Morgunblaðið - 22.11.1968, Side 7

Morgunblaðið - 22.11.1968, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. WÓVEMBER 1968 7 .Andinn kemur yfir mig stundum ú nóttinni segir Ágúsi Peter- sen listmálari á sýningu í Bogasal I>aíí var á miSvikudaginn var að ég tók á mig rögg, og skoð- aði málverkasýninguna hans Ág ústar Petersen í Bogasalnum. Ætlaði raunar löngu að vera mættur til leiks, en er það ekki svo, að allt dregst á langinn hjá manni. Þá hittist svo skemmti- lega á, að meistarinn átti 60 ára afmæli, og var í afmælis- skapi, og ég fann strax, að nú myndi hann geta sagt mér sitt af hver ju. Hann var ánægður yfir því að nokkrar myndanna höfðu þegar selzt, þrátt fyrir slæmt veður fyrstu sýningardagana, og aðsókn hafði farið fram úr öll- um vonum, og hún fór vaxandi. Við króuðum listamanninn af í einum boganum, þarna í saln- um er lítið um horn, og sögðum: „Er það satt að þú ætlir að fara að sýna í kóngsins Kaup- mannahöfn Ágúst?“. „Rétt mun það vera. Það verður líklega í maí næsta vor. Þeir skrifuðu mér frá galler- íinu á Gammel Strand 44, og báðu mig að senda litfilmur (slides) af nokkrum málverka minna. Það gerði ég, og þá stuttu síðar buðu þeir mér að sýna. Það hafa margir islenzk- ir listmálarar sýnt þarna, m.a. Engilberts, Veturliði, Jóhannes Jóhannesson og Kjartan Guð- jónsson, svo að mér er heiður að feta í fótspor þeirra". „Þetta eru gleðitíðindi, en mig langar til að leggja fyrir þig erfiða spurningu svona í tilefni af sextugsafmælinu. Er íslenzk málaralist í dag í lægð eða er hún á uppleið? Hugsaðu þig vel um áður en þú svarar.“ Ágúst setur sig í stellingar, gjóar aug- unum sitt á hvað en segir svo: „Tja, hvað skal segja. Það er anzi erfitt að svara þessu í stuttu máli svo að óyggjandi sé. Sem betur fer eigum við all marga heiðarlega, framsækna og skapandi málara, sem halda allt af góðar og virðingarverðar sýningar. Aftur á móti virðist mér nú á síðustu timum, bera meir og meir á lélegum sýn- ingum, svo að ekki sé meira sagt, og á ég þar m.a.s. við góða og allgóða málara, sem áður hafa með átökum, áhuga og jafnvel þjáningum, áunnið sér verðskuldað listamannanafn. Á sumum þessara sýninga er jafnvel ekki eitt einasta verk, sem gripur eða heldur manni hugföngnum, og það sem verra er, bera sumar syningarnar Agúst Petersen hjá einu málverka sinna. keim af fjöldaframleiðslu og fljótfengnum peningum. Þeir, sem slikt víxlspor taka, verða að staldra við og sjá sig al- varlega um hönd, fyrst og fremst vegna listarinnar, og ekjki síður vegna samvizku sinnar. Þetta segi ég nú aðeins í góðlátlegum áminningartón og aðvörunar i góðri meiningu". „Áiítur þú, Ágúst, að list- þroski sé á háu stigi hjá okkur íslendingum?" ,Ekki skal ég fullyrða neitt um það en ég álít samt okkur íslendinga nógum gáfum gædda til að geta verið listþroskaða. Árugi á listum og aðsókn að listsýningum fer greinilega vax andi með árunum. Ég held við viljum heiðarlega, fágaða og skapandi listamenn, en við þörfnumst engu að síður þrosk aðra og viðsýnna áhorfenda. Það er alls ekki vandalaust að vera góður áhorfandi. Sem bet- ur fer, virðist mér hver og einn einasti íslendingur vera það í einhverri mynd, að minnsta kosti þeir, sem komnir eru til vits og ára, ef vilji og áhugi er fyrir hendi. Það er örugg- lega mikil og varanleg lífs- hamingja 1 þvi fólgin að vera víðsýnn og sannur listunnandi." „Hvernig hagar þú vinnu þinni, Ágúst? Vinnur þú í skorpum, og snertir svo ekki á málverki þess á milli?