Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1968 11 Jóhann Hjálmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Paradís og Eyrarbakki Guðmundur Daníelsson: EULIDAÁRNAR — Paradís Reyk javíkur — Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð- jónssonar. Reykjavik 1968. Guðmundur Daníelsson: STAÐIR OG STEFNUMÓT Þættir »g viðtöl. Útgefandi: Pretsmiðja Suðurlands. Selfossi 1968. ERU Elliðaárnar Paradís Reykjavíkur? Sennilega má færa einhver rök að því, minnsta kosti ætti það að reynast laxveiði- mönnum hægur vandi. Flestir Reykvíkingar kannast þó aðeins við brúna, og umhverfi hennar, hafa ef til vill séð þaðan ein- hverjar mannkimdur vopnaðar löngum prikum stiklandi á stein- um eða húkandi á bökkum. Hér er á ferð annar þjóðflokkur, enda ekki öllum gefið að komsisit í Faradís. Þórbergur Þórðarson hefur einhvers staðar skrifað um svo kalilaða lýriska vatnsorkusál- sýki, en þessi kvflli lýsir sér í því að sjúklingiurirm leitar uppi ár og læki, situr þar löngum og lætur sig dreyma., „Öll póetísk ofurmenni hafa þjáðst meira og minna af þessum hvimleiða kvilla, segir Þórbergur. Guð- mundur Daníelsson virðist hafa tekið veiki í ætt við þessa fyrir löngu, og mér sýnist hanm á góðri leið með að gera Matthías Johanneissen að vatnsorkusjúki- ingi, ef taka á o>rð Matthíasar trúanleg: „Elliðaárnar renna um æðar mínar. Af löngu viðtali við Mattihías Johaninessen í bók Guðmundar Daníelssonar um Elliðaárnar, verður ljóst að vatnið í þeim hefur dugað Matthíasi til skáld- skapar. í Sálmum á atómöld, eru áhrif frá Elliðaánum: Þegar ég stend við ána og leita að beitu, dettur mér stundum í hug: Erum við maðkarnir í mosa tilverunnar? En þá mienist ég gamalla orða: Þér skuluð vera kyrrir í borg- inni, unz þér íklæðist krafti frá hæðum. Þess vegna má bæta þv£ við í umræðum um sjúkdómsgrein- ingu Þórbergs: Ef til vill er nauðsynilegt að fá kvillann til þess að verða gott skáld á ís- landL Til þess að girða fyrir misskilning, skail þó tekið fram, að Þórbergur átti ekki við svo- kallaða veiðidellu I pistli sín- um, en í mínum augum er skegg- ið skylt hökimni. Bók Guðmundar Daníelssonar, Landshornamenn, um veiðiferð- ir hans og Matthíasar Johann- essens, hlaut töluverðar vin- sældir, enda bæði sérstæð og skemmtileg í ýmsum skilningi. Bókaútgefandinn Guðjón Ó. Guð jónsson mun hafa hrifist af Landshornamönnum, og í mars- mánuði síðastliðnum hringir hann í Guðmumd Daníelsson i því skyni að fá hann til að semja nýja veiðimannabók: EIR- iðaárnar, Paradís Reykjavíkur, Guðmundi Daníelssyni munar ekki um slíka smámuni: bókin er komin út 384 blaðsíður að stærð í veglegum og snyrtileg- um búningi. Ekki hefur Guð- mundur þó samið allt efni henn- £U sjálfur: hann birtir greinar og bókakafla eftir ýmsa t.d. Árna ÓRa, Víglund Möller, Stein grím Jónsson, Ingólf Agústsson og fleiri. Tímaritið Veiðimaður- inn hefur reynst honum nota- drjúgt, einnig Morgunblaðið og margt annað, sem oflangt yrði að telja upp, enda segir Guðmund- ur í formála, að fremur beri að líta á sig sem ritstjóra bókar- innar en höfund. Elliðaármálin eru rakin ítar- lega í bókinni, birt um þau rit- gerð Árna Óla úr Fortíð Reykja víkur. Einmig er vitnað til bók- ar Henry Hollands: Dagbók í ís- landsferð, svo innsýn fáisit í liðna