Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 16
16 MOáGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1»68 tíitgleíÉandi Framfcvœmdastj óri 'Ritstgórax' Ritstjómarfulltrúi Fréttaistjóri Auglýs ingaistj órá Ritstjórn og afgneiðsla Auglýsingati? Aakriftargj'ald kr. IS'0.08 í lansasö>],u H.f. Árvakur, Reykjaviik. Haraldur Sveinsson. Sigiurður Bjarnasen frá Viguir. Matthías Jdhanniesslen. Eyjólfur Konróð JónssOO. Þorbjöm Guðmundssott. Björn J óhannssoia. Arm Garðar Kristínsaon. Aðalstræti 6. Sími 10-109. Aðalstræti 6. Siml 22-4-90. á mánuði innanlands. kr. 10.09 eintakið. LUÐVIK HAFÐI TVÖFALT VERÐ CJtóryrði kommúnista þessa l~' dagana um sjávarútvegs málafrv. ríkisstjómarinnar fá óneítanlega á sig dálítið ein- kennilegan blæ, þegar haft er í huga, að þegar Lúðvík Jósepsson var sjávarútvegs- málaráðherra 1956—1958 ríkti mjög svipað fyrirkomulag og stefnt er að með frv. ríkis- stjórnarinnar. Því er gert ráð fyrir að kostnaðarhækkanir útgerðarinnar vegna gengis- breytingarínnar verði teknar af óskiptum afla áður en til hlutaskipta kemur. Þegar Lúðvík Jósepsson, var sjávarútvegsmálaráð- herra, gilti tvöfalt fiskverð, annað sem var hærra og gilti fyrir útgerðina og hitt, sem var lægra og gilti fyrir sjó- menn. Upplýsingar sem Eggert G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra, gaf á Alþingi í fyrradag leiddu í ljós, að mismunurinn á þess- um tveimur fiskverðum varð sjómönnum enn óhagstæðari í ráðherratíð Lúðvíks Jóseps- sonar en áður. Á árunum 1952—1956 var um 15% mun- ur á hinum tveimur fiskverð- um en á þeim árum, sem Lúð- vík Jósepsson, var sjávarút- vegsmálaráðherra var þessi munur um og yfir 20% og var því sjómönnum enn óhag stæðari en áður. Lúðvik Jósepsson reyndi að þræta fyr ir þessar staðreyndir í um- ræðunum á Alþingi í fyrra- dag en tókst ekki betur til en svo að ummæli hans stað- festu það sem Mbl., og nú síðast sjávarútvegsmálaráð- herra hafa sagt um hið tvö- falda fiskverð í ráðherratíð Lúðvíks Jósepssonar. Það kemur því vissulega úr hörðustu átt, þegar þessi sami maður ræðst að ríkis- stjóminni vegna þeirra ráð- stafana, sem hún beitir sér nú fyrir til þess að tryggja rekstr argrundvöll útgerðarinnar. Þær ráðstafanir em mjög svipaðs eðlis og aðgerðir, sem Lúðvík Jósepsson beitti sér fyrir og lagði blessun sína yfir, þegar hann sjálfur var sjávarútvegsmálaráðherra. VILJA KOMMÚN- ISTAR EKKI ÚTRÝMA ATVINNULEYSI? rT'ala atvinnuleysingja vex -*■ nú ískyggilega ört. Þeir niunu nú vera á sjötta hundr- að í Reykjavík og nokkuð á annað hundrað í Vestmanna- eyjum en færri annars stað- ar. í ljósi þessara uggvæn- legu tíðinda mun verkafólk og raunar allir launþegar fagna því, að viðræður ríkis- stjómarinnar og Alþýðusam- bands íslands um atvinnumál in hófust í fyrradag. Vonandi leiða þær viðræður til þess, að öflugar ráðstafanir verði gerðar til þess að þurrka at- vinnuleysið út og tryggja fulla atvinnu- í þessu sambandi verður ekki komizt hjá því að vekja athygli á furðulegri afstöðu kommúnista og Framsóknar- manna í miðstjóm ASÍ til þessara viðræðna. Þessir menn gerðu mjög ákveðna til raun til þess að koma í veg fyrir, að ASÍ hæfi þessar við ræður við ríkisstjómina og lögðust þar með gegn því, að þessi voldugu fjöldasamtök leituðust við að hafa áhrif á ráðstafanir og aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í þessum efn- um- Að visu þarf engan að undra þótt kommúnistar yfir- leitt bregðist þannig við, en hvað skyldu atvinnulausir verkamenn í Reykjavík í dag hugsa um þá afstöðu Eðvarðs Sigurðssonar, formanns Dags- brúnar að leggjast gegn slík- um viðræðum um að tryggja þeim fulla atvinnu. Atvinnuleysi er ekki hægt að þola á íslandi í dag. Gera verður mjög ákveðnar og öfl- ugar ráðstafanir til þess að útrýma því. Til þess að það megi takast verða allir að leggjast á eitt. Þess vegna verður að krefjast þess, að menn, sem stór og fjölmenn verkalýðsfélög hafa sýnt mik- ið traust bregðist því ekki, heldur leggi sig alla fram um það með öðmm að ná þeim árangri sem dugir. Hann streitist enn á móti — Smrkovsky, forseti tékkneska þjóðþingsins er sá, — sem Rússum veitist örðugast að múlbinda SÁ tékkneskur ráðamaður, sem einna mest hefur komið við sögu undanfarið er óum- deilanlega Josef Smrkovsky forseti tékkneska