Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 196«
Öskalisti
Samkvæmis'hkjólar, stuttir og
síðir.
Síð pils og plússur.
Samkvæmistöskur,, svartar,
silfurlitar og gylltar.
ítalskar modeltöskur.
Skinnhanzkar, nælon, stretch,
háir og lágir.
Stuttir og síðir vatteraðir
sloppar. Frotté-sloppar.
Síðir buxnakjólar, heimafatn-
aður, alls konar.
Dagblússur, dacron og cotton,
straufríar, herðasjöl.
V
Vatteruð rúmteppi, glugga-
tjöld í sama lit, tilb. til upp-
hengingar.
Skrautpúðar, morgunskór, sat-
ín, bláir og bleikir.
Frörtsk ilmvötn og steinkvötn
frá Guelain.
Skrautgripir alls konar. Háls-
festar, nýjasta tízka.
V-
Tækifæriskjólar, síð pils,
blússur.
Kertastjakar, keítahringir.
Borðmottur, teskeiðar, hnífar,
skeiðar og gafflar.
Servíettuhringir, kökuspaðar,
öskubakkar, allt 24 karat
gullhúð.
V
Skartgripakassar, þurrku-
kassar, ilmherðatré, fjaðra-
pennar, gestasápa, sápuskál-
ar, krullupinnahettur, tann-
burstar, greiður og fata-
burstar, allt í handtöskum.
Púðurdósir fyrir fast púður.
Sigarettuhylki í sama lit.
Ilmpennar, lyklakippur með
ljósi.
Nálapúðar, gylltar hárlakks-
brúsahlífar, gylltar þurrku-
hlífar, snyrtispeglar, baðol-
ía, gleraugnahulstur, skinn-
hanzkar, brúnir og svartir
fóðraðir og ófóðraðir.
V
Lífgtykkjavörur frá hiruu
heimsþekkta Lady Marlene,
brjóstahöld, magabelti,
buxnabelti og ýmsar nýjung
ar. Skálar a. b. c. d.
Jólabrúðurin,
Stuttir og síðir brúðarkjólar
Höfuðbúnaður og annað til-
heyrandi brúðarklæðnaðL
Gjafapakkningar sérlega
smekklegar.
Aðstoðum við vöruval.
Haukur lngibergsson skrifar um
HLJÓMPLÖTUR
RÚMT ár er nú síðan út kom
12 laiga plata með Hljómum
frá Keflavík, sem þótiti þá ein
hin fullkomnasta sem gefin
hafði verið út hérlendis,
bæði hvað flutning og upp-
tökutækni snertL Platan seld-
ist vel, og því hefur verið
haldið áfram á sörnu bra/ut og
þessa dagana er ný 12 laga
plata með Hljómum, útgefin
aif SG-hljómplötum, að koma
á markaðinn.
Hljómar eru 5 ára gömul
hljómsveit, sem er hár aldur
hljómsveitar, og hefur kjarn-
inn alltaf verið sá sami: Gunn
ar Þórðarson og Erlendur
Björnsson gitarleikarar ásamt
Rúnar Júlíussyni bassaleik-
ara. Um trommurnar hefur
Engilbert Jensen séð í 3 ár
og fyrir fáeinum mánuðum
byrjaði Shady Owens söng-
kona með hljómsiveitinni.
Þessar upplýsingar, áisamt
mörgum fleirum, gettur að
líta á bakhlið plötuumislaigs-
ins, en framhlið þess er mjög
snotur ,þótt ekki sé hún beint
frumleg.
Upptaka á hinni nýju plötu
er með ágætum, enda unnin í
London við fuHkomin skil-
yrði. Umsjón með þeim þætti
hafði Tony Russell, en hann
stjórnaði einnig fyrri upp-
töku sömu aðila, og eru þær
raunar svipaðar tæknMega.
