Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968
Skíðafólk í æf inga
búðum allan marz
Aðstaða að skapast í miðstöð ÍSÍ og
Akureyringa í Hlíðarfjalli
STJÓRN Skíðasambands Islands
hefur ákveðið að efna til fjögr-
urra þjálfunarnámskeiða í Vetr-
aríþróttamiðstöðinni í Hlíðar-
fjalli í vetur. Munu námskeiðin
fara fram í marzmánuði og
standa í eina viku hvert. Mun
sambandsaðilum gefinn kostur á
að senda 1—2 skíðamenn á hvert
námskeið.
námskeið munu
Eftirfarandi
fara fram:
2.—7. marz: niámskeíð í alpa-
gneinum fyrir drengi 15 og 16
ára.
8.—13. marz: námskeið í alpa-
greinum fyrir drengi 17 ára og
eldri.
FH-ingor
AÐALFUNDUR Handknattleiks-
deildar FH verður á morgun,
fimmtudag kl. 8.30 í Sjálfstæðis-
húsinu í Hafnarfirði.
Aðalfundur Knattspyrnudeild-
ar FH er í kvöld á sama stað og
tíma.
17.—2i2. marz: námskeið í
alpagreinum fyrir konur.
23.—28. marz: námskeið í
norrænum greinum fyrir karla.
íþrótta.samband íslands veitir
nokkum styrk til námskeiðs-
halds í Vetraríþróttamiðstöðinni
á svipaðan hátt og fyrirhugað er
að gera í Sumaríþróttamiðstöð-
inni að Laugarvatni og gerir
kleift að halda kostnaði við
námskeiðin mjög niðri.
Segja má, að þetta sé fyrsta
stóra átakið sem SKÍ gerir til að
notfæra sér hina góðu aðstöðu,
sem nú er fyrir hendi í HMðar-
fj alli og eru miklar vonir bundn-
ar við þessa starfsemi.
Á blaðamannafundi í gær
sagði Stefán Kristjánsson, fbrm.
SKÍ frá því sem á diöfinmi er
hjá sambandinu og kernur það
fram smám saman hér á síðunni.
Hann kvað fjárskort há starfi
sambandsins, en lýsti ánægju
stjórnarinnar með það, alð nú
gæti sambandið haldið mánað-
amámskeið — æfingabúðir í
Hlíðarfjalli fyrir allar gireinar
og alla iðkendur skíðaíþróttar-
i nmar.
A dögunnum tapaði hið fræga lið Santos með 3 mörkum gegn 2. Liðsmenn skeltu skuldinni
af ósigrinum á dómarann og kom til allmikilla óláta svo lögregla varð að skakka leikinn. —
T. h. sést er lögreglan hugar að hinum fræga Pele, sem kominn er úr peysu sinni og henti
í dómarann í andúðarskyni. T. v. sést er dómarinn fær lögregluvernd til að komast af vellb
Glímufélagið Armann 80 ára
Keypti merki KSÍ
fyrir 10 þúsund kr.
Stuðningur frá aflakóngi og skipshötn
M E R KI Knattspyrnusam- B.v. Maí frá Hafnarfirði.
bandsins — „Styðjum lands- Halldór sem er mikili knatt-
liðið“ hafa vissulega ger- spymuunnandi og tíður gest-
breytt starfi KSÍ og aðstöðu ur á vellinum þegar hann á
landsliðsins. Þau hafa selzt nokkra daga frí frá fiskiríinu,
vel, orðið til ómetanlegs keypti á stundinni merki KSÍ
stuðnings til þess og við fyrir 10 þús. kr. — og hvað
framtíðarverkefnin, jafnframt þennan stuðning vera frá sér
sem þau eru happdrættismiði og skipshöfn sinni á Mai.
og einhver sá heppni fylgir Þetta er aðeins dæmi um
landsliðinu til Noregs og það, hversu vel hefur gengið.
Finnlands næsta haust. Það er starfað af krafti í
f gær var Árni Ágústsson landsliðinu og það eru ýmis
að selja merkin og þá hitti góð öfl sem starfa með strák-
hann Halldór Halldórsson unum og vilja styrkja þá til
hinn aflasæla skipstjóra á aukinna dáða.
Afmœlisins minnst með hófi á sunnudag-
inn og sýningum og mótum síðar
Elzta íþróttafélag landsins,
Glímufélagið Ármann minntist 80
ara afmælis félagsins með kaffi-
samsæti fyrir eldri og yngri fé-
laga og velunnara félagsins. Voru
þar margar ræður haldnar í á-
nægjulegu hófi. Síðar í vetur
minnist félagið svo tímamótanna
með fjölbreyttum íþróttasýning-
um og mótum.
Fyrir helgina ræddi núverandi
formaður Ármanns Gunnar Egg
ertsson og ritari félagsins Ey-
steinn Þorvaldsson við frétta-
menn og sögðu frá ýmsu úr
langri ævi félagsins.
STOFNUNIN.
Við Laugaveginn, innundir
Snorrabraut þar sem nú er
Stjörnubíó, var eitt sinn rækt-
að tún, sem kallað var Skellur,
Á þessu túni var Glímufélagið
Ármann stofnað undir berum
himni um hávetur, 15. desember
árið 1888, af 20—30 glímumönn-
um, sem voru að ljúka glfonu-
æfingu þarna á vellinum.
