Morgunblaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 10
^10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1968 Framkvœmda- O . og fjáröflunaráœtlun fyrir 1969: iýj |ar fran ikvæmdi ir 1 >org arinnai r á næsta ári Framkvæmdir við Borgarsjúkrahúsið eru nú á lokastigi. SAMKV. fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1969 er gert ráð fyrir að verja 242,8 milljónum króna til nýrra framkvæmda í höfuð- borginni á næsta ári. Af þeirri upphæð er gert ráð fyrir að taka lán að upphæð 27 milljónir króna en beint framlag úr borgarsjóði til nýrra framkvæmda er 215 milljónir og er það 6% hækk- un frá yfirstandandi ári. í framkvæmda- og fjáröfl- unaráætlun Reykjavíkurborg ar fyrir árin 1969—1972, sem jafnframt hefur verið lögð fram er gerð nokkur grein fyrir þessum framkvæmdum í einstökum atriðum og verð- ur hér á eftir drepið á þær helztu. Skólabyggingar Á mæsta ári er áætlað að verja til skólabygginga í Reykja vík 76 milljónum króna en af ’þeirri upphæð greiðir ríkissjóður 38 milljónir króna. Er hér um nokkra hækkun að ræða frá yf- irstandandi ári er gertt var ráð fyrir að verja til skó'labygginga 68 milljónum króna. Skv. Framkvæmda- og fjár- öflunaráætluninni verður þessu fjármagni skipt þannig: Tveir skólar fá mestan hluta þessa fjármagns eða samtals 33 millj- ónir, eru það Vogaskóli en til framkvæmda við hann rernna 17 milljónír króna og til hins nýja Breiðholtsskóla renna 16 millj- ónir króna. Þá verður varið til lokaáfanga Álftamýrarskóla 9 milljónum króna. Til framk. við Ármúlaskóla, þ.e. gagnfræða skóla verknáms eins og hann hét áður verður varið 8 millj- ónum króna. Árbæjarskóli og Hvassaleitisskóli fá hvor um sig 7 milljónir króna, Iðnskólinn 6 milljónír, Æfingaskóli Kennara- skólans 4 milljónir og Hlíðarskóli 2 milljónir. Samtals eru þetta 76 milljónir króna. Æskufýðsheimili Að þessu sinni er gert ráð fyr- ir fö'luverðum framkvæmdum við æskulýðsheimili í borginni og er gert ráð fyrir að verja til þeirra -amkvæmda 1,5 milljónum króna Má gera ráð fyrir að nokkrum hluta þess fjár verði varið til breytinga og lagfæringa á „Lídó‘ sem borgin festi kaup á í ágúst- \mánuði sl. og væntanlega tekur til starfa skömmu eftir áramóf. Þá mun samkeppni um æskulýðs heimili við Tjarnargötu ljúka snemma á næsta ári og verður nokkru fé varið til undirbúnings framkvæmda við þá byggingu og loks má gera ráð fyrir ein- hverjum framkvæmdum við úti- vistarstaðinn í Saltvík. Borgarbókasafn Ti'l undirbúningsframkvæmda við nýtt hús fyrir Borgarbóka- safn Reykjavíkur er áætlað að verja hálfri milljón króna en að undirbúningi nýbyggingar fyrir safnið hefur verið unnið um nokk urt skeíð. Borgarleikhús Til byggingar Borgarleikhúss er áætlað að verja 2 milljónum króna. Eins og kunnugt er hafa á undanförnum árum verið tals- verðar umræður um staðsetn- ingu Borgarleikhúss en á yfir- standandi ári hafa nokkrar at- huganir verið gerðar á því, hvort unnt muni að sameina Borgar- leikhús og ráðhús í einni bygg- ingu við Tjörnina. íþróttamál Til framkvæmda á sviði í- þróttamála er áætlað að verja 17 milljónum króna á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verja 1 milljón til lóðarfrágangs við sund laugina í Laugardal. í byrjun des. voru opnuð til- boð í gerð áhorfendastúku við Laugardalsvöllinn og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn við hana nemi um 14 milljónum króna og verði 6 milljónum varið til fram- kvæmda við hana á næsta ári en 8 milljónum á árinu 1970. Undir áhorfendastúkunni verður íþróttaaðstaða og er áætlaður kostnaður við hana um 7 millj- ónir króna en gert er ráð fyrir að verja til þess verks á næsta ári 1,3 milljónum króna. Að undanförnu hefur staðið til að endurskoða eignaraðild að Laugardalstiöllinni sem Reykja- vikurborg á nú rúmlega helming í. Heildarkostnaður við bygging una mun vera í árslok nú um 47 mi'lljóndr króna og skortir þá um 14,5 milljónir til þess að ljúka framkvæmdum að fullu. Er gert ráð fyrir að