Morgunblaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 19«8
*
Simi 22-0-22
Rauðarárstig 31
>
1-SS>siM11-44-44
mfíiF/m
Hverfisgötu 103.
Siml eftir lokun 31160.
MAGIMÚSAR
4KiPHOtn 21 sima*21190
•g<Twlokun«l-: l 40351 i
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaffastraeti 11—13.
Hagstætt leigugjald.
Sími 14970
Eftir lokun 14970 effa 81748.
Sigurður Jónsson.
■ M MOON SILK : :r:
SNYRTIVÖRUR
@ Eigum við engin
verðmæt jarðefni?
„ICE“, skrifar:
,Kæri Velvakandi:
Eitt af þvi sem gerir Island
fátækara en góðu hófi gegnir er,
að hér hafa aldrei fundizt nein
jarðefni í jörðu, sem hægt er að
láta vinna í stórum stíl í gróða-
skyni fyrir land og þjóð. Mig
minnir, að ég hafi einhvem tíma
lesið, að litil sem engin von sé
tii þess, að hér finnist nokkru
sinni verðmæt jarðefni í svo mikl
um mæli, að það svari kostnaði
að vinna þau. Rámar mig í, að
þetta hafi verið haft eftir jarð-
fræðingi, og ástæðan hafi verið
sú, að landið væri jarðfræðilega
of ungt.
Jæja, en hvern hefði grunað, að
Norðmenn ættu eftir að verða olíu
vinnsluþjóð? Samt er það svo, að
á .skika þeim, sem Norðmönnum
hefur verið úthlutað af botni
Norðursjávar (á móti Dönum,
Þjóðverjum, Holllendingum og
Englendingum), hefur nú fund-
izt olia, og gæti svo farið, að
Norðmenn yrðu sjálfum sér næg-
ir um framleiðslu þessa mikil-
væga brennsluefnis.
£ Eskimóar og Arabar
selja olíu
Og hvern hefði grunað að
Grænlendingar ættu eftir að hafa
tekjur af olíusölu? Svo kann þó
að fara. Bandaríska olíu- ogverzl
unarfélagið Tenneco Oil hefur sótt
um það til danska Grænlands-
mélaráðuneytisins, að það fái
einkarétt á oliuleit á víðáttu-
miklu svæði á landgrunninu und-
an strönd Vestur.—Grænlands. Tal
ið er líklegt, að við umsókninni
verði orðiC og umbeðið leyfi veitt
og eru nú hafnar samningaum-
leitanir milli Dana og Tenneco
Oil um væntanlega skilmála. Hið
bandariska fyrirtæki mun vilja
fá einkarétt á olíuleit á land-
grunninu sunnan frá Hvarfi og
norður að línu, sem dregin yrði
miðja vegu milli Holsteinsborg-
ar og Egedesminde. Sem verzlun
arfyrirtæki er Tenneco Oil hið
þrettánda stærsta i veröldinni, og
eins og nafn þess bendir til, er
það umsvifamikið í oliumálum
^ Hvar er íslands olía?
Er það nú alveg víst, að allir
partar íslands og landgrunnsins
séu svo ungir, jarðfræðilega séð,
að óhugsandi sé, að þar finnist
verðmæt efni í jörð, svo sem olía?
Ættum við ekki að reyna að
vekja áhuga einhvers fjársterks
oliufélags? Það léti kanna ræki-
lega hvort leit gæti hugsanlega
haft fund i för með sér, og ef
niðurstaðan yrði jákvæð, fengi
það einkarétt á leitinnl Þetta
kostaði okkur ekki nokkum
skapaðan hlut Félagið tæki á sig
alla áhættu, eins og venja er í
slíkum tilfellum. Fyndist olía í
svo miklum mæli, að vinnsla svar
aði kostnaði, hefðum við ekki
fjárhagslegt bolmagn til þess að
vinna hana sjálfir fyrst um sinn,
heldur sæi leitarfélagið um það
gegn vissu ágóðahlutfalli. Við
hefðum heldur ekki yfir að ráða
þeirri þekkingu og reynlsu, sem
slik vinnsla krefðist („know-
how“).
Hér með er hugmyndinni varp
að fram, ef einhver framtaksam-
ur maður vildi fylgja henni eftir.
Þakka þér svo fyrir alla pistl-
ana, sem á mínu heimili eru lesn-
ir næstfyrst á morgnana í Morg-
unblaðinu (á eftir baksíðunni).
þinn ICE—OIL“.
0 Hvort kaupa menn
heldur, kaldolíu eða
heitolíu?
Velvakandi þakkar bréfið og
ánægjulegar upplýsingar um lestr
arvenjur fjölskyldunnar, en hon-
um þykir afar ólíklegt, að hér á
landi (eða i landi), eða nokkurs
staðar í grennd, finnist olía, því
að til þess mun landhlunkurinn
og grunnið út frá honum alltof
nýskapað. Landhleifur sá, sem
nefnist ísland, mun mjög ungur
Nýkomnír
kvenkuldaskór,
margar gerðir
af kvenskóm.
frá jarðsögulegu sjónarmiði séð,
en hins vegar mun Grænland
hundgamalt, og sennilega er sömu
sögu að segja af botni Norður-
sjávar.
Ef dulnefnið ,JCE—OIL" á að
vera vísbending um nafn væntan-
legs olíufélags á íslandi þá held-
ur Velvakandi, að félagi með því
nafni mundi ganga ákaflega illa
að selja vöru sína. „Hot-Oil“
eða jafnvel „HELL—OIL“ væri
illskárra ef tekið er tillit til
valds auglýsinganna. Þegar hug-
leitt er hver not menn viljayfir-
leitt hafa af olíu og olíuvörum,
mundi heitolía og jafnvel heljar-
olía hljóma betur en ísolía eða
kaldolía. — Þetta gilti þó varla
um islenzkan markað, þar sem
hel er kuldastaður, en víti hita-
staður. — Vítisolía? Æ-nei.
