Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 3
MORiGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1968 3 „ÉG Á MARGA ferðina fram á Eofsafrétt og hef þá alltaf komið að Jökulsá eystri, sem er öllum ófær, nema stærstu fjallabílum og fuglinum fljúg andi. Oft hef ég staðið á hakka árinnar og séð í hugan- um brú þar yfir og nú er þessi draumsýn min að rætast“. Þannig mælti Ingólfur Nikó demusson frá Sauðárkróki, þegar við hittum hann í porti Vegagerðarinnar við Grafar- vog í gær. Þar var Ingólfur kominn með flokk manna og brúna, en hana sóttu þeir aust ur á Sólheimasand. ,,Þegar ég var að hugsa um þetta“, heldur Ingólfur áfram, „sá ég, að brú þarna yfir kæmi ekki aðeins Skagafjarð arhéraði til góða, heldur líka öllu landinu, því Vesturbug er greiðfært að Laugafelli. — Ég fór að færa þetta í tal við ýmsa menn og þegar ég fann, Leiðangursmenn í Reykjavik (frá hægri) Guðmundur Elíasson, Sigurþór Hjörleifss., Hreinn Þorvaldsson, Friðrik A. Jónsson, Þórður Eyjólfsson, Ingólfur Sveinsson og leiðangursstjórinn, Ingólfur Nikódemusson. — Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.). Með drauminn í farangrinum að áhuginn var fyrir hendi, ákvað ég að hrinda málinu í framkvæmd. Fyrsta skrefið var að hafa tal af Gísla Felixsyni, yfir- verkstjóra á Sauðárkróki, sem kom mér í samband við Guð- mund Arason verkfræðing hjá Vegagerðinni. Við fórum 'frameftir og að brúarstæðinu og mældum það“. — Hvar á brúin að koma? — Á Vesturbug, sem er suð austanundan Vestari-Pollum. Nú, þegar ég átti leið hingað suður í vor, kom ég að máli við vegamálastjóra og sagði honum alla málavöxtu. Næst hitti ég svo Jón B. Jónsson, verkfræðing hjá Vegagerð inni; það var í ágústmánuði, og spurði hann bara hreinlega að því, hvort við gætum ekki fengið eina af þessum tíu, tólf brúm, sem lægju með vegum á Suðurlandi. Hálfum mánuði síðar fékk ég svo bréf frá Jóni, þar sem sagði, að við mættum taka 22 metra stálgrindarbita úr gömlu brúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi og með fylgdi teikning af brúnni. Þetta var nú allt gott og blessað. Næst var svo að finna bílstjóra, sem vildu slást í förina upp á þau býtti, að við stæðum allir ábyrgir á framkvæmdinni, hvað fjár- hagslegu hliðina snertir. — Þú hefur fengið þá? — Ójá. Og vildu fleiri en þurfti. Á sunnudag héldum við svo áf stað frá Króknum og vorum komnir á Sólheima- sand á mánudagskvöld. Undir Steinahlíðafjalli skall á okk- ur ofsarok með grjóti og möl- brotnaði þá framrúðan í jepp anum mínum. Þetta var grjót í völustærð. Strax á mánu- dagskvöld hófumst handa við að taka brúna sundur og skipta okkur parti í þrjá hluta. — Hvernig gekk? — Það gekk langt framar djörfustu vonum. Á þriðju- dagskvöld vorum við búnir að lesta bílana og til Reykja- víkur komum við svo klukk- an 15 á miðvikudag. — Og nú eruð við að leggja í hann norður? — Já. Það þýðir ekkert ann að. Eins og dæmið stendur nú ætlum við að flytja brúna alla leið að brúarstæðinu á Vesturbug. — Þið farið þá upp úr Vest urdal, eða hvað? — Já, hjá Þorljótsstöðum. Síðan upp hjá Stafnsvötnum, vestan Reyðarvatns og svo eins og leið liggur austan Vestari-Polla og Vesturbug. Þessi leið er meó snjóléttari fjallaleiðum, einkum í norð- austanátt. Á Vesturbug er ör- uggt brúarstæði, vatnsborðið er 13 metrar. — Hvenær verðið þið komn ir á leiðarenda? — Það er ekki gott að segja. Við högum ferðinni eftir að- stæðum, en erum ekkert að sperra okkur neitt í kapp við tímann. Við höfðum nú tafið Ingólf góða stund og menn hans eru orðnir óþreyjufullir. „Já, nú förum við að hreyfa okkur“, segir Ingólfur. „Bætið þið því nú við, fyrst þið á annað borð eruð að festa þetta á blað, að Vegagerðin á skilið miklar og góðar þekkir fyrir aðstoðina við okkur, svo og allir aðrir, sem við höfum leitað til“. Svo snarast Ingólfur inn í jeppann, kvikur og hress. — Hann lítur yfir bílana og brosir. Nú þarf hann ekki lengur að standa á bökkum Jökulsár og láta sig dreyma, því nú er hann með draum- inn í farangrinum. Bosnr Slyikfnríélngs fatlaðrn og lamaðra Á MORGUN, 30. nóvember, klukkan 14, heldur Styrktarfé- lags fatlaðra og lamaðra