tíð: „Laxveiðidagurinn er miki'll tyllidagur í Reykjavík. Þá safnast allir, sem vettlingi geta valdið að veiðistaðnum, ekki einungis veiðimennirnir sjálfir, heldur eininig heddra fólkið, að ógleymdum ungu stúlk unm“, segir Holland, og bætir við: „Laxveiðin reyndist að þesisu sinni miklu minni en menri mundu dæmi til. Stunduim áður hafa 5000—6000 laxar veiðzt í ánum á einum degi, en í þetta sinm fengust einungis 900—1000 laxar í annarri kvísl- inni, en 140 náðust í hinni nokkr um dögum seinna. Að veiðinni unnu 60—70 manns. Fer hún fram með þeim hætti, að net er dregið upp eftir ánni. Venjan er, að veiðimennirnir fái þriðjung veiðinnar í sinn h'lut, og hota þeir laxinn í beitu á vorvertíð- inni“. Með Englendingum í Elliðaán- um um aldamót, heitir frásogn Péturs Guinnlaugssonar skipa- smiðs. Þessi kafli er með því skemmtilegasta í bókinni, enda hafa gömlu veiðimennirnir meiri frasagnarhæfileika en hinir yngri. Án lýsinga þeirra væTÍ bókin um Elliðaámar hvorki fugl né fiskur. Viðtölim við heið ursmennina gömlu, ber fyrst og fremst að þakka Víglumdi MöU- er, tímariti hans Veiðimannin- um. Guðmundur Daníelsson á líka ágæt viðtöl í bókinni. Við- tal hans við Matthías, sem fyrr var getið, er í sérflokki. Viðtal- ið við Ásgeir Ásgeirsson, fynr- verandi forseta, er eimnig fróð- legt og viturlegt. Ásgeir Ásgeirs son, segir m.a. um laxaveiðar: „Það er náttúra landsins, það er kyrrðin og róaindi söngur vatn- anna —• árniðmrinn. Þetta hefur allt svo góð áihrif á mamminm — kannski þreyttan kaupstaðarbúa. Maður er í sambandi við nátt- úru landsins og svo margt af því, sem er manninum eðlilegt frá örófi alda. Og hvað sem líð- ur vélamenningu og öllu slíku, þá væri það hættulegt fyrir manninn að slíta þessu sambandi við náttúruna. Sá þráður má ekki slitna“. Ætli mamgir lax- veiðimenn geti ekki tekið undir með Ásgeiri Ásgeirssyni; við skulum vona það. Guðmundur Breiðfjörð hefur sín sjónarmið. Hann hætti að veiða fyrir þrjá- tíu árum: „Ég komst á þá skoð- un, að það væri symd og skömm að drepa meðbræðutr sína“. Eina koman, sem kemur veru- lega við sögtu í bókinni, Ásta dóttir Þórarins á Melnum, stend ur sig með prýði. Hún skynjar lífið í ánni á dulrænam hátt, er laus við þá efnishyggju, sem einkennir um of marga veiði- memn. - Bókin um Elliðaámar er að vissu manki baráttusaga lax- veiðimanna, nokkurs konar hand bók þeirra. Þeir vilja vernda sína Paradís. Frá því er ræki- Guðmundur Danielsson lega sagt í bókinmi. Einn þeirra skýrleiksmanna, sem lýsa skoð- un sinni, er Geir Hallgrímsson borgarstjóri: „Ég held mér sé óhætt að segja, að borgaryfir- völd hafi lömgum gert sér ljóst, að það væri vandfarið með Ell- iðaárnar og nauðsynlegt að gæta vel að mörgum atriðum til að vernda þær: umhverfi þeirra og laxagengd í þær. En við erum staðráðnir í því að ha'lda Elliða- ánum sem óspilltustum, hafa um- hverfi þeirra sem mest friðland Reykvíkinga, þannig að þær og umhverfi þeirra megi tengja ým is græn svæði í borginni Heið- mörkinni og verða í framtíðinmd friðland höfuðborgarbúa1. Elliðaárnar, eftir Guðmund Daníelsson o.fl. er kjörbók lax- veiðimanna. En um leið vekur hún til umhugsunar um fram- tí'ðarskipuilag Reykjavíkur, hvernig stjórnendur borgarinn- ar hafi hugsað sér að ráða fram úr þeim vanda, sem