Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1968 19 — Staða vísinda Framhald af hls. 10 ©ingöngu stkorið með rainnsólkn- uim — trúanskoðanir gilda eiigi. Þ>á mætti miinnas't é perlustein, tsem til er í vinnaniilagu magni 1 Loðmundarfirði dg þó í miMu meira maigni. í Presitahnjúk á Kald:adal. Þessar nému bíða eft ir þvi að (hafizit verði banida, en tiil þesis að svo magi verða þurfum *ið íslendi'nigar að læna að iselja vör.ur oig bíða ekki eftir því, aið einlhver komi néð- samlegast og beiðist að mega kaiupia. Allir munu nú vera sannfærðir uim að kísiligúreðjan í stöðuvötnunum sé verðmæt. Þyrfti nú að hefja leit að kílstil- gúr að niýjiu t.d. í Þimgvalla- vaitni, en það er t.d. kísiigúr á þurru iandi við sunmanvert vatnið og senniiega lag á þotni þess. Aðstæður eru að mörgu leyti svipaðar oig við Mývaitn dg 'Stutt í jarðhiitainn á Nesja- völlum. Þeklkinig ok/kar á jarð- fræði lanidsimis er milkllu mun minni en flestum mun ljóst. Ennþá imimna vitum ivið þó um hafsbotninn umhverfis landið dg á það j'afnt við um griunn- isævi sem djúpisævi, en þar igsetu legið mikil verðmæ'ti. Ég þar'f víst ekki að þenda á slkelja san'dsniámu Sememts verksmiðj - unnar í Paxafilóa — og skelja- sainidur er öru'gglega víðar á grunmsævi í milklu maigni. Á djúpsvæði og þá isennilega í mánd við Reykj ameshryiggimn gæti veri'ð nokkurt m.agn af manigangrýti. Þeigain lemigra fraim í sækir mun jarðsveiiflU' mælimgar eins og þær isiem Guð mumdur Pálm'aison vinmur nú að, fræða oklkur um gerð iand gruminispa'llsins og að aiuki vona ég 'gerð Í'slamds-Færeyj'a- og 'Grænlandis-íislamdis 'hryggsins. Af þeim mælingum gætuim við ráði'ð í, hivort við meiguim gera dkikur vonir um, aið þar geti svarta gull, þ.e.a.s. olfa leynz't. • 2-3ja ára rahnsóknarstöður við Háskólasptíalann. Próf. Óiaáur Bj arnaison, flutti erindi um læknisfræðirannisiókn ir. Tók hamn m.a. nokkur dæmi úr sjúkdóimiaisöigu þjóðarinri'ar síðustu 100 ár og drap sbuttielga lá ra'nnisó'kin'ir é þeitm fyrirbær- um og áraingri af þeim. Síðan sagði hann: Ef við líbum nú dkkur nœr og aithugum að 'hVerju lækniisfræðirainnsdknir á miann.aii'júkdómum bafa eink- um beinzlt hin síðus'tu ár, má niefma að á þeasum áraitug hafa komið út 7 doktorsr'ibgerðir eft- ir íslemíka liæikna, aiuk ri'tigerða KjarbamB R. Guðmumdsiso'nar um 'tíðni ýmissa tu'ag'aisjúikidóma hér á 'iainidi. Sé 'athuigaö um hvað riltgerðir þessar fjalila, þá 'kemuT í Ijós að 'bvær fjalla um sj'úkdómaifyrirbæri meðial erien§ra mamna og byiggj'ast á klinisikum aith'uguinium og stað- töluf.ræði og að 'lklliu ieyti á rain'nsókna'rstofuvimniu. Fjórar fjalla um fara'lidursfriæði noiktk- urra sjúlkdóimia imeðail Bsleinid- irnga, en aðeims edn byggir á grundvaHarranmsónk'um og aki'puiaigðri 'ti'lraunaistiarflæmi. Sú síðtaatoeJBnda er 'algjörllega umnin við erlemdar vísinda- stofmiainiir. Að vísu hefir því verið ha'ldið fram með rébtu, að aðstaða til faralldurfræði- ra'ninisókna ýroiisisa isj'úkdóma væri hvergi betri en hér á landi, vegna þesa hve aiuðvelt er að fyl'gja sjúMingum eftir og aithuiga afdriif