Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1-968
1
17
Vetrarstemning í Reykjav.k.
(Ljósm. Mhl. Ól. K. M.)
Benediktsson, forsaetiaráðherra,
hefur látið til sín heyra um þetta
mál og tók sumu af þessu vel, og
er þesa að vænta, að endurskoð-
unin nái fram að ganga, en það
spillti þó málflutningi Bjarna, að
hann reyndi að gera tortryggileg-
ar tillögur um endurbætur á kjör
um Alþingismanna og breytta til
högun þinghalds með fræðileg-
um bollaleggingum um atvinnu-
mennsku í stjórnmálum, en það
er alls óskylt ábendingum Ey-
steins Jónssonar. Bezt mun hins
vegar að ræða þetta mál blátt á-
fram og vafningalaust og horfast
í augu við, hvað gera þarf til
þess að Alþingi geti í raun og
sannleika verið áfram æðsta stofn
un landsins og þingmenn hinir
eiginlegu löggjafar, sem hafi tök
á því að hafa það samband við
fólk og atvinnuvegi se-m nauðsyn
ber til.
Þess er því að vænta að um-
ræður verið hreinlegar og hleypi
dómalausar um þetta merka mál“.
Nú er það sök sér, og út af fyr-
ir sig lofsvert að flutningsrmaður
máls sjái að hanm hafi ofmælt
og vilji taka vingjarnlegum
leiðbeiningum svo sem skilja
mátti á Eysteíni Jónssyni í lok
umræðnanna. Hitt verður ekki
talið til annars en óheiðarleika
og rangfærslna, þegar málefna-
legri gagnrýni er svarað á þanm
veg sem him tilvitmuðu orð í Tím-
amum gera.
Gerólíkar
skoðanir
Hér er um tvaír gerólíkar skoð
amir að ræða. Skoðanir, sem báð
ar eru þess virði, að rök séu færð
með þeim og á móti. A.m.k. tjáir
REYKJAVIKURBRÉF
.Laugardagur 14. des.
Þætti ekki
mikið hér
Á sínum tíma var sagt frá því
í fréttum, að þátttaka í forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum
nú í nóvember hefði verið ó-
venjulega mikil. Þegar öll kurl
komu til grafar, varð hins vegar
ljóst, að kosningaþátttaka reynd-
ist mjög svipuð og venja er til
þar í landi eða h.u.b. 60%. Þetta
mundi ekki þykja mikil þátttaka
hér á landi, því að eims og á var
drepið í Reykjavíkurbréfi ekki
alls fyrir löngu, þá er venjuleg
kosningaþátttaka hér um og of-
am við 90%. Kosnimgaþátttaka á
íslandi er áreiðanlega með því
mesta, sem þekkist í lýðræðis-
löndum. Þess vegna verður ekki
með sanni sagt, að stjórnmálaá-
hugi á íslandi sé lítill. Hann virð-
iat þvert á móti vera mun meiri
en víðast hvar anrnars staðar.
Þessa staðreynd er nauðsynlegt
að hafa í huga, þegar menn heyra
og íhuga — hinar að ýmsu leyti
fróðlegu — umræður um sum
grundvallaratriði stjórnmála, sem
nú eiga sér hér stað. Viðfangs-
efnið er ekki hér hið sarna og
Víða annars staðar: Að fá menn
til að koma á kjörstað og greiða
atkvæði. Þetta er býsna auðvelt
hér, þrátt fyrir miklar fjarlægðir
og erfiðar aðstæður í sumum hér
uðum landsins. Á hitt skortir því
miður verulega, að menm fáist til
nógu málefnalegra umraeðna, svo
að almenningi gefist kostur á að
taka ákvörðun sína eftir málefn-
um, en ekki hégiljum eða beinum
rangfæi'slum.
