Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1968 20 - LISTIR - LISTIR - HAFSTEINN Framhald af bls. M , harSindum, sem þeim hlytu að fylgja. Minnist ég þess, að fá skrif festust mér betur í minni í bemsku en það, sem hann rit- aði um þessi mál. Þó að hafís hafi hér annað veifið látið allalvarlega af sér vita á þessari öld, hefur hann sjaldan eða aldrei vakið mönn- um jafn þungar áhyggjur og á þvf ári, sem nú er að kveðja. Jafnvel frosta- og hafísveturinn 1918 og afleiðinagr hans um erf- iða öflun fóðurs, leið mönnum furðufljótt úr minni, og ekkert var gert til þess að rannsaka, hverjar breytingar á veðurfari og hafstraumum yllu komu haf- íssins, stundum ár eftir ár, og hvenær hans gæti verið að vænta Svo hefur þá ekki verið sinnt birgðasöfnun til þeirra lands- hluta, sem hafísinn hefur löngum leikið harðast — og ekki heldur verið unnt að gera fyrir fram neinar ráðstafanir, sem bætt gætu eð einihverju leyti úr um bjargræðisvegi fólksins. Um þetta hafa allir verið jafn áhyggjulitlir, menn auðsjáan lega treyst því að svo sem nú væri komið möguleikum á flutningum á landi og í lofti og ennfremur aðstæðum til ekipaferða, þótt hafís lægi við land, mundi ekki verða hér neyð arástand. En það sem gerðist ár- ið 1965 ýtti við ýmsum, þótt ekki dyggði til forsjár og framkvæmda en hafísþrengingamar á þessu ári, hafa aftur á móti orðið til þess, að hér hefur verið skipuð hafísnefnd, sem mun þegar hafa fengið einhverju áorkað til úr bóta, þótt ekki hafi verið haft ýkja hátt um starfsemi hennar. Nú hafa veðurfræðingar þegar spáð hafískomu á útmánuðum 1969, og svo fer þá eftir ýmsu hve harðsækinn og fastsætinn hafísinn verður. Ef samtímis hon um verða mikil snjóalög og frost hörkur, svo að laignaðarís og haf is verði samfrosta, mundi enn geta að því komið, að ófært yrði til allra meiriháttar flutninga og að menn, bæði á Norður- og Aust urlandi væru sviptir úrræðum til að aíla sjávarbjargar- og þó að imnt yrði að ærnum kostnaði •f loftflutningum að koma í veg fyrir mannfelli, gæti orðið fellir á búfé og þúsundir manna verið 1 nauðum staddar um lífsbjörg, Þá er loks ísinn væri horfinn, hvort sem hann hyrfi aðeins í biH — eða það yrði til laang- frama. Nú er komin út bók sem heit- ir Hafís við ísland, og er Kvöld vökuútgáfan útgefandi hennar. Þetta er hin prýðilegasta bók að öllum ytri frágangi, prýdd fjölda ljósimynda og með fallegum teikningum og skreytingum eftir listamanninn Atla Má, og hún er svo sem ekki neitt smákver, heldur rúmar 200 blaðs. í stóru broti. Upphafsmaður að samn ingu hennar og gerð mun hafa verið framkvæmdastjóri Kvöld- vökuútgáfunnar, Kristján Jóns- eon, borgardómari, en hann hefur fengið í lið með sér, auk Atla Más og þeirra iðnfyrirtækja, er frá bókinni hafa gengið, séra Svein Víking og Guttorm Sig- bjömsson, jarðfræðing. Bók þessi er auðvitað gefin út með það fyrir augum öðrum þræði, að hún seljist vel og gróði verði á úgáfunni, en ekki er þar fyrir ástæða til að rengja það, sem séra Sveinn segir í formála um tilgang bókarhöfunda. Hann gerir nokkra grein fyrir því, hverjar ógnir hafísinn hafi leitt yfir íslendinga og segir síðan, að það megi undarlegt teljast, að saga hans og baráttu þjóðarinnar við hann skuli ekki hafa verið skráð. Kveður hann mega full- yrða að menn séu yfirleitt ófróð ari um þennan örlagaríka þátt þjóðarsögunnair en flesta aðra. „Úr þeirri vöntun teljjum við brýna þörf að bæta“, segir hann síðan. „Þessari bók er ætl- að að verða fyrsta sporið í þá átt.