Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968 7 Bœr í björtum hvammi Rabbað við Huldu Emilsdótt- ur, söngkonu Í„Ég er búin aff syngja lengi, og alltaf hef ég haft ánægju af því. Raunar er svo langt síffan ég byrjaffi aff líklega eru þaff orðin ein 20 ár. Ég var þá í Verzlunarskólanum. Viff bekkjar systurnar byrjuffum aff syngja á skólaskcmmtunum." Þannig voru fyrstu orff Huldu Emilsdóttur, söngkonu, I sem um þessar mundir syngur á Hótel Loftieiffum. Hulda er gam- alkunn söngkona, en nú um nokkurt árabil hefur hún búiff í Houston í Texas i Bandaríkj unum og er þegar kunn söng- kona þar I borg. „Við vorum fyrst 5 saman. Allar vorum við þá í Verzlun- arskólanum. Ég man, að við byrj uðum að syngja á bekkjar- Skemmtunum í skólanum. Fljót lega hættu tvær og við urðum 3 eftir, og kölluðum okkur þá Bláklukkur. Sigríður Guðmunds- dóttir, Björg Benediktsdóttir og ég.“ „Segðu mér, Hulda, hvar ertu fædd og uppalin?" „Því er auðsvarað. Ég er fædd og uppalin á Eskifirði, þar sem faðir minn, Emil Björnsson var sýsluskrifari hjá Magnúsi Gísla syni sýslumanni. Eiginlega byrjaði ég þá strax að syngja, kornung, varla þriggja ára. Skyldi ekki bakterian hafa komist inn í blóðið þá? Sjálfsagt hefur hún heltekið mig þá. Þarna austurfrá, fannst mér allt í kringum mig vera söngur. Pabbi hafði raunar á- gæta söngrödd, og ekki er hægt um að segja, nema ég hafi strax, sem krakki smitazt af honum. „Nú er ég búin að hlusta á þig syngja, hérna niðri í Blóma sal og Víkingasal, og mérfinnst lagavalið þitt vera ýmist spánskt eða íslenzkt. Hvað veld ur því?“ „Bæði er það vegna þess, að í Houston, er ég ekki allfjarri Kúbu og Mexicó. Mér finnst nú alltaf einhvemvegin að mér beri að syngja íslenzk lög fyrst og fremst. Einu sinni í gamla daga söng ég á „gömlu döns- unum“ í Þói-skaffi, lærði þá mörg góð lög. Þeir þarna í Hou ston hafa gefið út hæggenga plötu með söng mínum. Ég syng þar í svonefndum fjölskylduklúbb, þar sem pabb arnir og mömmurnar mega koma með börnin sín til að skemmta sér saman. Eiginlega er þetta einskonar fjölskyldu- guðsþjónustur, sem ég heyri að prestamir hér heima séu byrj- aðir að halda“. „Hvaða lög íslenzk syngurðu helzt, Hulda?“ * | „Þau em nú allmörg. „Geng / ég fram á Gnýpu“ er til dæmis 1 eitt. Kveðskapurinn í því er i svo fallegur. Þá syng ég / Sprengisand, þú mannst það J þjóðfræga kvæði þar sem í stend I ur m.a. „Ég vildi ég væri komin t ofan í Kiðagil." „Hvernig finnst þér svo að » vera aftur farin að syngja á íslandi?" „Þér að segja, finnst mérþað ákaflega gott, en þó hef ég ekkert nema gott að segja um Houston í Texas. Þeir hafa tek- ið mér þar fjarska vel. Núna er ég hérna heima með tvö börnin mín, og ég held þau njóti þess, og ætli það sé ekki aðalatriðið," sagði Hulda Em- ilsdóttir að lokum, þegar við 1 kvöddum hana og óskuðum l henni góðs gengis. — Fr. S: [ FRÉTTIR Æskulýffsféiag Bústaffasóknar báðar deildir. Jólafundur verður i Réttarholitsskóla fimmtudagskvöld kl. 8.30. Kristniboffssambandið Samkoman í Betaniu fellur niður í kvöld. Kvenfélag Háteigssóknar Þessir vinningar í happdrætti bazarnefndar Háteigssóknar em enn ósóttir: Nr. 6/16 — 10/1416 — 11/1051 — 12/431 — 16/42 — 19/339 — 20/501 — 22/1100 — 27/1661 — 28/1426 — 29/1477. Óskaist vinsamlegast sóttir strax I Stigahlíð 4, 1. h.t.v. Kvenfélag Fríkirkjusafnaffarins í Reykjavík heldur jólafund í Frí- kirkjunni miðvikudaginn 18. des. kl 8.30 Nessókn í fjarvistarleyfi mínu frá 15 des. gegnir séra Páll Þorleifsson embætt isstörfum mínum. Hann verður til viðtals í Neskirkju kl. 6—7 alla virka daga, nema laugardaga, sími 10535. Séra Jón Thorarensen. Ekknasjóffur Reykjavíkur Styrkur til ekkna látinna félags- manna verður greiddur á skrifstofu Kveldúlfs h.f. Vesturgötu 3 alla virka daga nema laugardaga. Frá Mæðrastyrksnefnd Munið einstæðar mæður með börn, sjúkt fólk og gamalt! Frá Blindravinafélagi íslands Eins og að venju tökum við á móti jólagjöfum til blindra, sem við munum koma til hinna blindu manna fyrir jólin. Mæffrastyrksnefnd Hafnarfjarffar er tekin til starfa. Umsóknir og ábendingar sendist til Sigurborgar Oddsdóttur, Álfaskeiði 54. Hjálpræffisherinn Úthlutun fatnaðar daglega til 23. des. frá kl. 15 tii 19.00. Vinsamlegast leggið skerf í „Jóla pottinn". Hjálpið okkur að hjálpa öðmm. Kvennaskólanemendur Minningargjöfum um Ingibjörgu H. Bjamason er veitt móttaka að Hallveigarstöðum hjá húsverði þessa viku eftix kl. 2 daglega. Frá Mæffrastyrksnefnd Munið jólasöfnun Mæðrastyrks nefndar á Njálsgötu 3, sími 14349, opið frá kl. 10-6. Frá Mæðrastyrksnefnd Gleðjið fátæka fyrir jólin! Mæffrastyrksnefnd Kópavogs hefur opnað skrifstofu í Félags- heimili Kópavogs opin 2 daga í viku frá kl. 2-4.30 á mánudögum og fimmtudögum. Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr- að fólk í Félagsheimili kirkjunn- ar alla miðvikudaga kl. 9-12. Síma- pantanir í síma 12924. TURN IIALLGRÍMSKIRKJU Útsýnispallurinn er opinn á laug ardögum og sunnudögum kl. 14-16 og á góðviðriskvöldum þegar flagg að er á turninum. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Rvík. hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr að fólk í Safnaðarheimili Langholts kirkju alla miðvikudaga frá kl. 2- 5. Pantanir teknar í síma 12924. Kvenfélag Nessóknar Aldrað fólk 1 sóknlnni getur fengið fótaaðgerð í félagsheimilinu á miðvikudögum frá kl. 9-12 Pant- anir í síma 14755 Spakmœli dagsins Það er enginn tími til þess að hafa hestaskipti meðan veriff er að fara yfir ána. — A. Lincoln. BÖRN MUNIÐ AÐ VERA INNI EFTIR KL 8. Litlu nœturgalarnir koma attur Litlu næturgalarnir heilags Mar- teins, Les Rossignolets, frá Frakk- landi, sem komu hingað á jólum í fyrra eru væntanlegir aftur um þessi