Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1968 ■Úlfcgelandx H.f. Árvafcur, Reykj'avSc. FramJfcvasmdasitj óri Haraldur Sveinsaon. 'Ritstíjórar Sigurður1 Bjarwasion frá VigW. Matthías Jo!hanness!en. Eyjólfur Konráð Jónsson. Eitstjámarfulltrúi Þarbjöm GuðtoundsBoni, Fréttaístjóri Björn Jófoannseom. Auglýsingaistjóiú Árni Garðar KristinEBÓn. Ritetjórn og afgneiðsla Aðalstrseii 6. Sími 10-109. Augiýsingaa? Aðalstræti 0. Sími 22-4-00. Áskriftargjald kr. 150.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 10.00 eintakið. SAMEIGINLEG STEFNA FRAM- SÓKNAR OG KOMMÚNISTA au athyglisverðu tíðindi gerðust á Alþingi fyrir helgina, að kommúnistar og Framsóknarmenn lýstu yfir sameiginlegri stefnu í efna- hagsmálum. í nefndaráliti minnihluta Fjárveitinganefnd ar, sem fulltrúar þessara að- ila undirrituðu sameiginlega er því ótvírætt lýst yfir, að stefna þessara flokka í efna hagsmálum sé ein og hin sama. Þá vakti það einnig athygli í umræðum um fjár- lögin, að talsmaður Fram- sóknarflokksins talaði yfir- leitt um stefnu stjómarand- stæðinga í efnahagsmálum en sá hins vegar ekki ástæðu til að gera stefnu Framsóknar- flokksins í þessum málum sér staklega að umtalsefni. Framsóknarflokkurinn hef- ur á sl. 12 ámm átt marg- vísleg samskipti við komm- únista en ekki er vitað til þess að þessir flokkar hafi fyrr tekið upp sameiginlega stefnu í efnahagsmálum- Nú er það vitað að sjónarmið kommúnista í efnahagsmál- um byggjast á úreltum komm únískum kreddukenningum og þá vaknar óhjákvæmilega sú spuming, hvort Fram- sóknarflokkurinn hafi ákveð- ið að tileinka sér þau sjónar- mið. Hlýtur það að verða hinum óbreyttu fylgismönn- um Framsóknarflokksins nokkurt íhugunarefni. Með sama hætti má einnig spyrja hvort sameining þess- ara flokka um stefnunna í efnahagsmálum hafi gerzt með þeim hætti að kommún- istar hafi tekið upp að ein- hverju leyti „hina leiðina” í efnahagsmálum og hljóta það að þykja uggvænleg tíð- indi í röðum kommúnista. En þar sem fyrir liggja svo skýrar yfirlýsingar tals- manna þessara flokka á Al- þingi um að þeir hafi sam- einazt um eina stefnu í efna- hagsmálum er rík ástæða til að spyrjast fyrir um hver þessi stefna sé. VILJA AUKA ÁLÖGUR Á ATVINNU- FYRIRTÆKIN ð undanförnu hafa komm- únistar í sívaxandi mæli lýst því yfir að þeir vilji styðja með ráð og dáð það sem þeir kalla „þjóðlegan" atvinnurekstur en með því er auðvitað einfaldlega átt við íslenzk atvinnufyrirtæki. Jafnframt hafa þeir haldið því fram, að stjórnarvöldin hafi fjandskapazt við íslenzka atvinnuvegi. Eftir að gengislækkunin kom til og ljóst var, að at- vinnureksturinn á íslandi mundi búa við mun betri kjör en áður brá hins vegar svo við, að kommúnistar hættu að tala um „þjóðlega" at- vinnuvegi. í þess stað köst- uðu þeir grímunni og kröfð- ust þess að nýtt og stórfellt eftirlit yrði sett á atvinnu- reksturinn. A borgarstjómar- fundi sl. fimmtudag kom svo glögglega í ljós hver afstaða kommúnista er til íslenzkra atvinnufyrirtækja. Á sama tíma og atvinnufyrirtækin hafa að allra dómi átt við verulega erfiðleika að etja, leggja kommúnistar nefni- Iega til að skattaálögur á at- vinnufyrirtækin verði stór- auknar með verulegri hækk- un aðstöðugjalda. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, benti á, að það væri lítið samræmi í því annars vegar að krefjast nægrar at- vinnu, sem því aðeins væri hægt að tryggja að fullu að hjól atvinnulífsins færi í gang á ný og hins vegar að leggja til stórfelldar nýjar álögur á atvinnureksturinn. Benti borgarstjóri á að það væri vísasti vegurinn til þess að atvinnuleysi yrði verulegt, ef atvinnufyrirtækjunum yrði íþyngt svo að þau gætu ekki starfað. Ætla mætti að reynsla síð- ustu tveggja ára hefði fært mönnum heim sanninn um að atvinnufyrirtækin verða að fá að