Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1968 læknirinn hugsi á hann, og skuggalegt augnatillit hans var fjarri því að vera neitt innilegt. Nú mundi Maigret allt í einu eft- ir því sem maðurinn minnti hann á: einhvern soldán, sem hann hafði einhverntíma séð mynd af. Hann var jafndigur, á- líka stiórvaxinn og virtist mjög sterkur, þrátt fyrir alla fituna. Hann hafði líka þetta fyrirlitn- ingarfulla augnaráð þessara Ar- abahöfðingja, sem myndir eru af á vindliragaumbúðum. f stað þess að gefa eitthvert merki um samþykki sitt, eða segja neitt hversdagslegt orð í þá átt, eða hreifa mótmælum, tók Serre upp gul'leitt eyðublað úr vasa sínum og renndi yfir það augum. —Ég hef verið kallaður hingað af ! ög r eglu stj óran u m í Neuily, saigði banin, — og ég er að bíða eftir því, sem hann befur við mig að segja. — Eruð þér að gefa í skyn, að þér neitið að svara mínum spurningum. — Já, eindregið. Maigret þagði. Hann hafði séð allar tegundir þrjózkra og þver úðugra manna, en enginn hafði áður svarað honum uppi svona einbeittlega. — Það þýðir líkilega ekki að karpa um það. — Nei, þar er ég á sama máli. — Eða benda á, að þessi fram- koma yðar gefur ekki neitt góð- ar hugmyndir um yður? f þetta sinn andvarpaði mað- urinn aðeins. — Gott og vel. Lögreglustjór- inn skal fó að tala við yður. Maigret fór til þess að ná í lögreglustjórann, sem skildi ekki strax til hvers var ætlazt af honum og var tregur á að taka að sér þetta hlutverk. Skrif stofan hans var vistlegri, næst- um skrautleg í samanburði við allar hinar, og þar var marmara klukka á arinhiilunni. — Vísið þér hr. Serre hingað inn, sagði hann við vaktmann- inn. Hann benti á stól með rauðu flosáklæði. — Gerið svo vel að fá yður sæti hr. Serre. Þetta eru bara spurningar til staðfestingar, og ég skal ekki tefja yður lengi. Lögreglustjórinn skoðaði eyðu 1. sunnudagur í aðventu n.k. sunnudag. Ódýrustu kertin (aðeins gamlar birgðir) fáið þið í verzluninni KIRKJUMUNIR, Kirkjustræti 10. Sendum gegn póstkröfu. Pk_.1( ERLIUFUR uan«) DRVKKUR fmtant DAILY er súkkulaði- drykkur. DAILY leysist upp á augabragði í mjólk eSa vatni. Ein eða tvær teskeiðar nægja í eitt glas. Aðeins þarf að hræra og þá er tilbúinn undra- Ijúffengur súkkulaðidrykkur, heitur eða kaldur, eftir því sem hver óskar. blaðið, sem honum hafði verið fært. — Mér skilst þér séuð eig- andi að vélknúnu farartæki nr. RS8822L? Tannlæknirinn staðfesti þetta með því að kinka kolli. Maigret hafði setzt úti við gluggann og hafði vandlega auga með honum. — Og þér eigið enn 'þetta far- artæki? Aftur kinkaði hann kolli. — Hvenær notuðuð þér það síðast? — Mér finnst ég þurfi að fá að vita ástæðuna til svona spurn inga. Lögreglustjórinn hreifði sig í stólnum. Hann kunni hreint ekki við þetta hlutverk, sem Maigret hafi falið honum. — Setjum svo, að bíllinn yð- ar hafi lent í árekstri . .. — Hefur hann það? — Setjum svo. að einhver hafi tilkynnt okkur, að bíl’l með þessu númeri hafi ekið man.n um koll? — Hvenær? Lögreglustjórinn sendi Mai- gret ásakandi augnatillit. — Á þriðjudagskvöld. — Og hvar? — Skammt frá Signu. — Bíllinn minn fór alls ekki út úr skúrnum á þriðjudags- kvöld. 19 Einhver gæti hafa tekið hann í leyfisleysi. — Það efast ég um. Skúrinn er aflæstur. — Þér eruð þá reiðubúinn að sverja, að þér hafið ekki notað bílinn á þriðjudagskvöld, eða seinna um nóttina? — Hvar eru vitnin að þessum árekstri? Enn leit ’lögreglustjórinn vand ræðalega á Maigret eftir hjálp. En Maigret, sem só, að þetta hvorki gekk né rak, benti honum að fara ekki lengra út í þessa sálma. — Þá hef ég ekki fleiri spurn- ingar, hr. Serre. Þakka yður fyr ir. Tannlæknirinn stóð upp, og það var eins og þessi risaskrokk ur fyllti herbergið. Hann setti upp Panamahattinn, og gekk úf, eftir að hafa sent Maigret iili- legt augnatillit. — Ég gerði það, sem ég gat, eins og þú sást. — Jú, ég sá það. — Gaztu fengið nokkra bend- ingu út úr því? — Kynni að vera. — Þetta er maður, sem gerir okkur erfitt fyrir. Hann stend- ur heldur betur fast á réttinum. Ég veit. < SAI-. fALLS Vélapakkningar De Soto BMC — Austin Gipsy Chrysler Buick Chevrolet, flestar