Morgunblaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNB'LAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1968 JllttgMitlrlftMfe tJltgielandx H.f. Árvafeur, iReykjaiváfc. Framfcvœmdastj óri Haraldur Sveinsacxn. •RitBt!3óral• Sigurður Bjarnaaon frá Vigur. MatítMas Johannessten. Byjólfur KonráS Jónsson. RitstjómarfuJltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttaistjóri Björn Jófaannssoií. Auglýsingastjóri AÍni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistræti 6. Sími l'O-löO. Auglýsingar Aðálstræti 6. Sími 22-4-SO. ÁBfcriftargj'ald fcr. 150.00 á mánuði innanilands. í lausasöiu kr. 10.00 eintaikið. GETUM VERIÐ BJARTSÝN ÞRÁTT FYRIR ERFIÐLEIKA ¥ útvarpsviðtali við Pétur Ottesen á fullveldisdag- inn kom fram sú bjartsýni þessarar miklu kempu, sem okkur íslendingum er nauð- synleg. Pétur Ottesen sagðist blása á allt barlómstal, þótt íslenzka þjóðin hefði orðið fyrir skakkaföllum, og í hans hug er augljóslega enginn ótti um það, að við munum ekki skjótlegá sigrast á erfiðleik- unum. Sjálfsagt er að gera sér rétta grein fyrir aðstöðunni, og þá blasir það við, að í rauninni höfum við íslending ar tapað meira en helmingi útflutningstekna okkar frá árinu 1966, sem valdið hefur því, að gjaldeyrisvarasjóðir okkar hafa gengið til þurrðar. En þessar staðreyndir eiga ekki að leiða til þess, að menn gefist upp fyrir vandanum, heldur þvert á móti, að þeir takist á við hann, og þá mun þjóðarhagur líka skjótt batna. Af hálfu ríkisvalds hafa verið gerðar ráðstafanir — og er verið að gera ráðstaf- anir, sem leggja grundvöll- inn að nýju blómaskeiði. Þar á meðal er nú stöðugt að því unnið að hleypa nýju lífi í mikilvægustu atvinnugreinar, og m.a. lýsti forsætisráðherra því yfir á Alþingi í fyrradag, að útlán bankanna til megin atvinnuveganna yrðu aukin. þrátt fyrir hinn mikla láns- fjárskort, en útlánaaukning frá áramótum til loka októ- bermánaðar nam 1028 millj. króna, en aukning innlána aðeins 378 millj., enda hefur staða innlánsstofnana við Seðlabankann rýrnað á þessu tímabili um 753 millj. kr. Auðvitað verður eitthvað þrengra um fé hjá öllum al- menningi næstu mánuði, en þó standa vonir til að unnt verði að tryggja nokkurn veginn fulla atvinnu, jafn- vel á dimmustu vetrarmán- uðunum, ef vinnufriður helzt og allir leggjast á eitt um að efla framleiðslustarfsemina. Ef aflabrögð verða sæmi- leg, er engin ástæða til ann- ars en ætla, að gjaldeyris- staða landsins muni fljótt batna, því að mjög mun draga úr innflutningi vegna gengis- breytingarinnar, en hins veg- ar ætti útflutningur að auk- ast verulega, þegar allt kapp er lagt á útflutningsfram- leiðsluna. Menn verða að vísu að neita sér um ýmsa þjón- ustustarfsemi og vörukaup, sem almenningur gat leyft sér meðan allt lék í lyndi, en þess verður skammt að bíða, að hagur fólksins batni á ný, ef menn kunna fótum sínum forráð. ERLENDU LÁNIN YTiÖ íslendingar höfum á * undanfömum árum tekið talsverð lán til framkvæmda. Við tvær gengisfellingar hafa lán þessi að sjálfsögðu hækk- að í krónutölu, en eru auð- vitað óbreytt í erlendri mynt og því ekki þungbærara fyr- ir okkur að standa undir þeim eftir gengisbreytingar en fyrir þær, nema síður sé. Hins vegar hafa stjórnarand- stæðingar um það mörg orð, hve há þessi lán séu orðin. Sannleikurinn er sá, að stærstu lánin hafa verið tek- in til byggingar Búrfellsvirkj unar, sem selur orku í doll- urum til álbræðslunnar og til flugvélakaupa, en að sjálf- sögðu eru vélar þessar jafn verðmætar í erlendri mynt og áður, svo að ekkert tjón hefur þar orðið- Auk þess hafa svo mikil lán verið tek- in til skipabygginga, og áreið- anlega á hinn nýi og glæsi- legi bátafloti eftir að skila þeim gjaldeyri margföldum á skömmum tíma. