Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968 — F ulltrúaráðsf undur Framhald af bls. 10 er með borunum að fá svöt við Bpurningum, er varða útbreiðslu þiegs, hitastig og afkastagetu í gúfu; seltumagn og efnasamsetn- ingu saltlögsins og forðabúr svæðisins af salti, kalí og þeim efriiU.m, sem aukning hefur orðið á i leginum. í stuttu máli er ver- ið að leita upplýsinga um stærð og varamleika auðlindanna, og ég held mér sé óhætt að skýra frá því, að mikil bjartsýni ríkir meðal jarðfræðinga og verkfræð- inga um að þær séu bæði stórar og varanlegar. b) Hiins vegar eru verkfræði- legar forkannanir á því hvernig vinnslunni skuli háttað og hve arðbær hún sé. Sem stendur er- um við að reyna að spá fyrir um það á hvaða verði við getum framleitt salt, kalí og bróm á fyrsta stigi vinnslunnar og reyna að £á úr því skorið hvort við getum verið samkeppnisfærir á alþjóðamarkaðL Ranmsóknimar fjalla bæði um vinnsluna sjálfa, flutninga á framleiðslunni og markaðsmögulleikania. Niðurstöð- ur af þessum athugunum verða væntanlega tilbúnar í lok næsta mánaðar. FRAMTfÐARMÖGULEIKAR Mig langar nú til að ræða við ykkur möguleikana í íslenzk um efnaiðnaði eftir því sem tími er til. Eins og ég sagði áðan þá má telja það víst, að íslenzkur efna iðnaður mun í byrjun (og ég legg áherzlu' á í byrjun) grundvall- ast á ódýrri orku, raforku og jarðhita. Því miður er raforku- frekur efnaiðnaður ekki lengur ails ráðandi eins og á árunum um og eftir heimsstyrjöldina fyrri þegar Norðmenn komu á fót sin um efnaiðnaði. Ég get ekki ann- að en harmað það slys, sem varð þegar við ekki notfærðum okkur þau tækifæri, sem Titanfélagið og Sætersmoen buðu okkur á þeim tíma. Vafalaust væri efna- 'hagsaðstaða okkar töluvert önn- ur nú en orðið er, ef það mál hefði gengið fram. En spumingin er þá, hvað get um við gert nú ti'l að byggja upp efnaiðnaðinn eins og nú er ásatt? Til allrar hamingju eru enn allmargar framleiðslugrein- ar sem fyrst og fremst byggja á raforku til að framkvæma hin- ar nauðsynlegu efnabreytingar og nota hana þá venjulega i svo ríkum mæli að verð hennar er verulegur þáttur í framleiðslu- kostnaðinum. Hér á undan var sýndur alllangur listi slíkra efna, en þar að auki hefur oft verið stungið upp á fosfórbrennslu, silisíum málmbræðslu, o.fl. Vænt anlega liggja miklar framtíðar- vaxtarmöguleikar í framleiðslu léttmálmanna magnesíum og natr íum og sýnist mér við t.d. hafa möguleika á einstakri aðstöðu í framleiðslu á natríum ef við bæði höfum ódýrt salt og ódýra raforku til staðar. Það sem varpar skugga á þess ar hugmyndir er sú staðreynd, að kjarnorkan er nú í uppsigl- ingu og vandamál á nýtingu henin ar eru óðum að leysast. Þetta mál var nýlega rætt á fundi Efnaverkfræðideildar V.F.f. og voru þá lögð fram gögn frá ýms- um alþjóðastofnunum, sem um orkumál fjalla, og sýndu þau að innan skamms tíma, ef til vill tiu ára, verði framleiðsJuverð raf orku frá kjamorkuveri, sem bæði geti selt raforku og af- gangsvarma (svipaðan að eðli og jarðhitinn er hér) þá lækkað niður í það, sem gerist við ó- dýrustu og stærstu vatnsafls- virkjanir, og það er jafnvel lægra en gerist hér á landi. Þar sem auðvelt er að stað- setja kjarnorkuver á eða við sjálf markaðssvæðiin, þá er auð- séð að innan skamms verður for- skot okkar í ódýrri raforku og jafnvel jarðhita með öllu tapað, í samkeppni á a'lþjóðlegum orku markaði. Jakob Gíslason orku- málastjóri lét að því liggja á Vísindaráðstefnunni, að þá myndi ef til vill borga sig fyrir okkur að flytja inn rafmagn eft ir sæstreng, heldur en að virkja sjálfir. Af þessu er ljóst, að ef orku- lindirnar eiga að verða okkur nokkurs virði