þeirra, og viissulega er það mifkil- vægt að vita glögg slkil á magni, tíðni og dreifingu sem flestra sjúkdóma, er hér koma fyrir. Aðstaða til slíkra rann- sókna er hér einnig stórbætt með tilkomu þjóðskrár, sem á sínum tíma var sett á laggirn- ar með samvinnu núverandi landlæknis, hagstofustjóra og fleiri aðila. En æskilegt væri að kafa dýpra, eftir orsökum og myndunarsögu, sem að baki liggur. Slíkt vérður ekki unn- ið til neinnar hlítar í flestum tilfellum, nema skipulögð til- raunastarfsemi og grundvallar- rannsóknir komi til. Þessi eina doktorsritgerð af þeim sjö, sem fyrr var nefnd, hlýtur því að vekja grun um að eitthvað skorti á um aðstæður til slíkra rannsókna hérlendis. Vert er að geta þess að læknisfræði- rannsóknir, sem fram til þessa hafa verið framkvæmdar hér á landi hafa verið innitar af hendi í íhlaupavinnu manna, sem hlaðnir hafa verið öðrum daglegum störfum, ef frá eru teknar rannsóknir þeirra Keldnamanna, sem fastráðnir hafa verið til að sinna þeim verkefnum, sem þar var feng- izt við. Er sannarlega kominn tími til að skapa aðstöðu við Háskólaspítalann og stofnanir honum tengdar, fyrir unga menn, sem taka vilja fyrir sér- stök verkefni til rannsóknar og Próf. Magnús Már Lárusson og fluttu erindi um sagnfræði og ættu þá kost á 2ja til 3ja ára stöðum til að helga sig slíkum rannsóknum eingöngu. Slíkt fyrirkomulag mun tíðkast við alla Háskólaspítala í nágranna- löndum okkar. En Ólafur lagði höfuðáherzlu á, að til þess að unnt væri að stunda læknis- fræðirannsóknir, sem væru sam bærilegar við það sem gerðist í háskólaspítölum nágranna- landanna, þyrfti stórátak til rannsóknarstofubygginga með tilheyrandi útbúnaði fyrir hin- ar ýmsu undirstöðugreinar læknisfræðinnar. 9 Almenn íslenzk málvísi- stofnun Stutt fundarhlé var nú gert, en að því loknu hófust fyrir- lestrar um málfræðirannsóknir, textafræði og bókmenntafræði- rannsóknir og sagnfræði. Fyrst ur talaði prófessor Halldór Hall dórsson og nefndist erindi hans „Málfræðirannsóknir“. Halldór taldi, að ef meta skyldi framtíðarhorfur málvís- inda, kæmi einkum fernt til greina. 1. Eru næg verkefni, sem bíða úrlausnar? 2. Höfum við á að skipa nægum góðum starfs kröftum, og má ætla að svo verði í framtíðinni? 3. Hafa þeir menn, sem málvísindi stunda á íslandi, nægilega góða starfs- aðstöðu? 4. Gæti breytt skipu- lag eflt málvísindarannsóknir á íslandi. Tvö síðari atriðin eru nátengd hvort öðru. Verkefnin eru óþrjótandi — sagði Halldór bæði er varðar aögulega og samtímalega mál- vísi. Málsögunni hefur verið gefinn meiri gaumur og undan farin 20 til 30 ár hefur öll mállýsing tekið miklum stakka skiptum. Unnið er að ýmsum sérrannsóknum og nefndi hann Orðabókina sérstaklega. Hann kvað hið mikla safn bókarinn- ar gefa mikil tækifæri til margs konar rannsókna. Þá taldi hann mikið talað um rannsóknir á nútímamáli, en nákvæma rann- sókn á flestum þáttum skortir. Um starfskraftana sagði pró- fessor Halldór, að íslendingar væru svo heppnir að hafa á að skipa mörgum duglegum og efnilegum mönnum, en hann kvað þó mikla meinbugi á að