Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 10
10 MORiGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 29, NÓVEMBER 1968 Þrír af fyrirlesurum á ráðstefnu Vísindafélagsins: Jakob Gíslason, orkumálastjóri, próf. Hall- dór Halldórsson og Baldur Líndal, efnaverkfræðingur. Ráðstefnu Vísindafélags ís lendinga um rannsóknir lauk í gærkvöldi. Voru í gær flutt erindi um orkumál, iðn aðarmál, jarðvísindi, lækrvis fræðirannsóknir, málvísi- rannsóknir, textafræði og bókmennt/rannsóknir og sagnfræði. Fyrri fundi stýrði prófessor Þorbjörn Sigur- geirssson, en eftir síðdegis- hlé stýrði dr. Matthías Jónas son fundi. Forseti félagsins, dr. Halldór Halldórsson sleit ráðstefnunni og las f jölmarg ar árnaðaróskir, sem Vís- indafélaginu bárust á 50 ára afmælinu. • Dýrt, en eftir nokkru að seilast Jakob Gíslason, orkumála- stjóri, flutti fyrsta eiindið, um orkumál. í erindi sínu gerði Jakob m.a. grein fyrir áætluðu magni innlendra orkulinda, sem talið er nema 35 milljörðum kílóvattstunda af tæknilega virkjanlegu vatnsmagni og 70 milljón gígakalóríur á ári af jarðhita, bæði frá stö'ðugu upp- streymi og varmaforða. Síðar- nefnda töluna kvað hann að varmainnihaldi jafngilda 7 millj. tonnum af olíu á ári. Þá ræddi hann verðmæti orkulind anna og samkeppnisfært verð ^afmagns á erlendum markaði. Með því að reikna 15 aura á kílówattstund, gizkaði hann á að vergar heildartekjur af sölu raforku til stóriðju frá vatns- afli íslands gætu orðið 2—3 milljar’ðar ísl. króna á ári, og með 10 kr. fyrir Gcal af jarð- hita gætu tekjur numið 70'0 miUi. kr. á ári, en þá eru ekki reiknaðar 35 millj. Gcal, sem tapazt í meðförum. Sé vatnsafl landsins notað til stóriðju, sem tífaldar þá andvirði raforkunn- ar, mætti gizka á að útflu.tnings verðmæti alirar þeirrar stór- iðju, sem koma mætti upp og reka af vatnsafii íslands, sé 20 —30 milljarðar króna. En stotfn kostnað þei.rra vatnsaf'lsvirkj- ana, sem nú eru ræddar, kvað Jakob um 20 milljarðar króna, og stofnkostnáð allra verk- smiðjumannvirkja stóriðjunnar allt að 50 milljörðum króna. Hann nefndi þjóðarauð íslend- inga til samanburðar, sem er talinn vera um 75 miiljarðar króna. Jakob ræddi um samkeppni raforku við aðra orkugjafa og samkeppnina á markaðinum og sagði: Ljóst er, að það tvennt, hve ódýra raforku okkur tekst að vinna úr va.tnsafli landsins og hve fljótit við höfum með rannsóknum og áætlanagerðum lokið því að afla okkur nægi- legra öruggrar vitneskju um þetta, ræður verulega um líkur þess, að nýta vatnsafl landsins að nokkru marki í náinni fram tíð. Það vantar því miður ennþá töluvert á, að við höfum aflað okkur þeirrar þekkingar á orku lindum íslands, sem við nauð- synlega þurfum á að halda til þess að geta boðið orku þeirra fram í skarpri samkeppni við aðra orkugjatfa með öryggi þess, sem veit hann hefur góða og samkeppnishæfa vöru að bjóða. Sagði Jakob, að telja mætti að forrannsóknum væri nú þegar lokið á um það bil 1/5 hluta vatnsaflsins, og þá fyrst og fremst höfð í huga Búrfellsvirkjunin og vissir virkjunarstaðir aðrir í Þjórsá og Hvítá. Forrannsóknir á jarð- hita landsins ver'ða hlutfalls- lega dýrari vegna þess að þar verður óhjákvæmilega að fram kvæma töluverðar gufuboranir. Trauðla yrði komizt af með minni rannsóknarkostnað en 3% afáætluðum