Hvað lagaval emertir er plat
an all frábrugðin hinni fyrri,
en hún hafði að geyma 3 lög
eftir Gunnar Þórðarson, 2 lög
eftir aðra ísl. höfunda, en af-
gangurinn, 7 lög, voru er-
lend og áttu það yfirleitt sam
eiginlegt að hafa verið vin-
sæl með erlendum liistamömn-
um og því vel kunnug þeim,
sem á þessa tegund tiónlistar
hlusta.
Nú er á annan veg upp
byggt. Á hlið B eru 6 erlend
lög, sem eru lítt kunn hér-
lendis, og á hlið A eru ein-
göngu lög eftir Gunnar Þórð-
-arson. Verður þar fyrst fyrir
lagið „Sandgerður“. Þetta er
ekki mikið lag, sízta framlag
Gunnnars um árabil, og virð-
ist helzt samið í þeim tllgangi
að gefa raddböndum söngvar-
anna kost á svolítilli akro-
bati,k og fer Rúnar með aðal-
hlutverkið. 1 sjálfu sér er
söngurinn sæmilegur, en text-
inn kemst ekki tii skila og er
hraði lagsins ekki nægjanleg
afsökun.
í næsta lagi, „Ástarsælu",
bætix Gunnar mjög fyrir
Sandgerði. Þetta er nánast
vögguljóð, rólegt og ljóðrænt.
Engiltbert sér að mestu um
sönginn og tekst vel upp.
„Ég elska alla“ er lag í ,,soul“
stíl, og eru blásarar notaðir
til að gefa því hinn rétta blæ.
Söngurinn mæðir þarna me3t
á Shady, og má hún vel við
útkomuna u-na. Einnig kemur
Rúnar lítilsháttar við sögu.
„Lífsgleði" nefnist næsta við-
fanggefni og minnir uppbygg-
ingin um sumt á „Heyrðu mig
góða“ eftir sama höfund.
Þetta lag með sterkum
Wilson Piokett, sem er banda
rískur söngvari og einn aðal
postuli þeirra, sem „soul“-
tónlist unna. Þetta lag, sem
byggist á gítar og bliásurum,
raefnLst á íslenzku „Dansaðu
við mig“. Eragilbert syngur
og hefur oft suragið betur.
„Ég mun fela öll mín tár“ er
lítil og ljúf melodia sungin
margraddað, þó að höfuð-
ábyrgðin hvíli á Rúraari. Ágæt
is píaraóleikur gengur í gegn-
um aJlt lagið og gefur því létt
leik. „Vertu kyrr“ er þriðja
og jafnframt síðasta „soul“-
lag plötunnar, og er það
Shady sem fær að spreyta
ság með aðdáunarverðum
árangri.
„Að kvöldi dags“ er u-pp-
hafsstef úr píanókonsert no.
1 eftir Tchaikowsky, að vísu
í breyttu tempói, og það er ef
til vill skýringin á, að raá-
ungar að nafni Young og
Hilliard eru titlaðir höfundar.
Lítið ber á Hljómum í undir-
Hljómar og Shady.
rythma, sem er borinn uppi
af gítar og mjög góðum org-
elleiik, en um stund er horfið
yfir í rólegan millikafla, sem
Shady syngur. í aðalhliuftan-
um syngja Engiilbert, og fer
hann aðeins of hátt ti'l að
röddin njóti sín fullkomlega,
og Rúnar, sem er góður þrátt
fyrir lítilsháttar ónákvæmini í
tónmyndun á tveimur stöðum.
í heild er þetta eitt bezta lag-
ið.
„Er hann birtíst" er mesta
tónverk plötunnar. Þetta frek
ar rólega lag syngur Shady
og nýtur þar aðstoðar margra
hljóðfæraleikara auk BOljóma,
enda er árangurinn góður eft-
ir því. „Saga dæmda manns-
ins“ er lag í þjóðlagastíl, og
að sjálfsögðu er gítarinn að-
alhljóðfærið í undirleiknum
og sérstaklega er vert að gefa
millispilinu gaum. Söngur-
in-n en dúett Engilberts og
Shady.
