Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 7
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1068 7 „Faxaflói. Fljúgðu þangað inn og þar dttu heima“ I þetta sinn ætlum við a3 fara til fuglamerkinga á Torfumel. Torfumelur er I landi Norður- kots á Kjalarnesi og er raun- ar syðstl hluti hins merkllega sandhryggjar, sem aðskiiur Kjalames og Kjós, og býr yfir miklum leyndardómum stein- trerfinga og alls kyns jarðefna, ogr er alis ekki enn nægilega kannaður. ViC höldum niður melinn hjá Kvíahvammi, yfix brúina á Kiða íellsá, og göngum siðan beint í vestur yfir bera mela og ein- staka rofabörð. Kjóahjón láta illa nærri okkur. Við vitumum hreiðrið, en megum ekki vera að því í þetta sinn að sinma því. Það bíður betri tima. Leið okkar liggur því næst yfir Bug- ana, en það er grasgefið mýr- lendi, gegnt Homi, handan ár- inmar. Þar höfum við oft fund- ið mófuglahreiður, en þó færri í seirnni tíð. ★ Við erum fjögur saman í þetta sinn, og þetta var á stríðs'árun um. Við göngum upp úr Bug- unum, og komum upp á Torf- una, þar sem kríuvarpið er. Oft höfum við áður gengið þessa leið, en nú skyldum við svo sannarlega merkja kríur, þenn- an íallega hvíta fugl með beitta gogginn. Við vitum svo sem á hverju við megum eiga von. Krían er vön að stinga sér nið- ur að höfðum okkar, reyna að höggva í hvirfilinn, en við höf- um séð fyrir því. í húfumar okkar höfum við fest litilli spýtu og lengra niður þorir eng in kría að steypa sér. Þegar upp á Torfuna er kom- ið, sjáum við að allt er þar fullt af hrossum á beit. Það fjrrsta, sem ber fyrir augu fuglakyns, eru tvær sand- lóur að barma sér, og þá geta ungarnir ekki verið fjarri. Við leggjumst flöt á melinm, bein- um sjóniaukanum að melnum og innan stundar sjáum við gráa hnoðra á fleygiferð til að fela sig, þar eru 4 sandlóuungar á ferð. Við erum snögg til, og erum fljót að hlaupa þá uppi og bregða á þau fuglamerkj- um frá Náttúrugripasafninu. Að því loknu er byrjað að svipast um efltir kríuungum. ★ Þá kveður skyndilega við vá- brestur. Það er einhvers staðar verið að skjóta í átt til okkar. Við hniprum okkur samstund is niður undir þúfum og kíkj- um eftir, hvað valdi. Amerísk- ur herbíll hefur stanzað hjá brúnni og í kíkinum sé ég, hvar hermenn standa með riffla, og skjóta í átt að okkur. Hest- arnir á Torfunni fælast og hlaupa hver slna leið, en máslki hafa hermennirnir haldið, að við værum njósnarar á ferð á bannsvæði Hvalf jarðar. Við þorð um ekki að bsera á okkur, en hvininn í kúlunum heyrðum við greinilega. Eftir svo sem stundarfjórð- ung ver hættan liðin hjá, og bíll inn farinn af stað í átt að Tíða- stoarði. Sjálfsagt fáum við aldrei vit- að, hvað réði gerðum þessara hermanna, en hitt er bezt að viðurkenna, að hvinurinn af kúlum þeirra gerði okkur hrædd enda vorum við bara krakkar, sumir máski unglingar, en allt um það, við máttum þaktoa fyr- ir, að kúlunum var illa miðað. Og nú hófumst við handa við að merkja kríuunga, og okkur sóttust merkingarnar vel. Sjálf sagt