Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968 — Fulltrúardðsfundur Framhald af bls. X önfandi erindi hans. Það er ekki daglegur viðburður hér á landi, sagði ráðlherrann, að ungir vís- indamenn kveða sér hljóðs með þeirn hætti, sem nú var gert. Vísindamenn hafa oft sitthvað að segja um sín málefni, sem okkur leikmönnum er lítt skiljanlegt. En hér var talað skýru máli, samfara áhuga æskumannsins, vilja til framsóknar og eflingar atvinnuþróun á nýjum slóðum. Það er sem betiur fer ekki ein- steett, sagði ráðherrann, að vís- indamenn okkar hafa rutt veg- inn til ra/unhæfra framkvæmda. Hann minnti á frumherjastarf Baldurs Líndal, efnasériræðings, í því að komið yrði hér upp kísil- gúrverksmiðju. Þegar erlendar rannsóknarstofur töldu botnleðju Mývatns ekki hæft hráeifni til fyrsta flokks framleiðslu, fór Baldur sjálfur á vettvang og sannaði þessum rannsóknarstof- um, að þessi neikvæða niður- staða væri röng. Nú hefði bjart- sýni, áræði og þekking þessa ís- lenzka sériræðings reynzt alveg rétt við framleiðsilu kísilgúrs við Mývatn. Iðnaðarmálaráðherra sagði: 'Þessi ungi áhugamaður og sér- fræðingur áminnti okkur fundar menn um nauðsyn þess, að við héldum vöku okkar. Hann varaði við því, að við íslendingar létum það henda okkur að verða of seinir til þess að hagnýta auð- lindir okkar meðan tækifæri gefst. Leggjum okkur þetta ríkt á hjarta. Við eigum að slá skjald- borg um slíka unga menn, meta áræði þeirra og trú á landið. Við þurfum að virkja alla þá þekk- ingu, sem hinir eldri og yngri búa yfir og ganga ótrauðir til samstarfs við erlenda þekkingu og hagnýtingu erlends fjár- magnis, eftir því sem nauðsyn krefur. Að lokum sagði ráðherrann: Heimsókn þessa unga manns, dr. Vilhjálms Lúðvíkssonar, til okk- ar á þennan fulltrúaráðsfund Sjálfstæðisfélaganna í kvöld er mikið gleðiefni og við þökkum honum fyrir komuna. Hér fer á eftir erindi dr. Vil- hjálms Lúðvíkssonar: Hinir vaxandi erfiðleikar ís- lenzks efnahagslífs hafa undan- farið vakið miklar umræður um framtíðarskipan þess og atvinnu- veganna. Miikið verðfall fiskaf- urða á markaðsisvæðum okkar sýnir áþreifanlega hættur þess að vera einhæfri árstíðabund- inni náttúruuppskeru háður, og minnkandi aflamagn styður þær upplýsingar Jóns Jónssonar, for- stjóra Hafrannsöknarstofmmar- innar á nýafstaðinni Vísindaráð- stefnu, að allir íslenzkir fiski- stofnar nema ýsustofninn séu nú þegar fullnýttir og í nokkrum tilfellum ofnýttir. Þótt ef til vill sé ekki ástæða til a ðdraga úr fiskveiðum, og allir leggi áherzlu á betri skipu- lagningu þeirra og aukna vinnslu aflans, þá er ekki leng- ur deilt um, að þörf er á nýjum abvinnuivegum og athafnasviðum, sem geta fært okkur efnahags- öryggi og jafnframt orðið undir- staða þess efnahagsvaxtar og þeirrar fólksfjölgunar, sem ís- lenzka þjóðin hlýtur að búast við á komandi árum. Ég tel, að það hafi alveg orð- ið þáttaskil í almennum skiln- iingi á nauðsyn nýsköpunar á undangengnu einu og hálfu ári þannig að sumir þeir, sem ekki máttu heyra minnst á álverk- smiðju fyrir tveimur árum, fagna nú hverri frétt um von á erlendu fjármagni til stóriðju- framfcvæmda. Það er reyndar hinn almenni áhugi á nýiðnaðar- málum, sem liggur að baki því, að ég var beðinn að ta>la hér í fcvöld og ég vil þakka fyrir þann heiður, sem Fulltrúaráðið