Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1.9-68 I.itia stúlkan á myndinni heitir Brenda Aann Maquar, og var myndrn tekin þegar henni var skilað heim til foreldra sinna i New Orleams eftir fimm daga fjarveru. Var Brendu litlu rænt á götu í heimaborg sinni, og fannst hún í bænum Needles í Kali- fomíu fimm dögum seinna þegar ræninginn meiddist þar í bíislysi. 5>V Bandaríski flugherinn skaut nýlega á loft þremur eldflaugum, sem urðu samferða út í geiminn. Segja talsmenn flughersins að þetta sé í fyrsta skipti sem þrjár geimflaugar fari saman á loft. Ein flauganna flutti rannsóknarhnött á braut umhverfis jörðu. Þetta er ekki Surtsey, heldur eldfjall í Nicaragua, sem heitir Cerro Negro, eða gos í fjallinu í fyrri viku, og var myndin tekin að næturlagi. iiót'st Mikið hefur verið um stúdentaóeirðir förnu, og var mynd þessi tekin í Alexandríu á þriðjudag eftir að stúdentar höfðu velt slökkvibifreið og kveikt í henni. Óeirðirnar hófust í Mansoura 21. þessa mánaðar með hópgöngu stúdenta, sem vildu mótmæla nýjum reglum yfirvaldanna, er fólu í sér þyng- ingu prófa. Á mánudaginn fórst herþota af gerðinni MIG-21 í skóglendi skammt frá Traunstein í Bajern. Vélin var frá Tékkóslóvakíu, og telja menn, að flugmaðurinn hafi ætlað að flýja land. Myndin er tekin af flakinu. Á mánudag kom upp eldur í heimili fyrir vangefin börn í Norður-Frakklandi, og förust 14 börn á aldrinum 10—12 ára í eldinum. Var mynd þessi tekin af heimilinu daginn eftir brunann. FRÉTTAMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.