ekki væri t.d. nein staða við háskólann í þessum greinum, sem telja mætti að veitti líf- vænleg laun. Á meðan svo er — sagði Halldór er ekki við því að búast að menn leiti á heimaslóðir. Halldór Halldórsson ræddi um þriðja og fjórða atriðið um stöðu og framtíðarskipulag. Hann ræddi marga möguleika og sagði m.a. að hugsanlegt væri að komið yrði á fót al- mennri íslenzkri málvísistofn- un í meira samræmi við þá hefð, sem ríkt hefir í íslenzku- kennslu innan Háskóla íslands, þó að stofnuninni yrði markað víðara svið. Halldór taldi að hugsanlegt yrði að málvísistofn unin næði til allra germanskra mála eða aðeins til Norður- próf. Ólafur Bjarnason. Þeir læknisfræðirannsóknir. landamála, en minni stofnanir yrðu fyrir önnur germönsk mál, svo sem ensku og þýzku, en þessar stofnanir yrðu þá að standa í nánu sambandi við stofnun norrænna mála. Hall- dór kvaðst hallast fremur að hinni síðastnefndu lausn. Síðan sagði prófessor Hall- dór Halldórsson: „Ef lengra er horft fram í tímann, hljóta að rísa hér stofn anir í rómverskum málum og slafneskum, en að svo komnu er vart hægt að búast við mikl um sjálfstæðum rannsóknum í þessum málum hér. Stofnun í klassiskum málum, hygg ég, að yrði meira á sviði textafræði og menningarsögu og heyrir því vart undir það verkefni, sem hér er fjallað um“. Halldór taldi nauðsnylegt að koma upp stofnun í samanburð armálfræði, fyrst og fremst ger manskri, en svið hennar mætti auðveldlega rýmka svo að hún næði til indógermanskrar sam- anburðarmálfræði í heild. Hall- dór taldi það ekki vanzalaust að ekki væri til prófessorsem- bætti í samanburðarmálfræði við Háskólann. Að lokum sagði Halldór Hall- dórsson: „Ég hefi reynt að sýna fram á, að mörg verkefni bíða úr- lausnar að við höfum á mörg- um sviðum góðum starfskröft- um á að skipa, að starfsaðstaða sé ófullnægjandi og skipulagn- ingu þessara mála sé mjög á- bótavant. Framtíðarhorfurnar eru um fram allt undir því komnar, hvort íslenzkt þjóðfé- lag og þeir, sem því stýra, treyst ast til að bæta úr þeim van- köntum, sem ég hefi bent á og leysa málin á saroa eða svipað- an hátt og hér hefir verið að vikið.“ • Bókmenntafræðin verði bók menntalegt leiðarljós. Næstur talaði Jónas Kristj- ánsson, cand. mag. og ræddi um „Textafræði og bókmennta- rannsóknir“. Jónas ræddi um söfnun ými's konar og sagði að vel hefði ver ið að gert um söfnun hluta og ýmissa minja, en vanrækt hefði verið ýmis fróðleikur, sem geymzt hefði í vitund fólksins. „Aldrei verður öllum hlutum sópað í söfn, — en hvernig voru þá hinir, sem ekki eru lengur til? Og hverriig notuðu menn þá hluti, sem varðveittir eru? Hvernig voru vinnubrögð manna og lifnaðarhættir, fæða, klæði, húsakynni, skemmtanir o.s.frv.? Þannig spyrjum við nú og þannig verður spurt á komandi tímum, þegar hin gamla þjóðmenning er orðin ennþá fjarlægari". Jónas kvað þó einstaka menn hafa unnið að slíkri söfnun og hefðu þeir bjargað miklu. Þessi viðleitni þótti svo mikilvæg og virðing- arverð, að á hundrað ára af- mæli Þjóðminjasafnsins 1963 gáfu stjórnarvöld safninu sér- staka þjóðháttadeild með