Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1968 Útgefíandj I'ramkvæmdastjórj Ritstjórar Ritstj órnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Áskriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiamason. frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árnd Garðar Kristinsson. Aðalstraeti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. UPPGJÖF STJÓRNAR- ANDSTÖÐUNNAR k þeim tímum er þjóðin ** stendur frammi fyrir ein- hverri mestu efnahagskreppu á þessari öld gera stjórnar- andstöðuflokkarnir, Fram- sóknarflokkurinn og Komm- únistaflokkurinn, enga til- raun til þess að leggja fyrir " þjóðina tillögur til lausnar hinum mikla vanda. Þó hafa þessir flokkar fengið í hend- ur nákvæmlega sömu upplýs- ingar um ástand og horfur og ríkisstjórnin hefur til þess að byggja sínar ákvarðanir á, og stjórnarandstöðuflokkarnir hafa einnig haft aðgang að nákvæmlega sömu sérfræði- aðstoð og ríkisstjórnin. — Stjórnarandstæðingar geta því ekki borið við þeirri af- sökun, að þeir hafi ekki feng- ið nægar upplýsingar um ástandið. Samt sem áður hafa þeir algjörlega neitað að leggja sín úrræði fyrir þjóð- ina, og er bersýnilegt, að þau úrræði eru ekki til í herbúð- um stjórnarandstæðinga. _ í Ijósi þess, að stjórnarand- stæðingar hafa með öllu brugðizt þeirri skyldu sinni að leggja sín spil á borðið verður krafa þeirra um, að ríkisstjómin segi af sér enn furðulegri og fáránlegri. Raunar er slík krafa fjar- stæða ein, þegar ekkert ligg- ur fyrir um það, hvort grund- völlur væri fyrir myndun nýrrar þingræðisstjórnar. Ef farið væri að ráðum stjórn- arandstæðinga í þessum efn- um, mætti búast við, að land- ið væri stjómlaust svo mán- uðum skipti, meðan hrossa- kaup fæm fram milli stjóm- málaflokkanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar og getur hver og einn ímyndað sér hvernig þá væri ástatt. Það ber því allt að sama brunni, málflutningur og kröfugerð stjómarandstæðinga sýnir ýmist algert ábyrgðarleysi eða fullkomna uppgjöf frammi fyrir vandamálun- um. Fjarstæðukenndastar em þó þær fullyrðingar Fram- sóknarmanna og kommúnista, að það hafi sýnt veikleika • ríkisstjómarinnar, að hún óskaði samráðs við stjórnar- andstöðuflokkana um lausn hins mikla efnahagsvanda. Auðvitað bar ríkisstjóminni beinlínis skylda til, þegar svo stórfelld vandamál blöstu við, að hafa samráð við stjómarandstöðuflokkana og freista þess að ná sem víð- tækustu samkomulagi um nauðsynlegar aðgerðir. Hitt sýnir svo bezt styrkleika rík- isstjómarinnar, að þegar þær viðræður bám ekki árangur, hikaði stjórnin ekki við að grípa til mjög róttækra að- gerða í efnahagsmálum þjóð- arinnar, sem hún gerði sér fulla grein fyrir að mundu ekki afla henni vinsælda hjá þjóðinni að sinni, en vom samt sem áður óhjákvæmi- legar. Atburðir síðustu vikna sýna glögglega, að tveir stjórnmálaflokkar, Framsókn arflokkurinn og Kommún- istaflokkurinn, hafa hreinlega gefizt upp frammi fyrir hin- um stórfelldu vandamálum. Þeir hafa gefizt upp við að leggja sjálfir fram tillögur, sem úrslitum gætu ráðið. Þeir hafa gefizt upp við að sýna ábyrgðartilfinningu í störfum, eins og krafa þeirra um afsögn ríkisstjómarinnar sýnir bezt, og þeir gáfust upp við að axla þá ábyrgð, sem viðræður stjómmálaflokk- anna gátu lagt þeim á herð- ar. ÚTFLUTNINGUR IÐNAÐARVARA ITinn þýðingarmesti ávinn- ingurinn af gengislækk- uninni er sá, að hún skapar öllum atvinnugreinum lands- manna jöfn tækifæri til vaxt- ar. Ef valin hefði verið sú leið að koma upp stórfelldu uppbótarkerfi sýnir reynslan, að slíkt kerfi miðast fyrst og