Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1068 Nú hefi ég einbeitt mér aftur að hðggmyndum segir Gerður Helgadóttir Cheval Mort, Dauðl hestur- inn, heitir litið sveitaþorp um 50 km fyrir vestan París. Þetta er dæmigert franskt sveitaþorp frá gramalli tíð, en nú á dög- um hefi ég heyrt á það minnzt í sambandi við tvo íbúa, frönsku kvikmyndaleikkonuna Brigitte Gerður úti í garðinum hjá sér við „Spíral" úr sementi, sem hún vann í sumar. Bardot — og íslenzka mynd- höggvarann Gerði Helgadóttur. Auðvitað var það Gerður, sem undirrituð ætlaði að hitta, er ég var þar á ferð í Frakklandi um mánaðamótin oktober og nóv- ember, og lagði leið mína gegn- um Bolulogne-skóginn eftir Vest- urhraðbrautinni til Cheval Mort. Þetta haust var einstaklega gott í Frakklandi eftir votviðrasamt sumar. Þessir dagar voru þeir heitustu í 80 ár á þessum árs- tíma og laufið ekki enn fallið af trjánum. Skógamir og garð- arnir voni þvi ákaflega fallegir — gulir, brúnir og rauðir. Úti í garðinum, framam við hús Gerðar, stóðu nokkrar höggmyndir á stalli og upp- hleyptar myndir héngu á hús- veggjunum. Gerður hafði verið búinn að koma þeim fyrir og láita garðyrkj umann snyrta garð inn, svo hægt væri að bjóða gestum á sýnimgu þar og inni í vininiuiatofuinni, en þá lagðist hún veik. Nú var komið of langt fram á haustið til slíkra hluita, svo hún ætlaði að fara að taka mynd irnar sínar inn aftur. — Það er farið að tíðkast mikið hér, að Jistamenn, sem eiga hús úti i sveiit, efni t£L ilistsýninga í görð- uim sínum og vinnustofum, seigir Gerður til skýringar. Þó þetta svæði hér kringum Mantfort sé í um 40 km. fjarlægð frá París, þá safnast hingað listamenn og kaupa sér hiús. Listunnendur og Parísarbúar yfirieitt hópast því hingað út eftir á vorin og surnr- in, og staðurinn liggur vel við fyrir sýningar. Ég ætlaði í fyrsta sinn að sýna hér heima núna, en varð of sein fyrir. Það er orð- ið of áliðið fyrir útisýningar. Kannski ég láti verða af því i vor, ef ég verð hér ennþá. Við komum okkur notalega fyr ir inni í vinnustofunni, sem er gríðarstór gömul hlaða og mjög hátt undir loft. Það var Gerði einkum nauðsynlegt meðan hún var að vinna að teikningum á kirkjugluggum í fudflri stærð og halaði þá myndirnar upp á vegg ina. Nú er vinnustofan full af höggmyndum, úr gipsi, steypu og málmum og upphleyptar steypimyndir á veggjum. Og á einum stað hefur Gerður tekið úr lúgu og komið þar fyrir rnynd með lituðum steinum og upphlyptri beggja megin. Hún hefur sýnilega unnið mikið að höggimyndaflist í sumar og geysi- leg breyting hefur orðið á högg- myndunum síðan ég kom þarna síðast. — Já, í sumar hefi ég ein- beitt mér að skúlptúrnum, segir Gerður. Undanfarin 10 ár hefur svo mikill tími farið í gerð kirkjuglugga. Ég hefi gert gflugga í 8 kirkjur, al'lt upp í 200 fermetra af glugigum í eiina kirkju Þetta er svo mikið verk og tekur svo langan tíma, að ógerlegt er að gera nokkuð ann- að á meðan. Einkum þar sem tím inn, sem manni er ætlaður, er alltaf of naumur. Eftir að frum- teikningar eru tilbúnar, þarf að vinna myndirnar upp í fulla stærð á pappa. Þá þarf að fara til Þýzkalands og vera þar til að velja gler og fylgjast með brennglunmi, því 'litir vilja taka breytingum í glerbrennslu. Af þessum sökum hefi ég haft alllt- of lítinn tíma til að vinna að höggmyndum. Og þá ekki átt mýjar myndir á sýningar, sem ég hefði viljað taka þátt I, og mér hefur verið boðið að vera með í. Og ekki vil ég fara að bjóða upp á gamlar myndir. — Af þessum ástæðum hefi ég í sumar tekið mér alveg hlé frá gluggagerðinni, til að geta ein- beitt mér að höggmyindunum, héllt Gerðuir áfraim. — Og ég ætla mér ekki að sfleppa svona hendi