óneitamlega fylgir þeirri vegsemd að hafa fræga á inman marka sinna. Staðir og stefnumót, á það sam- eiginlegt með laxabókinni, að þar er enn á ferðinni ólatur penni. í þessari bók kynmumst við b'laðamamininum Guðmundi Daníelssyni, ritstjóra Suður- lands; einnig ferðaimanninum, sem fylgist vel með því sem ger- ist í kringum hann, og hefur auk þess lesið býsn af fróðleik áður em hann lagði af stað eða á eftir. Guðmundur s egir skemmtilega frá Austurlandaferð (þættirnir birtust 1 Mongum- blaðinu á sínum tíma), og lýsir hnyttilega reynslu ferðailangs: „Að ferðast, það er eins og að drekka og halda þó áfram að vera þyrstur“. í Kaupmannahöfn átti Guð- mundur viðtal við Karl Bjarn- 'hof, nefnist það „Eiga s’káld aö vera módernistar?" Rithöfundur inn blindi svarar Guðmundi gáfu lega. Á einum stað spyr Guð- mundur: „Hvaða grundvallar- skilyrði verða að vera fyrir því að rithöfundinum takist að skrifa góða bók?“ Bjarnhof svarar: „Ef ég aðeims kynni nú upp- skriftina fyrir því, kæri Guð- mundur Daníelsson, þá mundi ég frá deginum í dag ekki snerta á öðru verki en skrifa góðar bækur.“ Karl Bjarnhof er víðlesinn 1 samtímabókmenntum, og segir Guðmundi frá því, að hann sé aðdáandi nýju frönsku skáldsög unnar: verka eftir Alaim Robbe- Grillet og Nathalie Sarraute. Einhver laxveiðiá virðist hafa þrengt sér inn í höfuð Guðmund ar, þvi hann skrifar nafn þess- ara frægu rithöfunda þannig: Robbesgrier og Saraude. Víkur nú sögunni að Suður- landsundirlendinu. Það þekkir Guðmundur betur en franska nú tímahöfunda, minnsta kosti bæj arhólinn sinn, því hann skrifar bæði um hann þátt og kveður honum kvæði. Hanm rifjar líka upp bernsiku sína og sikrafar um sína eigin persónu, sem orðin er skólastjóri, „maður með háls- tau virka daga sem helga“. Að vonum er fonvitnilegit að lesa um svo mikilsverðan embættismann. Guðmundur Daníelsson er ekki framúrskarandi blaðamað- ur eftir þeim viðtölum að dæma, sem eru meginefni bókarinnar, og munu hafa fyllt margar síður Suðurlands árum saman. Bn hann rækir skylduna við hér Framhald á bls. 20 Siguiðui Haukur Guðjónsson akriíar um BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Mús og kisa Höfundur: Öm Snorrason. Myndskreyting: Ámi Gunnars son Prentun:Prentsmiðjan Leiftur Útgáfa: Leiftur h.f. Þetta er bráð snjallt ævintýri um kermslustund í músarholu. Sögupersónur eru mýsla og ung- ar hennar ásamt músapabba og kettinum Bröndu. Ungamir eru svangir og Branda vamar fjöl- skyldunni matair. Litlu angarn- ir vilja hræða köttinn með háu tísti, en móðirin kemur í veg fyr- ir það. Hún biður köttinn að varna bömum sínum ekki frela- is, en allt kemur fyrir ekki. Þá er sá sem allt getur kallaður til sögunnar: MÚSAPABBI. (Höf- undurinn ætti að fá duglega flengingu fyrir lýsingunia á okk ur pöbbunum. Ég hafði enga ró í sófanum, eftir að hafa lesið ævintýrið.) Nú, músapabbi hrekur köttinn á flótta með kröft um sínum og hugrekki (Auðvit- að lét hann þess ekki getið við konu og böm, að þessir kraftar voru í mynd hundsins Snata.) Ævintýrið endar því í forðabúri allsnægtanna og kisa sezt við yfirgefna holu. Málið á sögunni er skemmiti- legt, lipurt og fallegt. Myndskreytinga r Áma eru prýðisgóðar. Þetta er öranur bók in, er mér barat með myndum eftir hann og þykir mér þessar