tegundir Dodge Bedford, dísil Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, dísil Thomas Trader Mercedes-Benz, flestar teg Gaz ’59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—120« Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Sími 15362 og 19215. Brautarholti 6. Það var næstum eins og Mai- gret væri ósjálfrátt farinn að stæla tannlækninn. Það var sami þunglamálegi svipurinn á honum. Og svo gekk hann líka áleiðis að dyrunum. — Hvað er hann talinn hafa gert af sér, Maigret? — Það veit ég ekki enn. En það er hngsanlegt, að hann hafi kálað konunni sinni. Hann gekk síðan til Vanneau og þakkaði honum fyrir hjálp- ina og gekk síðan út, þar sem lögreglubíllinn beið hans. Áður en hann steig upp í hann, fékk hann sér eitt glas á barnum á horninu, og þegar hann leit á sjálfan sig í speglinum, tók hann að velta því fyrir sér, hvernig hann mundi ’líta út með Panama hatt. Svo setti hann upp skakkt bros við hugsunina um, að þetta væri eins og bardagi milli tveggja þungaflokks hnefaleika- manna. Hann sagði við ekilinn: — Aktu yfir í Bæjargötu. Skammt frá nr. 43 komu þeir auga á Serre, sem gekk eftir stéttinni með löngum frekar leti legum skrefum. Eins og margir feitir menn var hanin dálítið gleiðgengur. Enn var hann að reykja langan vindil. Þegar hann gekk framhjá bílskúrnum, gat ekki hjá þvi farið að hann tæki eftir manninum, sem þar var á verði, og gat hvergi skriðið í felur. Maigret vildi ógjarna stöðva bílinn við húsið með járnhliðinu enda hefði honum sennilega álls ekki verið hleypt þar inn. Ernestine beið hans í gler- veggja-biðstofunni í lögregiu- stöðinni. Hann vísaði henni inn í skrifstofuna sína. — Nokkuð að frétta? spurði hún. — Ekki nokkur vitund. Hann var í vondu skapi. Hún vissi ekki, að hann naut þess raunverulega að ver.a í slæmu skapi, í upphafi erfiðs viðfangs- efnis. — Ég fékk kort I morgun og er með það með mér. Hún rétti honum litprentað póstkort, með mynd af ráðhús- inu í Le Havre. Þar var enginn texti, engin undirskrift en að- eins nafn Ernestine, stílað á póst húsið. — Frá Alfred? — Já, það er hans rithönd. — Hann hefur þá ekki farið til Belgíu. — Svo virðist ekki vera. Hann hefur varað sig á landamærun- um. 21. marz — 19. apríl Ef þú kannt listina að sitja á þér, verður lánið þér hliðhollt. Nautið 20. apríl — 20. maí Notaðu þér nýjar hugmyndir. Það gengur allt betur, ef þú ferð þangað sem þig langar til að fara. Ofreyndu þig ekki. Tvíburarnir 21. maí — 20 júní Allir eru geðstirðir, skeyttu því engu. Það kann að vera óþægi- legt að láta koma sér á óvart, en getur borgað sig. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Farðu að eigin hyggjuviti, þótt aðrir séu ótrúaðir á það. Reyndu að vinna dálítið á. Ljónið 23. júlí — 22. águH Ferðalög eru flókin, og þörf að koma víða við. Hógværð er bezt. Meyjan 22. ágúst — 22. september Nóg er af góðum hugmyndum, en fjármagnið, sem við á að etja kemur síðar, og aðeins fyrir þá, sem einhvern árangur síðar. Gerðu fleiri en eina tilraun. Vogin 23. september — 22. október Þótt þú reynir að leyna óþolinmæði þinni tekst það illa. Per- sónuleg áform þín eru tálmuð um stundarsakir vegna óviðráðan legra aðstæðna Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember ( Sýndu ekki óvinunum snöggu blettina með því að stökkva upp á nef þér. Hafðu kýmnigáfuna í lagi. Mótstaðan er að minnka. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Láttu frjótt hugarflugið feykja þér. Viðræður eru gagnlegar. Þú getur fengið aðstoð ef þú biður um hana. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Þú átt fleiri vini, en þú heldur. Þeir sýna sig fremur, ef þú leggur þig allan fram, en ef þú situr og bíður átekta. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Fólk kemur, framandi og langt að. Leggðu við hlustirnar og neyttu hæfileika þinna til að hafa áhrif á aðra þegar röðin kem- ur að þér. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Reyndu að eyða ekki um efni fram. Ágætur dagur til allra hluta, sem einhver skynsemi er í Haltu áfram að vera í góða skapinu þínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.