stofnkostnaði jarðvaimvirkjananna. Kostnað ur við forrannsóknir yrði þá 240 millj. kr. vegna vatnsvirkjana og 210 millj. vegna jarðvarma- virkjana. Jakob sagði: Ef vfð viljum stefna að því að taika orkulindir landsins í notkun á þeim skamma tíma, tveim ára- tugum eða svo, sem spáð er að taka muni kjarnorkuna að kom ast niður fyrir vatnsatflsorkuna í verði, komumst við ekki hjá því að hraða þessum forrann- sóknum orkulindanna. Lengri tíma en 8—10 ár megum við ekki ætla okkur til að ljúka þeim. Árlega þyrfti því að vérja til þeirra ekki minna en 50 milljónum króna, etf mín mjög svo lauslega áætlun reynist rétt. Samtímis verða svo áð sjálfsögðu að fara fram iðnaðar rannsóknir. Þessar orku- og iðn aðarrannsóknir eru kostnaðar- samar, en hins vegar kann að vera eftir nokkru að seilasit, ef árangur næst. • Svarar til Straumsvikur- verksmiðju á ári í 20 ár Baldur Líndal, efnafræðing- ur, flutti erindi um iðnaðarmál. Ræddi hann m.a. hlutdeild iðn- aðar í þj ó'ðarvinn.uframlagi fyrr og nú og sagði: Flestir munu túlka þetta þannig að á árun- um 1930—50 hafi átt sér stað nokkurs konar iðnibylting hér á landi. Þessi framleiðsla, sem þá reis upp, hafði þann megin- tilgang að spara innflutning og búa að sínu. Stríðsárin ýttu mjög undir þá stetfnu. Hin sitóru átök, sem þetta leiddi til, komu fram í byggingu áburðarverk- smiðjunnar og sementsverk- smiðjunnar. En hinn takmark- aði íslenzki markaður fyrir samkeppnis'hæfar iðnáðarvörur mettaðist fljótt og árin 1955 til ’65 munu sennilega helzt verða talin aðlögunarár. Alla vega er víst, að með næstu stórátökum á sviði þessa iðnaðar, sem koma nú fram, kísilgúrverksmiðj unni og a'luminiumverksmiðjunni, er stefnt iinn á igjörólíkt svið, þ.e. inn á markaði erlendis. Hvort sú niýja stefna leiðir af sér aðra iðnbyitingu er enn á huldu. Vék Baldur áð því 'hvers kon- ar iðnaður væri helzt hugsan- legur nú í sambandi við þær náttúruauðlindir, sem við nú teljum helztar og skipti þeim í fjóra fLokka. 1) Raforkuiðnað, sem hefur lítið grundvallarsvig rúm, en augljósa möguleika á að dafna, vegna þess að hann er þegar í uppsiglingu og þesis hve langt við erum, þrátt fyrir allt, komnir í undirbúning virkj ana. 2) Jarðhitaiðnað. 3) hrá- efnaiðnað, en þar nefndi Bald- ur m.a. bikstein, sem nokkrar horfur eru á að takist að koma á markað í sambandi við kísil- gúrvinmsluna við Mývatn og 4) iðmað með fleiri samverkandi grundvallaratriðum, eins og kísilgúrvinnslan. Kvað ræðu- maður nú hafa hafizt athugun á öðrum iðnaði, sem byggizt á öllum þremur grundvaUaratrið unum, sem máli skipta, raforku, jarðgufu og hráefnum og átti hann þar vi'ð sjóefnavinnsluna, þá hugmynd að ná umbreytt- um, heitum sjó með borunum á Reykjanesi og vinna úr hon- um ýmis söltf og brórn. Gerði hainn nánari grein fyrir þeim dýrmætu efnum, sem hugsan- legt væri að vinna þar. Þá ræddi Baldur umfang þess iðnaðar, sem nýtti náttúru auðlindirnar að einhverju eða öllu leyti og sagði: Tiltækilegt vatnsafl er talið nema um 17 terawattstundum á ári, að frá- dreginni raforku til almennings þarfa. Þegar tekið er til hlið- sjónar, að 66.000 tonna alumini um verksmiðjan í Straumsvík tekur eina terawattstund og öll núverandi rafmagnsnotkun í landinu er 0,7 terawattstundir, vei*ður ljóst, hvert umfangið er. ÞegaT