fremst við að halda nokkrum mikilvægustu þáttum sjávar- útvegs og fiskiðnaðar gang- andi, en hvetur hins vegar ekki til alhliða vaxtar í at- vinnulífinu né að leitað sé nýrra leiða. Gengisbreytingin nú mun t.d. gefa íslenzkum iðnaði ný tækifæri til vaxtar. Bæði batnar samkeppnisaðstaða iðnaðarins mjög innanlands og skilyrði til útflutnings verða mun hagstæðari. Á síð- ustu ámm hafa ýmis íslenzk fyrirtæki raunar hafizt handa um töluverða útflutnings- starfsemi. Má þar til nefna, að verksmiðjur SÍS hafa flutt töluvert út af ullarvörum til Sovétríkjanna. Verksmiðjur Álafoss, hins gamalgróna fyr- irtækis, em nú önnum kafn- ar við stórfellda tilraun til útflutnings. í viðtali við for- stjóra Kassagerðar Reykja- víkur í Mbl. fyrir skömmu, kom fram að það fyrirtæki VŒJ (ITAN ÚR HEIMI Ungverjar vilja ekki taka stö&u með íhaldssinnum Eftir Leslie Colitt „ÞAÐ er stórkostlegt að vera kominn til Vesturlanda að nýju“, sagði pólskur rithöf- undur fyrir skömmu, er hann steig út úr flugvél á flugveil- inum í Budapest nýkominn frá Varsjá. Þessi endurnýjaða gamansaga, sem gengur manna á milli í Rudapest, hefur að geyma eilítið stærra sannleikskorn en áður. f samanburði við það frost, sem ríkir í menningar- og stjórnmálum í Póllandi, má segja að ríki stöðuigut vor í Budapest, en við og við I koma óvæntir frostikaflar. Við brögð leiðtoga Ungverja- lands við atburðunum í Tékkó slóvakíu eru einmitt einn slíkur kafli. Janos Kadar, aðalritari kommúnistaflokks Ungverja- lands, hitti Alexander Dubcek að máli á einkafundum mörg- um sinnum fyrir hinn örlaga- ríka dag, 21 ágúst sl. í fyrstu ræddi Kadar við leiðtoga Tékfkóslóvakíu um hætturnar af því að leyfa óheftum blöð- um að ráðast á Sovétríkin. En Dubcek sýndi engin merki þess, að sett yrði á jafnvel takmörkuð eiginritskoðun, var aði Kadar hann við því, sem Sovétríkin myndu gera. Hann grátbændi Dub^pek að leggja til atlögu gegn aberandi grein- um í blöðum í Tékkóslóvakíu, þar sem þá var ráðizt gegn Mosfcvu daglega t. d. í blöð- unuim PRACE og MLADA FRONTA. Því hefur verið haldið fram, að Kadar hafi talað vegna beinna hagsmuna sinna, þar sem Ungverjar létu opin- sikátt samúð sína í ljós með Tékkóslóvökum. Engu að sið- ur virðist margt benda til þess, að hann hafi óttazt, að valdbeiting Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu myndi verða til þess að spilla alvarlega fyrir endurbótaáætlun ungverskra kommúnista. Þegar heriið Varsjárbanda- lagsins, þar á meðal hans eigið, fékk fyrirmæli um það 20. ágúst að vaða inn í Tékkó- slóvakíu, hófst tímabil, þar sem Kadar dró sig í hlé af opinberum vettvangi líkt og einsetumaður. Þetta Stóð í um tvo mánuði, unz hann með Janos Kadar. Er hann frjálslyndari en hinir? tregðu lét hafa eftir sér fyrstu ummæli sín um innrásina: „þetta var síðasta úrræðið". Kadar er fjarri því að vera sá maður að lenda í deilum við Sovétríkin vegna Tékkó- slóvakíu og hann er fylgjandi hægfara en ekki sjálsfikrafa endurbótum. En hann vildi ekki heldur láta nota sjálfan sig sem Ulbricht eða Gomulka gegn endurbótarforystunni í Prag. Þannig var Kadar ekki við- staddur flokksþing pólska kommúnistaflokksins fyrir skömmu. f staðinn sendi hann Beia Bisku, sem sæti á í for- sætisnefndinni til þess að bera fram sjónarmið ungverska kommúnistaflokksins. Bisku lét það ekki einungis undir höfuð falla að krefjast þess, að hert yrði á hugmynda- fræðilegri samstöðu gegn ,,endurskoðunarsinnum“, eins og Ulbricht frá Austur-Þýzka- landi, Gomulka frá Póllandi og Brezhnev leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins gerðu, heldur tókst honum einnig að forðast að fordæma öfgar í Tékkóslóvakíu. Vegna þessa létu pólsk blöð sér hægt um og sögðu efcki frá ræðu hans. Sovézka fréttastofan TASS fór eins að. Ungversk blöð skýrðu hins vegar ýtarlegar frá henni en nokkru öðru dag- inn eftir. Ungverjar brosa kurteis- lega, er Vesturlandabúar koma og „uppgötva" tiltölu- lega frjálsræðislegan svip yfir listum, efnahagslífi og jafnvel stjórnmálasviðinu. „Við skilj- um stundum ekki, hversu mjög hlutirnir hafa breytzt, einkum á sl. sjö árum“, sagði Tibor Dery, velþekktur ung- verskur rithöfundur fyrir skemanstu. Dery er sjálfur gott dæmi um þróunina í Ungverjalandi. Er Rakosi einræðisstjómin var við lýði fyrir 1956, starf- aði Dery með stjórninni til þess að vinna fyrir daglegu brauði sínu eins og svo margir rithöfundar aðrir. Þannig skrifaði hann „sígilda" blaða- grein í anda flokksins eftir ein af alræmdari sýndarréttar höldurn í Ungverjalandi eftir síðari heimstyrjöld. f uppreisninni 1956 skipaði hann sér í fylikingu með Imre Nagy og var síðan fangelsaður í mörg ár, eftir að Kadar komst til valda. Eftir að hann var leystur úr fangelsi, sikritf- aði Dery mjög átakanlegar greinar um reynslu sína í fangelsinu og tilraunir til þess að verða aftur hluti af lífinu í landi sínu. Nú er hann aftur í hópi helztu rithöfunda landsins og lætur efckert tæki- færi ónotað til þess að gagn- rýna þá dimrnu fortíð Ung- verjalands, sem hann var sjálfur hluti af. Það eru ekki ófáir Ungverjar, sem segja hann vera hjákátlegan í reiði- legu viðhorfi sínu um öxl, en þegar þeir eru spurðir, játa þeir, að fáir sluppu frá því tímabili með liljuhvítar hendur. Ungverjaland elur nú að minnsta kosti ekki þess kon- ar smán gagnvart þjóð sinni. Frá aðalfundi Rithöf- undasambands íslands MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt nokkrar ályktanir frá aðal- fundi Rithöfundasambands ís- lands 17. nóvember sl. Fjalla þær um stofnun sjóðs til að kosta kynningu á verkum ís- lenzkra rithöfunda erlendis, um hefur á þessu ári flutt út um- búir fyrir um 5 milljónir kr., og þannig mætti lengi telja. Aðstæður til slíkrar út- flutningsstarfsemi iðnaðarins eru mun hagstæðari en áður, vegna gengisbreytingarinnar, og þess vegna er rík ástæða að ungum skáldum verði veitt- ur styrkur eða fái lán árlega eins og íslenzkir námsmenn og Ioks er um að ræða vítur og á- skorun í Menntamálaráð vegna afnáms fjárhæðar til starfs- styrkja til handa rithöfundum. til að ýta undir slíka starf- semi. Félag ísl. iðnrekenda hefur þegar tekið til höndum við þetta verkefni, m. a. með því að ráða sérstakan starfs- mann til markaðsleitar, og fleira mun vafalaust fylgja í kjölfarið. í fyrstnefndu ályktuninni er lýst yfir stuðningi við frumvarp, sem fram kom á Alþingi um stofnun sjóðs til að kosta kynn- ingu á verkum íslenzkra höfunda erlendis. í hinni ályktuninni er bent á, að mörg hundruð íslenzkra náms manna njóti styrkja eða lána, til að stunda nám erlendis og enn fleiri fái hliðstæðan stuðning til náms í æðri skólum hér heima. Telur stjórn Rithöfundasambands ins óviðunandi, að tilsvarandi að- stoð við unga rithöfunda skuli ekki vera fyrir hendi, og gerir þá kröfu að ungir höfundar njóti réttar til Menntamálaráðsstyrkja til jafns við námsfólk, þótt þeir stundi ekki nám í skólum. Loks skorar stjórn Rithöfunda sambandsins á Menntamálaráð, að aftur verði teknar upp fjár- veitingar til Rithöfundasambands ins, sem það úthlutaði síðan til rithöfunda sem starfsstyrkjum, en hún hefur nú verið felld nið- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.