borgarsjóð- ur verji á næsta ári um 5 millj- ónum króna til þessara fram- kvæmda, aðallega við útih.urð, afgreiðiilu og loftræstingankerfi. Loks er gert ráð fyrir að verja 1,2 milljónum á næsta ári til framkvæmda við íþróttasvæði Fram við Safamýri og Miklu- braut og 2,5 milljónum til ýmissa annarra framkvæmda svo sem skíðamála, handknattleiksaðstöðu og annarra leikvalla. Kjarvalshús á Miklatúni Á næsta ári er gert ráð fyrir að Ijúka fyrri áfanga myndlist- arhússins á Miklatúni og verja til þess 17.4 milljónum króna. Er gert ráð fyrir 10 milljón króna framlagi á fjárhagsáætlun næsta árs og að auki er geymslu fé frá 1967 og 1968 að upphæð 8 milljónir króna. Nýir leikvellir Gent er ráð fyrir að verja 3 milljónum króna til nýrra leik- valla á næsta ári. Hefur leik- vallanefnd gert tillögur um gerð gæzluvalla í Fossvogi og við Vesturgötu og að lokið verði við gæzluvöll í Bréiðholti. Einnig er gert ráð fyrir að gera opin leiksvæði við Grundargerði, og Vesturgötu og Ægissíðu og að ljúka gerð tveggja opinna leik- svæða í Breiðholti. Borgarsjúkrah úsið Á árinu 1969 er áætlað að verja til Borgarsjúkrahússins í Fossvogi 45 milljónum króna en þar af á framlag ríkissjóðs að vera 18 milljónir króna. Stofn- kostnaður spítalans nam 275 milljónum í ársfoyrjun 1968 og eru framkvæmdir við þennan áfanga sjúkrahússins á lokastigi. Barnaheimili Á fjárhagsáætlun 1969 er á- ætlað að verja 21,5 milljónum króna til byggingar barnaheim- ila en að auki eru 11,5 milljón- ir í geymslufé frá fyrri árum, þannig að áætlaðar eru fram- kvæmdir fyrir 33 milljónir króna. Því fé verður skipt þann- ig skv. Framkvæmda- og fjár- öflunaráætlun: Til lokafram- kvæmda við leíkskóla og dag- heimili við Sólheima verður var ið 11,1 milljón króna. Til fram- kvæmda við leikskóla og dag- heimili í Breiðholti verður var- ið 5,6 milljónum króna. Þá verð- ur varið 4,3 milljónum til loka- framkvæmda við vistheimilið við Dalbraut og 4 m'illjónum til nýs fjölskylduheimilis. Ennfremur verður 4 millj. varið til leik- skóla í Fossvogi en hann verð- ur væntarilega fyrst í stað not- aður til barnakennslu. Þá verð- ur 3,5 millj. varið til undirbún- ingsframkvæmda við önnur dag heimili og leikskóla og loks hálfri milljón króna til leikskóla í Árbæjarhverfi, sem áður var notaður sem skóli. H júkrunarheimili fyrir aldraða Á fjárhagsáætluin er gert rá8 fyrir að verja 5 milljónum króna til hjúkrunarheimilis fyrir aldr að fólk en unnið hefur verið að undirbúningi þeirrar fram- kvæmdar. Hjúkrunarheimili þetta verður við Grensásveg. Aðrar byggingar- framkvœmdir Áætlað er að verja 30 milljón- um króna til byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar. Ásamt lán- um og öðrum tekjum er gert ráð fyrir að byggingarsjóður- inn hafi til umráða 58,2 milljón- ir króna. Áætlað er að verjia 2 milljónum til lokafrágangs við háhýsi borgarinnar við Aust urbrún og einnig 2 milljónum til lokafrágangs lóða við fjöl- býlishús borgarinnar við Kleppsveg. Áætlað er að verja 34,2 mlll- jónum til fjölbýlishúsa borgar- innar í Breiðholti og 20 milijón- um ti’l bygginga 60 íbúða fyrir aldraða, sem er ætlaður staður ofan Hrafnistu. Ýmislegt Að öðru leyti verður fram- kvæmdafénu varið á þann hátt, að 40 milljónir renna til afborg- ana, 16,3 milljónir til S.V.R., 11 millj. til áhaldakaupa, 10 mill- jónir til fasteigna og 10 mill- jóna framlag er til Framkvæmda sjóðs borgarinnar. / BÓKAÚTGÁFAN HILDUR HVER ER VICTORIA HOLT? Victoria Holt er einn af kunnustu og vinsælustu rithöfundum Englands í dag. Sögur hennar eru þrungnar spennu og dulúö, lesandinn leggur bókina ógjarnan frá sér fyrr en hann hefur lesið hana til enda. Bóka hennar er ætíð beðið með mikilli eftirvæntingu. Bókaútgáf- an Hildur hefur þegar gefið út tvær af sögum Victoriu Holt, Manfreya kastalinn og nú, Frúin af Mellyn. VANDIÐ VALIÐ VELJIÐ MOON-SILK SNYRTIVORUR Halldór Jónsson hf Hafnarstrasti 18 • Reykjavik Simi 22170

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.