Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 8
g MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER lí>68 r" Samband Ijúöskáldsins við lesendur hefur minnkaö RabbaS við Hannes Pétursson um „Innlönd" og Ijóðlistina Það mun fátítt hérlendis, þeg ar bók ungs Ijóðskálds kemur út, að hún seljist nær samstund- is upp. Þetta gerðist þó 1955, er ungur höfundur, Hannes Féturs son, sendi frá sér sína fyrstu bók. Reyndar var Hannes þá ekki með öllu ókunnur íslenzk um ljóðaunnendum, þar sem árið áður hafði hinn kunni Ijóðlistar vinur og skáld, Magnús heitinn Ásgeirsson, valið nokkur kvæði eftir Hannes í Árbók skálda, er kynnti ung ljóðskáld. Og með fyrstu bók sinni, Kvæðabók, tók Hannes sér fast sæti á bekk fremstu Ijóðskálda okkar. Eftir hann hafa síðan komið út Ijóðabækurnar í sum- ardölum 1959, Stund og staðir 1962: sögubókin Sögur að norð- an 1961, Ævisaga Steingríms Thor steinssonar skálds 1964, og tvær ferðabækur A farandsfæti og Eyjarnar átján 1967. Og fyrir nokkrum dögum kom svo á mark aðinn fjórða Ijóðabókin: Inn- lönd. í t'ilefni útkomu bókarinn- ar hitti ég Hannes að máli fyr- ir skömmu og fékk hann til að ræða við mig um stund um skáld skap sinn og ljóðlistina. — Öll ljóðin í nýju bókinni eru nýrri en ljóðin í Stund og staðir, sagði Hannes. Eftir að sú bók kom út orti ég lítið eða ekkert í a.m.k. tvö ár. Um það leýti vann ég að bókiwni um Steingrím Thorsteinsson oghafði því í mörg horn að líta. — Nú virðist við lauslegan yfirlestur nýju bókarinnar að Ijóðin í henni séu nokkuð ólík þínum fyrri ljóðum? — Það er ekki gott fyrir mig að dæma um það. Þetta eru allt nýleg kvæði, þau eru ekki orðin nægilega hlutlæg fyrir mér ennþá Ég tel mig fitja upp á ýmsu nýju í þessari bók, enþað breytir ekki hinu, að þræðir liggja þaðan til fyrri bókanna. — Hver er aðalbreytingin? — Munurinn er m.a. sá, að þessi ljóð eru frjálslegri að formi en eldri kvæði mín yfir- leitt. Ég held þó fast við stuðla- setninguna, en nota endarím spar legar en áður. Ég reymi að ná fram frjálslegri hrynjandi innan marka stuðlasetningar, að láta málið hrynja frjálslega í mis- löngum línum, án þess ljóðstafa- setning raskist að fullu. 1 Sæ- mundar-Eddu, þar sem hvergi kemur fyrir endarím eins og menn vita, má sums staðarfinna dæmi um mjög sveigjanlega hrynjandi sem ekki er óskýld þeirri sem fyrir mér vakir. Það ljóðform sem ég hef valdið tel ég því ekki ýkja óíslenzkt né annarlegt fslendingum. — Og í yrkisefninu sækir þú einnig á ný mið? — Að nokkru. Þessi ljóð eru að miklu leyti ýmis þankabrot mín. Ég hef ekkert ort út af sögum og sögnum núna. Val yrk isefna fer alltaf eftir því hvar maðuE er á vegi staddur í hug- arheimi sínum. — Hvernær byrjaðir þú að yrkja Hannes? — Um fermingu. Á mennta- skólaárunum orti ég mikið og hélt þeim skáldskap saman. Síð ar tók ég mig svo til og eyði- lagði hann nær allan. Þegar ég byrjaði að yrkja var allt eftir hefðbundnum reglum. Samt fór ég snemma að fikta svolítið við ýmis ljóðform, en það var mest eftirhermur. —Síðan sameinar þú það gamla og nýja? — Stuðlasetning hefur aldrei verið mér neinn fjötur um fót, og ég hugsa mér ekki að varpa henni fyrir borð. Ég tel að hún hafi ætíð hjálpað mér við að halda samþjöppun og festu í ljóðforminu. — Hvað var það sem kveikti áhugann á yrkingum hjá þér? — Þörf til að tjá hugsanirmín ar og