Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1963 23 Hannes J. Magnússon ÁRANNA Endurminningar frá ævistarfi. Hannes J. Magnússon fyrrveramdi skólastjóri skrifar hér endurminningar sínar. Bókin sikiptist í 17 kafla og er 317 síður með myndum. Frásagnargleði og gáfa höf- undar er augljós og listræm að allri gerð. Hannes kemur víða við og er þetta einkar fróðleg bók sem lýsir bæði mönnum og því starfi sem höfundur helgaði líf sitt. Þeta er kjörin bók fyrir alla, sem unna ísienzkri tungu því höfundur skrifar fagurt og yfirlætislaust mál. ÆSKAN. ÖLDUFALL Kreppan og hernámsárin HALLDÓR PÉTURSSON hefur hér skráð minningar sín- ar frá þessum tveim örlagaríku tímabilum í þjóðarsög- unni. Sjálfur stóð hann í eldinum og sá er löngum heit- astur er á sjálfiun brennur. Ætla má að mörgu nútímafólki sé forvitnilegt að kynnast lífskjörum verkamannsins í kreppunnd miklu, því algera umkomu- og allsleysi, sem næstum hafði kreist líftór- una úr stórum hluta þjóðarinnar. Hinir eldri hafa og gaman af að rifja þetta upp, þó nú hafi fennt í þessi spor og við vonum að þau verði aldrei framar stigin. Hemámsárin. — Nú birtiir í löfti, réttist úr bökum, bros færist yfir andlitin og roði í föla vanga. Margt skoplegt hendir og allur er sá hliuti bókarinnar ósvikinn skemmti- lestur. — Þetta er bók sem ætti að komast inn á hvert heimili. ÆGISÚTGÁFAN. KONSTANTÍN PÁSTOVSKÍ MANNSÆVI I. Bernska og skólaár Konstantín Pástovskí hefur oft verið kallaður fremstur rússneskra höfunda síðan Gorkí leið. Hann faeddist árið 1863 og lézt nú í sumar. Pástovskí ólst upp í Kíev, höfuðborg Úkraínu, þar sem faðir hans var járnbrautarstarfsmaður, en móðir hans var af pólskum ættum. Árið 1913 hóf Pástovskí nám við háskólann í Moskvu, gerðist síðan blaðaimaður og reyndi sitt af hverju á byltingarárunum, en 1927 sneri hann sér fyrir alvöru að ritstörfum. Rit hans, skáldsögur, smásögur og ritgerðir eru í miklum metum bæði í Sovétríkjunum og utan þeirra, en frægust er sjálfsævisaga hans, Mannsævi, sem byrjaði að koma út 1947. Pástovskí hefur ekki sízt verið hælt fyrir grandvarleik sinn og sannleiksást; sjálfur segist hann hafa sett sér þá reglu í ritim sjálfsævisögimnar að segja frá engu öðru en því sem hann varð sjálfur vitni að. Eigi að síður, eða kannski vegna þess, gefur bók hans óvenju skýra lýsingu á lífinu í Rússaveldi og Sovétríkjunum fyrir byltingu, á byltingar- og borgarastríðsárunum og síðar. Annað bindi sjálfsævisögunnar fjallar um árin 1914—1917 og kemur út á íslenzku á næsta ári. — Verð ib. kr. 360,00 sölusk. HEIMSKRINGLA ÍSLENDINGA SÖGUR I íslenzkar fornsögur með nútímastafsetningu í útgáfu Gríms M. Helgasonar og Vésteins Ólafssonar Upphaf átta binda heildarútgáfu. Kr. 645,00 BÓKIN UM SÉRA FRIÐRIK Tuttugu þjóðkunnir menn skrifa um eftirtektarverðustu þcettina í fari hins ástscela œskulýðsleiðtoga. Kr. 494,50. HAGALÍN: SONUR BJARGS OG B Endurminningar Sigurðar Jóns Guðmundssonar, stofnanda Belgjagerðarinnar. Frásagnir af sjómennsku hans og af- skiptum af íslenzkum iðnrekstri. Kr. 451,50. HAGALÍN: ÍSLENDINGUR SÖGUFROÐI Úrvai úr verkum Hagalíns, allt frá œskuljóðum hans til lokakafla síðustu bókar hans, valið af þrettán þjóðkunn- um bókmenntamönnum. Kr. 451,50. clausRen Scgur og sagnir af Snæfellsnesi II Síðara bindi af sögum og sögnum, munnmcelum og þátt- um af óvenjulegu eða sérstœðu fólki af Snœfellsnesi. Kr. 430,00. ÞORVALDSSON: AÐUR EN FÍFAN FYKUR Frásagnir af lífi, störfum og bjargrœðisvegum fólks til lands og sjávar, eins og gerðist um síðustu aldamót. Kr. 365,50. ÞORBERGSSON: Brofinn er broddur dauðans Hér er fjallað um lifið, dauðann og spiritismann, um sál- farir átta landskunnra manna, um djúptrans miðla og samtöi við framliðna vini höfundarins. Kr. 365,50. HAFSTEINN BJÖRNSSON: NÆTURYAKA HANSSON: HÖGGYIÐ Í SAMA KNÉRUNN Saga Morsetfjölskyldunnar, hjónanna og sonanna sjö, sem nazistar gáfu skipun um að handtaka lifandi eða dauða, — saga flótta þeirra undan hundruðum þraut- þjálfaðra vetrarhermanna Hitlers. Kr. 344,00. THERESA CHARLES: SKUGGINN HENNAR Saga um stórbrotnar persónur, sterkar í mótlœti, stoltar og heitar í ástum. Heillandi ástarsaga eftir fádœma vin- sœlan höfund. Kr. 344,00. CARL H. PAULSEN: SVÍÐUR Í GÖMLUM SÁRUM a um ungt, vinnusamt fólk, sem ástin gerir varfœrið, 3ví það er vant að treysta fremur á viðbrögð en til- Jngar. Kr. 344,00. LÆKNIR I LEYNIÞJÖNUSTU I Frábœrlega skrifuð njósnasaga. Saga sem engan svíkur, I sem lesa vill spennandi bók um njósnir og œvintýri. Kr. 344,00. SKIIEGSJÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.