hinum fyrri betri, voru þær þó góðar. Ég þakba höfundinum fyr ir ánægjustund, og vonast til að þeir haldi áfram að sendia verk frá sér. Böm munu hafa ánægju af og ekki er mér grunlaust um, að sumurn foreldrum komi í hug, hvort sagan sé ekki saga þjóða í dag? Prentun er prýðileg og próf- arkalestur góður. Pappírinn finnst mér hins vegar herfilega ljótur og óvandaður. Sjáið mis- muninn á saurblaði og svo blöð- um bókarinraar! Ég er viss um það, að hvert foreldri, er metur börn sín, leggur glaitt fram mis- mun þann í verði, sem er á vönduðum pappír og lélegum. Út gefendum er óhætt að treysrta því. Bláklædda stúlkan. Höfundur: Lisa Eurén-Bemer Þýðandi: Guðjón Guðjónsson. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf Útgefandi: Barnablaðið Æskan 1939 gaf saima útgáfufyTÍrtæki þessa bók og birtist hún hér nokkuð stærri í sniðum. Þýðing- in er þó hin saman, í fáu breytt raema réttu kyni komið á orðið gluggatjöld í lok bókarinraar, en þá kemur línubrengl í staðinn. Þetta er hugljúf saga fyrir ungar stúlkur sem heyra fyrstu köll lífsins. Ástin er hér sett í hásætið, og hún heklar þau mert, er af kunnáttu fagnar söguper- sónumar að lokum. Það fer ekki milli mála, að höfundur hann til verka, segir líflega frá. Skáld skapur verður þetta aldrei tal- iran mikill. Það er gamla sagan (kannski líba nýja?) um stúlk- uraa, er sér þann eiraa rétta, tek- ur að reisa sér og honum vonar- borgir, þ.e.a.s. meðan hún veit ekkert, hver haran er. Þegar hið sanraa kemur í ljós, hrekkur snótin illilega við og hatur tek- ur sæti ástariranar. Eins og í öll- um góðum sögum, þá finnur höf- undur lausn á vandanum undir lokin og lætur sig ekki muna um það, að rétta líkn til þjáðs ein- setufólks í leiðinni. Það óprýðir söguna mikið, að málið, er blessaðar hnáturraar tala, er langt frá því að vera gott. Mig undrar það stórum, að svo vandað útgáfufyrirtæki sem Æskain skuli láta slíka hluti henda sig. Víst veit ég að þetta eru brögð höfundar og þýðanda t.þ.a. gæða söguna spennu og lífi, en ódýr brögð það. Ensku er slett, jafnvel frönsku. „Hann er búinn að gleyma mér. The rest is silence“ „Ætli það sé ekki — hvað kallið þér það nú — courene — il — íaut — að skreppa út á bát klukkan hálf níu“. Strákar eru smart. kjaft- háttur mikill. Menn eiga sandaf hinu og öðru. Ungar stúlkur eru fallegar verur og þeim hæfir ekki mál götunnar. Þetta taldi ég mikinn löst. Hins vegar er ég viss um, að ungar stúlkur murau nú sem fyrr hrífast af efni höf- undar. _ Útgáfan er snotur í bezta lagL Ég sakna þess, að ekki var fyrri útgáfu getið. Prentvillur eru fá- ÆVINTÝRI ÖLBJÖSSA, SÁPU- RUNA OG SVEINS í SEINS- VITINU. Höfundur: Halldór Pétursson. Myndskreyting: Halldór Pétursson, listmálari. Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja h.f. 'Þetta eru ævintýri tveggja bangsa og plastkarls. Skrifuð eru þau handa tveimur sonum höfundar ,er dvöldu á sumrum í Borgarfirði eystra, að því er segir í formála. Mér er með öllu óskiljanlegt, hvers vegna þessi bóik var gefin út. Ef til viil eru það hinar bráðsmellnu myndir Halldórs listmálara? Efni ævin- týranna er eins og ætla mætti, að ungir strákar hafi gaman að, Framhald á bls. 2» - LISTIR - LISTIR mmm - listir - LISTIR •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.