kenndir. Og um það leyti sem ég fór að fikta við yrking- ar sökkti ég mér niður í Ijóða- lestur. Áhugi á ljóðum annarra skálda óx eftir því sem ég orti meira sjálfur. Ég leitaði fyrir mér í ljóðum og læri af þeim notkun tungunnar. Það má segja að ég hafi iesið þau af djúp- lægri þörf fyrir bundið mál og orðlist. — Varðstu fyrir ákveðnum áhrifum frá þessum ljóðum? — Sjálfsagt hef ég orðið fyr- ir áhrifum frá fjölmörgum skáld um, og gagnrýnendur hafa reynd ar bent á ákveðin skáld í því sambandi. Ég veit ekki hversu því er farið um nýju bókiná. Eftir því sem á líður fer maður meira sinna eigin ferða og verð- ur áháðari öðrum höfundum. — Hvernig yrkir þú? — Það er misjafnit. Venjulega yrki ég í mislöngum skorpum, þá ofit mörg kvæði á stuttum tíma. Síðan verður langt hlé. Þá hef ég það fyrir sið, að rubba upp drögum að kvæðum og skrifa niður hugdettur. Úr þessu vinn ég svo í áföngum. — Nú hefur þú einnig skrif- að sögur, bókmenntafræði og ferðaþætti? — í seinni tíð hefur mér fundist að Ijóðagerð veitti mér ekki nægjainlegt tjáningarsvig- rúm og hef því samið annað en Ijóð, enda þótt ég leggi mesta rækt við þau og ætli að gera svo framvegis. Ég hef jafnvel glímt við að skrifa sagnaþætti, hef alltaf haft mikinn áhuga á alþýðlegum fróffleik og les mik- ið af slíku efni. Eitt af því fyrsta sem ég las af áhuga voru þjóðsögur og þess konar bók- menntir. Ég tel mig hvergi kom- ast nær sönnu og fögru alþýðu- máli en í slikum ritum, en á þvi tel ég skáld verði að hafa kunm ugleika. — Er ekki erfitt að vera skáld, nú á tímum hraða og rót- leysis? — Viissuleiga má segja það. Framvindan hefur m.a. haft það í för með sér að samband ljóð- skálds við lesendur hefur minnk að, sumpart vegna þess að fólk á örðugra en áður var með að átta sig á ljóðmá'linu. — Það ber meira á líkingun- um? — Já, og fólk áttar sig misvel á þeim, sökum þess að þær liggja oft langt utan daglegs lífs. Sótt er vítt til fanga og efn inu þannig fyrir komið að ýms- um finmst það fjarri sér og jafn- vel endileysa. Ég hef veitt því athygli að margir góðir ljóðales endur eru ákaflega andvígir því ljóðmáli sem þróazt hefur í verk um yngri skálda og finnst það fjarri veruleikanum. Hins vegar hef ég einnig tekið eftir því að sömu lesendur hafa oft ærin áhuga á því sem er óraunveru- legt t.d. á undarlegum sýnum og líkingairmiáli er fyrir ber í draium um þeirra og færa það í frá- sögur. Ef menn hefðu í huga meira en gert er, að margir sem við nútímaskáldskap fást sækja líkingar og myndir út fyrir svið raunveruleikans þá hygg ég að ýmiss konar misskiilningur hyrfi. — Skáldskapurinn færist þá stöðugt fjær raumvieriuleilkaiwum? — Þær stefnur í Evrópu sem komu róti á Ijóðmálið, svo sem symbolisminn og surrealisminn, hvíldu mjög á því sem liggur ut- an venjubundins veruleika. öll ljóðagerð nú á dögum dregur dám af þessum, misjafnlega mik ið reyndar. En því má ekki gleyma, að ljóð eru ekki endi- lega góður skáldskapur, þótt þau séu nýtízkuleg að þessu leyti. Sem fyrr þarf að gera greinarmun. Sjálfum finnst mér að sum Ijóðskáld fóti sig ekki innan þess frjálsræðis sem feng- ist hefur, hið frjálsa ljóðmál hafnar stundum í skrautlegri orðabendu. Að mínu viti hefur það ekki breyzt að ein af meg- in undirstöðum ljóðagerðar eru samþjöppun og festa í hugum og tilfinningu. — Er hið hefðbundna ljóð- form