Morgunblaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 6
6 MORGUNBfLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1963 Brotamálrnar Kaupi alla brotamálma langhæsta verði. Stað- greiðsla. Nóatún 27, sími 3-58-91. Loftpressur — gröfur Tökum að okkur múrbrot og sprengingar og einnig gröfur til leigu. Vélaleiga Símonar Símon- arsonar, sími 33544. Kaupið ódýrt Allar vörur á ótrúlega lágu verði. Verksmiðjusalan, Laugavegi 42 (áður Sokka- búðin). Svínakjöt Pantið svínakjötið tíman- lega. Kjötmiðstöðin Rúllupylsur Ódýru reyktu rúllupylsum ar. Ódýru söltuðu rúllu- pylsurnar. Kjötbúðin Laugavegi 32, sími 12222. Ódýru sviðin ódýru dilkasviðin, aðeins 46 kr. kg. Kjötbúðin Laugavegi 32, sími 12222. Dilkakjöt Hryggir, læri, kótelettur, saltkjöt. Gamla verðið. Kjötmiðstöðin Laugalæk 2, sími 35020. Hangikjöt Útbeinuð hangilæri. Út- beinaðir hangiframpartar. Gamla verðið. Kjötmiðstöðin Laugalæk, sími 35020. Til jól-gjafa Saumakassar, blaðagrind- ur, innskotsborð, sófaborð, vegghillur og fótaskemlar. Nýja bólsturgerðin, Lauga- vegi 134, sími 16541. Stúlka óskar eftir vinnu í Hafnarfirði eftir áramót, gagnfræðapróf og vélritun- arkunnátta. Uppl. í síma 52387. Ódýrt bílaáklæði 200 kr. metrinn, sterkt ull- aráklæði. Álafoss, Þingholtsstræti 2. Sölutum eða biðskýli óskast til kaups eða leigu. Tilboð, er greini verð og greiðsluskilm., óskast sent Mbl. fyrir 17. þ. m. merkt „Kvöldsala — 6280“. Svefnbekkir Svefnbekkir, svefnsófar, gamalt verð. Húsgagnaverzl. Búslóð við Nóatún, sími 18520. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling hf., Súðavogi 14 - Sími 30135 Ýtuskófla óskast Upplýsingar í síma 1730, Akranesi, eftir kl. 7 á kvöldin. Björgum börnunum í Biuíru RAUOI KROSS Í6U.NBS vMíi»; ««4! *> Öeöiino, Öhb 44827 Tölusett fyrstadagsumslög tilágóða fyrir bágstadda í Biafra. Rauði kross íslands selur 2700umslög með frímerki Leifs Eiríks Á laugardag mun Rauði kross íslands hefja sölu á takmörkuðu upplagi umslaga með hinu banda- ríska frímerki, sem tileiknað er Leifi Eiríkssyni og Vínlandsfund inum. Frímerkið og umslögin eru póststimpluð á útgáfudegi, þann 9. oktober s.l., í Seattle í Washing- tonriki. Þessi fyrstadagsumslög eru sérstæð af þeim sökum, að þau voru upphaflega sérprentuð fyrir Biafrasöfnun Rauða kross íslands, en hafa svo þar að auki verið tölusett. Aðeins 2700 eintök hafa verið gerð af þessum tölusettu umslög- um, en þau bera áletrunina „Rauði Kross íslands, umslag nr. (tölu- stafur) af 2700.“ Er því ekki að efa, að mörgum mun leika hugur á að eignast þessi merkilegu um- slög, og styðja um leið verðugt málefni með því að kaupa þau. Verð hvers umslags er kr. 100 — Tildirög þessarar frimerkjasölu eru þau, að fyrir nokkrum dög- um sendi frú Rúna Brynjólfsdótt- ir Cobey, íslenzk kona búsett í Ohio, Rauða krossi íslands þessi fyrstadagsumslög að gjöf. í gjafa- bréfi sem fylgdi þessari gjöf frá Rúnu, er tekið fram, að umslög- in séu gerð sérstaklega til þess að Rauði Kross íslands geti selt þau hérlendis, Segir frú Rúna Brynjólfs dóttir Cobey ennfremur, að ágóða af sölu umslaganna skuli verja til kaupa á íslenzkum afurðum, sem senda skuli til þeirra, sem svelta í Biafra. Rauði kross íslands hefur tekið þessari sérstæðu gjöf með þakklæti, og mun R.K.Í. eins og áður er getið, hefja sölu umslaganna n.k. laugardag. Umslögin verða seld í blaðasölutuminum við bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austur- stræti 18, og á skrifstofu Rauða kross íslands, öldugötu 4, — á meðan upplagið endist. FRETTIR Ráðleggingastöð Þjóðkirkjunnar í hjúskapar- og fjölskyldumálum, er í Heilsuvemdarstöðinni mæðra- deildinni, gengið inin frá Baróns- stíg. Viðtalstími prests er þriðju- daga og miðvikudaga eftir kl 5, viðtalstími læknis miðvikudaga eft ir kl. 5 Simi svarar í 22406 á við- talstímum. Minningarspjöld Óháða safnaðar- ins fást hjá Andrési Andréssyni, Laugavegi 3, Stefáni