Morgunblaðið - 06.12.1968, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DES. 1968
17
Refsistika lœriföðurins varð töfrasproti i hendi nemandans:
Tvnd handrit T. S. Eliot komin fram í dagsljösið
— jbar á meðal frumgerðin af „The
Waste Land" með athugasemdum
Ezra Pounds
TILKYNNING Almenningsbóka
safnsins í New York, þann 25.
október s.l., vakti heimsathygli.
Hún var þess efnis að í safn-
inu væru handrit, sem T.S.
Eliot hafði gefið og selt árið
1922 lögfræðingnum John Qu-
inn. Quinn var og þekktur bóka-
safnari og mikill vildarmaður
listamanna. Þessi uppljóstrun
hlýtur að veita svar við mörg-
um áleitnum spurningum, þar
sem í hópi þessara handrita var
frumgerð Eliots af „The Waste
land“ með breytingum og út-
strikunum vinar hans, skáldsins
Ezra Pound.
f erfðaskrá sinni hafði John
Quinn æskt þess að náinn vin-
ur hans, Jeanne Robert Foster
léti taka afrit af völdum bréf-
um úr stóru bréfasafni hans og
kæmi því í vörzlu bókasafnsins.
Samkvæmt þessari ósk hans
voru því þrettán bindi af slíku
ef.ni sett í safnið í febrúar 1936
og þar hafa þau verið síðan. í
fyrrnefndu safni eru meðal ann-
ars sex bréf frá Eliot til Quinns,
en alls er vitað um 27 bréf„ sem
hann skrifaði Quinn. Það hefur
lengi verið á nokkurra vitorði
að í eigu Quinns höfðu verið
frumrit af fyrri verkum Eliots,
bæði sem hafa verið gefin út og
af öðrum sem aldrei hafa komið
fyrir almenningssjónir. Hvað
snertir frumgerðina af „The
Waste and“ mun ELiot sjálfur
hafa verið þeirrar skoðunar, að
frumritið hefði glatazt. Síðar
komust sögusagnir á kreik um
að því hefði verið stolið úr
safni Quinns, annað hvort
skömmu fyrir dauða hans eða
nokkru síðar. Sú tilgáta skaut og
upp ko'llinum, að eftir að það
var þannig tekið ófrjálsri hendi
hafi það verið selt til háskóla-
bókasafns eins í ónefndu landi
fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir
eitt hundrað þúsund dollara.
Og svo kemur upp úr kafinu
eftir öll þessi ár, að allan þenn-
an tíma hafa handritin einmitt
verið þar, sem þau áttu að vera:
í bréfa og handritasafni Quinns
sem hann arfleiddi Juliu syst-
ur sína að. Síðan erfði dóttir
hennar, frú Mary Conroy safnið
og seldi það í hendur Almenn-
ingssafninu í New York.
Frú Conroy hefur nú gefið bóka
safninu öll frumrit af bréfun-
um, þar með talið 231 bréf frá
Exra Pound. Frúin hefur jafn-
framt óskað eftir, að sem fyrst
verði hafizt handa um útgáfu
bréfanna og verði sérfræðingum
aðeins veittur takmarkaður að-
gangur að safninu þangað til
það hefur verið gert. Það er
prófessor B.L. Reid, sem mun
búa bréfasafn Quinns til prent-
unar og ber það væntanlega
titilinn „John Quinn og vinir
hans“.
En þó að þarna hafi væntan-
lega komið fram mörg merk og
athyglisverð bréf og plögg, leik
ur ekki á tveimur tungum að
fovitnilegast þessara handrita
allra er óefað frumritið af „The
Waste Land“. Ekkja skáldsins
Valerie Eliot vinnur nú að því
ásamt aðstoðarmönnum að und-
irbúa útgáfu handritsins. Það er
forlag Eliots Faber og Faber,
sem gefur út, en Eliot var fram-
kvæmdastjóri og einn aðaleig-
andi þess fyrirtækis í fjörutíu
ár, til dauðadags 1965.
Frumritið af „The Waste land“
er 57 blöð og að auki fundust
slitrur af umbúðum þeim, sem
Eliot notaði er hann sendi hand
ritið ásamt nokkrum öðrum til
Quinns. Böggullinn hefur verið
sendur í ábyrgðarpósti þann 23.
október 1922. Árið 1924 kom út
fyrsta útgáfa ljóðsins. Eliot hef-
ur skipt handritinu niður í tvo
meginkafla og fylgja með mörg
laus blöð, þar sem skrifaðar eru
ýmis konar athugasemdir og leið
réttingar.
Ef, „The Waste Land“ er ekki
bezta 'ljóð á enskri tungu er það
óumdeilanlegast fræg’ast. Langt
er það, flókið og dularfullt, það
er uppfullt af tilvitnunum. Þar
skiptast á skopstælingar á 'ljóð-
um annarra og skáldskap í
bundnu máli og háalvarlegar
þenkingar um hinztu rök tilver-
unnar. Titill 'ljóðsins, sem spak
ir menn vitna iðulega til og án
þess að hafa alltaf þekkingu á
kvæðinu, hefur komið þeirri
skoðun inn hjá mönnum, að ljóð
ið fjalli um eyðileikann, tómleik
ann, tilgangsleysið þótt það sé
ekki al'lskostar rétt. Kannski
mætti kalla „The Waste Land“
Odysseifskviðu eða Guðdómleg-
an gleðileik þéirrar kynslóðar,
sem var fyrirrennari Ginsburg
kynslóðarinnar. Þegar „The
Waste Land“ kom fyrst út ár-
ið 1924 hljómaði það eins og
langþráður óður í hrjáðum og
stríðsþreyttum heimi. Draga má
í efa, að margir skilji, hvað fyr
skáldinu vakir, þó að ekki
hafi staðið á kenningum og út-
leggingum. En ljóðabálkurinn er
svo óljós og torskilinn- víða, en
jafnframt svo frábærlega ve'l
gerður, að langt og mikið grúsk
þarf til að botna í, hvað skáldið Teikn'ing af
Ezra Pound eftir T.S. Eliot. Teikningin er einnig
er að fara.