þjóðþings- ins. Þess er skemmst að minnast, að athyglj vakti, að Smrkovsky var ekki í hópi þeirra forystumanna Tékkó- slóvakíu, sem voru kvaddir til Kiev á dögunum til enn eins viðræðufundaT við sov- ézku foringjana. Nokkru áður hafði það síazt út, að Oldrich Cernik, forsætisráðherra hefði veitt Smrkovsky ákúrur fyrir að vera of opinskár og laus- máll, þegar málefni flokksins væru annars vegar. Allt bend ir til að Smrkovsky sé sá, sem hvað erfiðastur reynist Sovét í taumi og virðist stefnt að því að hann skuli smám saman sviptur völdum og á- hrifum eins og nýjustu fréttir í dag bera og með sér. Þessi orðrómur var orðinn svo áleitinn, að Smrkovsky I kom fram í útvarpi og sjón- varpi fyrir nokkru og sagði þá, að hann væri við hesta- heilsu og hefði alls ekki í hyggju að draga sig í hlé, hvorki af heilsufars ástæð- um, eins og flogið hefði fyrir, né af nokkrum öðrum orsökum. Þó tókst ekki að kveða sögusagnirnar niður. Um svipað leyti lýstu verka- menn við stærstu verksmiðju f Prag því yfir, að þeir myndu grípa til allsherjar- verkfalls, ef atför yrði gerð að Smrkovsky. Þessi skorin- orða yfirlýsing fékk svo góð- an hljómgrunn, að starfsmenn í fjölmörgum öðrum verk- smiðjum, bæði í Prag og 'annars staðar í Tékkós'lóvak- íu tóku undir og sögðust ekki rnundu hika við að fara í verkfall líka. Verkamennirnir segjast votta Smrkovsky ein- læga hollustu og vara ein- dregið við því að hann verði beittur nokkrum þeim þving- ■unum, sem kunni að leiða til þess að hann sjái ekki annað ráð vænna en ségja af sér. Verkamennirnir sögðu: „Við 'kunngerum það hér með Og er um staðráðnir í að fylgja því eftir, að brottvikning æðstu leiðtoga okkar úr núverandi embættum mundi hafa ófyrir- sjáanlegar og stórlega var- hugaverðar afleiðingar fyrir þjóðina alla. Við tökum það fram að gefnu tilefni, að við eigum hér við félaga Smrkovsky." Josef Smrkovsky. Nafn Josefs SmrkOvskys ’hefur frá því í janúar sl. ver- ið tengt þeirri lýðræðisþró- un sem blómstraði í Tékkó- slóvakíu í nokkra mánuði og Rúsfsar hafa nú stöðvað. Ásamt þeim Alexander Dub- cek, flokksleiðtoga, Cernik, forsætisráðherra og Svoboda forseta var Smrkovsky einn þeirra, sem þjóðin virti og dáði og batt hvað mestar von- ir við. Sérstaklega nýtur hann stuðnings og velvilja meðal yngri kynslóðarinnar, ekki síður en hugmyndafræðingur- inn Cestmir Cisar, sem hefur nú verið gerður nær því á- 'hrifalaus. Nú 'virðist svo sem hinir leiðtogarnir hafi að mestu látið undan hótunum og þvingunum sovézku stjórn- arinnar. Smrkovsky er sá eini, sem spriklar enn í netinu. Og hver er svo Josef Smrkovs'ky? Hann er fæddur 26. febrúar 1011 og er því hartnær 58 ára að aldri. Hann hefur verið virkur félagi í kommúnistaflokknum frá unga aldri og koms't þar ungur til metorða. Ritari verkalýðs- félags kommúnista varð hann kornungur, eða 21 árs að aldri. Flokksritari í neðan- jarðarhreyfingu kommúnista- flokksins var hann um skeið, meðal annars árið 1944—45. Skömmu fyrir stríðslok varð hann þjóðhetja í Tékkósló- vakíu vegna vasklegrar fram- 'göngu í uppreisnartilrauninni gegn nazistum. Að stríðinu loknu varð hann varaforseti þjóðarráðs Tékkóslóvakíu unz hann var gerður að aðstoðar- landbúnaðarmálaráðherra ár- ið 1948. Því embætti gegndi hann í þrjú ár, en var þá handtekinn, grunaður um ó- 'tryggð við stefnu Stalíns og dæmdur til dauða. Dómnum var síðar breytt og Smrkovsky sat í fangelsi til ársins 1955. Á árunurn 1956 til 1963 starfaði Smrkovsky að landbúnaðar- málum á vegum ríkisins og gegndi ýmsum minni háttar embættum þar að lútandi. Síðan tók við staða vatns- orkustjóra, en árið 1966 var hann gerður að skógarmála- ráðherra og gegndi því starfi, unz hann var kjörinn forseti tékkneska þjóðþingsins í apríl síðastliðnum. Áður en Ludvik Svoboda var kjörinn forseti Tékkóslóvakíu 30. marz sl. var Smrkovsky einn þeirra sem líklegastir þóttu til að ■hljóta embættið. Hann sóttist þó ekki eftir því s'jálfur og •studdi Svoboda heils hugar. Þegar Alexander Dubcek •hóf gagnrýni á stefnu Nov- otnys, fyrrverandi forseta og aðra þáverandi valda- rnenn í Tékkóslóvakíu, gekk Smrkovsky þegar í lið með Framhald á bls. 31 Smrkovsky heilsar Dubeek eftir að sá síðarnefndi kom úr einni af mörgum heimsóknum til Moskvu sl. haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.