“ Þá bendir hann á það sama og á hefur drepið hér á undan að ef hafís kreppi verulega að um langt skeið árs, verði af því þjóðarvandi, sem illfært sé um að bæta, þrátt fyrir breytt og baett tæki til flutninga, ef ekki sé ráð í tíma tekið. Annars hefst bókin á ritgerð eftir Guttorm Sigbjörnsson. Hún heitir Hafís og hafstraumar, og reynir hann þar að rekja or- sakir hafísáranna á sem gleggst- an og öllum skiljanlegan hátt. en tekur fram, að til þess að slík ritgerð geti orðið það, sem hún þurfi að vera, skorti mjög rannsóknir, og færir hann auðsæ rök að því, hve slíkar rannsókn ir séu aðkallandi og nauðsynleg ar. Annars mun ritgerðin veita flestum meiri fræðslu um orsak- ir hafísáranna og mismunandi hafísmagns frá ári til árs en áður hefur verið veitt, að minnsta kosti í þeim ritum, sem ég hef komizt yfir. Þá skrifar Sveinn Víkingur eins konar haíísannál ársins 1967 —68. Að loknum inngangi hefur hann sem heimildir frásagnir dag blaða og athuganir landhelgis- gæzlunnar. Er þama skýrt frá því, hvemig hagaði ferðum haf- íssins kringum landið, hvar og hvenær hann lónaði að eða frá, og ennfremur þeim erfiðleikum, sem hann olli, og viðleitni ráða manna til að bæfca úr þörfum allra sem verst voru settir. Grein in er álíka löng og grein Gutt- orms, og er hún fróðlegt yfirlit. Henni fylgir og fjöldi mynda, sem flestar eru mjög forvitni- legar og sumar munu vekja undr un margs lesanda bókarinnar. Nefni ég þar einkum til þær sem sýna ljóslega þann vanda, er þeim hefur verið á höndrnn, sem brutust gegnum ís- inn með birgðir handa örþrota byggðarlögum, og einnig þær sem gefa ljósa hugmynd um hvert feikna bákn fjalljakarnir eru. Síðan koma viðtöl við ýmaa menn, sem hafa haft af hafísn- um að segja á sjó eða við land og ennfremur greinar eftir nokkra, sem ýmist segja frá sjálfs síns raun eingöngu eða einnig nota frásagnir annarra sem heim ildir. Eru sögu- eða heimildar- mennimir búsettir á svæðinu frá Hornbjargi og norður og austur um land til Papeyjar. Fylgja þessum frásögnum myndir eftir Atla Má. Stórfróðlegt er viðtal Kristjáns Jónssonar við Tryggva Blöndal, skipstjóra á Esju. Það heitir Sigling gegnum ísinn, og er þar bæði sagt frá ferð vestur um land og til Austurlands. Mun flestum fyrst verða það nokk- um veginn Ijóst við lestur þeirr ar greinar, hver vandi skipstjór um Og áhöfnum skipa hefur verið á höndum í fyrravétur í sigl- ingum sínum með birgðar til fólksins, sem inni var lokað, og hve otft áhafnirnar hafa verið í bráðum lífsháska, auk þess sem farkostir þeirra hafa oftast ver- ið í meiri eða minni hættu. Næst er forvitnileg og vei rituð grein Jóhanns vitavarðar á Hom bjargsvita. Hún lýsir glögglega og eftirminnilega í stuttu máli áhrifum hafíssins á menn og mál leysingja á einangraðasta og ein hverju mikilvægasta varðbergi þessa lands. Þá eru þau og verð