Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1968
Starfsmenn á Litla-Hrauni
ákæra f orstjórann
— m.a. fyrir stjórnleysi og handahófs-
kenndar refsingar við agabrotum
NOKKRIR núverandi og tyrr-
verandi starfsmenn við Vinnnu-
hælið að Litla-Hrauni hafa bor-
ið fram ákærur á hendur for-
stjóra hælisins, þar sem þeir
saka hann m.a. um stjórnleysi,
óorðheldni, handahófskenndar
refsingar við agabrotum, að
hann hafi svívirt þá í orðum í
viðurvist fanga og einnig láta
starfsmennimir í Ijós grun um,
að forstjórinn hafi notað aðstöðu
sína til að bæta fyrir sér per-
sónulega. Fangelsisnefnd Vinnu-
hælisins að Litla-Hrauni, sem er
skipuð þeim Snorra Arnasyni,
lögfræðingi, Guðmundi Jóhanns-
syni, póstfulltrúa og Jóni Páls-
syni, dýralækni, — allir búsettir
á Selfossi, — rannsakaði málið
og sendi um það skýrslu til
dómsmálaráðuneytisins. Ásgeir
Thoroddsen í dómsmálaráðuneyt-
lnu skýrði Morgunblaðinu frá
því á föstudagskvöld, að skýrsla
Fangelsisnefndarinnar væri í
athugun hjá ráðuneytinu og er
niðurstaðna að vænta innan
skamms.
mönnunum erfitt fyrir í starfi
með tvöfeldni sinni. >á er einnig
minnzt á að rin.guilreið sé á
verkefnavali fyrir fanga.
í>rír starfisimannanna kæra
handahófskenndar refsingar við
agabrotum, óréttmætar innilok-
anir sumra fanga, en aðrir sleppi
við þær, þó þeir hafi kannski
engu síður til þeirra unnið.
Eirrn telur forstjórann mismuna
fön/gum við refsingar og nefnir
dæmi máli sínu til sönnunar og
sá fimmti kveðst hafa heyrt tal-
að um misbeitingu á refsingum
vegna aigabrota.
Magnús Pétursson segir í
ákæru sinni, að forstjórinn
hafi vænt sig um ófróm-
leika og kemur það fram
í kærum annarra starfsmanna
líka og einnig, að forstjórimn
hafi þjófkennt starfsmenn Vinnu
hælisins í viðurvist fanga.
Þá segja starfsmennimir, að
fangar beri litla sem enga virð-
ingu fyrir forstjóranum, vegna
ýmiss konar tvöfeldni hans í
starfi, og fram kemur í kærun-
um, að famgar hafi sýnt forstjór-
anum lítilsvirðingu í annarra við
urvist og áheyrn.
í ákærunum kemur einnig
fram, að sala á ýmsum vörum til
fanga er mjög umrædd og álagn-
ing á sumar vörur óhæfileg. >á
er nefnt, að oft sé erfitt að fá bíl
Litla Hrauns til erinda fyrir hæl-
ið, því forstjórinn telji bilinn
fyrst og fremst vera til einkaaf-
nota fyrir sig. Þá kemur fram í
ákærunum grunur um, að ekki
hafi allt verið með feildu í sam-
Framhald á bls. 31
Þórshafnarbúar sjá
enn dularfullt Ijós
Starfsmennimir, sem borið
hafa fram ákærur á hendur
Markúsi Einarssyni, forstjóra
Litla-Hrauns, em: Magnús Pét-
ursson, yfirgæzlumaður, Sig-
urður Kristmundsson, mat-
sveinn, en honum hefur nú ver-
ið sagt upp starfi, Óli Ágústs-
son, sem starfaði við Vinnuhæl-
ið frá 1. september 1966 til 1.
október 1967, Birgir Baldursson,
fangavörður, Magnús I- Gísla-
son, varðstjóri, Þórir Kristins-
son, fangavörður og Einar
Brandsson, sem hafði á hendi
verkstjóm úti við frá 2. maí til
áramóta 1967. Ákærur sínar báru
starfsmennimir fram við Fang-
elsisnefndina 13. apríl til 9. maí
á þessu ári.