Virðingarverð
viðleitni
Af þessum sökum var tillögu-
gerð Eysteins Jónssonar um at-
hugun á starfsháttum Alþingis
áaamt framsöguræðu hans um
það efni og atöðu stjórnmálaflokk
amna harla virðingarverð. Ey-
steinn Jónsson hefur allra nú-
verandi alþingismanna lengsta
þingreynslu, og um skarpskyggni
hans er ekki að efazt, þegar hanm
vill beita henni eða réttara sagt
láta öðrum í té vitneSkju um
áramgur hennar. Af íhugunum
hans mátti þess vegna margt
læra. Einkanlega sagði hamn ým-
islegt rétt um starf stjómmáia-
flokkanna almennt og tengslin á
milli þeirra og almennings, þar á
meðal ekki sízt um viðhorf ungra
kjósenda nú á dögum. f þessum
etfnum veður uppi margháttað-
ur misskilningur. Flestir eða all-
ir stjórnmálamenn munu sam-
mála um, að flokkanna mesta
mein sé, hversu fáir leggja þar
hönd á plóg. Yfirráðalöngunin,
sem miargir og einkum hinir
yingri gruna hina svokölluðu for-
ingja um, er minni en ætlað er.
|Forustumennimir sækjast ein-
mitt eftir því að fá sem flesta til
virkra starfa með fullri vitund
um, að störfunum fylgja bæði á-
hrif og völd. Því fer einnig f jarri,
að áhrif almennra flokksmanna á
val frambjóðenda hafi minnkað
eftir að kjördæmin stækkuðu.
Kjördæmbreytingin varð til þess,
að flokkamir fullkomnuðu skipu-
liag sitt og færðu valdið í ríkari
mæli en áður í raun og veru út í
sjálf kjördæmin. Annað mál er,
að enn má margt betrumbæta
og þá fyrst og síðast með lifandi
starfi sem allra fllestra fyigjenda
hvers flokks innsm hans.
Full vinna?
Um það megin atriði, að efla
þátttöku kjósenda i starfi stjóm-
málaflokkanna, hljóta allir lýð-
ræðissinncir að vera sammála.
Það, sem Eysteinn Jónsson sagði
um minnbandi áhrif þingmanna
og ráðin til að bæta úr þeirri
Imynduðu minnkun, er aftur á
móti miklu hæpnara. Sumar for-
sendur hans fengu alls ekki stað-
izit, enda byggðar á hreinum mis-
Skilningi, og er þá ekki við því
að búast, að ályktunin verði rétt.
Hngum sem heyrði ræðu Ey-
steins, eða les hana eftir á, getur
blandast hugur um, að þunga-
miðja hennar var, að búa þyrfti
þannig að þingmönnum, að þeir
gætu sinnit þingmennsku sem að-
al- eða helzt einkastarfi, enda
vildi hann auka störf þiingmanna,
og lengja þingtíma frá því, sem
nú er. Um þetta fór hann mörg-
um orðum og skal einungis ryfj-
aður upp einn kafli þeirra hér,
en þar sagði hann:
„Nú er þannig búið að þing-
mönnum, laun þeirra eru þann-
ig, að þeir þurfa allir að afla
sér verulegra tekna umfram þing
mannslaunin, ef þeir eiga að hafa
nokkra von um sæmilega af-
komu. Það er óhugsandi að lifa af
þingfararkaupinu með þeim
kostnaði, sem þingmennsku fylg-
ir. Sumir eru að reyna að hafa
atvinnurekstur með höndum og
má nærri geta, hvernig þau vinnu
brögð verða miðað við það, sem
þeir þurfa að sinna af öðrum
störfum, þó einkum á vegum rík-
isins, því að það mun vera leit-
un á einkaatvinnurekanda, sem
telur sér fært að hafa alþingis-
mann í sinni þjónustu, eins og
nærri mát geta, þegar miðað er
við það, sem þeir þurfa að standa
í. Enn eru þeir sem lifla af þing-
farakaupinu, og svo greiðslum,
sem þeir fá fyrir störf sín í nefnd
um og stjórnum stofnanna, þótt
slfkt sé illkleyft. Ég tel að bæta
þurfi kjör alþingismanna, enda
má telja það fulla vinnu að sinna
svo vel þingmannastarfi, að Al-
þingi haldi sínum hlut, eins og
komið er málum“.
Á að stofna
sérstaka
þingmannastétt?
Bjami Benediktsson vakti at-
hygli á því meginatriði sem fólst
í málflutningi Eysteins, að stofna
ætti eða efla sérstaklega stétt
stjórnmálamanna eða þingmanna.
