Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DBS. 1968
Moers hafði ekki farið fyrr en
klukkan níu, þegar orðið var
aldimmt.
— Ertu viss um, að þú vitir,
hvaS þú átt að gera?
— Já, alveg viss.
Hann tók með sér ljósmynd-
ara og mikið af allskonar tækj-
um. Það var ekki fullkomlega
löglegt, en úr því að það hafði
sýnt sig, að Guillaume Serre
hafði tvisvar keypt rúðu, þá
gerði það ekki svo mjög til.
— Náið í Amsterdam fyrir
mig.
Þegar svarað var skildist,
i
fwmERlJUF|,R
waulJDRVKKUR
honum á bablinu í stúlkunni,
að frúin væri ekki komin heim
enn.
Svo hringdi hann til konunn-
ar sinnar.
— Þú kærir þig víst ekki um
að koma og fá eitt glas með
mér í Dauphine-kránni. Ég þarf
líklega að drepa einn klukku-
tíma þar enn. Taktu bíl.
Þetta varð ekki sem verst
kvöld. Það fór eins vel um þau
þarna og á gangstéttarkaffihúsi
við breiðgöturnar, nema hvað
útsýnið var ekki eins gott
þarna.
Þeir hlutu að vera farnir að
hefjast handa í Bæjargötu, þeg
ar hér var komið. Maigret hafði
sagt þeim að hreyfa sig ekkert
fyrr en Serre-mæðginin væru
gengin til náða.. Torrence átti
að standa vörð í götunni með-
an hinir brytust inn í bílskúr-
inn, og athuguðu bílinn ná-
kvæmlega. En það áttu Moers
og ljósmyndarinn að sjá um.
Allt átti að athuga: fingraför
25
ryksýnishorn til rannsóknar:
yfirleitt allt, sem máli skipti.
— Þú virðist ánægður með
sjálfan þig.
— Já, ég hef yfir engu að
kvarta.
Hann ætlaði ekkert að fara
að minnast á, að fyrir fáum
klukkustundum var hann
hreint ekki í svona góðu skapi
og nú fór hann að fá sér eitt-
hvað, sem bragð var að meðan
frúin drakk ekki annað en
sódavatn.
Hann fór tvisvar frá henni,
til þess að hringja til Amster-
dam úr skrifstofunni. Klukkan
var orðin hálfellefu, er hann
loksins heyrði í rödd, sem var
ekki vinnukonunnar, og svaraði
honum á frönsku.
— Ég heyri hálfilla til yðar.
— Ég hringi frá París.
— Nú? Frá París?
— Hún talaði með miklum
hreim, sem annars var ekkert
óviðkunnanlegur.
— Aðalstöð lögreglunnar.
— Nú, lögreglan?
— Já, Ég hringi til yðar í
HÚSMÆÐUR ||f Jólaþvottur
Odýrasta húshjálpin
ODYRT
STYKKJAÞVOTTUR:
BLAUTÞVOTTUR:
Sendið ennfremur:
30 stk. slétt-blandað tau, sem má sjóða saman.
Aðeins á kr. 2Í74.00 með söluskattí.
minnst 8 kg. tau sem má sjóða saman.
Aðeins á kr. 120.00 með söluskatti.
Þurrkaður, hristur upp og tilbúinn til strauningar
aðeins á kr. 160.00 með söluskatti.
Hvert kg. sem fram yfir er á kr. 18.00 með sölu-
skatti.
Borðdúka: kosta kr. 23.00 pr. meter með sö'uskatti.
Skyrtur: fullkominn frágangur á kr. 25.00 með söluskatti.
ÞVOUM EINNIG ALLAN ANNAN ÞVOTT FYRIR
EINSTAKLINGA OG AÐRA
Sótt og sent um alla borgina á kr. 60.00 báðar ferðir.
FÉLAG ÞVOTTAHÚSAEIGENDA í REYKJAVÍK
Tryggið yður rétt verð, beztu og öruggustu þjónustuna
Þvottahúsið Þvottahúsið
H. Smith Drifa Þvottahús Vesturhæjar
Bergstaðastræti 52. Baldursgötu 7. Ægisgötu 10.
Sími 17140. Sími 12337. Simi 15122.
Fannhvítt frá
Þvottahúsið Þvottahúsið
Skyrtur og sloppar Grýta
(Lín) Laufásvegi 9. (Þ vottaþ j ónustan)
Ármúla 20. Sími 13397. Langholtsvegi 113.
Sími 34442. Sími 82220 — 82221
sambandi við hana Maríu vin-
konu yðar. Þér þekkið Maríu
Serre, fædda Aerts, er ekki
svo?
• — Hvar er hún?