Allir telja starfsmennirnir, að
stjórn Markúsar sé langt frá því
að vera föst og ákveðin; forstjór-
inn sé ósannsögull og fyrirskip-
anir hans mótsagnakenndar og
iðulega geri forstjórinn starfs-
Manns
leitað
RANNSÓKNARLÖGREGLAN í
Reykjavík lýsti í gær eftir 61
árs gömlum manni, Ólafi Péturs-
syni til heimilis að Laufásvegi
20, en til hans hefur ekkert
spurzt frá því klukkan 18:00 á
fimmtudag. Leitarsveitir voru
kvaddar út í gær til leitar að
Ólafi.
Ólafur er maður frekar. hár
vexti og grannur. Hann mun
vera klæddur verkamannafötum
og í brúnum frakka.
árangur borið, þegar Morgun-
blaðið fór í prentun í gær.
Leitin að Ólafi hafði engan
f9 DAGAR
TIL JÓLA
DULARFCLLT Ijós sást enn á
ný í suður frá Þórshöfn á sjötta
tímanum í fyrradag. Meðal þeirra,
sem ljósið sáu, var Þorsteinn Há-
konarson, lögregluþjónn, og tók
hann ljósmyndir af þvi, en Þor-
steinn tjáði Morgunblaðinu í gær,
að sér væri kunnugt um átta
manns, sem hefðu séð ljós þetta,
auk sín. Á miðvikudag sá fjöldi
manns einhverskonar ljóskringlu
á himni í suður frá Þórshöfn og
náði Þorsteinn þá einnig Ijós-
myndum, sem Varnarliðið á
Langanesi tók í framköllun. Sagði
Þorsteinn Morgunblaðinu í gær,
að samkvæmt útreikningum varn
arliðsmanna hefði það Ijós ver-
ið í um 50 km f jarlægð frá Þórs-
höfn og kringlan um 400 metrar
í þvermál. Ekki var í gær búið
að framkalla myndirnar, sem Þor
steinn tók af Ijósi þvi, sem sást í
fyrradag.
Þorsteinn sagði Morgunblaðinu,
að hann hefði fyrst komið auga
á ljósið um klukkan 17:15 í fyrra
dag. Virtist Þorsteini ljósið í
fyrstu kyrrt á suðurhimn-
inum en síðan lækkaði það
ört og færðist um leið til
vesturs. Þegar Þorsteinn hafði
horft á ljósið góða stund
hvarf það, en skömmu síðar kom
það aftur í ljós og þá góðan sjón-
armun vestar og lægra á himnin-
um. Virtist það þá kyrrt í nokkr-
ar mínútur.
Aftur slokknaði ljósið en birt-
ist svo enn og þá vestar og lægra
á himninum en áður og sást það
nú aðeins skamma stund að sögn
þeirra, sem sáu. Síðan hvarf það
og sást ekki mieir.
Þorsteinn sagði, að hreyfingar
ljóssins hefðu verið óháðar vind-
átt. Ljósið sagði Þonsteinn, að
hefði verið rauðara en það, sem
sást á miðvikudag, en í fyrradag
var verra skyggni en þá.
-----------------------
Stjúpmæður
blómstru
Húsavik, 14. desember
EFTIR eins og hálfs mánaðar
góðviðriskafla hefur nú orðið
veðrabreyting og í morgun var
jörð fölhvít yfir að líta.
Stjúpmæður hafa blómstrað
í görðum allt til þessa og sam
göngur eru sem að sumarlagi.
— FréttaritarL
Aðuliundur FuUtrúurúðs Sjúlf-
stæðisfélugunnu í Reykjuvík
AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
verðuT haldinn á morgun, mánu-
daginn 16. desember kl. 20.30.
Á fundinum, gem haldinn verður
í Sjálfstæðishúsinu við Austur-
völl fara fram venjuleg aðal-
fundarstörf, en að þeim loknum
mun dr. Vilhjálmur Lúðvíksson,
efnaverkfr. flytja erindi um efn-
ið: „Sjóefnavinnsla og framtíð-
armöguleikar efnaiðnaðar á ts-
landi". Að erindaflutningi lokn-
um verða aimennar umræður.
Fulltrúaráðsmeðlimir eru hvatt
ir til að fjölsækja fundinn og
minntir á að sýna þarf gkírteini
við innganginn. Sérstök ástæða
er til að vekja athygli á erindi
dr. Vilhjálms Lúðvíkssonar, sero
fjalla mun um mjög mikilvægt
framtíðarmál og möguleika á
fjölþættari atvinnuuppbyggingu
á íslandi, á sviði efnaiðnaðar.