sýnir mér með því að bjóða mér til að tala um þessi áhugamál mín, sem ég vonast til að geta gert að ykkar áhugamálum hér í kvöld. Ég ætla hér á eftir að segja ykkur í stuttu máli frá hug- myndunum, sem uppi eru um sjóefnavinnslu, þ.e. 1) á hverju hún grundvallast, 2) hvernig uppbyggingar henn ar er hugsuð, 3) hver væru hugsanleg um- svif hennar, og þar með þjóð hagsleg áhrif, 4) þá ætla ég að skýra frá því hvað er að gerast í rannsóknum varðandi hana, 5) loks langar mig til að rabba við ykfcur um framtíðar- möguleika í efnaiðnaði á íslandi og reyna að leggja til hvernig við gætum stefnt marvissf að uppbyggingu hans. SJÓEFNAVINNSLA — GRUNDVÖLLUR Það má telja nokkurn veginn víst að í upphafi muni íslenzkur efnaiðnaður byggja rekstur sinn og samkeppnisaðstöðu á sérstök- um aðstæðum, sem hér eru til staðar, og er þá átt við þær auð- lindir, sem við eigum í orku og hráefni, sem hér kunna að vera ódýrari eða betri en annars stað- ar. Þannig er um Álverfcsmiðj- una, sem byggir á ódýrri raf- orku, og kísilgúrverksmiðjuna, sem byggir á gæðamiklu hráefni og ódýrri varmaorku frá jarð- hita. Hugmyndir þær, sem settar hafa verið fram um sjóefna- vinnslu, aðallega af Baldri Lín- dal, efnaverfcfræðingi, eru frá- bært dæmi um það hvernig hugs anlega megi hagnýta báðar orfcu- lindirnar í stórum sfil svo og innlenda hráefnalind til átaka á siviði efnaiðnaðar er náð geti al- þjóða mælifcvarða þegar fram líða stundir. — Þar sem báðar orfculindimar eru nýttar og auk þess notuð innlend hráefnalind miá ætla að fyrirtæfci hefði það svigrúm, sem nægði þvi til að byggja upp traustan og arðbær- an refcstur. Það má segja að arðhæfni vinnslunnar byggist á nálægð eins af hiáhitasvæðum landsins við sjó. Jarðhitasvæðið á Reykja nesi er hluti af jarðelda- og jarð-' hitabelti, sem liggur úr hafi um Reykjaneis norðaustur yfir land- ið og er grein af svonefndum Atlantshafsihrygg. Á þessu belti eru einnig Krísuvíkursvæðið og Hengilssvæðið. Þar sem svæðið er svo nálægt sjó og raunar umkringt sjó á þrjá vegu eins og sést af mynd- inni (sjá mynd á forsíðu) þá eru hin heitu berglög op- in fyrir innstreymi sjávar og þá verður í hverunum saltvatn en ekki ferskt, sem við eigum annars að venjast. Þegar sjór eða vatn streymir inn í hin heitu berglög djúpt niðri, þá hitnar það að sjálfsögðu en vegna hins mikla þrýstings djúpt í berglögunum sýður það ekki heldur er fljótandi vökvi. Þegar svo borað er og opnuð er leið til yfirborðsins þar sem þrýstingurinn er miklu minni, þá snöggsýður og holan gýs. Vatnið eyðir hitainnihaldi sínu með því að breytast að nokkru leyti í gufu. Þess ber að gæta að í krafti sínum tekur gufan með sér mik- ið vatn í smádropum og það er þetta vafn, sem fyrst og fremst myndar hinn sjáanlega gosstrók. Vatnið eða saltvatnið má skilja frá gufunni og fæst þá annars vegar saltlögurinn, sem er hrá- efnalindin og hins vegar gufan, upp úr borholunni hefur breytzt töluvert að efnainnihaldi frá því sem það var í sjó. Af töflunni sést að seltan, eða natríum klóríð, hefur aukizt m.a. vegna uppguf- unar, bæði á meðan það er í jörð inni og svo náttúrlega við gosið þegar mikið vatn fer í burtu sem gufa. Einnig hafa orðið efna- skipti, sum efni hafa .nærri horf- ið eins og magnesíum, en önnur aukizt eins og kalí og kalsíum. Þetta