£ Vöm fyrir karla
Frú ein hér í borg sendir þetta
bréf:
„Kæri Velvakandi!
Mig langar til að leggja fáein
orð í belg, út af skrifum þessara
„einstæðu", og berSyndugu".
Fyrir nokkrum árum kynntist
ég fráskildum maniii sem síðar
varð maðurinn minn, og er ég ein
af þessum „siðprúðu konum“, eins
og bersyndug" orðar það sem
haía „tölt“ í tryggingarnar með
bamsmeðlagið. Eflaust hefur fyrri
kona mannsins míns álitið sig
eina af þessum ekkjum eftir
„brennivínsdrukknaða".
Ekki mæli ég áfengi bót á neinn
hátt. En ef allir hjónaskilnaðir
hér á landi væru karlmönnum ein
um að kenna, þvílík úrhrökvoru
þá hér. Ekki eru það feðurnir,
sem eiga að koma börnum sínum
i fötin á morgnana, þegar þau
eru á náttfötunum farin að leika
sér úti, af því að mamma sefux
og pabbi farinn í vinnuna.
Og vilja svo þessar „einstæðu"
ekki gleyma börnum sínum, þeg-
ar þær þurfa að skemmta sér?
Nógu hefur verið farið illa með
þær í hjónabandinu, að þær ættu
að eiga fyrir því að skemmta
sér! Þó að börnin gráti á næt-
urnar, þegar þær eru úti, og kalli
þá á pabba sinn (það úrhrak,
sem eflaust þó hefur orðið að
hugsa um þau á næturnar.) Verst,
ef þessar einstæðu, hittu svo einn
vanaðan og fráskilinn á skemmti-
stöðunum!
Móðurhlutverkið er dýrmætt,
en oft er fómað hjónabandi, sem
hefði verið hægt að laga, ef vilji
og fórnfýsi hefði verið fyrir
hendi. Er þá verið að hugsa um
börnin? Hvaða afleiðingar það
hefur fyrir þau? Sum bíða þess
aldrei bætur. Þið, þessar „ein-
stæðu“ og „bersyndugu" að
ógleymdum „drykkjumannsekkj-
unum“, þið hafið ekki talið eigin
manninn hæfan til að ala upp
börnin og halda heimili. Hvað
haldið þið þá að hægt sé að krefj
ast mikilla peninga í barnsmeð-
lög aí þessum „ræflum“ eftir á’
Ein gift fráskildum".
Karlmönnum mætti þykja það
ánægjulegt, hve margar konur
hafa tekið upp hanzkann fyrir
þá í þeirri deilu, sem staðið hef-
ur yfir i þessum dálkum um sinn.
Furðumörg bréf hafa borizt frá
kvenfólki, þar sem það tekur
upp vöm fyrir karlfólk. Þykir
mér líklegt að ýmsum kynsystr-
um þeirra þyki sem þær hafi
svikið gervallt kvenkyn með
skrifum sínum. — En hvað um
það, hér kemur eitt bréf í við-
bót. Fleiri bíða, og fleiri verða
þegin, því að almenningur virð-
ist hafa mikinn áhuga á þessu
deiluefni.
0 Önnur lífsreynslusaga
Kæri Velvakandi!
Mig langar til þess að láta orð
í belg út af barnsfaðernismálum
sem mikið er um skrifað núna,
og yfirleitt em á einn veg: að
karlmaðurinn sé sá seki.
Ég er gift manni, sem var trú-
lofaður, áður en við kynntumst,
og átti hann bam með kærust-
unni. Hún sveik hann og vildi
ekkert með hann hafa lengur, þó
að komið væri barn: nú er hún
gift og fær bæði meðlag og fjöl-
skyldubætur með barninu.
Við eigum tvö börn og erum
að kaupa íbúð. Er réttlátt, að mað
urinn blæði svo fyrir svik fyrr-
verandi kærustu, og að það komi
svo harkalega niður á okkur, sem
verðum fyrir því að eignast menn
sem svona er ástatt fyrir? Og
hvað gætum við ekki keypt eða
borgað fyrir tæp 300.000 kr., sem
við borgum í meðlag (handa
barni, sem Iifir í allsnægtum), á
meðan við berjumst við að ala
okkar börn og komast í húsa-
skjól?
Hvemig er með ekkjur, sem
missa mennina sína, kannske frá
mörgum börnum, og þurfa að
vinna úti? Ekki telja þær eftir sér
að ala börnin sín upp. En svo
koma þær, sem eiga börn, er
höfðu kannske aldrei átt að
verða börn í byrjun, og vor-
kenna sér og heimta peninga og
aftur peninga af manninum, sem
þær telja að eigi sökina!
En hver á sökina?
Kannske þau bæði,
Kannski hann,
eða kannski bara hún sjálf,
Það er of seint að byrgja
brunninn, þegar barnið er dottið
ofan í hann, segir máltækið.
Virðingarfyllst,
Ein siðprúð".
Ludo — Ludo
Heildsölubirgðir
EIRÍKUR KETILSSON
Vatnsstíg 3 — Sími 23472 og 19155.
Fyrir
bartiið
Barnahúsgögn, bamarúm,
barnastólar, barnagrindur,
burðarrúm og fl.
Lítið inn þegar þér eigið
leið um Laugaveginn.
HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. LAUGAVEG113, SÍM113879