Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNKLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1968 MINNING: Carl Hemming Sveins skrifstofustjóri I DAG, föstudaginn 29. nóvem- ber, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Carls Hemm- ings Sveins, skrifstofustjó -a. Andlát Hemmings, en svo var hann ávallt nefndur í fjölskyldu og vinahóp, har mjög brátt að. Hann lézt á leið frá vinnu sinni skömmu eftir hádegi íimmtudag- inn 21. þ.m. Áður hafði hann kennt sér þess lasleika, er nú varð honum að fjörtjóni, er hann ásamt konu sinni var í heim- sókn hjá dóttur þeiira vestur í Bandarikjunum fyrdr 6 árum. Lá hann þar á sjúkrahúsi í nokkra daga og hefur ekki gengið heill til skógar síðan. Carl Hemming Sveins var faeddur í Kaupmannahifn 5. október 1902. Hann var sonur hjónanna Sveins Hallgrír isson- ar, fv. bankagjaldkira, Sveins- sonar biskups og Ellen L. Hall- grímsson, f. Feveile. danskrar ættar. Hann fluttist ái'*ja aldri til Reykjavíkur og hér í borg hefur hann alla tíð átt heima síðan. Hann ólst upp í föðurhús- um, ásamt bræðium sínum Hall- grími, sem er látinn fyrir all- mörgum árum og Axeli. Hemm- ing missti móður sína, er hann var 14 ára að aldri. Sveinn Hall- grímsson kvæn’ist seinni konu sinni, frú önnu Þorgrímsdóttur Hallgrímsson, hinn 13. júli 1918 og gekk frú Anna bræðrunum í móðurstað og bar Hemming ávallt til hennar mikinn hlvhug og minntist hennar með þakk- læti. Er Hemming hafði lokið prófi frá Verzlunarskóla ísl -Js árið 1920, hóf hann störf hjá verzlun Jóns Hjartar-onar, Hafnarstræti 4 í Reykjavík. Þann 1. október 1926 fór hann til starfa hjá Brjósfrykursgerðinni Nóa h.f., og vann þar til æviloka, eða sam- fleitt í 42 ár. Sölustjóri fyrir- tækisins var hann í mörg ár en síðustu árin starfaði hann sem árrifstofust]óri þess. Hjá fyrir- tæki þessu, eða réttara sagt verk smiðjunum Nóa, Hreini og Sírí- us við Barónsstíg vann Hemm- ing öll þessi ár af sérstakri trú- mennsku og samvizkusemi og naut hann ávallt hins fyllsta trausts húsbænda sinna. Hann var ósérhlífinn til all-ar vinnu og vann fyrirtækinu eins og það væri hans eigið, allt þa'ð gagn, sem hann mátti. Hemming var mjög félags- lyndur maður, trygglyndur og vinmargur. Ungur að árum gekk hann í skátahreyfinguna og átti í mörg ár sæti í stjórn banda- lags íslenzkra skáta. Uann var einn af heiðursfélögum Skáta- félags Reykjavikur. Hemming var mjög virkur félagi í Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur og gegndi þar um árabil mörgum þýðingarmiklum trúnaðarstörf- um. Hann var einn af aðalhvata- mönnum að stofnun Byggingar- samvinnufélags V.R. og formað- ur þess í mörg ár. Lagði hann fram mikið og óeigingjarnt starf í þágu byggingarsamvinnu- félagsins og að byggingu þeirra húseigna, er það kom á fót. Starf hans í þágu V.R. verður seint þakkað. Þá var Hemming óvenju viikur meðlimur í Odd- fellow-reglunni og er hans nú sárt saknað af góðum félögum innan þeirra vébanda. Hann mátti aldrei vamm sitt vita i neinu, og góðmennska hans og greiðasemi er kunn bræðrmn hans í þessari reglu. Hemming bar ávallt fyrir brjósti starfsemi Styrktar- og sjúkrasjóðs verzl- unarmanna, sem nú er orðinn yf- ir 100 ára og hefði orði'ð heið- ursfélagi þessa sjóðs innan tíðar, hefði hann lifað. Hemming var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Þorbjörgu Oddnýju Guðnadóttur, kvæntist hann 1. desember 1927 og eignuðust þau eina dóttur, Ellen, sem gift er Jóhanni S. Helgasyni, póst- manni. Þorbjörg Oddný lézt 27. apríl 1936. Er hann hafði misst konu sína, var hann um tíma til heimilis hjá systur Þorbjargar, Rósu Guðnadóttur og manni hennar, Hannesi Einarssyni. Rósa gekk dóttur Hemmings, Ellen, í móðuTstað og reyndist henni frábærilega vel. Var Hemming alla tíð þakklátur þeim hjónum fyrir umönnun þá og vináttu, er þau sýndu Ellen og honum