jól til að skemmta íslend- ingum. Siffast sungu þeir sig inn í hug og hjarta allra, sem á þá hlýddu, og sjálfsagt mun svo verða á nýjan leik. í ár syngja þeir meðal ann- ars í Kópavogskirkju og Háteigs- kirkju, en nánar verður sagt frá þvi síður. Myndin að ofan er af Litlu næturgölunum. Kvenveski tapáðist í Miðbænum . mánudag. — Vinsaml. hringið í síma 35441. Sölubörn óskast til bókasölu. SVANSPRENT, Skeifan 3, Iðngörðum, sími 82605. (Takið með ykkur tösku), 2ja herb. íbúð til leigu Skrifborðsstólar í Austurbæ. Tilboð sendis't Mbl. fyrir mánudag merkt: „6833“. Skrifborðsstólar, 20 gerðir. Húsgagnaverzl. Búslóð við Nóatún - Sími 18520. Holdanautakjöt Símastólar Úrvals buff, gullasoh, snitc hel, filet, hakk, steikur. Kjötbúðin, Laugavegi 32. Úrval símastóla. Húsgagnaverzl. Búslóð við Nóatún - Sími 18520. Svínakjöt Fuglakjöt Aligrísalæri, steikur, kótel- ettur, hryggir, bógax. Kjötmiðstöðin, Laugalæk. Kalkúnar, gæsir, endur, hænur, kjúklingar, lundi. Kjötbúðin, Laugavegi 32. Hangikjöt Nýreykt sauðahangikjöt og lambahangikjöt. — Gamla verðið. Kjötbúðin, Laugavegi 32. Ódýr matarkaup Folaldasteikur 65 kr. kg. Folaldahakk 75 kr. kg. Nautahakk 130 kr. kg. Kjötbúðin, Laugavegi 32. Jólatré I /ambahangik jöt Rauðgreni og eðalgreni, sem ekki sáldrast. Jólatréssalan, Drápuhlíð 1. Nýreykt læri og frampart- ar. Gamla verðið. Kjötmiðstöðin, sími 35020. Píanó- og orgelstillingar Munið að láta stilla hljóð- færið fyrir jólin. Hljóðfæraverkstæði Pálmars Árna, sími 32845. Kápur Vandaðar frúarkápur með skinnkrögum til sölu á mjög hagstæðu verði. Saumastofan, Víðihvammi 21. - Sími 41103. Miðstöðvarketill Til sölu 3ja—4ra ferm. mið stöðvarketill ásamt brenn- ara, dælu og yfirfallsdúnk. Uppl. í síma 41016 eftir kl. 8. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling hf., Súðavogi 14 - Sími 30135 Keflavík — Suðurnes Til sölu Finnskur kristall. Keramikvörur, stál, leik- föng, fjölbreytt úrval. STAPAFELL, sími 1730. tvenn drengjaföt og stakur jakki. Vil kaupa sesalong. Uppl. í síma 13677 eftir kl. 1. Prestolite rafgeymar ennþá á gamla verðinu, 2ja ára ábyrgð. — Höfum sérstakl. ódýra 6 w. geyma fyxir V.W. og Tra- bant. Nóatún 27, s. 35891. Keflavík — Suðumes Carmen-hárgreiðslutæki. Luxo-vinnulampar. Ron- songaskveikjarar. Philips- rafmagnsrakvélar. STAPAFELL, sími 1730. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Kjötsagarblöð Hef til kjötsagarblöð af öll um stærðum. Pantið í tima. SKERPIR, Rauðarárstíg 24, sími 22739 Bátar fil sölu 27 lesta bátur með nýupptekinn GM. dísilvél og 48 m Radar. 37 lesta bátur byggður 167 með 240 h. Caterpillar. Eftirspurn er eftir bátum hjá okkur af ýmsum stærðum, helzt 15—100 lesta. Leitið til okkar um kaup og leigu á bátum. SKIP OG FASTEIGNIR Austurstræti 18. Sími 21735, eftir lokun 36329. Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.