til iðnaðaruppbygg ingar, þá verðum við að nýta þær á mjög skömmum tíma, í hæsta lagi á 15 til 20 árum, eftir því hve markaðssvæði þau, sem við keppum á eru fljót að tileinka sér kjarnorkuna, og eft ir því hve virkjunartækni okk ar fleygir fram. Þessi skammi tími er mér mjög mikið áhyggjuefni, ekki vegna þess að við getum ekkert gert á þessum tíma, heldur vegna þess að enn hefur allt of lítið verið gert til að kanna orku- svæðin og undirbúa nýtingu þeirra og því síður athugað hvern ig mætti gera raforkuna að verð- mæti með iðnaði. Þar sem meðgöngutími vatns- aflsvirkjana er nokkuð langur, og alls ekki liggur ljóst fyrir hvar eða hvernig skuli virkjað á hinum ýmsu orkusvæðum, þá er bráð nauðsyn á því að gera átak í því að ljúka undirstöðu- rannsóknum og virkjunaráætlun um á öllum helztu orkusvæðum okkar. Þar með eru talin: Þj órsár-Hvítár svæðið Laxár-Jökulsársvæðið í Þing- eyjarsýslu. Jökulsár á Brú — Lagarfljóts- svæðið. Enn sem komið er hefur nær eingöngu hið fyrstnefnda svæð- ið verið kannað og það ekki nema að takmörkuðu leyti. Þessar rannsóknir verður að gera til þess að hafa tiltæk svör við spurnin.gunum: 1. Hvar á að virkja næst? 2. Hvernig á að virkja? 3. H.vað kostar orkan frá hverju orkuveri? Hið síðaisita hefur að sjálf- sögðu grundvallarþýðingu fyrir möguleikana á raforkuiðnaðar- framkvæmdum, og samninga við hugsanlega orkukaupendur, er- lenda sem innlenda. En það er ekki nóg að vita hvar má virkja og hvað orkan kostar. Yið verðum einnig að finna markað fyrir orkuna og bókstaflega leita uppi þær iðn- greinar, sem á orkunni gætu byggzt og kainna arðhæfni þeirra hér. Sjóefnavinnslan er að mínu viti mikilvægt spor, ef hún reyn ist hagkvæm, því hún getur breitt mjög úr sér eins og ég reyndi að sýna hér áðan. En til eru aðrir möguleikar, sem kanna þyrfti eða bein'línis að leita að. Þá þyrfti að örva innlenda og erleinda aðila til fjárfestingar í stóriðnaðarf yrirtæk j um. SKIPULEG KÖNNUN A UPPBYGGINGARMÖGULEIK- UM. Og nú vil ég vekja athygli á merkri uppástungu Baldurs Líndal á Vísindaráðstefnu nýlega um að unnið verði markvisst og skipulega að könnun á mögu- leikum okkar til iðnuppbygging ar grundvallaðri á auðlindum landsins og flýtt fyrir fram- kvæmdum og fyrirtækjastofnun á þeim sviðum, sem hagkvæm reynast. Leita þarf að svörum við eftirfarandi spurningum: 1. Hvar eru hagkvæmustu virkjunarstaðir landsins, hvern- ig á að virkja þá og hvað kost- ar orkan frá þeim? 2. Hver er afkastageta og var- anleiki jarðhitasvæða okkar og hvernig er bezt að nýta þau? 3. Hvaða hráefnum býr land- ið yfir og hvar eru þau? (í þessu sambandi vil ég leggja td að komið verði á fót jarðvísinda stofnun, sem hafi m.a. það hlut- verk að kanna landið kerfis- bundið frá hagnýtu sjónarmiði, annaðist málm- og jarðefnaleit, jarðhitarannsóknir o.fl. Dr. Þor- leifur Einarsson hefur nýlega benit á það að möguleikarnir á að finna og vinna hér hagnýt jarðefni séu miklu fleiri en menn gera sér almennt grein fyrir og vantrúa manna á það,að hér finn ist eitthvað nýtilegt er fyrst og fremst byggð á því, að það mál hefur hér nær ekkert verið kann að). 4. Hvaða tæknilegir möguleik ar eru til að nýta raforku, jarð- hita og hráefalindir í iðnaði? 5. Hverjir eru markaðsmögu- leikarnir fyrir hverja vöruteg- und fyrir sig? Markaðskannanir og markaðsleit er mjög aðkall- andi nú einmitt þegar innganga í EFTA er í athugun, og mætti hvetja innflutningsfyrirtækin til að beita sér í útflutningi nú þegar innflutningur er að drag- ast saman. 6. Hvað kostar að ráðast í ákveðna framleiðslu og hver er hagkvæmni hennar? 7. Hvaða aðra möguleika opn ar ein framleiðslugrein þegar að hún er komin á stofn? 