þess að vera lesin, viðtöl Krist- jáns Jónssonar við Guðjón á Eyri í Ingólfsfirði og Gest Guðmunds son á Krossnesi, sem báðir hafa langa ævi fengið mikla reynslu af hafísnum og hafa sitthvað að segja um fugla, seli hvali og hvítabimd — en einnig felast í frásögnum þeirra athyglisverðar jnannlýsingar ... Þannig er og um flestar greinarnar og við- tölin, — þar er sitthvað, sem vekur til umhugsun- ar og ábyngðar, þó að ekki eigi allir heimildarmenn- irnir að baki jafnlanga og erfiða kynningu af hafísnum og þeir, sem ég hef þegar nefnt. Bókinni lýkur með frásögn Kristjáns Jónssonar af ísflugi, sem hann tók þátt í með mönnum frá land- helgisgæzlunni 26. maí síðastliðið vor vestur og norður um land og allt norður yfir Kolbeinsey, síðan austur um land og vestur eftir til Reykjavíkur, og var þá enn mikill ís við landið. Þetta er, svo sem áður getur, falleg bók og eiguleg. Trúlega hefði hún getað orðið enn for- vitnilegri, ef aðalhöfundum henn ar hefði gefizt meira tóm til að leita uppi langminnuga og snjalla sögumenn, en ég hygg, að þeir nái þeim tilgangi sínum að gera þjóðinni ljósara en áður, að nauð syn ber til að afla sem gleggstr ar vitneskju um hafís og hafís- komur og gera svo sem unnt reynist ráðstafanir til að tryggja fólk og fénað gegn þeim erfið- leikum og þrengingum, sem haf- ís og þau harðindi, sem honum eru ævinlega að meira eða minna leyti samfara, hljóta að hafa í för með sér. Guðmundur Gíslason Hagalin. Telpnakápur Fallegt úrval. Gamla verðið. m bvUöfrs Laugavegi 31. - MENNTAMÁL Framhald af bls. 1« 3tanfsemi fara fram í tæknúnál- um hér á landi og kenni þar með al annars um áhugadeysi verk- fræðinga sjálfra", segir hann. Örnólfur Thorlacius ritar Um aðskiiljaailega heimspeki og drepur á ýmsar hliðar þeirra mála. Einnig minniet hann á hlutverk kennarans og eegir um það: „En svo sem hver kennari þarf að fylgjast með framförum á sviði kennslugreina sinna, þarf hamn að leggja sfcund á fræðilega hlið kennslunnar sem slíkrar: á uppeldis- og sálarfræði. Ekki að- eins ýmsir kennarar, heldur einnig menn úr öðrum srtéttum, meira eða minna skólagengnir, bera takmarkað trausrt til þess- ara fræða. Hér er um að ræða leiifar af afstöðu, sem áður var mun útbreiddari hér á landi, van traust almennings á dómgreind skólagenginna sérfræðinga, sem mjög var talin laikari en „brjóst- vitið“.“ Ólafur S. Valdimarsson svarar spurningunni: Hvers vegna setj- asit íslenzkir háskólamenn að er- lendis? Ólafur byggir á allná- kvæmri og víðtsekri könnun sem hann annaðist á vegum Banda- lags háskólamanna, og rekur nið- urstöðurnar í þessari grein sinni. Eru þær forvitnilegar, auk þess sem nauðsynlegt er að hafa slík- ar upplýsingar tilltækar og að- gengilegar vegna hvers konar íélagslegra rannsókna. >á tekur við hluitur raunvísind anna. Þorleifur Einarsson skrif- ar um íslenzkar j arðfræðirann- sóknir. Minnir hann á, að „upp á síðkastið hefur miikið verið rætt um, að komið yrði á fót norrænni eða alþjóðlegri stofnun ti)l rannsókna í jarðeldafræðum hér á laindi". Segir Þorleifur, að „það ætti að vera metnaðarmál að efla íis- lenzkar jarðfræðirannsóknir, enda getum við verið vel hlut- gengir