höfum við merkt eina 40 kríuunga þann daginn. Krían er merkilegur fugl. Hún er bæði víðförul og ratvís. Það er haft fyrir satt, og hafa fuglamerk- ingar staðfest það, að leið henn- ar héðan liggur alla leið til Suð- urheimsbautsins. Það er löng leið yfir haf að fljúga alla leið frá suðurströnd Islands þangað suður, ekkert land á milli, og víst mun það vera satt, að þar sé lengst á milli landa á okbar jörð. En hún lætur það ekki á sig fá, sú hvítfagra kría með svörtu kolluna, enda er hún mávakyns, og gæti máski hvílst á úfnum úthaíSöldum, ef því er að skipta. ★ Um ratvísi kríunnar og ald- ur á ég þessa sögu. Árið 1941 merkti ég kriu, sem unga á Torfumel, og frétti ekkert af þeim unga fyrr en 20 árum síð- ar, að kría sú íannst dauð með merkið mlitt við Borgarfjörð. Tvennt er merkilegt við þessa endurheimt. í fyrsta lagi það, að krían er þama tvítug að aldri, og þá ekki síður hitt, að ekki munar nema fáum kíió- metrum, að hún sé á sama stað. Kynnd að vera að einhver hjú- skapartengsl hefðu borið hana úr Hvalfirði til Borgarfjarðar, og freistandi er raunar að á- lykta svo, en hitt er þó aðal- atriðið, að „radarinn" í kolli hennar virðist gefa henni leiðar Ijósið. „Faxaflói, fljúgðu þang- að inn, og þar áttu heima, og það stendur heima". Það er einmitt, og ekki hvað sízt í þessu sem fuglamerkingar sanna ágæti sitt. Þegar við höfum merkt krl- ur að vild okkar og nægju þenn asn dag, hlupum við niður I fjöru. Urðu á vegi okkar rúst- irnar af Höfðalágum, sem senni lega hefur verið tómthúsmanns- býli á árum áður. Þaðam er fal- leg útsjón til fjarðarims og klett anna í fjörummi. Foreldrar mínir áttu það bezt að gefa okkur krökkunum, að ganga með okk ur um náttúruna, segja okkur alla skapaða hluti, sem á vegi okkar urðu, kenna okkur að meta frjálsa náttúruna, og það vegar- nesti helur nægt okkur bömum þeirra til þess að flytja það á- fram til næstu kynslóðar. Ég, sem þessar línur skrifa, minnist ætíð þakklátum huga þessara gönguferða. Að ganga Torfumel framhjá Höfðalágum niður í fjöru, er að ganiga veginn til góðs. Mættu fleiri £ fótspor okk- ar troða. Með það látum við þessu fuglamerkingaspjalli okk ar lokið. — Fr. S. ÚTI Á VÍÐAVANCI Laugardiagimm 14. des. voru gei in saman í Neskirkju af séra Jómi Thorarensen umgfrú Sesselía Magnúsdóttir, Ásgarði 51 og Sig- urður Amdri Sigurðsson, Auðar- braut 5, Akramesi. Hjeimili þeirra verður að Bollagötu 1. Vlsukorn Dagfinnur lækmar dýrim smá. Dagfinnur læknar. dýrin há. Eitt sinn í langa ferð hamm fór, fylgdu honum dýrin bseði lítil og stór. Dagfinnur dýralœknir Dagfinniur kemur, Dagfinniur fer. Dýrin hamn læknar þar og hér. Vitið ekki krakkar, hver ég er? Kaupið þá nýjustu söguna af mér. Sigurdór Sigurdórsson, SÖFN I.istasafn Einars Jónssonar er lokað um óákveðinn tíma. Þjóðminjasafn íslands er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl 1.30 Landsbókasafn tslands, Safnhúsinu við Hverfisgötu: Lestrarsalir eru opnir alla virka dag kl. 9-19. Utlánssalur er opinn kl. 13-15. Bókasafn Sálar- rannsóknafélags íslands Garðastræti 8, sími 18130, er op- ið á miðvikud. kl. kl. 17.30—19. Skrifstofa SRFÍ og afgreiðsla „MORGUNS" opin á sama tirnia. LÆKNAR FJARVERANDI Eyþór Gunnarsson fjv. óákveð- ið. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 er opið sunnudaga þriðjudaga og fimmtudaga ira kl. 1.30-4. Þjóðskjalasafn tslands Opið alla virka daga kl. 10- Aheit og gjafir Slysavarnarfélagi fslands hefuir borizt minningargjöf kr. 6.420.:: til minningar um Jörund Sveinssom loftskeytamann, Litla-Dandi, Mos- fellssveit. Er gjöfin frá sveitung- um hans. Félagið þakkar gjöfina. gerði bæði lag og ljóð. BORIM munið regluna heima klukkan 8 Látíð mála fyrir jólin. Get bætt við mig nokkrutn verkum. Jón D. Jónsson, málari Simi 15667. Svínakjöt Pantið svínakjötið tíman- lega. Kjötmiðstöðin Kaupið ódýrt Allar vörur á ótrúlega lágu verðL V erksmiðjusalan, Laugavegi 42 (áður Sokka- búðin). Takið eftír Breyfcum gömlum kæli- skápum í frystiskápa. — Kaupum einnig gamla kæliskápa. Uppl. í sima 52073. Loftpressur — gröfur Tökum að. okkur múrbrot og sprengingar og einnig gröfur til leigu. Vélaleiga Símonar Símon- arsonar, sími 33544. íslenzkt dralon fínt og gróft, margar teg- undir af garni á gamla verðinu. Hof, Þingholtsstræti 1. Til sölu ermalangur telpukjóll (13 til 14 ára) að Hlíðarvegi 65, Kópavogi. Sími 40832. Jólagjafir Rya-teppi og púðar, útsaumsvörur, dúkar og dúkaefni á gamla verðinu. Hof, Þingholtsstræti Í. Stúlka óskast á heimili í Bandaríkjunum. Uppl. í síma 36366. Kitchen Aid Til sölu Kitchen Aid upp- þvottavél og hrærivél. — Hvort tveggja mýlegt og vel með farið. Uppl. í síma 23502. Ódýru sviðin ódýru dilkasviðin, aðeins 46 kr. kg. Kjötbúðm Laugavegi 32, sími 12222. Svefnsófar 3.900.00 Gullfallegir svefnbekkir 2500.00 og 3300.00 Tízku- áklæði. — S óf averkstæðið, Grettisgötu 69, sími 20676. Rúllupylsur Ódýru reyktu rúllupylsurn ar. Ódýru söltuðu rúllu- pylsurnar. Kjötbúðin Laugavegi 32, sími 12222. 130 ferm. íhúð 5 herh. og eldhús í Þorláks höfn tál sölu. Uppl. í síma 40216. Teikna andlitsmyndir yfir hátíðina. Morris Red- man Spivack, teiknari, Hót el Borg, herbergi 301, sími 11440. Spivack’s Museum (1000 andlitsm.). Daglega eftír samkomulagi Góð harmonika til sölu. Tækifærisverð. — Uppl. í síma 33111. Keflavík Nýkomin terylene-blússu- efni, einlit og köflótt. Kjólaefni og pilsefni í úx- vaii. Blúndur og legging- ar. Verzl. Sigríðar Skúla- dóttur, sími 2061. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu DÚKAR í miklu úrvali KÍNVERSKIR HANDUNNIR DÚKAR (FÍLERAÐIR). 90 x 90 cm. kr. 305,— 115 x 115 — — 499,— 137 x 137 — — 725,— 137 x 180 — — 945,— 137 x 225 -7— — 1195,— 160 x 270 — — 1375,— ennfremur bróderaðir dúkar með munn- þurrkum 100 x 105 cm. kr. 555,— og kringl- óttir kr. 683,— ennfremur írskir og júgóslavneskir hördúkar. Finnskir og þýzkir dralondúkar. Þýzkir silkidúkar og Danskir jóladúkar. Verxlunin MANCHESTER SKÓLAVÖRÐUSTÍG 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.