þar við bætist nýting á varma frá jarðgufusvæðunum, sem vel gæti numið sem svarar til margra millj. tonna af olíu á ári, kemur umfangið enn bet- ur í ljós. Þetta samsvarar þá raforkuiðnaði, sem svarar til nærri einnar fullbyggðar Straumsvíkurverksmiðju á hverju ári í næstu 20 ár, ásamt með verulegum öðrum iðmaði i sambandi við jarðhitann og það annáð sem tiltækilegt yrðL Þetta myndi leiða tii um einnar milljónar tonna af aluminum á ári eða 15% núverandi heims- framleiðslu. Ef við hugsum til magnesíums, svarar þetta til þrefaldrar heimsframleiðslunn- ar á þeim málmi, ásamt með þeim varma, sem til þarf. Slíkt er þá umfangið. En viðhorfin til slíkra mála hér h-afa breytzt mjög veruLega með tilkomu þeirra stórframkyæmda, sem nú eru á döfinni. Og þau eiga eftir að breytast ört í framtíð. Ég er ekki viss um að seinna meir verði litið á það sem mikla gotð gá, þótt minr.zt sé á, hvort ekki sé tímabært að líta nánar á uppbyggingarmöguleika okk- ar á þessu iðnaðarsviði sem heild — segjum næstu 10—20 árin. # Ýmislegt nýtilegt í djúp- bergi, sjó og vöínum Dr. Þorleifur Einarssson flutti erindi um jarðvísindi. Hann ræddi í upphafi hin einstöku skilyrði, sem bjóðast á íslandi til jarðfræðirannsókna og nefndi dæmi, þar sem íslend- ingar geta notað sérstöðu sína og orðið lei'ðandi á því sviði á alþjóðavettvangi, eins og með öskulagarannsóknum Sigurðar Þórarinssonar og lausninni á uppruna og myndunarhætti mó- bergsfjalla í jökulbreiðum á jökulskeiðum ísaldar máð stapa kenningu Guðmundar Kjartans- sonar. Eins nefndi hann rann- SÓknir síðari ára hér á jökul- íkeiðum, sem benti til að jökul- skeiðin hafi verið um 10 tals- ins eða fleiri og sitaðið í þrjár milljónir ára, en ekki 4—5 og staðið 1 milljón ára, eins og tal- ið var. Einnig ræddi hann sér- stöðu til rannsókna á íslandi á Atlantshafshryggnum, en þar hafa íslenzkir vísindamenn á á undanfönrum árum tek- ið nokkum þátt með jarðsveiflurannsóknum og raininisóknum á svæðisdreifingu og 'Stynklieikia berigsegulmagns, og eru þær rannsókmir mjög mi'kilvægar til skil'niinigs'aufca á gerð og myndunarháttum neð- amij'ávarhryiggjia. Eimnig drap hann á jia'rðeðlisfræðiilegar mæl iingar og fleira, sem of langt yrði upp að telja. Þorleifur vék í erindi sínu að noklkrum bagnýtum rannsókn- arverikiefnium og sagði: Ég tel t.d. æs'ki'legt að á næstu árum verði unnið að nákvæim'um jarð efnafræði'legum raininsóiknum á djúpbergssvæðunum aiustur í Lóni, enida vitum við t.d. nú þegar, -að í Svíniafnó'laniámu er um 1 týko'par, en það er a.m.k. tvisvaT si'ninuim meira magn af kopar en er í málmigrýti, sem nú er víða unnið. Hiins vegar vitum við ekki veignia þykkira lausra yfirborðslaiga hvort máfimgrýtið að &vín'athiólium er aðeiinls á sm'ábletti, eða næigj- anlega mikið isé atf því, sivo að það sé viinnainl'eigt. Vaifalaiuist munu einhverjir hér inni hrista höfuðið ytfir slíkum tlölum, enda virðast það vera 'trúarbrögð í þessu l’aradi, að Lanidið isé álkaí- lega kos'tarýrt hwað verðmæt jarðefni áhrærir. Úr því fæstf þó Framliald á bls. 19 Hugvísindamaður og raunvísindamaður, Jónas Kristjánsson cand. mag., sem talaði um textafræði og bókmenntarannsókn- ir og dr. Þorleifur Einarsson, er flutti erindi um jarðvísindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.