á a'lþjóðlegum vettvangi, etf sæmilega er að þessari rann- sóknastarfsemi búið“. Maignús Magnússon skrifar um Raunvísindastofnun HáSkólans. Atlhyglieverð er tillaga, sem hann kveður hafa komið fram „um að breyta verkfræðideild í raun- vísinda- og verkfræðideild og áuka jafnframt kennslu í raun- vísindagreinum til að gera stú- dentum á sem flestum sviðum kleift að hefja nám hér á landi og ljúka viissum námsstigum, sem t.d. nægðu fyrir mennta- skólalkennara. Þetta er áreiðan- lega ódýrasta og jafnvel eina leiðin“, segir Magnús, „tii að fá nægiiegan fjölda af vísinda- lega menntuðu fölki, sem nú- tímaþjóðfélag krefst. Þetta krefst hins vegar kennslukrafta á því srtigi, sem aðeins fæst með því að sameina kennslu og rann- sóknir, eins og gert er við alla erlenda háskóla, en of líitið hef- ur verið gerrt við Háskóla fs- lands". Tillaga sú, sem Magnús Magn- ússon drepur hér á, er efcki að- eins tímabær ,heldur hreint og beint aðka/llandi. Það er vita- gagnslaust og raunar út í hött, að vísinda- og rannfsóknasrtofn- anir skuli kenndar við Hiáskól- amn að nafninu til, ef skólan- um nýtiist efcki jafinóðum sá árangur, sem þar fcann að nást. Og menntaskólar og aðrir skól- ar, sem útskrifa stúdenita — þeir munu nálgast tuginn, áður en langt um líður, og kennarafjöld- inn við þá skóla mun skipta hundruðum. Að ailiur sá fjöldi sæki mennfcun sína til útlamda — það er nánast óhugsandi. Guðmundur Pétursson sfcrifar greinina: Fré tilraunastöðinni að Keldum. Guðmundur víkur að kjaramiállum íslenzkra háskóla- manna, sem aðrir l'árta kyrr liggjá, og segir rétrtilega: „Tvær stéttir háskólamennt- aðra manna, verkfræðingar og laeknar, hafa slitið sig út úr launakerfi opinberra srtarfs- manna og knúið fram kjarabæt- ur, sem skipa flesrtum þessara menntamanna í sérflokk. Mia- ræmið milli launa þeesara stétta og annairra háskólamenntaðra manna er alvarlegt fyrirbrigði í þjóðfélaginu, sem brýn þörf er að bæta um“. Að lokum eru svo greinar um rannsóknastofnanir artvinnuveg- anna. Jón Jónsson skrifar um hafranmsóknir, Þórður Þorbjam- arson um Ranmsóknastofnun fisk- iðnaðarins, Pétur Gunnarsson um Ranmsóknastoínun landbún- aðarins, Pétur Sigurjónsson um Rannsóknastofnun iðnaðarinis og Óttar P. Balldórsson um Rann- söknastofnun byggingaiðnaðar- inis. Er vissulega margan fróðleik að finna í þeim ritgerðum. Pét- ur fræðir okkur t.d. á því, að „helmingur alls þess, sem við ið uppgötvað eftir árið 1950“. vitum um náttúruna, hefur ver- Og Óttar trúir okkur fyriir því undrunarefni, að „samitímis því sem þjóðin ver árlega milljörð- um króna til byggingafram- kvæmda skuli aðalbyggingarefn- ið, steinsteypan, látið svo til órannsakað". En alls staðar er sama raunasagan: „skortur á fé ...“ — ★ — Þau fáu atriði, sem ég hef hér tínit til — af handahófi næst- hver sínu efni. Ekki minnist ég annairs rits, þar sem svo margir höfundar haifa lagt hönd að verki og öll- um tekizt með svo miklum ágæt- um — upp úr bókinni Mennt er máttur, mega auðvitað ékki skoðast sem útdrátfcur, yfirliit. Aðrir, sem lesa munu bókina, kunna að finna þair atriði, sem þeim mun þykja ærið merki- legri en þau, sem ég hef vikið að. Aðeins hef ég leitazt við að benda á, hversu alhliða er tékið þarna á málum þeim, sem bókin fjallar um, hve höfundarnir koma víða við og gera glögg skil um. Erlendur Jónsson. - BARNABÆKUR Framhald af bls. 11. en búniingurinn, hann er vægast sagt furðulegur. Getur verið að höfuindur álíti að litlir dregnir geri myndir úr setningum sem þessum: „Já, ég ætla að fljúga, er búinn að fá mér flugvél". „Flugvél?