Árnasyni, Fálkagötu 9, ísleiki Þorsteinssyni, Lokastíg 10, Björgu Ólafsdóttur, Jaðri við Sundlaugaveg, Rannveigu Einarsdóttur, Suðurlandsbraut 95 og Guðbjörgu Pálsdóttur, Sogaveg 176 AD— KFUK, Hafgarfirði Fundur í kvöld kl. 8.30 Fjöl- breytt fundarefni. Kaffi og fleina. Frú Filippía Kristjánsdóttir (Hug- rún) skáldkona talar. Allt kven- fólk velkomið. Systrafélag Keflavíkurkirkju Jólafundtir verður haldinn í Að- alveri sunnudaginn 15. des kl. 8.30 Ekknasjóður Reykjavíkur Styrkur til ekkna látinna félags- manna verður greiddur á skrifstofu Kveldúlfs h.f. Vesturgötu 3 alla virka daga nema laugardaga. Frá Mæðrastyrksnefnd Munið einstæðar mæður með börn, sjúkt fólk og gamalt! Lucíu-sjóðurinn Eins og kunnugt er var stofn- aður sjóður til minningar um Lú- cíu Kristjánsdóttur, er lá lömuð alla sína æfi á Landakotsspítala. Merki verða seld á Lúclumess.u föstudag, og rennur ágóði merkja sölunnar til sjóðsins er svo veitir styrki til lamaðra. Frá Blindravinafélagi íslands Eins og að venju tökum við á móti jólagjöfum til blindra, sem við munum koma til hinna blindu manna fyrir jólin. Blindravinafél. íslands, Ing. 16 Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar er tekin til starfa. Umsóknir og ábendingar sendist til Sigurborgar Oddsdóttur, Álfaskeiði 54. Aðalfundur Sögufélags Borgar- fjarðar verður haldinn að Hótel Borgarnesi laugardaginn 14. des. og hefst kl. 3 Kvenfélag Ásprestakalls Vinningar í happdrættinu féllu á þessi númer: 1573, 2297, 2164 2152, 2015, 1417, 3224, 2665, 3333, 1165 1984 3296. Vinningana skal vitja að Ásheimilinu, Hólsvegi 17 þriðjudaga kl. 3—5, simi 84255 eða 32195 Hjálpræðisherinn Úthlutun fatnaðar daglega til 23. des. frá kl. 15 til 19.00. Vinsamlegast leggið skerf I „Jóla pottinn". Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Kvennaskólanemendur Minningargjöfum um Ingibjörgv H. Bjamason er veitt móttaka á Hallveigarstöðum hjá húsverði frá kl. 2 alla virka daga. Félag gæzlusystra heldur jóla- fund 13. des. kl. 8.30 að Hallveig- arstöðum. Gæzlunemum er boðið á fundinn. Frá Mæðrastyrksnefnd Munið jólasöfnun Mæðrastyrks nefndar á Njálsgötu 3, simi 14349, opið frá kl. 10-6. Jólabasar Guðspekifélagsins verður haldinn sunnudaginn 15. des Félagar og velunnarar eru vinsam- legast beðnir að koma gjöfum sín um eigi síðar en laugardaginn 14. des. I Guðspekifélagshúsið eða Hann yrðaverzlun Þuríðar Sigurjóns, Að alstræti 12. Frá Mæðrastyrksnefnd Gleðjið fátæka fyrir jólin! Flugferðahappdrætti Kaldársels Dregið verður 15. des. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hefur opnað skrifstofu i Félags- heimili Kópavogs opin 2 daga i viku frá kl. 2-4.30 á mánudögum og fimmtudögum. Kvenfélag Hallgrimskirkju hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr- að fólk i Félagsheimill kirkjunn- ar alla miðvikudaga kl. 9-12. Síma- pantanir i síma 12924. TURN HALLGRÍMSKIRKJU Útsýnispallurinn er opinn á laug ardögum og sunnudögum kl. 14-16 og á góðviðriskvöldum þegarflagg að er á turninum. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Rvik. Komið til mín, allir þér, sem erf iði og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yður hvild. — Matt, 11, 28. f dag er föstudagur 13. desem- ber og er það 348. dagur ársins 1968. Eftir lifa 18 dagar. Magnús- messa (Eyjajarls) hin síðari. Lúciu messa. Árdegisháflæði kl. 12.14. Upplýsingar um Iæknaþjónustu i borginni eru gefnar í síma 18888, símsvara Læknafélags Reykjavík- ur. Læknavaktin í Heilsuverndarstöð- inni hefur síma 21230. Slysavarðstofan i Borgarspítalan um er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81212 Nætur- og helgidagalæknir er i síma 21230. Neyðarvaktin svarar aðeins á virkum dögum frá kl. 8 til kl. sími 1-15-10 og laugard. kl. 8-1. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-2 og sunnudaga frá kl. 1-3. Borgarspítalinn i Fossvogi Heimsóknartími er daglega kl. 15.00-16.OOog 19.00-19.30. Borgarspítalinn i Heilsuverndar- stöðinni Heimsóknartími er daglega kl. 14.00 -15.00 og 19.00-19.30. Næturlæknir í Keflavík 11.12 Guðjón Klemenzson 12.12 Kjartan Ólafsson 13.12, 14.12, 15.12 Arnbjörn Ólafsson 16.12 Guðjón Klemenzson Næturlæknir í Hafnarfirði aðfaranótt 14. desember er Krist ján Jóhannesson sími 50056 Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunnar um hjúskaparmál er -að Lindar- götu 9, 2 hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4-5, Viðtalstími prests, þriðjudag og föstudag 5-6. Framvegis verður tekið á móti þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð- bankann, sem hér segir: mánud. þriðjud., fimmdud. og föstud. frá kl 9-11 fh og 2-4 eh. Miðviku- daga frá kl 2-8 eh. og laugardaga frá kl. 9-11 f.h Sérstök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans Bilanasimi Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutíma er 18-222 Næt- ur- og helgidagavarzla 18-230. A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21 Langholtsdeild, í Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl 14. I.O.O.F. 1 = 15012138(4 = J.v. I.O.O.F. 1 = 15012131% = + Fossv.k. K! Helgafell 596812137 IV/V — 3. hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr að fólk í Safnaðarheimili Langholts kirkju alla miðvikudaga frá kl. 2- 5. Pantanir teknar í síma 12924. Kvenfélag Nessóknar Aldrað fólk i sókninni getur fengið fótaaðgerð í félagsheimilinu á miðvikudögum frá kl. 9-12 Pant- anir 1 síma 14755 Kvenféiag Bústaðasóknar heldur jólafund miðvikudaginn 11. des. kl. 8.30 í Réttarholtsskóla. Fjölbreytt skemmtiatriði og happ drætti. Geðverndarfélag fslands. Geðverndarþjónustan nú starf- <tndi á ný alla mánudaga kl 4-6 síðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. Þessi geðverndar- og upplýsinga- bjónusta er ókeypis og öllum heim Skipaútgerð ríkisins Esja fer frá Reykjavík kl. 13.00 í dag austur um land til Seyðis- fjarðar. Herjólfur fer frá Horna- firði í dag til Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Herðubreið fer frá Reykjavík kl. 20.00 í kvöld austur um land til Akureyrar. Árvakur var á Akureyri síðdegis í gær á vesturleið. Spakmœli dagsins Þögnina met ég mest allra dyggða, þvi að hún sýnir mér á- galla annarra, en leynir mínum. Zenó. Blöð og tímarit Goðasteinn, 2. hefti 7. árgangs er nýkomið út og hefur verið sent blaðinu. Af efni þess má nefna: Séra Sváfnir Sveinbjarnarson skrif ar um Breiðabólstað í Fljótshlíð. Draumvísa eftir Guðmund frá Hæla vík. Halla Loftsdóttir á þarna kvæðið Lóufjöður. Jónatan Jakobs- son tvær vísur, sem hann nefnir Á sólstöðum 1968. Hann á auk þess fleiri vísur í ritinu. Þá skrifar ann- ar ritstjóranna, Jón R. Hjálmars- son, ferðaþátt Gengið á Eyjafjalla- jökul, en í þá ferð fóru þeir báð- ir, Jón og Þórður, og mætti marg- ur öfunda þá af. Sigurjón Pálsson, Galtalæk skrifar um Kúðafljót, og Hjörtur Hjálmarsson á Flateyri yrkir kvæðið Á skólaferð í Skóga safni. Elisabet Jónsdóttir frá Ey- vindarmýla á kvæðið uppgjör. Jón R. Hjálmarsson skrifar greinina Á þjóðlegum grunni. Einar Einarsson frá Berjanesi ritar Sagnir Land- eyings. Kvæði eru eftir Helga Hann esson: Ásaþór og Tvö erfiljóð. Minning er eftir Sigmund Þorgils- son. Þórður Tómasson ritar Byggða safnsþátt. Sigurður Bjömsson á Kvískerjum skrifar greinina: Neist inn, sem olli bálinu. Guðjón frá Berustöðum heldur áfram með með minningar sínar. Goðasteinin er eitt prýðisrit og ber ritstjórum sínum og útgefendum fagurt vitni, en þeir eru Jón R. Hjálmarsson og Þórður Tómasson, Skógum und- ir Eyjafjöllum, Þeim tveim send- ast þakkir frá mér, sem þetta skrifar. — Fr.S. Húsavíkurlögreglan eltir togbáta á Skjálfanda Eftir fréttum aS dæma virSist Húsavíkur-löggan fær i flestan sjól Og láta sumir sér jafnvel detta í hug að hún hljóU að vera útbúin loftdrifnum rassmótor'.!!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.