Þegar plötunni er sraúið við
og erlendu lögin a-thuguð,
kemur fyrst í ljós framleiðsla
leik þessa lags, og er hann að
mestu kominn frá strengja-
sveit og píanói. Söngnum skil-
ar Engilbert með sóma. „Ég
er þreytt á þér“ er hratt lag
sungið af Rúnari, en hljóm-
sveitin hjálpar til' með
skemmtilegum samhljómum
við og við. „Regn óréttlætis-
ins“ nefnist lag eftir frægan
lag-asmið, B. Bacnarach, og er
það raæst því að vera í þjóð-
lagastíl, og hjálpar textinn
þar til. Shady syragur, en gít-
ar og flauta eru aðal hljóð-
færin.
Eöns og þegar er fram kom-
ið, eru fleiri hljóðfæraleikar-
ar en Hljómair viðriðnir þessa
plötu Er þar um að ræða 16
manraa lið blásara og streragja
sveitar auk pianós og ortgels.
Eru það emsikir hljóðfæraleik-
arar ,sem skila sínu verki
framúrskaraindi vel, en þróun
in hetfur almennt verið sú, að
í þeim hljómsveitum, sem á
árunum 1962—64 komu fram
með „beat“-tónlistina fram-
leidda með rafmagnsgíturum,
eru raú orðnir þroskaðir hljóm
listarmenn, sem famir eru að
nota möguleika symfóníunnar
í ríkum mælL Á þetta eink-
um við um brezka „pop“-
heimiran, en honum erum við
íslendingar tengdastir.
Eiran er só maður enn, er
kemur við sögu þessarar
plötu. Það er þúsundþjalla-
smiðuriran Þorsteinn Eggerts-
son. Hann er baxn síns tíma
og hefur áður vakið á sér at-
hygli fyrir að velja sér önin-
ur yrkisefni, en títt er um
danslagatextahöfunda sbr.
þjóðlífslýsinguna um Gvend á
eyrinni. Að þessu sinni hefur
Þorsteinn samið alla textana,
og er vart hægt að búazt við,
að slík fjöldaframleiðsla lendi
öll í gæðaflokki. Sumir text-
arnir hanga líka rétt í að vera
viðunamdi, en taka verður til-
lit tifl þess, að mjög erfitt er
að gera „soul“-lögin svo úr
garði, að vel sé, en Þorsteinn
er þó blessunarlega lauis við
þá náttúrurómantík og
væmni sem keyrt hefur um
þverbak á sumum íslienz'kum
plötum. Fáeiraiir textar stamda
þó vel upp úr meðalmennsk-
unni, og ber þar einraa hæst
heimspeki'legan texta „Regn
óréttlætisins". Þar segir: Á
rúðum dynur regn um allan
heim/ranglætið felur sólskin-
ið/vitum við þó vel/það varla
hentar þéim/sem frelisi elska
og frið/að fá regn og él/betra
er sólakinið.
Þegar litið er á þessa plötu
í heild, er full ástæða til að
óska Hljómum, og þá eirakum
Gunnaxi ÞórðarsyraL tóralisitar
legum leiðtoga þeirra, til
hamiragju — þrátt fyrir smá
hnökra, sem áður eru nefndir.
Megin breyting frá seiraustu
plötu er, að kvenrödd, og hún
ekkí af verri endanum, bætist
við, og er gleðilegt að heyra
hve vel Shady Owens ræður
við íslenzkuna, þrábt fyrir
skamma dvöl hérlendis. Er nú
svo komið, að Hljómar hafa
yfir að ráða beztu söngkröft-
um, sem fyrirfiniraast í eirani
hljómsveit hérlendis. Eininig
er ástæða til að benda á miun
betri trommuleik nú en áður.