Bjarni sýndi fram á ókostina við
þessa hugmynd og taldi hitt höf-
uðnauðsyn, að alþingismenn slitn
uðu ekki úr tengslum við þjóð-
lífið í heild með því að rjúfa
böndin, sem margvísleg störf með
almenningi og í hans þágu binda.
Oft hefur verið að því fundið, að
ákveðnir hópar manna hafi um
skeið orðið of fjölmennir á al-
þingi. Eitt sinn var talið, að prest
ar væru þar of margir, síðan var
talað um sýslumenn og enn síð-
ar um lögfræðinga almennt, þá
um blaðamenn og ritstjóra og nú
um bankastjóra. Allar má þessar
aðfinningar til sanns vegar færa,
en allir þessir hópar hafa orðið
svo f jölmennir vegna þess að þeir,
sem þá skipuðu, höfðu starfa
sinna vegna tengst við fleiri en
hinir, sem aðrar stö’ður skipuðu
og gáfu kost á sér til þing-
mennsku.
Keppikeflið hlýtur ætíð að vera
það að fá sem flesta þeirra, er
skara fram úr vegna starfa sinna
og vegna kunnugleika í sem allra
flestum greinum, til að taka sæti
á Alþingi. Með því eykst vegur
þingsins og líkurnar vaxa fyrir
því, að það geti staðið undir hin-
um mikla vanda, sem því er á
herðar lagður.
Atviimumennska
ekki óskyld
málflutningi
Eysteins
m/
Skömmu eftir umræðurnar á
Alþingi tók Tíminn sig til og
skrifaði forustugrein um málið,
þar sem m.a. var sagt:
„Eysteinn hefur lagt áherzlu á,
að þetta mál væri hafið yfir
fk»kka, og höfuðatriðið sé að
efla áhrif Alþingis til mótvægis
ráðherra- og sérfræðingavaldi,
sem ella verði of áhrifamikið í
sjálfu löggjafarstarfinu. Bjami
ekki sá háttur að saka þamn, sem
hófsamlega bendir á skoðana-
munin, um spillingu í málfutn-
ingi, vafninga, óhreinleika og
hleypidóma. Þvílikt arðaskvald-
ur hlýtur að vekja þær grun-
semdir, að hér sé annað hvort ver
ið að hlaupa frá málstað, sem þyk
ir svo óvænlegur til fylgis, að
hann eigi að fela, eða ætlunin sé
að fara fram með óheilindum og
fá almenning til að stofna sér-
staka stétt stjórnmálamanna, sem
telji það fulla vinnu að sinna
þingmannsstarfi, án þess að al-
menningur veiti því athygli,
hvað í raun og veru sé að gerast.
Talið um óheilindi stjórnmála-
manna hefir ekki sízt styrkst af
slíkum málfutningi sem Tíminn
hefur hór enn einu sinni orðið
ber að. Vera kann, að það, sem
hér skortir, sé kjarkur til að þora
að standa við sannfæringu sína.
En þessi málflutningur Tímans
er, hverjar sem orsakir hans eru,
því varhugaverðari sem hér er
ekki um einstakt dæmi að ræða,
heldur er þetta hin síendurtekna
aðflerð Tímans og margra Fram-
sóknarmanna. Og þá ekki sízt
varðandi efnahagsvandann nú,
þar sem þeir aldrei þora að segja,
hvað í raun og veru vakir fyrir
þeim heldur reyna að gera mál-
stað andstæðinganna tortryggi-
legan og leggja áherzlu á auka-
atriði, sem enga lausn geta veitt
á sjálfu höfuðvandamálinu. Sami
er tvískinnungurinn gagnvarf
æskulýðnum. Þar má sjá bros-
legan kappleik, sem hinar ungu
kempur Tímans heyja innbyrðis,
jafnframt því, sem þeir tala um
sig sem „reiða unga menn“ og
vita þó allir að þeir eru fyrst og
fremst reiðir hver við annan,
vegna þess að hver telur hinn
þvælast fyrir sér í valdastreit-
unni. Berum allar þessar vöflur
og tvísögli samian við hin hrein-
skilnu orð raunverulegs verka-
lýðsleiðtoga, norska stjórnmála-
mannsinis Tryggve Brattelis, sem
fyrir skömmu skrifaði mjög at-
hyglisverða grein um vandamál
æskulýðsins í Nordiisk Kontakt.