ASÍ kous
viðræðuneind
Á FUNDI miðstjómiar Alþýðu-
sambands íslands í fyrradag var
kjörin viðræðunefnd til viðræðna
við ríkiastjórnina. f nefndina voru
kjörin: Guðmundur H. Garðars-
son, Jóna Guðjónsdóttir, Óskar
Hallgrímsson, Eðvarð Sigurðsson,
Snorri Jónsson, Baldur Óskarsson,
Hannibal Valdimarsson og Bjöm
Jónsson.
Þessi broshýra litla stúlka er í 10 ára bekk í Breiðagerðisskóla.
Myndina tók Sveinn Þormóðsson í gær, en þá voru „litlu jólin“
hjá bekknum og krakkarnir fengu að hafa kertaljós á borffum.
Kveikt á jólatrjánum
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði
I DAG verður kveikt á jóla-
trjánum, sem vinabæir Reykja-
víkur, Hafnarfjarðar og Kópa-
vogs á Norðurlöndum hafa sent
þeim og komið hefur verið upp
þar.
Á Austurvelli verður kveikt á
Reykjavíkurtrénu kl. 16.30 í dag.
Þar hefiur verið reist norska jóla
tréð, gjöf Oslóbúa til Reykvík-
inga. Verður stutt atJhöfn við
tréð að venju. Lúðrasveit Reykja
víkur undir stjórn Páls P. Páls-
sonar mun leika jólalög fyrir
athöfnina, en að henni lokinni
syngur Dómkórinn „Heims um
ból“, undir stjórn Ragnars
Björnssonar. Norski sendiherr-
ann Christian Mohr afhendir
tréð, en borgarstjóri veitir því
viðtöku.
í Kópavogi verður kveikt á
jólatré, sem Norrkjöping, vina-
bær Kópavogs í Sviþjóð, hefur
sent bænum að gjöf. Hefst at-
höfnin kl. 4 e.h. Ávörp flytja
Gunnar Granberg, sendiherra
Svía, og frú Svanhvít Skúladóttir
forseti bæjarstjórnar Kópavogs.
Samkór Kópavogs syngur.
í Hafnarfirði hefst athöfnin
kr. 16 á Thorsplaninu. >á verð-
ur kveikt á jólatrénu frá vina-
bæ Hafnarfjarðar í Fredriíksberg.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur
nokkur lög áður en athöfnin
hefst. Ludvig Storr, aðalræðis-
maður Dana, afhendir gjöfina,
en dönsk kona búsett á íslandi,
frú Gerda Marta Jónsson tendr-
ar ljósin. Bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar, Krrstinn Ó. Guðmunds-
son, filytur ávarp. >á syngur
Karlakórinn Þrestir.
Níu bátar seldu
ísfiskfarma í Bretlandi
— samtals 288,7 tonn fyrir 39.612 pund
— þrír togarar seldu í Þýzkalandi í vikunni
NlU íslenzkir bátar seldu
ísfisk í Bretlandi í sið-
ustu viku, samtals 288,7 tonn
fyrir 39.612 pund (um 8.4 millj.
kr.). Megnið af aflanum var flat
fiskur. Nokkrir íslenzkir bátar
hafa að undanfömu selt stórufsa
í Þýzkalandi og er kunnugt um
sölur þriggja, samtals 112 tonn
fyrir 106.250 mörk, en ekki hafa
borizt fréttir af sölu þriggja báta,
sem seldu á fimmtudag og föstu-
dag, að því er Ingimar Einarsson
hjá LÍÚ tjáði Mbl. Þrir togarar
seldu í Þýzkalandi i síðustu
viku, samtals 483 tonn fyrir
296.500 mörk. Þá hafa nokkrlr
íslenzkir bátar selt ísaða síld til
matvælavinnslu í Þýzkalandi og
er vitað um fjórar sölur i síðustu
viku, samtals 210,7 tonn fyrir
92.409 mörk. Auk þess hafa svo
íslenzkir bátar selt síld tfl
bræðslu erlendis, en um sölur
þær er ekki enn kunnugt. ls-
lenzki síldveiðiflotinn í Norður-
sjó er nú sem óðast að halda
heim svo sjómennirnir geti hald-
ið jólin með vandamönnum sin-
um.
Isfisksölumar í Bretilandi I
Framhald á bls. 31