Hvergi hefur veri'ð til spar-
að að gera þessa plötu sem
bezta úr garði ,enda er hún
víst orðin sú dýraota, sem um
getur í íslerazkri plötuútgáfu
og er vonandi að salan verði
þar í samræmi, enda væri það
fyllilega verðskuldað. Og
þeim, sem halda, að Hljómar
séu aðeins bítilóð táninga-
hljómsveit, er berat á að
kyraraa sér þessa plötu, og
munu þeir þá heyra, að þarna
eru á ferðinni tónlistarmenn
sem þroskazt hafa og þróazt í
bakt við sína samtíð.
Haukur Ingibergsson.
Þrjár þotur fórust
ÞRJÁR æfingaþotur á leið til
Keflavíkur eyðilögðust á Græn-
landi á sunnudag, þegar þær
gátu ekki lent vegna veðurs og
flugmennirnir urðu að stökkva
út í fallhlíf þegar eldsneyti
þraut. Einn flugmannanna fót-
brotnaði en hinir sluppu ómeidd
ir. Fimm orrustuþotur sem voru
á ferð með þeim gátu lent áður
en vellinum var lokað.
Æfingaþoturnar sem eru af
gerðinni T-33, voru á leið frá
Gæsaflóa til Keflavíkur, og áttu
að koma við í Syðra-Straums-
firði til að taka eldsneyti. í för
með þeim voru fimm orrustu-
þotur, F-5 (Northrop Freedom
Fighter) og þar sem þær eru
mun hraðfleygari gátu þær lent
áður en flugvellinum var lokað
vegna veðurs. Þegar æfingaþot-
urnar komu að, höfðu þær ekki
nægilegt eldsneyti til að leita
annars flugvallar'og hringsóluðu
því yfir Syðri-Straumsfirði í von
um að létti til. Eldsneytið þraut
áður en svo fór og björguðu flug
mennirnir sér í fallhlífum. Þegar
var byrjað að leita þeirra og
voru þeir allir fundnir innan
tveggja tíma, ómeiddir, nema
einn sem hafði fótbrotnað.
T-33 þoturnar áttu að leysa af
hólmi sams konar þotur í Kefla-
vík, sem herinn notar til æfinga,
en orrustuþoturnar höfðu þar við
'komu á leið tii annars staðar.
Ný íslenzk lund-
kynningnnnynd
FYRIR skömmu var frumsýnd hér
ný landkynningarmynd, sem
sænsku SAAB verksm. létu gera
sl. ár um ísland. Erlend hjón
komu hingað til landsins ásamt
kvikmjmdatökumönnum og ferð-
uðust víða um landið. Var mynd
in tekin frá sjónarmiði ferða-
lóinganna á landi og þjóð, en
myndin er tekin á 16 mm. filmu
og sýningartíminn er um 30 mín.
Kvikmyndin er tekin af Centr-
alfilm A.B., en er kostuð af Sverask
alfilm A.B., en er kostuð af
Svensk Aeroplan A.B. SAAB
verksmiðjurnar láta taka land-
kynningarmyndir "á hverju ári
og varð fsland fyrir valinu sl.
ár. Myndin verður lánuð til sýn-
inga hérlendis, en umboð Sveins
Björnssonar og co. hefur umsjón
með myndinnL
Ný skóldsogo
eftir Jokobínu
SigurðordóHur
KOMIN er út hjá Bókaútgáfu
Máls og menningar skáldsaga
eftir Jakobínu Sigurðardóttur, er
nefnist „Snaran“. Snaran er
fimmta bók höfundar og önnur
skáldsaga hennar. Sagan gerist á
ókomnum tímum, þegar íslend-
ingar eru orðnir stóriðjuþjóð,
varpar jafnframt ljósi á sögu
síðustu áratuga.
Skáldsagan „Snaran“ er 120
blaðsíður, prentuð í Prentsmiðj-
unni Hólum, en káputeikningu
annaðist auglýsingastofan Argus.
Fyrsta bók Jakobínu var ljóða-
bók með smásögum einnig, en
önnur bókin var stutt skáldsaga.