ein- um fastráðnum manni. Þór Magnússon veitti deildinni for- stöðu, unz hann varð þjóð- minjavörður og nú mun brátt maður ráðinn í hans stað. Jónas taldi að örnefnasöfnun væri erfið viðfangs, þar eð skortur væri á nógu nákvæm- um kortum, en unnið hefði ver ið að endurbótum á söfnun ör- nefna og vonir standa nú til að stofnuð verði örnefnadeild með örnefnastofnun með fast- ráðnum manni. Þá ræddi Jónas um útgáfu- starfsemi Handritastofnunarinn ar. Hann kvað nauðsyn á að prenta áður óprentuð ljóð góð skálda síðari tíma og ekki mætti lengi draga að leggja til atlögu við höfuðskáld eins og Hallgrím Pétursson eða Stefán Ólafsson — eða Matthías Joch- umsson, svo að nær sé farið nútímanum. Kvæði þessara skálda hafa aldrei verið gefin út svo viðhlítandi sé. Þá kvað hann fyrirhugað að halda áifram með Sigiila Islandica og ljósprentuð yrðu kvæðahand- rit Bjarna Thorarensens, með líkum hætti og kvæðahandrit Jónasar Hallgrímssonar hafa áður verið prentuð. Um bókmenntarannsóknir sagði Jónas að mikið verk hefði verið unnið í sambandi við forn bókmenntir, þótt ýmis svið hefðu verið vanrækt. Finnur Jónsson hafi á sínum tíma sagt: „Allt er ógert“, en síðan sagði Jónas: „Síðan hefur að vísu ýmis- legt verið gert, en þó hygg ég að mönnum finnist þeir nú vera ennþá fjær markinu held- ur en á dögum Finns Jónsson- ar.“ Þegar kemur að bókmennt- um síðari alda, eru heimildir Aiiklu meiri og traustari, en þar eru hins vegar miklu meiri skörð í bókmenntarannsóknirn ar. Þar er ekki um að ræða neitt fullgilt yfirlitsverk, hvorki ágrip né lengri bók- menntasögu og rannsóknir til- tekinna viðfangsefna strjálar og oft ófullkomnar. Þar eru rannsóknarsviðin fjölmörg. Að lokum sagði Jónas Kristj- ánsson: „En ef til vill er engin bók- menntafræði mikilvægari en sú sem fæst við samtíðina, sem er lifandi afl í bókmenningu þjóðarinnar á hverjum tíma. Þá getur bókmenntafræðin, ef vel tekst til verið meira en fræði, hún getur líka verið bók mienntalegt leiðarljós“. • Krafa um sagnfræðistofnun Síðasta erindið, sem flutt var á ráðstefnu Vísindafélags ís- lendinga var um „Sagnfræði“ og flutti það Magnús Már Lár- usson, prófessor. Magnús kvað það eftirtektarvert að öll er- indi ráðstefnunnar hefðu á ein hvern hátt verið sagnfræðilegs eðlis — framsetningin hefði ver ið sagnfræðileg — og ætti þetta að sýna.hversu mikilvæg sagn- fræðin væri. Magnús Már sagði að aðal- regla sagnfræðinnar hefði ver- ið sett fram hérlendis fyrir um 848 árum er Ari fróði hefði rit- að í ' formála íslendingabókar, sem frægt er orðið sem tilvitn- un. Þegar rætt skal um ástand og horfur í sagnfræði — sagði prófessor Magnús er mikill vandi á höndum. Sagnfræðina kvað hann stórkostlega og sagði að hún væri reyndar víðtæk- asta fræðigreinin, sem ráðstefn- an fjallaði um. Hún fjallar um allar gerðir og hugsanir manns ins, svo langt sem rakið verður aftur í tímann. Magnús Már Lárusson setti fram kröfu um að komið verði upp sagnfræðistofnun eins skjótt og auðið er. Sýnist hilla undir þann möguleika þegar á næsta hausti, er Árnagarður verður tekinn í notkun, því