í dag kannast víst flestir við
Glímufélagið Ármann, sem orð-
Magnús Kjartansson:
VÍETNAM
„Á síðustu áratugum hefur þessi fátæk a og gleymda smáþjóð hafizt til for-
ustu í heimsmálum; sjálfstæðisbarátta hennar gegn voldugasta herveldi ver-
aldar hefur haft djúptæk áhrif síðustu árin og mótað mjög umræður í flest-
um löndum. Enginn sá sem vill gera sér grein fyrir alþjóðlegum stjórnmálum
kemst hjá því að vita nokkur deili á styrjöldinni í Víetnam“. — Jafnframt
því sem höfundur segir frá því sem fyrir augu hans bar í ferð hans til
Víetnams í sumar rekur hann í bókinni meginþætti víetnamskrar sögu og
sjálfstæðisbaráttu.
218 bls. — 32 myndasíður. — Verð kr. 430,00.
HEIMSKRINGLA
ið er eitt stærsta og þróttmesta
íþróttafélag landsins með fjölda
íþróttagreina irrnan sinna vé-
banda. Saga Ármanns er orðin
lengri en saga nokkurs annars
íslenzks íþróttafélags, og ferill
félagsins í þessi 80 ár er við-
burðarríkari og merkari en svo
að honurn verði gerð skil í fá-
um orðum.
Það var engin tilviljun að
glímumenn urðu fyrstir til að
reisa merki íþróttahreyfingarinn
ar á íslandi. Glfonan er íslenzk
íþróitt, sköpuð hér á landi, og
þessi íþrótt lifði alltaf með þjóð-
inni, þótt flest annað, er til menn
ingar horfði legðist niður á
hinum myrku öldum nýlendukúg
unar og niðurlægingar á íslandi.
Þegar íslendingar taka að rétta
úr kútnum, verða íþróttirnar bein
línis máttargjafi í sjálfstæðis-
og framfarabaráttu fslendinga,
og þar var glíman — hin ís-
lenzka íþrótt — í fyrirrúmi og
samofin sjálfri þjóðfrelsisbarátt
unni.
Það voru tveir menn, sem í
góðri samvinnu voru frumkvöðl
ar að stofnun Ármanns ogstjóm
uðu því í upphafi. Það voru þeir
Pétur Jónsson blikksmiður og
Helgi Hjálmarsson, síðar prestur
á Grenjaðarstað. Þeir voru báð-
ir glæsilegir íþróttamenn og mikl
ir kunnáttumenn í glímu. Pétur
Jónsson var ættaður úr Þingvalla
sveit, og við nafngift félagsins
mun hann hafa haft í huga ná-
granna sinn af æskustöðvunum
— Ármann í Ármannsfelli —
sem fornar sagnir hierma að stað
ið hafi fyrir glímumótum ýmsra
kappa úr þjóðsagnaheiminum.
Félagið var endurskipulagt ár
ið 1906, en þá hafði starfið verið
með daufara móti um tveggja ára
skeið. Þó var alltaf æft reglu-
lega í félaginu allt frá stofnun
þess, og glímumót og glímusýn-
ingar voru nær því á hverju ári,
oftast á þjóðhátíðardaginn 2. á-
gúst. Með endurskipulagning-
unni hófst mikið blómaskeið hjá
félaginu. Fyrsta Skjaldarglíma
Ármanns var háð 1908 og þátí-
taka í íþróttastarfi félagsins er
lifleg.
Ármann heíur frá öndverðu
sýnt íslenzku glímunni sérstaka
rækt. En um 1920, þegar Ár-
menningum tók að fjölga veru-
lega og félaginu að vaxa fiskur
um hrygg, fara fleiri íþróttagrein
ar að bætast á starfsskrá. í daig
eru eftirtaldar íþróttagreinar æfð
ar innan Ármanns: Glíma, fim-
leikar, frjálsar íþróttir, sund,
sundknattleikur, handknattleik-
ur, körfuknaittleikur, skíðaíþrótt
ir, judo, róður, lyftingar, borð-
tennis og knattspyma.
ÍÞRÓTTAMANNVIRKI
Félagið vinnur stöðugt að því
að reisa íþróttamamnvirki fyrir
starfsemi sína. Má þar nefna í-
þróttasvæði Ármanns við Sigtún
þar sem einnig er risinn fyrsti
áfangi félagsheimilis. Það hefur
valdið Ármenningum vonbrigð-
um, að framkvæmdir á íþrótta-
sváeðinu hafa tafist vegna skipu
lags á umferðaræðum Reykja-
víkurborgar, en nú er skipu-
lags- og framkvæmdaáætluin til-
búin, og framkvæmdir hefjast
næsta vor. Þá á félagið báta-
skýli suður við Nauthólsvík, en
Framhald á bls. 31
Þjóðverjar
sigursælir
íhandbolta
V-ÞJÓÐVERJAR léku lands-
leik við fyrrverandi heims-
meistara Rúmeníu í hand-
knattleik og unnu stórsigur.
Leikurinn fór fram í Kiel og
sigruðu V-Þjóðverjar með 24
mörkum gegn 18.
Sömu lið léku landsleik í
Bremen sl. föstudag og unnu
Þjóðverjarnir þann leik með
22—17.
Þess er skemmst að minn-
ast, að Þjóðverjarnir léku hér
tvo landsleiki; unnu þann
fyrri með I marki, en hinn
síðari með 5 marka mun. Þeir
hafa nú á skömmum tíma sigr
að í 7 landsleikjum og ávallt
með all miklum mun — nema
í fyrri leiknum hér.