leiðir til verulegrar hag- ræðingar, því með þetta háu innihaldi af t.d. salti, kalí og kalsíum er orðið hagKvæmt að vinna þessi efni. Af efnum þeim, sem ætlað er að nýta, fæst einungis magne- síum og ef til vili bróm úr sjó, enda lítið sem ekkert magnesíum í saltlindinni, en önnur efni er hagkvæmara að vinna úr hinni heitu saltlind . UPPBYGGING Það er hægt að hugsa sér upp- byggingu sjóefnavinnslunnar í þrepum eins og sýnt er hér á BJðr JarBsJór Bkeljasaadur JarSgufa Olía Eaforka Tftansandur Eaforka Raforka JarSolfa títan málm, sem er ört vaxandi að notkun og í háu verði. Hér eru ódýr raforka og jarðhiti meg inundirstaðan í framleiðslu. Á þriðja stigi má svo telja ým- is rafklofntingssambönd af salti, eins og klór og vítissóda, vetni, saltsýru, klóröt og ýmis sambönd af natríum. Hér eru ódýr raforka og að nokkru leyti gufa undir- stöður framleiðslunnar Þegar klór er til staðar opnast möguleikar til að framleiða ým- is lífræn klórsambönd. Merkast þeirra er vinylklóríð og plastið polyvinyl klóríð P.V.C., sem úr því er unnið. Þessi efni má fram leiða beint úr jarðolíu án und- angenginnar olíuhreinsunar, með svonefndri rafbogaaðferð, en undirstaða hennar er að sjálf- sögðu ódýr raforba í mifclu magni. Þegar svo öll þessi efni eru fyrir hendi þá er komin undir- staða að almennum innlendum efnaiðnaði eða smáiðnaði, sem á honum byggist og þá er það að- eins ímyndunaraflL bekking og Salt Kalf Kalslum klðrfV Iiitíum sambðnd Bróm Sódi Katrfum Maguesíua Títaufum Vítissódi Klór Vetni Saltsýra Natrfum Peroxýd Natrfum HypoklðrfS Natrfum Klóröt Vinyl KlðrfS Etylene Díklórfö Vlnyledene KlórfS P.V.C. Lífræu Klórsambönd ALMENNUIÍ EFNAIÐNAÐUR PREPUPPBYGGING SJÖEFNAIÐNAÐAR útsjónansemi einstaklinganna, sem takmarkar möguleikana. Þegar þetta þrep fer að byggj- ast upp þá fer áhrifa vinnslunn ar fyrst verulega að gaeta í at- vinnulífinu. Það skal tekið fram, að tækni- lega mætti framleiða miklu fleiri efni en hér eru sýnd, og engin tilraun er gerð til að gera til að gera töfkina tæmandi. myndinni. Fyrst koma þau efni, sem unn- in eru beint með uppgufun úr jarðisjó eða fellingu úr sjó. Þar með eru salt, kalí, bróm, litíum karbonat, kalsíumklóríð og rnagnesíum hydroxýð. Hér er jarðhitinn megin orkulindin, en auk þess eru notuð skeljasand- ur og jarðolía. Úr salti og magnesíumhydrox- ýð má svo vinna léttmálma eins og natríum og magnesíum málm. orkulindin, sem síðan er notuð Elf hér finnst svo títansandur í til að gufa upp meira af vatm nýtanlgu formi (en það er jarð- þangað til söltin kristallast úr fræðilega líklegt, en ekkert kann EPNASAMSETNINO SJAVAR 00 SALTLINDAR Sfnl 1 BjO mg/kg) I enltllnd (mg/kg) Hlutfall ILÓBID 19.000 27.400 1.44 HATRlDM 10.000 13.800 1,33 BÚLPAT 2.650 128 0,048 MAONESlDH 1.270 45 0,035 ÍALSlUM 400 2.200 5,0 XALlUM 380 1.920 0,1 BB0K 68 98 l.B BÖB 4,8 13 3,8 ILOOBtD 1.4 0,7 0,0 tlTÍW 0,1 7,4 74 JOÐ 0,05 0,5 10 BlLIKAT 2,8 543 217 leginum. að), þá er með hjálp natríums Hið heita saltvatn, sem spýtist eða magnasíums hægt að vinna UMSVIF Til að gefa aðeins hugmynd um hugsanleg umsvif og stærð þeirrar vinnslu, sem hér um ræð ir, hef ég gert hér töflu yfir nokkrar hiugaanllegar framleiðslu greinar á hverju hinna fjögurra aðalstiga. Hér er aðeinis um sam- anburð að ræða og gefur efcki endilega réttar bugmyindir