“ „Já, spánnýja hlandblöðru úr kú . . .“ „Skipstjórinn kom nú til skjal- anna og reyndi að sefa mann- skapinn og það tókst að mestu leyti, nema með Svein og Bjarna, þeir gáfu fjandann í það að ana út í opinn dauðann ...“ Kell- ingin var að leita kallinum lúsa og henti þeim á eldinn og kom þá stór hvellur". „Þú gætir nú tekið heljarstökk í hlandblöðr- unni á þeim“. É.g tíni ekki meira til en mér er spurn: Um hvað er rætt á þeim heimilum, þar sem lýsing- ar, sem þessiar, eru ljósar ung- um börnum? Mér finnst ég staddur í krá, þar sem drukkn- ir menn eru að reyna að vera fyndnir í orðum. Nú þarf höf- undur þessara stílbrellna ekki með, þvi að mangt í bókinni sann ar mér, að hann getur talað prýð ismál. Ritvillur eru fleiri en ég hefi áður séð I nokkurri bók. Þær eru fáar blaðsíðurnar, sem villulausar eru. Hafi þessi bók verið prófarkalesin, þá hafa leið réttingarnar verið gerðar í myrkri. Mér varð hugsað, meðan á lestrinum stóð, hvort höfundur hefði ekki átt að geyma þeasi bréf í nokkur ár. Lesa þau síðan og athuga, hvað nýtilegi væri úr þeim — biðja síðann eldinn að geyma hitt. Prentuniin er góð. Ká:pan snot ur .Þrátt fyrir það er þetta óunn- in bók. - PARADÍS OG Framhald af bls. 11. að sitrt, ann þvi heilshugar. Sum viðtölin eru næsfca innantóm. Þa8 er eins og fólkinu hafi annað hvort ekki verið um blaðamann- inn gefið eða verið umhugað um að halda því leyndu sem á daga þess hefur drifið. Kannski hefur sjálfumgleði pennans hrærtt það. En stundum hefur Guðmundur hitt að máli svo kjarnmikla ein- staklinga, eða einlæga að útkom an gat ekki orðið annað en góð. Ég nefni sem dæmi Kristin Vig- fússon, trésmíðameistara á Sel- fossi; Ásgeir Pálsson, bónda og formann í Framnesi í Mýrdal; Þórunni Gestsdóttur á Eyrar- bakka; Ólöfu Gestsdóttur á Eyp- arbakka; og Þorstein Bjamason, bókfærs'lukennara í Verslunar- skólanum. Viðtölin við Óiaf Björnsson, héraðslækni á HeMu; Magnús Guðjónsson, sóknar- prest á Eyrarbakka; og Þorgeir Gestsson, héraðslækni á Stór- ólfshvoli, eru fróðleg og vekja til umhugsunar. Þessi bók er töluverð fræðsla um Suðurland. Hún hefur ekki einungis gildi fyrir Sunnlend- inga, heldur er hún framlag tH þeirrar umræðu um einstakling- inn og örlög hans, sem hvorki sagnfræðin né skáaldskapurinn getur verið án. Gaman verður að sjá hvort öll sú mikla frásagnar og rit- gleði, sem einkennt hefur Guð- mund Daníelsson nú langan tíma, verður skáldsagnagerð hans ávinningur. Engu skal um það spáð. En hve lengi gertuir Guðmundur Daníelsson haldið áfram á þessari sömu brauit? Var eltki kominn tími ti'l, að hann þakkaði sjálfum sér „fyrir að vera nú loksins búinn að ljúka þessu af“, eins og hann gerir í formála bókarinnar um Elliðaárnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.