þró- 81.430). unar í búsetu og atvinnuskipt- ingar. Landbúnaður er strjálbýl isatvinnuvegur, en úrvinnslu- greinar þurfa þéttbýli til vaxt- ar og viðgangs. Þjónustugrein- ar hafa bezt vaxtarskilyrði í miklu þéttbýli, bar sem sam- göngur eru góðar til nærliggj- andi byggða. Atvinnulífsþróun- in hefur valdið mestu um þær breytingar í búsetu sem orðið hafa hér á landi undanfarna ára tugi. Samþjöppun byggðar var því nauðsynlegt skílyrði fram- faranna svonefndu og verður svo áfram eftir þeim horfum, sem eru á þróun atvinnuskipt- ingarinnar. Þetta er nauðsynlegt að hafa ríkt í huga, vegna þess að höml- ur á þá byggðaþróun, sem nauð synleg er, vegna framfara í at- vinnulííinu, eru auðvitað stór- varhuga vei ðar. Þessi lögmál um tengsl bú- setu og atvinnuþróunarinnar, svo og vaxandi kröfur almennings um aukna þjónustu á öllum svið um, hafa þó á hinn bóginnstuðl- að mjög að hömlulausum vexti fárra stórborga og héraða um- hverfis þær í flestum löndum, sérstaklega höfuðborganna. Þetta hefur valdið mjög miklum mis- vexti í mannfjö'ldabróun og at- vinnulífi hinna ýmsu landshluta í þessum löndum. Flestum er kunn sú þróun, sem átt hefur sér stað í þessu efni hér á landi. Sérstakar ástæður voru þó í þessu efni hérlendis, þar sem ekkert öflugt þéttbýli var til hér á land um aldamót. Höfuð- borgin þurfti því að vaxa til- tölulega hrett til þess að geta gegnt hlutverki sínu sem mið- stöð iðnaðar, viðskipta, fé'lags- og menningarlífs fullvalda þjóð ar. Fáum getur hins vegar bland azt hugur um, að þessu bráð- nauðsynlega marki er nú náð, að fslendingar eiga nú myndar- lega höfuðborg, sem gegnt get- ur prýðilega áðurnefndum hlut- verkum. Þv’ hlýtur að vera tíma bært að spyrja, hvort áframhald andi aðstreymi fólks til höfuð- borgarinnar af byggðasvæðun- um utan af landi sé þjóðinni hag kvæmt frá efnahagslegu og fé- lagslegu sjónarmiði. A mynd I. er sýnt, hvað fólki fjölgar til ársins 1985 á sex byggðasvæðum, sem landinu er skipt í, samkvæmt áðurnefndri áætlun Efnahagsstofnunarinnar ef engir fólksflutningar yrðu milli byggðasvæða. Á mynd II er hins vegar sýnt hver áhrif fólksflutningar hafa á mann- fjöldaþróunina á hverju byggða svæði, ef sama flutningsreynsla, sem varð 1960—65, helzt allt tímabilið til 1985. Heildaráhrif fólksflutninganna, jafngilda sem næst 14.500 manns til aukining- ar eðlilegri fjölgun á Reykja- víkur- og Reykjanessvæðinu, og verður fjölgunin þar þá rúm- lega þrisvar sinnum meiri en á öllum öðrum byggðasvæðum á landinu. Athyglisvert er að sam kvæmt þessu yrði fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu sjálfu (Reykjavík, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Seltjarnarneshreppi, Mos- féllshreppi, Garðahreppi og Álftaneshreppi) um 10.000 manns — eða sem svarar ein- um Kópavogi — meiri næstu tuttugu ár, heldur en bein fjölg- un varð á þessu svæði 1945—65. Niðurstaða sú, sem lýst er hér að framan, fékkst með því að miða við flutningsreynslu ára- bilsins 1960—65, sem var veru- lega hagstæðari landsbyggðinni en áður. Væri hins vegar miðað við reynslu áranna 1950—60 myndu flutningsáhrifin til höf- uðborgarsvæðisins og Reykja- ness verða miklu meiri. Mann- fjöldaaukningin á sjálfu höfuð- borgarjvæðinu yrði þá sennilega nálægt 18.000 manns fram yfir þá beinu fjölgun, sem varð þar í mílli 1945—65. óraunsætt væri að útiloka möguleika á slíkri framvindu mála, vegna miklu meiri óvissu í atvinnulífi úti á landsbyggðinni o.fl þátta, ef ekki yrði við slíkri þróun sporn að. Þótt tekin sé hagstæðari út- koman úr ofangreindu dæmi, að flutningsáhrifin milli 1965—85 yrðu 14.500 manns frá byggða- svæðunum utan af landi, er sýnt, að slík mannfjöldaþróun hefði óumflýjanlega í fö rmeð sér eft- irfarandi fylgjur: f fyrsta lagi í Reykjavík og á Reykjanesi: Mjög hraða þró- un atvinnúlífs með sívaxandi að dráttarafli fyrir fólk úr öðrum landshlutum, þörf fyrir grunn- fjárfestingu — í götum, holræs- um, vatnslögnum og vatnsöflun, skólum o.s frv. — fyrir 14.500 manns fram yfir eðlilega fjölg- un, mikla eftirspurn á húsnæð- is- og lóðamarkaði svæðisins með tilheyrandi verðþenslu, svo og vaxandi félsgsleg vandamál, t.d. á sviði útilífs samgangna inn- an svæðisins og við aðál þjóð- vegakerfi o s.frv. í öðru lagi yrði hið öfuga upp á teningnum á brottflutn- ingssvæðunum: hægfara þróun atvinnuiífsins, m.a. vegr.a ónógr- ar þjónustu og óbeinnra tengsla við vaxtarsvæðið, óhagkvæm nýt ing atvinnutækja og grunnfjár- festingar, sílækkjindi. verð að tiltölu á fattaf jármunum í hlut- falli við önnur svæði og vax- andi félagslegt óréttlæti. Hver er þá hagkvæmasta byggðaþróunin, eí áframhald- andi framfarir ' atvinnulífinu krefjast samfærslu byggðarinn- ar en sá vöxtur höfuðborgar- innar og næsta nág -ennis henn- ar, sem horfur eru á, samkvæmt fenginni rtvnslu, er jafn óhag- kvæmur og raun ber vitni? Flest rök hníga að því, að hagkvæm asta byggðaþróunin sé dreifð myndun hæfilega margra þétt- býliskjarna á hinum ýmsu byggðasvæðum landsins þannig að atvinnulífs- og mannfjölda- þróun innan hvers byggðasvæð- is í heild geti orðið sem eðl;,eg- ust. Nokkrir byggðskjarnar á svæð unum fimm utan Reykjavíkur og Reykjanessvæðisins eru þegar til í landinu Ef gert er ráð fyr- ir, að beir vrðu efldir með ýms- um aðgerðum og um 90% af því fólki, sem annars færi til Reykjavíkur og Revkjanesssvæð isins, flyttist til kjarna innan svæðanna, lækkaði það flutnings áhrifin til Reykjavíkur og leykjanesssvæðisins um rúmlega 11.000 manns frá því, sem bú- ast má við eftir fenginni Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.