“ „Ég vinn alltaf eitthvað á hverjum degi. Þótt standi ekki alltaf alltof vel i bólið manns á stundum, maður er ekki allt- af jafn upplagður, þá kemur oft andinn yfir mann þegarmað ur er eitthvað að starfa eða hugsa". „Vinnur þú máski málverkin á nóttunni?" „Já oft. Og það er venjulega til bóta. Það gerir kyrrðin og þögnin. Ýg verð opnari og næm- ari fyrir alls kyns áhrifum". „Einhver gaukaði því að mér, að allskyns skrýtin ævintýri gerðust stundum í sambandi við málverk. Kanntu að segja mér af slíku?“ „Já, það er eitthvað til i þessu Eitt sinn var ég búinn að berj- ast lengi við eitt málverk, það hafði verið lengi i deiglunni Þá var það eitt kvöld, að ég var búinn að vinna við það mest allan daginn, en þá eins og svo oft áður, var eins og herzlu muninn vantaði. Ég var orðinn bæði þreyttur og vonsvikinn, og þá ákvað ég að hætta og gleyma þessu í bili, og náði mér í miða á Bíó. En þegar sá tími nálg- aðist, að ég átti að fara að leggja af stað, gat ég ekki með nokkru móti gleymt málverk- inu ólokna, hafði ekki geð 1 mér að fara út, gekk inn í vinnu stofu mína, í frakkanum og með hattinn á höfðinu, ég var alveg til. Þá var eins og ég fengi ein- hverja veika og dulda von, en jafnframt örvæntingarfulla þrá að geta nú lokið verkinu, áður en ég færi á bió. En þetta varð að gerast fljótt, örskotsfljótt, — og það tókst svo sannarlega. Sjálfsagt hef ég rekið upp feg- insóp, a.m.k. innra með mér. Ég man það ekki. Þetta gerðist allt i hálfgerðri leiðslu. Þetta er ekki í eina skiptið, sem slíkt hefur hent mig, eins og hálf- gerð leiðsla, oftast í kjölfar mikillar vinnu, og helzt þegar allt leikur ekki í lyndi og geng ur þá oftast á ýmsu“. Og að þessum orðum töluð- um, héldum við út af málverka sýningu Ágústar Petersen í Boga salnum. Það athugist, að sýn- irigunni lýkur næst komandi sunnudagskvöld kl. 10. Eftir það verða allir of seinir að sjá sýn- inguna. — Fr.S. OKKAR Á MILLI SAGT FRÉTTIR Geðverndarfélag Islands. Geðverndarþjónustan nú starf- <indi á ný alla mánudaga kl 4-6 síðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. Þessi geðverndar- og upplýsinga- þjónusta er ókeypis og öllum heim Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj unnar hefur fótaaðgerðir fyrir aldr að fólk fimmtudaga frá kl. 9-12 i Hallveigarstöðum, gengið inn frá öldugötu. Tímapantanir í síma 13908. Kirkjukór Nessóknar í ráði er að kukjukór Nessókn- ar flytji kórvjrk að vori. í því skyni þarf hann á auknu starfs- liði að halda. feöngfólk, sem hefur áhuga á að syngja með kirkju- kórnum er beðið um að hafa sam- band við organista kirkjunnar, Jón ísleifsson, sími 10964 eða for- mann kórsins, Hrefnu Tynes, sími 13726 eða 15937. Kvenfélag Bústaðasóknar hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk í safnaðarheimili Langholtssóknar alla fimmtudaga frá kl. 8.30—11.30 árdegis. Pantanir teknar í síma 12924. Bústaðasókn, baukasöfnun. Þeir, sem eiga óskilað baukum, vinsamlegast skilið þeim 1 hlíðar- gerði 17, eða Litlagerði 12, Einnig má hringja i síma 32776, og verða baukarnir þá sóttir ef óskað er. Fjáröflunarnefnd. Kvenfélag Kópavogs heldur basar 1 Félagsheimilinu laugardaginn 30. nóv. kl. 3. Félags- konur og aðrir velunnarar félags- ins geri svo vel að koma munum tU Rannveigar, Holtagerði 4, Helgu Kastalagerði 5, Guðrúnar, Þinghóls braut 30, Arndísar Nýbýlavegi 18, Hönnu Möttu, Lindarbarði 5 eða Líneyjar Digranesvegi 78, eða hringi í síma 40085 og verða þá munirnir sóttir. Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA, Kópavogi, heldur námskeið í tau- prenti. Félagskonur athugið. Ekk- ert kennslugjald. Mörg önnur nám skeið verða siðar I vetur. Sími: 41286 og 40159. Mæðrafélagskonur Fundur verður haldinn fimmtu- daginn 21. nóv. að Hverfisgötu 21 Félagsmál — Margrét Margeirs- óttir félagsfræðingur talar um ungl ingavandamálið. Konur eru vinsam lega beðnar að skila basarmunum á fundinum. Kvenfélagið Fjóla, Vantsleysuströnd Basar félagsins verður í barna- skólanum sunnudaginn 1. des. kl. 3 Margir nytsamir munir og margt til jólagjafa. Kvenskátafélag Reykjavíkur heldur sinn vinsæla basar sunnu daginn 24. nóv. kl. 2.30 í Iðnskól- anum, niðri, gengið inn frá Vita- stíg. Þar verða að vanda á boð- stólum fallegir, ódýrir munir til jólagjafa. Jólasveinar selja börn- unum lukkupoka. Einnig verður selt kaffi með heimabökuðum kök- um á lágu verði. Basar Sjálfsbjargar verður í Lindarbæ sunnud. 8. des. 1. 2. Velunnarar félagsins eru beðn- ir að koma basarmunum á skrifstof una eða hringja í sima 33768 (Guð rún). Kvenféiag Hallgrímskirkju hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr- að fólk 1 Félagsheimili kirkjunn- ar alla miðvikudaga kl. 9-12. Síma- pantanir í síma 12924. VÍSUKORN Dáði ég þennan — þennan mann, þrátt með penna og óði. Læt ég ennþá - enn um rann eld minn brenna í ljóði. Ólöf á Hlöðum. LÆKNAR FJARVERANDI Eyþór Gunnarsson fjv. óákveð- ið. Stefán Bogason fjv. frá 25.11— 8.12 Stg. Halldór Arinbjarnar við- talstími 1—3, laugardaga 11—12, Klapparstíg 25—27 Þorgeir Jónsson fjv. 11.11-25.11. Stg.: Guðsteinn Þengilsson, Domus Medica, sími 21262, viðtalstimi 2-3, fimmtudaga 5-o. Þórður Þórðarson fjv. til 3. des. Stg. Alfreð Gíslason Nýlega opinberuðu trúlofun slna ungfrú Katrin Gísladóttir, Stiga- hlíð 34 og Hilmar Helgason, Faxa- skjóli 14. Nýlega opinberuðu trúlofun slna ungfrú Unnur Færseth, Gnoðarvogi 70 og Sigurður Friðriksson, stud oecon, Grettisgötu 94. Takið eftir Til leigu Úrvals æðardúns- og svana dúnssængur. Kaupið áður en verðið hækkar. Póst- sendi. Sími 6517, Vogar. 40 ferm. herbergi, við Sól- vallagötu. Hentugt fyrir geymslu eða léttan iðnað. Uppl. í síma 19062. Mjög ódýrar regnhlífar Fyrir dömur og herra. Barnaregnhlífar — sjálf- opnar regnhlífar. BÆKUR OG MUNIR Hverfisgötu 64. Hlutabréf Hlutabréf í Sendibílastöð- inni h.f. er til sölu ásamt sitöðvarplássi. Aðrar uppl. í síma 81114 eftir kl. 7 á kvöldin. Fiskbúð óskast á leigu Forstofuherbergi óskast Upplýsingar í síma 82187 og 18398. fyrir einhleypan karlmann. Upplýsingar í síma 37637. Klæðum og gerum upp svefnbekki, svefnsófa, svefnstóla og fl. Kynnið yður verð og tilboð Ihjá okkur. Sækjum send- um. Svefnbekkjaiðjan, Laufásveg 4, sími 13492. Ekta loðhúfur mjög fall. á börn og ungl- inga. Kjusulaga með dúsk- um. Kleppsveg 68, 3. hæð til vinstri, sími 30138. Lokað í dag vegna jarðarfarar. Innheimtuskrifstofan Tjarnargötu 10. Byggingameistarar — húsbyggjendur Eigum fyrirliggjandi ★ undirpappa, ★ Primer, ★ asfalt, ★ lofttúður, ★ yfirpappa, ★ frauðgler, 5 og 8 cm. T. Hannesson & Co. Brautarholti 20 — Sími 15935. Verkfræðingar — tæknifræðingar Samband íslenzkra rafveitna óskar að ráða rafmaigns- verkfræðing eða ratfmagnstæknifræðing til starfa. Reynsla á sviði rafveitumála Seskileg. Umsókn um starfið sendist Sambandi íslenzkra raf- veitna, pósthólf 60, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 31. des. n.k. Nánari upplýsingar í síma 18222. STJÓRNUNARFÉLAG (SLANDS efnir til almenns félagsfundar, laugardaginn 23. nóv- ember kl. 14 stundvíslega í fundarsal Hótel Sögu. Fundarefni: Stjórnunarmál, J.S. Viskneski junior, fjármálastjói, Varnarliðið, Kefla- víkurflugvelli. 3ja herb. íbúð Til sölu 3ja herb. íbúð á I. hæð við Karfavog. íbúðin er í góðu standi og laus til afhendingar nú þegar. Bílskúr fylgir Allar nánari upplýsingar gefur EIGNASALAN REYKJAVÍK Þórður G. Halldórsson sími 19540 og 19191 Ingólfsstræti 9. Kvöldsími 83266.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.