hagnast þannig að þau hafi tækifæri til eðlilegrar endurnýjunar og verði rekin með eðlilegum hætti- Það er vísasti vegurinn til þess að tryggja næga atvinnu í land- inu. En kommúnistar eru enn sama sinnis og áður. Þeim er sem fyrr mest í mun að leggja íslenzkan atvinnu- rekstur í rúst. Éhvr&iik VSSJ UTAN ÚR HEIMI Grískir fangar lýsa pyndingum sem jbeir hafa sœtt í grískum fangelsi m UNDANFARIð hafa staðið yf ir vitnialeiðslur við mannrétt- indadómstólinn í Strassbourg yfir grískum föngum og hafa þeir sumir gefið ófagrar lýs- ingar á vistinni í fangelsun- um. Gríska herforingjastjóm in sendi nokkra fanga til Strassbourg til að bera vitni fyrir dómstólunum og voru þeim lagðar strengilegar lífs- reglur, áður en þeir héldu að heirnan. Þeir áfctu að halda því fram, að viðurgerningur og aðbúnaður í grískum fang elsum væri til fyrirmyndar og meðferð á föngum mannúðleg í alla staði. Eins og kunnugt ar reynd- usit fangarnir ekki eins auð- veldir viðfangs og stjórnin í Aþenu hafði gert sér vornir um, og þótt þeiim væri kunn- ugt um, að þeir legðu sig í mikla hættu með því að segja aðra sögu en þeim hafði ver- ið skipað, leystu sumir fang- anna rækilega frá skjóðuinni. Meðal þeirra pyndingarað- ferða sem fangarnir höfðu orðið fyrir voru: —Þeir voru bundnir sam- an á ökluwum og látnir hanga með höfuð niður og síð an börðu fangaverðir og lög- reglumenn þá með rifflum í iljarnar. — Fangar voru barðir með sandpokum á viðkvæma lík- amshluta. — Sterkum raf- straumi var hleypt á kytn- færi fanganna. Fangarnir segja, að þeim hafi verið hótað ö'llu illu, ef þeir bæru ekki aðbúnaði í fangelsunum góða sögu og flestir þeirra óttast nú að gríska stjórnin grípi till grimmilegra hefndaraðgerða gegn ættingjum þeirra í Grikklandi fyrir vikið. Fang arnir segja, að orðrétt hafi þeir átt að segja: „Við urð- um aldrei fyrir pyndingum og líkamsmeiðingum. Allt slíkt er lygi og rógur. Eimn þeirra sem bar vitni fyrir dómstólnum, segir ag honum hafi að því loknu ver ið send skilaboð, þar sem sagði: Eiginkona yðar og börn munu líða fryir það sem þér gerðuð í Strassbourg. Meðan yfirheyrslur þessar hafa staðið yfir vakti það miklla athygli að ung stú'lka í hópi fanganna hvarf sporlaust og hefur ekki til hennar spurzt. Sumir eru þeirrar skoðunar, að hún hafi verið flutt á laun til Parísar og sé í haldi í gríska sendiráðinu í París. Talsmaður herforingja- stjórnarinnar lýsti því hins vegar yfir, að ákveðið hefði verið að stúlkan sneri heim til Grikklands, áður en mál- inu var lokið vegna þess að systir hennar hefði veikzt snögglega. Aftur á móti stað- hæfir franska lögreglan, og landamæraverðir, að ekki sé vitað ti'l að stúlkan hafi far- ið úr landi.. Lögreglan segir að hún hafi haldið frá Stras- bourg að kvöldlagi með lest áleiðis til Parísar og ekki til Frankfurt eins og áður hafði verið sagt. Stúlkan, sem heitir Zaira Peta var um skeið klefafé- lagi leikkonunnar Kitty Ar- seni, sem einnig var send til Strasbourg til að bera vitni. Kitty Arseni hefur sgt nefndinni að eftir að hún var handtekinn var hún í 38 daga í örlit'Ium klefa í Bou- boulians fangelsinu í Aþenu og fjóra daga fékk hún hvorki vott né þurt. Kllefinn var svo þröngur, að hún gat ekki lagzt fyrir. Hún segir að hún hafi verið beitt ýms- um pyndingum, meðal annars hafi hún verið barin með köðl um og gaddavír. Hún sagði: Tilgangurinn með þessum pyndingum er að maður missi vald á líkama og sál, að mað- ur verði eins og skelft dýr, sem lifir í stöðugum hrylli- legum ótta við hvað þeir gera manni næst. Hún sagði að bróðir hennar, sem er í her- þjónustu hefði hvað eftirann að verið neyddur til að vera viðstaddur þegar systurinni var misþyrmt. - BRÉF Framhald af bls. 5. segja af einfoverjum dularfull- um ástaeðum. Einn íalenzkur stjórnmálamiað ur hefur sýnt