— Það Veit ég ekki. Þess-
vegna er ég einmitt að hringja
til yðar. Hún skrifaði yður oft,
var ekki svo?
— Jú, oft. Ég átti að hitta
ihana á járnbrautarstöðinni á
miðvikudagsmorguninn var.
— Og hittuð þér hana?
— Nei.
— Kom hún nokkurntíma?
— Nei.
— Hafði hún nokkuð símað
eða hringt, að hún kæmi ekki
eins og um var talað?
— Nei. Og ég hef áhyggjur
af því.
— Vinkona yðar er horfin.
— Hvað eigið þér við?
— Hvað sagði hún yður í
bréfunum sínum?
— Það var nú sitt af hverju.
Síðan talaði hún við einhvern
á sínu máli, líklega manninn
sinn, sem virtist vera þarna við
hliðina á henni.
— Haldið þér að María sé dá-
in?
— Það gæti hugsazt. Skrifaði
hún yður nokkurntíma, að hún
væri óhamingjusöm?
— Hún var áhyggjufull.
— Hversvegna?
— Hún kunni ekki við gömlu
konuna.
— Tengdamóður sína?
— Já.
— En hvað um manninn henn-
ar?
— Hún var vön að segja, áð
hann hafi alls ekki verið karl-
maður heldur yfir sig vaxinn
skólakrakki.
— Hvað er langt síðan hún
skrifaði yður þetta?
— Skömmu eftir að hún
var orðin gift. Fáienum vikum
seinna.
— Var hún þá strax farin að
tala um að yfirgefa hann?
— Ekki þá strax. En eftir svo
sem eitt ár.
— En núna nýlega?
— Þá var hún búin að ákveða
sig. Hún bað mig að útvega sér
íbúð í Amsterdam, einhversstað-
ar nærri mér.
— Og gátuð þér útvegað hana?
— Já og meira að segja
stúlku líka.
— Svo að þetta var þá allt
ákveðið?
— Já. Ég fór sjálf á stöðina.
— Er yður það nokkuð á móti
skapi að senda mér eintök af
6. NÓVEMBER
Hrúturinn 21 marz — 19. apríl
Þú átt eriitt með að taka upp þráðinn á ný, því að aðstæður
hafa breyzt. Þótt þú verðir fyrir óþægindum, skaltu endilega
stilla bia.
Nautið 20. aprll — 20. maí
Röskun á daglegum störfum skapar þér vanda. Settu þig inn í
málið Revndu að gera svolítið hreint.
Tvíburarnir 21. inaí — 20. júní
Farðu þér hægt í fjármálum og láttu ekki glysginning ráða.
Krabbinn 21. júni — 22 júií
Vera kann, að aðrir raski áformum þínum. Sittu við þinn
keip og vprfu þoiinmóður.
Ljónið 2S. júií — 22. ágúst
Einhver órói er í kringum þig. Forðaztu illindi. Gættu heils-
unnar Fi -..ver sem hefur hingað til þagað, opnar munninn, og
það lendir á þér að koma fyrir hann vitinu. Heimsæktu sjúkling.
Meyjan 23. ágúst • - 22. september
Eittrvert atvik raskar samskiptum þínum og vinanna. Skoð-
aðu allt niður í kjölinn því að ekki er allt sem sýnist.
Vogin 23. september — 22" októben-
Þeir sem ráða þekkja. að því er virðizt ekki sín eigin tak-
nörk Ver,u hógvær í viðskiptum og lagalegum ráðstöfunum.
Gerðu nkk, ráð fyrir neinu.
Sporðdrekinn 23 október — 21. nóvember
Þú hefur farið þínu fram, þótt allir hafi ekki haft gott þar af,
en þagað f ó! Nú er eins liklegt, að þeir geri þér skráveifu,
nema þú látir til skarar skriða og réttir hlut þeirra. Hugsaðu
máiið vandiega. i
Bogmaði-rinn 22. nóvember — 21. desember
öll viðskipti /erða flókin, einkum ef vinir þínir eiga I hlut.
Leiddu ófu lgerða samnmga hjá þér. Taktu þér fri I dag, ef þú
getur.
Steingeitfn 22 desember — 19. janúar
Reyndu að vinna einn, ef hægt er. Óróinn er svo mikill að
óhægt er að beina huganum að neinu. Það verður e.t.v. kallað
á þig tii aðstoðar
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Þú verð verk þitt bezt með því að sinna ekki gagnrýninni.
Haltu áfram. að uppteknum hætti.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz.
Eyddu el ki um efni fram. Gættu þess að fleipra ekki. Reyndu
að vinn-i /el, og reyndu að vinna upp, það sem farið hefur
miður. \
I