bazar í æfingastöð félagsins að Háaleitis braut 13. Á bazarnum verður fjöldi eigu legra muna, svo sem regnkápur og slár fyrir gjafvirði, jólateppi og skraut, skór, tágvörur, barna- fatnaður og heilmikið af prjóna- lesi. Einnig verður leikfangahapp- drætti á staðnum, og verður dreg ið í því er líða fer á daginn. Verði á bazarmunum er mjög stillt í hóf. Félagið hefur haft föndurkennara, frú Skúlínu Stef ánsdóttur, sér til aðstoðar í haust, um gerð bazarmuna. Bazarmunir að Háaleitisbraut 13 hjá Styrktarfélagi fatlaðra og lamaðra. KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — SÍMI 12330. í ÞESSARI AUGL. HEFST VÖRUKYNNING OKKAR Opið til kl. 4 á morgun, laugardag. í GÆR VORU TEKNAR UPP PEYSUR, SKYRTUR, KJÓLAR, KÁPUR OG Á MORGUN HEF ÉG SANN- FRÉTT AÐ KOMI MEIRA AF ÓDÝRUM KÁPUM UR TWEED. EINNIG GLANS- ANDI REGNKÁPUR, VESTI O. FL. HERRADEILD PEYSUR: VTÐ HÖFUM EINKAUMBOÐ FYRIR MARGA ÞEKKTUSTU PEYSU- FRAMLEIÐENDUR ENGLANDS. ENG- LENDINGAR HAFA LÖNGUM VERIÐ ÞEKKTIR FYRIR PEYSUR. ÞESSI VÖRUMERKI: JEFFERSON, CAPITOL, BENTLEY, MACDOUGAL ERU HEIMS- ÞEKKT. NÝKOMIÐ ÚRVAL AF PEYS- UM FRÁ ÞESSUM FýRIRTÆKJUM. DÖMUDEILD PEYSUR: VIÐ HÖFUM EINNIG EINKA- UMBOÐ FYRIR ÞEKKTUSTU PEYSU- FRAMLEIÐENDUR BRETA. HVER KANNAST EKKI VIÐ HAROLD INGRAM OG JOHN GRAIG? NÝKOMIÐ MIKIÐ ÚRVAL MINI- PEYSUR FRÁ GUILDKNIT KNITVEÁR LTD. ÚR 100% SHETLAND ULL OG DRALON. EINNIG ÚRVAL PEYSUR FRÁ JOHN GRAIG. STAKSTIIIVAR Hinn „pólitíski armur“ verkalýðs- hreyíingarinnar Kommúnistar þreytast aldrei á því að upplýsa landsmenn um að Kommúnistaflokkurinn eigi að vera hinn „pólitíski armur“ verkalýðshreyfingarinnar og raunar hefur það verið skil- greint mjög skilmerkilega í kommúnistablaðinu hvað í því fellst, þ.e. að kommúnistar eigi að marka stefnu verkalýðsfélag- anna, en þau eigi síðan að fram- fylgja þeirri stefnu. Það er í' fullu samræmi við þetta grund. vallarsjónarmið kommúnista, að stjóm Sósíalistafélags Reykja- víkur sendi fulltrúum á ASÍ- þingi boðskap fyrir tveimur dög- um, þar sem stefnan er mörkuð, sem kommúnistar heimta að verkalýðshreyfingin fylgi. í þess um boðskap segir m.a.: „Það ástand í atvinnu- og launamál- um, sem hér hefur verið lýst í stuttu máli, krefst þess, að sam- tök verkalýðsins bregðist af hörku og einbeitni við þeirri gíf- urlegu árás.... við skorum þess vegna á þetta þing allslierjar- samtaka verkalýðsins, að gera skipulagslegar ráðstafanir til þess að vígbúa samtökin til af- dráttarlausrar baráttu ... Okkur er ljóst, að sú barátta leiðir til harðra átaka við fjársukksmenn- ina og f jandsamlegt ríkisvald ...“ Kommúnistablaðið birti þennan boðskap um „vígbúnað“ og fleira með augsýnilegri velþóknun í gær og veitti honum myndarlegri sess í blaðinu en stjóm Sósíal- istafélags Reykjavíkur hefur átt að venjast um nokkurt skeið. Eðvarð á að fram- kvæma stefnuna Skv. skilningi kommúnista á afstöðu Kommúnistaflokksins til verkalýðshreyfingarinnar er fyrsta stigi baráttunnar nú lokið. Flokkurinn hefur markað stefn- una og komið henni á framfæri við verkalýðsfélögin. Næsta stig verður svo það að menn á borð við Eðvarð Sigurðsson, Guð- mund J., Snorra Jónsson, Jón Snorra og Guðjón Jónsson, eiga að framfylgja fyrirmælum stjórnarmanna Sósíalistafélags Reykjavíkur, þeirra Steingríms Aðalsteinssonar, Guðna Guöna. sonar, Ólafs Jenssonar, Eddu Guðnadóttur, Högna ísleifssonar, Guðmundar Jónssonar og Páls Bergþórsonar. Þriðja og síðasta stigið er svo það, að þegar bar- áttunni er lokið eru ofangreind- ir verkalýðsleiðtogar teknir fyrir á fundi í Sósíalistafélagi Reykja- víkur og væntanlega hundskamm aðir fyrir lélega frammistöðu. Það er nefnilega mjög erfitt að gera spekingunum í Sósíalista- félaginu til hæfis. Hvað segja fulltrúar á ASÍ-þingi? En hvað skyldu fulltrúar á ASÍ-þingi segja um slíkan boð- skap. Skyldu þeir ekki velta því fyrir sér hvemig þetta erindi hefur komizt á borð þeirra? Gæti ekki verið að þær spumingar vöknuðu hvemig á því stendur að stjórnmálafélagi er heimilað að dreifa slíkum áróðursplögg- um á þingi Alþýðusambands Is- lands. Hver er ábyrgur fyrir því? «r t «.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.