8. Hvað má gera til þess að úr framkvæmdum verði. „Hvern ig á að fjármagna fyrirtækin og hver skal ráða málum þar“? Hér kemur að sjálfsögðu upp spurn- ingin um eignar hlutdeild ein- staklinga og erlent fjármagn. Hér eru mörg verkefni, sem vinna þar að, og í rauminni verð ur að hvervæða fjölda manna úr raunvísindum, verkfræði og viðskiptalífi. Einnig er víst að til þessara athugana og síðar til framkvæmda þarf mikinn fjölda tæknimenntaðra manna sérstak- lega í efnaverkfræði og efna- fræði, og ég vil varpa þeirri spurningu fram, hvort ekki sé tímabært að stofna fyrrihluta nám í efnaverkfræði hér við háskólann. Fyrrihluta kennsla í almennri verkfræði hér við há- skólann hefur orðið landinu mik il lyftistöng í sambandi við all- ar mannvirkjagerðir og fram- kvæmdir á siðustu áratugum, og ef menn vilja á annað borð stuðla að uppbyggingu efnaiðnaðar, þá hlýtur það að vera mikilvægt spor að draga að greininni áhuga sama unga menn og gera þeim kleift að afla sér menntunnar í henni. Þess má geta, að danski tækni- háskólinn hefur nýlega endur- skipulagt efnaverkfræðideild sín og flutt hana í mjög stórfeng- leg húsakynni og hefur mér ver- ið sagt af dönskum skólabróður mínum frá Ameríku sem nú kenn ir við efnaverkfræðideild danska tækniháskólans (DTH), að vafa lítið yrðu engin vandkvæði á því að taka við íslenzkum stúd entum til seinnihluta náms. I.OKAORÐ Að lokum vildi ég segja þetta: Ég held að við verðum nú mjög fljótt að ákveða okkur um hvort stefna beri að þessum markmið- um, sem varða nýtingu orkulind anna og uppbyggingu efnaiðnað ar. Að sjálfsögðu verður þá fjár veitingar- og framkvæmdavald- ið að marka stefnuna og láta hug fylgja máli. Reynir nú mjög á vilja þeirra til að stuðla að amkvæmdum. Á framlögðu frum varpi til fjárlaga telur fjármála ráðherra æskilegt að veittar verði 12 milljónir kr. til borana og rannsókna varðandi sjóefna- vinnslu á Reykjanesi. Hins vegar er engin leið séð til að veita þetta fé og er ekki reiknað með því í fjárlögum né heldur í þeim endurskoðuðum. Ég ber því ugg í brjósti um að dráttur verði á nauðsynlegum rannsóknum og framkvæmdum á þessu sviði þótt ljóst sé, að tíminn vinnur mjög á móti okkur. Ef þið, góðir Sjálfstæðismenn, eruð sammála mér í því að hér geti verið um slíkt nauðsynja- mál að ræða, að það geti ráðið miklu um framtíðarþróun efna- hagslífs landsins, þá heiti ég á ykkur að nota þau áhrif og tæki færi, sem þið kunnið að hafa til þess að gera forustumönnum Ijóst, að hér verði að stuðla að framgangi máls eins fljótt og mögulegt er. Þökk fyrir. H afnarfjörður Þeir sem hafa áhuga á að senda nýárskveðjur eða auglýsa í Borgaranum, sem kemur út fyrstu dagana í janúar eru vinsamlega beðnir að gera viðvart hið fyrsta í síma 51874 á venjulegum skrifstofutíma. Blaðið BORGARINN. GLUGGATJALDASTANGIR J. Þorláksson /J'N\ & Norðmann hf. J Jakobína Sigurðardóttir: SNARAN Skáldsaga. Snaran er fimmta bók og önnur skáldsaga höf- undar. Sagan gerist á ókomnum tímum þegar ís- lendingar eru orðnir stóriðjuþjóð, en varpar jafn- framt ljósi á sögu síðustu áratuga. 120 bls. — Verð kr. 301,00. HEIMSKRINGLA Iðnaður —■ verzlun Til sölu er lítið iðnaðar- oig verzluinarfyrirtæki. Fyrir- tækið hefur góð umboð og fasta við.sikiptavini. 1 siinni núverand'i mynd veitir fyrirtætoið 1—2 mönmim vinnu og er í fullum gangi. Naiuðsynlegt fjármaigin ,til kaupa og starfrækslu er um 3—400 þús. kr. Möguleilkar eru á að taka góðan bíl upp í útborgun eða skipti é lítilli húseign. Tilboð merkt: „Viðskipti — 6699“ sendisit Morg- unblaðinu fyrir 23. des. 1968.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.