að byrja verður smátt og má þar hafa hliðsjón af Ábo Akademi. Þá getur sagnfræðin og einkum saga fslands fengið þá aðstöðu og afdrep, sem henni ber, til skipulagningar, leiðbeiningar og uppörvunar til rannsókna og annars starfs, sem Háskóli íslands er skylt að stuðla að. Þegar nefnd er saga íslands, þá er átt við heildina, ofan úr hinum margslungnu þáttum hennar t.a.m. stjórnmála-, kirkju-, réttar-, tónlista-, lista- sögu. Og áherzla skal lögð á ættfræði, sem á svo rík ítök með þjóðinni, að skylt er að stuðla að því, að þessi grein fái sem fyrst viðurkennda stöðu innan vísindaramma Háskóla íslands:Verði úr stofnun þess- ari verður hægara að anna þeirri endurskoðun sögunnar, sem óhjákvæmilegt er. Undir lok erindis síns sagði Magnús Már Lárusson: „Eitt skal enn tekið fram, er snertir aðstöðu til framkvæmd ar. Nútímatækni getur stuðlað að meiri afköstum. Einstakling urinn á ekki lengur að sætta sig við að nota blað og blek. Af- köst má auka með því að nota upptökutæki til að lesa í og láta svo annan aðila hlusta á til vélritunar. Slíkt er ófram- kvæmanlegt vegna ákvæða lög gjafar um opinber gjöld, sem viðurkenna ekki að fræði- mennska er með vissum hætti rekstur, þegar til birtingar heilabrotanna kemur. Fyrir bragðið eru kjör fræðimanns- ins lakari en iðnaðarmannsins, þótt fræðimaðurinn sé þjóðfé- laginu dýrari í námi og oft hagnýtari í framkvæmd". 9 Allir hlynntir auknu sam- bandi við Háskólann. Prófessor Halldór Halldórs- son, forseti Vísindafélags ís- lendinga sleit ráðstefnunni, en áður en hann gerði það rakti hann nokkuð þau mál, er rædd hefðu verið. Hann sagði að skipulagsmál hefðu mjög borið á góma og flestir hefðu fundið mjög ábótavant yið þau. Að- búnaði, sem skiptist að mestu í launamál og starfsaðstöðu, hefðu menn og mikið rætt og funidizt mikið að í launamál- um og styrkjamálum, en hvað starfsaðstöðu varðaði, kvað nokkuð við mismunandi tón. Vísindamenn við hina gömlu atvinnuvegi létu vel af ytri að- stöðu allri, en t.d. í málfræði og jarðfræði er tækja og húsa- kostur fremur lélegur. Einnig virðist sem húsaskorts gæti í læknisfræði. Allir voru sammála um að verkefni væru óþrjótandi og menn voru hlynntir auknu sam bandi við Háskóla íslands. Að lokum sagði Halldór Halldórs- son að endurbæta þyrfti skipu- lag íslenzkra vísinda, auka fjár veitingu til þeirra og Háskól- ans, ellegar myndi þjóðin drag ast aftur úr öðrum þjóðum. Þá las forseti félagsins upp skeyti, er félaginu höfðu bor- izt í tilefni hálfrar aldar af- mælisins. Eftirtaldir bréfafé- lagar erlendis sendu kveðjur: Carl R. Lindroth, Niels Erik Nörlund, Finn Devold, Poul Hansen, Lárus Einarson, Ture Johannisson, Hans Ahlmann, Emmy Mercedes Todtmann, Dag Alvar Strömback, Sven B. F. Janson, Niels Nielsen, Richard Beck, Erik Bertelsen, Arne Noe Nygárd og Peter Hallberg. Fundarstjóri 4 þessum síð- asta fundi ráðstefnunnar dr. Matthías Jónasson, prófessor þakkaði forseta íslands, herra Kristjáni Eldjárn fyrir þann heiður sem hann sýndi Vísinda félaginu með nærveru sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.