um hvernig vinnslan byggðist upp, né er hún tæmandi að því er varðar hvert stig. Tölurnar ná yfir hugsanlega stærð, orkuþörf, mannaflaþörf, stofnkostnað og framleiðsluverð- mæti nokkurra greina. Á fyrsita stigi eru umsvifin ekki mikil. Stofnkostnaðlur er um 12 milljónir dollara. Heildar- verðmæti framleiðslunnar að undanskildum sóda er um 3,1 milljónir dollara, en þar af er iðnaðartsaltið einunigis um 0,6 milljónir dollara. Hins vegar er það lykillinn að öllu sem á eftir fer. Á næsta stigi, sem byggist á magnesíumvinnslu er stofnkostn- aður töliuvert meiri og fram- leiðsluiverðmæiti um 10,1 milljón dolliara að meðtalinni sóda- vinnslu. Svipaðar stærðartölur gilda um klór- og vítisódavintnslu á þriðja stigi. Á fjórða stigi þegar um P.V.C. framleiðslu er að ræða, sem sam- svarar um 90.000 t/ár af fclór, þá er framleiðsluverðmætið um 40 milljón dollara. AlLs eru framleiðsluverðmætin um 68 milljónir dol'lara, en stofn kostoaður um 65—70 milljónir dollara. Samanburðartölur um ailla útflutningsframleiðslu ís- lendinga fyrir árið 1967 sýna, að þessar tökir eru af sömu stærð- argráðu. Einnig eru gefnar sam- anburðartölur yfir fyrsta hluta Áltoærðslunnar í Straiuimsvík. ÞJÓÐHAGSLEG ÁHRIF Etftirtefctarvert er að við alla þessa framleiðslu þarf ekki nema um 840 manns, en um 11.000 manns staria við ala núverandi útflutningsatvinnuvegi. Lætur nærri að framleiðnin sé 10 sinn- um meiri í sjóeflnaiðjunni, svo ekki er hún beint svar við fram- tíðaratvinnuleysi né veldur hún verulegri spennu á vinnumark- aði á þenslutímum. Af tölunium um orkuþörf, fcæði jarðhita og raforku, sést að þarna fæst markaður fyrir orku- lindirnar I mjög stórum stíll. Læt ur nærri að þurfi annað orku- ver á borð við Búrfellsvirkjun fullnýtta (210.000 kW) til að standa undir þessum iðnaðL Einnig þarf um 400 tonn af gufu 'á fclst., en til samanbuirðar er gufuþörf Kísilgúrverksmiðjunn- ar um 25 t/klst. Þungi útflutningsfiramleiðsl- unnar frá þessum verksmiðjum er að nettó þunga nálægt þuniga allra núverandi útflutningsafurð anna og gætu flutningar íb- lenzkra skipa þannig aukizt um helming í útflutningi. Þjónuista og ýmis starfsemi, sem í kringum framleiðsluna rís, verður auðvitað mikil og þar koma áhrifin verulega fram í atvinnulífinu og skattar og op- inber gjöld af starfseminni ættu að verða veruliegur tekjúauki fyrir ríkisbúskapinn. YFIRSTANDANDI RANNSÓKNIR Það sem verið er að gera nú í athugunum varðandi sjóefna- vinnslu er tvíþætt: a) Annars vegar eru jarðfræði legar kannanir á jarðhitasvæð- inu á Reykjanesi, þar sem reynt Framhald á bls. 24 HoasAwiiEcrr lairAKO BJQimvnwgtiy Vinnsluþáttur Btnr9 t/ir AfLþörf tafuþðr* Btofnkostn, ■uu. • SðlnYerVkMtl ■1UJ. • BALTVINNSLA ViBksalt Iðnaðaraalt Kkll Xalslua klörlB Brða Lltiua BambOnd B0DZ ■AONBSlUB VINNSLA Kagnesiua nðr «Löa-VlTI8SðDA VINNSLA nðr VÍtiaaðdi t.v.o. 80.000 300.000 25.000 43.000 750 600 83.000 18.000 80,000 80.000 100.000 '305.000 8 alUJ* 100 .7 »»• 1 ,78 V ».• f .8 >.U J 0,7 0,6 0,78 0, o, 0, M 3.1 40,000 1,9 mlllj, 800 10,8 40.000* 40 00.000 400 25-80 aillj.f 1.0 4.® V4# ALLIR KOVSRANDI OrrLOTNINOS- ATVINNUV8GZB 406.60p 80.000 8,9 BlU|» 840 U.000 70-60 alllj.8 «• ■lllj. I 8.000 ainj. BPt 4.S* anii. mr. ÍT’SUU.I (U muu. *».

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.