sjálfum. Mikil ástúð ríkti ávallt milli Hemmings og einkadóttur hans og bið ég Guð að styrkja Ellen og fjölskyldu hennar í hinum sára söknuði, er þau nú hafa orð- ið fyrir. Hemming kvæntist öðru sinni 1. febrúar 1947, Viiborgu Matt- hildi Sveinsdóttur Nielsen, ekkju Alfs Peter Niélsen, er hafði ver- ið góður vinur Hemmings. Átti hún fjögur böm, öll ung að ár- um, og reyndist Hemming þeim sem bezti faðir og sá um upp- eldi þeirra eins og þau væru hans eigin böm. Þau eru Einar, vélstjóri, kvæntur Gunnlaugu Gunnlaugsdóttur, Bjöm, loft- t Hjartkær eiginmaður minn t Alúðarþakkir til allra þeirra Finnbogi Ólafsson, sem auðsýndu samúð og vináttu við útför föður okkar bifreiðastjóri, Vogatungu 12, Kópavogi, Magnúsar Jónssonar andaðist í Borgarsjúkrahúsinu skipstjóra frá Flateyri. 27. nóv. Systkinin. F. h. aðstandenda. Hulda Bjamadóttir. t Systir okkar t Innilegar þakkir fyrir auð- Ólafía Níelsdóttir sýnda samúð við andlát og jarðarför andaðist 17. þ. m. Elís Jónssonar Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum sýnda hluttekningu. Kirkjuteig 5. Guðný Elísdóttir Finnur Jónsson Halldóra Elísdóttir Páll Skúlason Sigurást G. Níelsdóttir Salbjörg Níelsdcttir. Díana Karlsdóttir Sigfús Þ. Kröyer. skeytamaður, kvæntur Þórdisi Andrésdóttur, Edith, húsfreyja, sem er gift Robert Warner, en þau eru búsett í Bandaríkjun- um og Alfhild, sem gift er Er- lingi Jóhannessyni. Edith er kom in til landsins frá BiJidaríkjun- um, tij þess að vera viðstödd jarðarför stjúpföður síns. Þa'ð eitt er greinilegur vottur þess, hve mikinn hlýhug og virðingu bömin bám fyrir stjúpföður sínum. Vilborg og öll bömin kveðja nú hjartkæran eiginmann, föður og afa. Hann var einstakur heim- ilisfaðir, sem bar alltaf fyrst og fremst umhyggju fyrir konu sinni og börnum. Um þau og skyldustörfin snerist hugur hans framar öllu. Ég votta þeim, sem honum voru kærastir hér á jörðu, konu hans, einkadóttur, stjúpbömum, tengdabörnum, barnabörnum og bróður, mína innilegustu samúð. Unz við hittumst aftur hand- an móðunnar miklu kveð ég þig nú, kæri vinur, og þakka þér alla góða og trygga vináttu við heimili.mitt fyrr og síðar. Eg bfð þess að Guð lýsi braut þína á hinztu ferð pinni héðan og óska þér bjartrar heimkomu til hinna nýju bústaða þinna handan landamæranna miklu, þar sem þú nú verður kvaddur til æðri starfa. Blessuð sé minning þín. Árni Þorsteinsson. Guðjón Pétursson LAUGARDAGINN 19. október var Gúðjón Pétursson jarðsung- inn frá Landakirkju að viðstöddu fjölmenni. Guðjón andaðist á sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 14. sama mánaðar eftir stutta sjúk- dómslegu. Guðjón fæddist 18. júní 1915 að Lambafelli imdir Austur- Eyjafjöllum, sonur þeirra hjóna Péturs Hróbjartssonar og Stein- unnar Jónsdóttur og þar ólst hann upp í stórum systkinahóp fram til 26 ára aldurs, að hann fluttist alkominn hir.gað út í Eyjar, því hér kvæntist hann eft- irlifandi konu sinni Sigurlaugu Jónsdóttur samsveitunga sínum og stofnuðu þau hið mesta fyr- irmyndarheimili að Heiðarvegi 45. Eina dóttur eignuðust þau og bjó hún í húsi foreldra sinna ásamt eiginmanni sínum Grétari Þórarinssyni og tveim börnum, Guðjóni og Sigurlaugu, þá er hið óvænta kall kom. Guðjón var ekki gamall að ár- um, þegar í ljós kom hvílíkum hæfileikum hann var gæddur, því vandasamar smíðar bæði á tré og þá sérstaklega málma áttu hug hans allan og mörg var sú völundarsmíð er frá honum fór strax á unglingsárum, hvað þá seinna, þegar hann var orðinn starfandi jámsmiður hér í bæ. Hæfileikar þessir voru heldur ekki langt sóttir, því Pétur fað- ir hans var rómaður hagleiks- maður. Að auki var Guðjón gæddur góðum gáfum, rólyndi, skapfestu og léttri kímni ásamt því að vera drengur góður og man ég ekki eftir honum á ann- an veg en að þættir þessir allir fléttuðust a'ð meira eða minna leyti saman. í hans stóra