liðið undir lok? — Það fer eftir því hvernig við skilgreinum hugtakið. Ef skilgreiningin er sú, að hefð- bundið sé það ljóð sem er auð- skilið við fyrsta lestur og ort er með stuðlasetningu, endarími og fastmótaðri erindaskipan, má vissulega segja að hefðbundið ljóðform liggi í láginni, þótt ég sjái því ekkert til fyrirstöðu að skáld notfæri sér það jafnhliða öðrum. „Ósigur“ hefðbundins ljóðforms í þessium skillningi sitaf ar sumpart af því, að vissir fast mótaðir bragarhættir sem skáld hafa gert fræga, henta ekki til mikillar notkunar. Við getum tek ið sem dæmi suma bragarhætti Jónasar Hallgrímssonar t.d. á Dalvísu og Annesjum og eyjum. Það er ekki auðvelt að yrkja ný kvæði undir þeim háttum án þess að þau minni í sífélfci á fyrirmyndina. Það frjálsa Ijóð- mál, sem við nefndum áðan, hef- ur einnig sprengt af sér hefð- bundna bragarhætti, jafnvel svo rækilega, að sum skáld „yrkja“ bókstaflega í lausu máli, þótt textinn sé settur upp í ljóðlínur. Öll bundin hrynjandi er fariin og þar með komið fram nýtt ljóð rænt form, en ekki bragform. Ég hef ekki trú á að Ijóð í lausu máli verði fyrirferðarmeiri eftirleiðis en önnur form sem skáld grípa til. — Varstu hræddur þegar þú gafst út þína fyrstu bók? — Ekki hræddur, en eftir- væntingarfuilur. — Hvað um ritdóma sem þú hefur fengið? — Þeir hafa verið upp og of- an eins og gengur, en yfirleitt hef ég ekki þurft að kvarta und- an þeim og nokkrir ritdómar hafa veitt mér leiðsögn. — Nú hefur tö'luvert verið þýtt af ljóðum þínum? __ Það hafa komið út bækur á sænsku, norsku og dönsku og eitthvað hefur ennfremur verið þýtt á þýzku, ensku og fleiri mál. Blaðadómar hafa yfirleitt verið vinsamlegir, sumir loflegir en ég tek ekki meira mark á er- iendum dómum en innlendum. — Af hverju? — Mér virðast erlendir gagn- rýnendur ekki hafa nægjanlega innsýn í baksvið nútímaljóðlist- ar á ísiandi, sem varla er við að búast, þar sem íslenzkar bók- menntir, aðstaða þeirra og hefð, eru lítið kunnugt erlendis, helzt eru það fornbókmenntirnar og sögur helztu sagnaskáldanna. Sérhvert skáldverk er háð þeim menningarjarðvegi sem það er sprottið úr, og íslenzk menning hefur að ýmsu leyti sérstöðu. Sagt hefur verið að hún ætti sinn eigin tíma, þrátt fyrir er- lend áhrif, sem oft hafa verið til góðs. íslenzkar bókmenntir, eru t.d. ekki eins borgaralegar og nútímabókmenntir nálægra þjóða og ég hef höggvið eftir því í er- lendum ritdómum um íslenzk nú- tímaljóð, að hiin sterku tengsl við íslenzka náttúru eru gagnrýn- endum allfjarlæg. Það er ekki óeðlilegt þar sem bókemmtir er- lendis hafa á löngum tíma mót- azt af stórborgarlífi og háttum iðnþróaðna þjóða. Hvergi í Ev- rópu nema á íslandi búa skáld í landi sem enn er í sköpun, þar sem frumöfl náttúrunnar eru alls staðar í námunda. íslenzkt skáld stendur andspænir náttúruöflun um, landi sínu engu síður en mannlífinu. Fyrir þessa sök þykja íslenzkar nútímabók- menntir á eftir tímanum — á eft ir hinni evrópsku klukku. atrix verndar. fegrar 10 ÁRA ABYRGÐ TVÖFALT EINANGRUNAR- 20ára reynsla Kérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF r 10 ÁRA ÁBYRGÐ íbúðir til sölu 3ja og 4ra herbergja íbúðir til sölu við Dvergabakka. Tilbúnar til afhendingar strax. Upplýsingar í síma 31093. ATLI EIRÍKSSON. Hannes Pétursson skáld. stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.