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, er engin ástæða til að óttast þessar skuldir. Ef lánin hefðu verið tekin til eyðslu væri öðru máli að gegna, en hér hefur eingöngu verið um að ræða arðvænlega og hagstæða fjár festingu, og þess vegna verða lántökur þessar ekki byrði heldur einmitt til fram- dráttar íslenzkum atvinnu- vegum. Vegna þessarar miklu og hagstæðu fjárfestingar erum við íslendingar betur við því búnir en ella mundi vera að mæta þeim erfiðleikum, sem að steðja. FRÉTTAFLUTN- INGUR TÍMANS jllenn velta því fyrir sér, hvernig á því standi, að enginn leitar sér hlutlausra og réttra frétta í Tímanum og þeir Tímamenn eiga erfitt ■ ■ Nguyen Cao Ky, varaforseti Suður-Vietnams (í miðju), og hin fagra kona hans, sem er 27 ára gömul, hlýða á móttökuræðu Pham Dang Lam, formlegs yfirmanns sendinefnar Suður-Viet- nams, er hann bauð þau velkomin til Parísar. Fólk frá Vietnam, búsett í París, sést hér veifa fána Suður-Vietnams, er það fagnaði komu sendinefndarinnar þaðan til Orly-flugvallar í París. Yfirmaður sendinefndarinnar frá Suður- Vietnam, sem tekur þátt í friðarviðræðunum þar, er Nguyen Cao Ky varaforseti, enda þótt hann sé ekki formlegur meðlimur sendinefndarinnar. með að skilja, hvers vegna fólk hefur lítinn áhuga á að kaupa blað þeirra. Á þessu eru þó augljósar skýringar. Hvenær sem stjórnmálaskrif- finnum Tímans finnst það henta, falsa þeir fregnir — og er blaðið raunar gefið út í þeim eina tilgangi að koma slíku efni á framfæri. Síðasta dæmi þessa er að finna á forsíðu Tímans í gær, þar sem því er slegið upp með rosafyrirsögn, að Bjarni Bene diktsson, forsætisráðherra, hafi á Alþingi lýst því yfir, að fyrstu áhrif gengislækk- unarinnar væru almennt nei- kvæð. Sannleikurinn er sá, að þar er slitið úr samhengi það sem ráðherrann sagði og síð- an lagt út af fölsuninni. Orð- rétt sagði forsætisráðherra: „Gengisbreyting sú, sem nýlega var framkvæmd, var gerð í þeim tilgangi að leysa það grundvallarvandamál, sem hér er við að etja, og skapa skilyrði til þess að hægt verði að endurreisa fjár hag atvinnurekstrar og tryggja atvinnu. Fyrstu áhrif gengisbreytingarinnar á fjár- hag margra fyrirtækja eru engu að síður neikvæð, vegna þess að hún hefur í för með sér miklar hækkanir á er- lendum vörum, er krefjast aukins rekstrarfjár, ef fyrir- tæki eiga að geta notað þau tækifæri til framleiðsluaukn- ingar sem gengisbreyting skapar.“ í ræðu sinni fjallaði for- sætisráðherra einmitt um það, að verið væri að vinna að fjármagnsútvegunum til fyrirtækjanna til þess að gengisbreytingin næði tilætl- uðum árangri. En Tíminn gerir sér lítið fyrir og dylur þá frétt um leið og blaðið blæs sig upp út af einum setningarhluta, en sleppir öðrum. Það er þessi „frétta- mennska“, sem gert hefur það að verkum, að enginn heilvita maður getur litið á Tímann sem heiðarlegt fréttablað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.