Og enn hefur Eliot vakið með
mönnum spurningar. Það kom
upp úr dúrnum, að upprunalegi
titill ljóðsins líéfur verið „He do
the Police in Different Voices".
Engin bending ér nokkurs stað
ar að finna, sem varpað gæti
ljósi á það hvað hefur vakað
fyrir Eliot með þessari nafngift.
„The Waste Land“ er tileink-
að Ezra Pound, og það skilst
enn betur í ljósi þeirra sann-
inda, að þáttur hans í samningu
og gerð verksins hefur ekki ver
ið léttvægur. „Til Ezra Punds,
il miglior fabbro“, skrifar Eliot,
sem útleggst til dæmis „betri
handverksmaður". I þessu til
viki kann þó handverksmaður
einnig að þýða ritstjóri. Vissu-
lega var vinátta þeirra fræg,
vissulega var kunnugt, að það
var Ezra Pound sem bókstaf-
lega æsti Eliot til að breyta ýmis
Wyndham Lewis.
um köflum í „The Waste Land“
eða rak hann til þess. Hann lét
hann stytta ljóðabálkinn um allt
að'helming. Pound sagði á sinn
dæmigerða og órökstudda hábt:
„Fyrir al'la muni styttu þetta
lengsta kvæði sem ort hefur ver
ið á enskri tungu“. I endanlegri
gerð er ljóðið 434 vísuorð.
Valerie Eliot fékk í hendur
Ijósprentun af frumritinu og
hún veitti Donald Gallup, pró-
fessor við Yale háskólann sér-
stakt leyfi til að kynna sér hana.
Hann fékk tuttugu klukkustund
ir til umráða og á þeim tíma
skrifaði Gallup hjá sér margar
b'laðsíður athugasemda og birti
síðan úrdrátt úr þeim í The Tim
es Literary Supplement. Hann
birti og fjórar ljósmyndir af
frumtextanum.
Á þessu stigi málsins er ó-
TX*
hversu
eggjan
Pound
eftir W. Lewis.
gerlegt að ákvarða,
miklu var breytt fyrir
Qle Ex, eins og Ezra
kallaði sig oft, og að hve miklu
marki Eliot var sinn eigin gagn-
rýnandi. En það er ljóst að ein-
stök samvinna þeirra skáldvin-
anna stuðlaði að því að listaverk
varð tiL
Athugasemdir Gallups leiða
margt athyglisvert í ljós. Ein af
frægari ljóðlínum kvæðisins er
„these fragments I have shored
against my ruins“, en í frumrit-
inu hefur Eliot skrifað „spelt
into“. Kannski hefur Eliot gert
þá breytingu sjálfur, en ýmsar
aðrar eru bersýnilega verk
manns sem horfir yfir öxl skálds
ins og fylgist með því vinna.
,,Leirburður“, skrifar Pound á
einum stað og Eliot strikar auð-
mjúklegast út leirburðinn. En
Framhald á bls. 25
. throsi* tt;íttttlttl
tii* isarttl;*, *
g.*j.á up ky «t*nd*ríi* wmugfet *Sth s*14*« »i«**
Fre* i>S.*e4*r &vgíé<t>ti pettpM eat
■■ */■ :< í fei»
ttttttlttltt fflf b*?' ro** í$. ***** &tt :ijtttttttt
fMt 1» yrafaai**;
s» 'i't ívö'fý má «al«*r*d
%tirSmð $•**«»*•
MS ámm&é «** ***** *» fej tt* <
U*r* th* «eff«r*4
StoriKfXsssg t
<*g* *******4 f*i witb
ttr mM#. ste* vm
imi »UÍX ímti
n t>s» »yl***t; fjpS!
|, ijr »wSr»v4* |
...* gh* atgktiagal* -
itr%f »**•
"■"^^■r* ielá u.jpt tfee **U», tem*
_ ast, .«# hu*fc*? tfe* ii
Í* tfoe ferasfea, h»e JjM-r
h ««t ift ItOrt
i»t« mrt*, »»*i«y *UU.
ff \t ö«ry«* *r* b*sí ‘toft.ig.fet, t®», Pd. St*y rttfe
* é \ ’ ,*’!fe** *** JMW ÍfcWtfa# 'Wfrt thÍMtlm.'t SWW
^ \ y** tfeísfetBS*; Think « , / ;
^ ~ jta r*t»* £tt:t
ifs* l**t ihstr
„•»«*' t U l.íSSÍ nm> ** <*»*, , > f & * C, i f
W «»■ 4» 4.HH ftl» «■ . ____L ”, t
Xr.íramw S4« í-1 ,
1 ««w< ««* 1»»», Kll öft
*« «U*» «!» *««« »<* »»*, Mr, tMM,
Íjs, 5ruj.« *** sw:j«: «»■» r-■ M» ’ »■
mm: ■■*>** 3 *■■•>* íiw «*■*■ ««*> *»» :*<•<.i»« l&j<:«<*
Þannig lítur upphaf kaflans
*4Ȓ tfe*
%* W» ?
„A Game of Chess“ út í frumhandriti
gerði Pound.
Utstrikanir
leiðrétingar