vina- hópi var það yfirleitt hann, sem miðlaði með góðum ráðum, hag- leik sínum og ekki hvað sízt ein- lægri og hreinni vináttu, því fáa þekkti ég betri vin vina sinna. Ég átti einmitt því láni að fagna að eiga Guðjón að vini og C|/AP MITT [te ’l J VAIÍ /VIII # EFTIR BILLY GRAHAM pHf MÉR þætti vænt um, ef þér vilduð útskýra þessi orð í Biblíunni: „Allir, sem komu á undan mér, eru þjófar og ræningjar, en sauðirnir hlýddu þeim ekki“. Þetta vers er í Jóh. 10,8. Jesú er hér að gera grein fyrir þeirri háskalegu staðreynd, að margir hafa þótzt vera frelsarar, og þeir hafa ætíð aflað sér áhangenda. Fólk er eins og sauðir, en þá er mjög auðvelt að leiða afvega. Á dögum Krists höfðu menn stór sauðabyrgi, þar sem margir hirðar geymdu fé sitt. Þarna var féð verndað fyrir villidýrum næturinnar. Hirðarnir komu svo á morgnana og kölluðu á fé sitt, og Jesús segir, að hans sauðir þekktu hans raust. Margir hirð- ar höfðu komið fyrir hans dag, en þeir hlýddu þeim ekki. Með þessur orðum var Jesús því í raun og veru að sýna og sanna, að hann væri í sannleika af Guði sendur. Jafnvel enn í dag eru til margir fals- spámenn og falshirðar, og þeir teyma heimskt fólk eins og heimska sauði út á hina furðulegustu vegu. Enginn nema Kristur er hinn sanni frelsari, og hann einn kom til þess að veita okkur raunverulega lausn frá syndunum. fór þar eins fyrir mér að þar var ég oftast þiggjandinn. Vegir okkar lágu fyrst saman, er ég starfaði við sama fyrirtæki og hann. Hann sem vélsmiðurinn og víðgerðarmaðurinn og ég einn verkstjóranna og núna er ég lít tii baka til þessara ára er mér helzt minniisstætt hve oft við Þökkum innilega öllum þeim, er sýnt hafa okkur sa iúð og vináttu við andlát og útför Kristrúnar Jónsdóttur Bakka í Geiradal. Börn, tengdabörn og barnabörn. VELJUM ÍSLENZKT þurftum að leita til hans með hluti, sem biluðu og úr lagi fóru hjá okkur og þá oftast í miðri önn vertíðarinnar, þegar allt varð að snúast á fullri ferð. Allt- af var viðmótið hið sama, góð- látlegt bros íblandið dálítilli ertni. „Svona strákar mínir ekfci þennan asa, fáið ykkur í nefi® fyrst og verfð rólegir, það vinnst ekkert með þessum láf- um ykkar.“ Eftir andartak var Gaui genginn upp á loft og hundruð handa fengu verkefni að nýju. Annað er mér minnisstætt og það er hve létt það reyndist Gauja að laða aðra til sín. Alltaf voru einhverjir hjá honum, þar sem hann vann á verkstæðinu og þótti það sjálfsagt að leita þangað ef hlé varð á vinnu manna. Var ekki nema von, að svo væri, því þar ríkti alltaf sama andrúmsloftið mettað glað- værð og meinlausu skopi. En ótaldir voru þeir, er þang- að leituðu að vinnudegi loknum með ótrúlegustu hluti, er laga þurfti, allt frá biluðum reiðhjól- um drengjanna til flókinna véla og ótaldar eru þær stundirnar er hann þannig varði fyrir þá, er til hans leituðu og aldrei mátti minnast á aðra greiðslu en lítilsháttar þakklæti. Guðjón var aðeins 53 ára að aldri, er hann lézt, maður enn á góðum aldri og er virtist fullur lífsþróttar og einmitt nú leit út fyrir að hans langþráði draumur væri að rætast. Eigið verkstæði, sem hann hugðist reka með Grétari tengdasyni sínium, en milli þeirra ríkti sá samhugur, að tii fyrirmyndar má teljast. Nú virtust allar dyr „tanda opn- ar, aðeins spursmál h"enær skref ið yrði tekið. Það varð þá ann- að og óvænna spor, er hann varð áð stíga, yfir hina miklu móðu til nýrri og haleitari heimkynna, þar sem hann fær vafalaust að starfa áfram af sömu þjónustu- lund og fómfýsi og hann gerði hér. Að leiðarlokum vil ég þakka þér Gaui minn fyrir kynnin, þína sönnu og einlægu vináttu, þótt orð mín séu léttvæg þar í móti. Ég ber fram þökk fyrir hönd fjölskyldu minnar og vina- hópsins og votta eiginkonu og aðstandendum dýpstu samúð. Guð blessi minningu góðs drengs. Magnús Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.