af höggmyndaliistinni aftur. Það er notalegt þarna í vinnu stofunni. Kötturinn malar í kjöl't unni á mér og ég stend öðru hverju upp til að skoða ein- hverja myndina. Þær eru með ýmsu móti og úr ýmsum efmum. - Ég vinn úr öllum möguleg- um efnum, segir Gerður. Nota miálma, sement ag gips eða yfir- leitt allt, sem hægt er að nýta í skúlptúr. Þó ekki plast, sem fyr ir mér er alveg dautt efni. Samt ætla ég að reyna það, því ég vil ekki vera einstrengislega á móti því. Vænzt þykir mér um bronz og kopar, blanda því stundum saman. — Það er dýrt efni? — Það er nú meinið, þetta er gífurlega dýrt efni að vinna úr. Svo það kemur varla til greina að gera stórar myndir upp á eig- in spýtur nema fyrir milfljóna- mæringa. Þarna stendur ein bronzstytta, sem síðar í vetur á að stækka upp í 2 V2 meter fyrir nýja sam- byggingu, sem arkitektinn Plo- quen er að gera í Rue Amelot í París. Styittan er gerð bæði úr bronzþynnum og bronzþráðum, sem bræddir eru og soðnir sam- an. Hún er ákaflega falleg svona lítil, hvað þá þegar hún teygir sig hátt upp í loftið eftir stækk- unina. Kötturinn er arðirnn eitthvað órólegur. Skríður með gólfinu og skattið sitendur Stíft út í loftið. Afllt í einu tekur hann undir sig stökk undir bókahifll- una, og kemur aftur með agnar- litla mús. — Svonia farðu út með þetta, segir Gerður, meðan gest- urinn situr stirðnaður með fæt- urna beirflt út í loftið. Gerður hlær. — Til þess er kötturinn, að halda húsinu músalausu. Þess ar litlu mýs koma hér í sveiit- inni inn, þegar haustar. Þegar við getum aftur snúið okkur að alvarlegum umræðum um listir, eegir Gerður að sér hafi þótt verst hvernig fór með höggmyndasýninguna í garðin- um, sem hún var búin að hafa svo mikið fyrir. — Nú er orðið of áliðið fyrir útisýningar, en eftir áramót býst ég við að sýna minni myndir í sýningarsal inni í París. Og svo kannski þær Stóru næsta sumar. — Ekkert að hugsa um að koma heim og sýna? — Jú, ég er alfltaf með hug- ann við að koma heim, svarar Gerður. Og eftir þetta ætla ég endilega að léta verða af því að koma til íslands og sýna það sem ég er að gera. Ég á til nóg af myndum á sýningu heima, en stærstu mymdirnar hér eru úr sementi og alitof dýrt að flytja þær svo langt. Þær eru jafnvel of stórar á sýningu hér, nema úiti í garði. Einnig er erf- itt að flytja myndir úr brothætit um efnum til íálands, alltaf hætta á að þær skemmist í flutningnum og málmmyndirnar eru of þung- ar. Ég mundi reyna að vinna eitthvað heima um sinn, hugsa ég, ef af því verður að ég komi. Það er gott að vinna heima á íslandi, ef maður getur komið sér upp vinnuaðstöðu. Vonandi getur orðið af því að Gerður komi heim til fslands áður en of langt um líður, svo við fáum að sjá það sem hún er að gera á sviði höggmyndalist- ar, þrátt fyrir þá erfiðleika sem myndhöggvari á í við að flytja síinar stóru þungu myndir milli lamda. — E.Pá. Þessa bronzstyttu eftir Gerði á að stækka upp í 2 '/> meter og koma fyrir í anddyri á nýju sambýlishúsi í París. Jólagjaíii FYRIR DÖMUR: Gjafakassar, glæsilegt úrval frá Elisabeth Arden á mjög hag- stæðu verði. SKRAUTSPEGLAR, ótal gerðir. BURSTASETT frá Regent of London vönduð og falleg. PÚDURDÓSIR ILMSPRAUTUR SÁPUR í fallegum gjafaöskjum. Baðsápur, gestasápur frá Morney og ElLsabefh Arden. Ilmvötn, steinkvötn og ilmkrem Aldrei meira úrval. — ★ — FVRIR HERRA: GJAFAKASSAR. Tabac, Onyx, Old Spice, Elisabeth Arden. ALLAR ÞESSAR VÖRUR ERU INNLEYSTAR FYRIR GENGIS- BRE YTINGUN A. Vesturgötu 2 — Sími 13155. Gerður við eitt listaverkið í garðinum. Ef myndin prentast vel má greina hvernig „gimsteinn“glitrar inni I sortanum I stytt- unnl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.