Orð hans hafa þeim mun meiri
þunga sem hann á æskuárum
sannaði með athöfnum sín-
um, að hann var reiðubúinn
til að þola áþján og fangelsun
vegna sannfæringar sinnar. —
Bratteli segir m.a.:
„Hvernig eigum
við að um-
gangast
æskulyðinn-
Við verðum að viðurkenma rétt
hans til að haga sjálfur lífi sínu
á eigin ábyrgð. Við eigum enga
kröfu til þess, að hann taki við
lífsháttum okbar og venjum.
Á hinn bóginn held ég ekki,
að eldri kynslóðin nálgist hina
yngri með því að hún komi fram
vælandi sem iðrandi syndarar,
sem beri öll bágindi heimsins á
herðum sér.
Þeir, sem hafa lifað og unnið
hingað til í þessu landi, hafa enga
ástæðu til þvílíkrar auðmjúkrar
sjálfsafneitunar. Kynslóð mín get
ur tekið ábyrgðina á þvi, sem hún
hefur gert — einnig á því, sem
hún hefur gert öðruvísi en vera
skyldi.
Við eigum að vera tilbúnir að
nálgast nýjar kynslóðir hvar sem
er og hvenær sem er.
Við eigum að taka unga menn
alvarlega og við eigum að hlusta
náið eftir því, sem þeir segja —
ekki af kurteisi, heldur vegna
þess, að lifandi umhverfi þarf
stöðugt að verða fyrir áhrifum
vaxandi æskulýðs.
Æsbulýðurinn óskar hreint
ekki eftir því, að taka upp okkar
hætti, — hann býst heldur ekki
við því, að við í orðum eða at-
höfnum reynum að lrta út eins
og við séu ennþá táningar. Ungl-
ingunum sjálfum finnst fátt skop
legra en þegar gamlir frændur
eða frænkur reyna að láta eins
og þau væru hinir yngstu meðal
ungra.
Krafian um áhrif getur í lýð-
ræðislandi einungis verið krafa
um aðild að valdi, sem allir eiga
að taka þátt í. Æskulýðurinn bið-
ur ekki um — og á heldur ekki
kröfu til — nokkura sérstaks
valds handa sjálfum sér.
Við hinir áskiljum okkur einn-
ig ætíð réttinn til að meta — að
samþykkja eða synja.
Einu sinni var venja að tala
með fyrirlitningu um söguna —
samkvæmt þeirri kenningu áttum
við einungis að hugsa um fram-
tíðina. En útsýnin skapast ein-
ungis af sjónarhóli hins liðna. Sá,
sem reynir að slíta tengslin við
þá, er lifðu á undan okkur, gerir
lífið fátæklegt fyrir sjálfan sig.
Réttur til ofbeldis
Á seinni árum hafa menn aft-
ur — m.a. í sambandi við stúd-
entaóeirðir — vakið spurning-
una um réttinn til að beita of-
beldi í stjórnmálum.
I sögunni hafa ætíð veri’ð þjóð-
ir og stéttir, sem hafa litið á of-
beldið sem einasta ráðið til þess
að komast út úr ósæmandi á-
standi. Aldrei hefur gagnað að
halda siðapredikanir um slíkt.
En spurningin, sem menn verða
að spyrja er, hvort grípa eigi til
ofbeldis einnig þar sem lýðræð-
ið hefur opnað möguleika til raun
verulegra breytinga.
Ég held, að það sé hættulegur
leikur að eldi. Réttur til ofbeldis
getur einungis byggst á eigin yf-
irlýsingu þess, sem grípur til of-
beldisins. Éngin hlutlaus dómstóll
getur ákveðið forsendurnar fyrir
beitingu ofbeldis í innri valda-
baráttu í lýðræðisþjóðfélagi.
Sannarlega höfum við lifað á
öld ofbeldisins — og vifT höfum
fengið nóg af því.
Allt nýtt er ekki gott, og allar
breytingar horfa ekki til þess að
gera heiminn betri. Einnig hið
nýja verður að fara í gegnum
hreinsunareld mats og dómgreind