ríka viðleitni til þess að taka upp nútímaleg vinnubrögð í samskiptum við sína umbjóðendur. Það er Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, sem hefur náð beinu sambandi við borgarbúa með hinum alþekktu hverfafundum, þar sem hann er spurður um allt milli himins og jarðar og virðist kunna svör við ölliu. Borgarstjóri hefur einnig tekið upp reglulega mánaðar- lega fundi með fréttamönnum blaða, útvarps og sjónvarps. Þeir fundir hafa ekki enn borið nægi lega góðan árangur, en það er ekki sök borgarstj óra heldur er ástæðan sú, að fréttamenn eru ekki nægilega vel kunnugir borgarmálum til þess að láta borgarstjóna finna virkilega fyr ir því að árvökul augu frétta- stofnana hvíli á honum og hans störfum. Ekki er ólíklegt, að rík- isstjórnin nyti meiri almennings hylli en hún gerir ef hún leggði sig fram um að láta fólkið í land inu fylgjast betur með því sem hún vinnur að, ekki aðeins, þeg ar niðurstaðan er komin heldur einnig meðan mál eru í deigl- unni. Skömmu fyrir helgina var hið umdeilda frv. ríkisstjórnar- innar um sjávarútvegsmál af- greifct frá efri deild til neðri deildar og má faistlega búast við því, að það verði að lögum fyrir jól. Sjómenn taka þessu frv. illa enda hafa hlutasikipt- in verið sem heilög kýr í þeirxa augum. En allir, sem vilja kynna sér málið af raunsæi hljóta að sjá að þáð er með öllu óhjákvæmilegt að igera ráðstafanir til þess að beinar kostnaðarhækkanir útgerðarinn ar af völdum gengislækkunar- innar verði teknar af óskiptum afla. Ef það væri ekki gert hefði gengislækkunin enga þýð ingu fyrir útgerðina. Og alveg er ég sannfærður um það, að t.d. máður á borð við Lúðvík Jósepsson, sem býr yfir mjög mikilli þekkingu á sjávairút- vegsmálum, gerir sér fyllilega grein fyrir þessu, þótt hann muni vafalaust af pólitískum ástæðum snúast gegn þessu frv. Það má mikið vera, ef sam- þykkt þessa frv. leiðir ekki til mikilla átaka við samfcök sjómanna, en þann „slag“ verð- ur að táka. Á fimmfcudaginn gerðust þau tíðindi í þinginu að 6 þingmenn úr þremiur flokkum lögðu fram frv., sem gerir ráð fyrir að veifca togbátum heimild til veiða á ákveðnum svæðum irunan fiskveiðilögsögunnar fyr- ir Suðurlanidi og Norðurlandi. Hér er á ferðinni geysilegt hita mál, sem oft hefur verið rætt í þingflofckunum en ég hygg að það hafi oftast strandað á því, að þeir, sem bera hag tog- aranna fyrir brjósti hafa kráf- izt þess að samhliða verði gerð- ar ráðstafanir tU þess áð tog- arar fái einnig veiðiheimild innan fiekveiðilögsögunnar. Nú er bersýnilegt, að togaramenm- irnir á Alþingi hafa fallizt á að veita þessu máli brautargengi, enda virðist hér einungis vera um tilraun að ræða fyretu fjóra mánuði næsta árs. Mér skilst að þingmeirihluti muni að öllum líkindum vera fyrir þessu frv. og verði það sam- þykkt verður það mikill sigur fyrir Gu'ðlaug Gíslason, þing- mann þeirra Vestmannaeyinga. Styrmir Gunnarsson. AUKNAR HITA- VEITUFRAM- KVÆMDIR - AUKIN ATVINNA /^eir Hallgrímsson, borgar- stjóri, skýrði frá því á fundi með blaðamönnum í fyrradag, að ráðgert væri að auka framkvæmdir Hitaveit- unnar til þess að skapa aukna atvinnu í borginni. Sagði borgarstjóri að í samvinnu við borgarráð og atvinnu- málanefnd hefði verið sótt um lán hjá Atvinnuleysis- tryggingasjóði til þess að auka atvinnu með hitaveitu- framkvæmdum. Þessar upplýsingar borgar- stjóra eru góð tíðindi. Hita- veituframkvæmdirnar í Reykjavík eru þjóðhagslega séð mjög hagstæðar fram- kvæmdir og þess vegna er einkar vel til fundið að auka þær til þess að tryggja næga atvinnu- Eru nú allar líkur á að Hitaveitan muni hafa mun meira framkvæmdafé til um- ráða á næsta ári en áður var ráðgert. Það mun koma Reyk víkingum til góða í lækkuð- um hitunarkostnaði og auk- inni atvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.