Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968 17 Jónas Haralz: Leið til eflingar íslenzks athafnalífs Um bók Eyjólfs K. ,,Alþýða og athafnalíf" Smáar rekstrareiningar og lítiil félög hafa löngum sett svip á íslenizfet athafnalíf. Að því er virðist er þetta einfcenni jafnvel enn meir áberandi nú en það var á fyrstu áratugum þessarar ald- ar, að minnsta fcosti á þetta við um sjávarútvegimn. Þeirrar þró- unar til stórra reifcstrareininiga og félaga, sem hefur verið eitt af megineinkenmim fðnþróunar við- aist hvar í heiminum, hefur því eikki gætt hér á landi. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur ekki verið hægari hér en í nálægum löndum og lífskjör hér eru sam- bærileg við það sem yfirleitt gerist í Vestur-Evrópu. Hér virðist í fljótu bragði vera um mifcla þversögn að ræða, sem þó á sér eðlilegar og augljósar skýringar, ef betur er að gáð. Islenzfct atvmnulíf hefur fram að þessu verið einsfcorðað við grein- ar, þar sem stórrekstur hefur efcki sérstaka yfirburði, þ.e. vfð landbúnað, figfcveiðar, fisk- vinnslu og neyzluvöru- og iþjón- ustuiðnað fyrir Utinn innlendan markað. Þar við bætist, að þjóð- in hefur búið við hagstæð nátt- úrusfcilyrði, auðug fiskimið og víð'áttumikil beitilönd. Sfðast en ekki sízt hafa ókostir smárefest- urs verið yfirunnir að talsiverðu ieyti með myndiim samtafea, siem leyst hafa af hendi verfeefni, sem eru litlum fyrirtækjum aninað- ihvort um megn, ellegar þau geta efeki leyst af hendi með eins hagkvæmum hætti og stærri rekstrareiningar. Hér má fyrst nefna útflutningssamtök, en þau hafa jafnframt þvi að annast sölu á erlendum markaði veitt aðilum sínum ýmislega tækni- lega aðstoð í rekstæi og undirbún ingi framkvæmda. >á eru hvers konar innkaupa- og sölusamtök á innlendum markaði, en starfsemi þeirra hefur sífellt færzt í auk- ana á undanförnum áratugum. Þróun samtaka af þessu tagi hiefur hér á landi að nokkru komið í stað þeirrar stækkunar refestrareininga og félaga, sem átt hefur sér sta'ð víða annars staðar. Hún er að sínu leyti ís- lenzk lausn á þeim vandamálum, sem þróun tækni og viðskipta- hátta hefur valdið, enda þótt hún eigi sér að sjálfsögðu hlið- stæður og fyrirmyndir í öðrurn löndum. Frarn að þessu hefur íslend- ingum þaninig tekizt furðu vei að þróa atvinnuláf sitt á grund- velli smárra rekistrareininga og án þess að notfæra sér þau félags fooran í athafnalífimi, sem árang- ursríkust hafa orðið með íðn- væddum þjóðum. Nýrri tækni og nýjum atvinnu- og viðskiptahátt- um fleygir hins vegar fram í heiminum með enn meiri hraða en nokkru sinni fyrr og ytri skil- yrði íslenzkis atvinnulífs eru bæði af þessum og öðrum ástæð- um sífelldum breytingum undir- orpin. Sú spuming hlýtur því að verða áleitin, hvort þau rekstrar- form, sem þróazt hafa hér á landi undanfama áratugi, séu þess um- komin að verða farvegur þeirrar þróunar atvinnulífsins, sem hér hlýtur að eiga sér stað næstu Jónssonar áratugi, ef vöxtur framleiðslu og vehnegunar á að verða sambæri- legur við það, sem verður í ná- grannalöndunum. Þessi spuming verður enm áleitnari en ella mundi verða, sökum þess að allt bendir til, að þróun íslenzks at- vinnulífs geti ekki framvegis í sama mæli og áður byggzt á land búnaði, fiskveiðum og frum- Eyjólfur Konráð Jónsson. vinnslu afla, heldur verði í vax- andi mæli að byggjast á hvers konar íðnaði, hvort sem sá iðn- aður stefnir að frekari úrvinnslu innlendra hráefna en áður hefur tíðkazt, á hagnýtingu ódýrrar orku eða beitingu íslenzks fram- taks og kunnáttu við úrvinnslu innflutts hráefnis. Hæpið virðist, að unnt sé að leysa þau verk- efini, sem hér eru fyrir hendi, með samtökum smárra rekstrar- eininga nerna þá að takmörkuðu leyti, enda þótt þessi samtök að sjálfsögðu muni halda gildi sínu í þeim greinum, þar sem þau þegar eru starfandi. Kemur hér til, að slík samtök byggjast á smáum rekstrareiningum, en lík- legt eir, að það sé einmitt stækk- un sjálfra rekstrareininganna, sem verði að eiga sér stað í iðn- þróun af því tagi, sem að framan er lýst. Þar við .bætist svo sú eðlislæga íhaldsemi, jafnvet beina andúð á breytingum og nýjungum, sem hlýtur að móta starfsemi samtaka smárra fyrir- tækja og óneitanlega hefur gætt verulega hér á landi. Eigi þær lausnir, sem fram að þessu hafa getað tryggt at- vinnuframþróun, ekki lengur við nema að takmörkuðu leyti, verð- ur að leita nýrra lausna. Það er um þetta vandamál, sem bók Eyjólfs Konráðs Jónssonar, „Al- þýða og athafnalíf“, fjallar öðr- um þræði. Að hinu leytinu fjall- ar bókin um áhrif almennings ó stjórn fyrirtæbja og hlutdeild hans í afrakstri þeirra, þ.e. um atvinnulegt lýðræði í víðtækum skilningi. Það er skoðun Eyjólfs Konróðs, að það rekstrarfonm, sem mesta þýðingu hefur haft í þeim lönd- um, sem lengst eru komin í iðn- þróun, almenningshlutafélög, geti einnig átt iþýðingarmiklu hlutverki að gegna hérlendis, og geti jafnvel orðið áhrifamesta tækið til að leysa þau vandamái atvinnuþróunar, sem blasa við nú og við munu blasa á næstu áratugum. Hann hefur alllengi bæði í ræðu og riti verið áhuiga- samur málsvari þessarar skoð- unar. í bókinni dregur hann nú saman niðurstöður af margra ára athugunum sínum um þessi efiu. I fonmála og eftirmála bókar- innar lýsir höfundur því, að í raun og veru hafi fyrir sér vak- að að semja ítarlegt og fræ’ðilegt rit um þessi mál. Vegna anraarra starfa hafi þebta þó ekki getað orðið og biður höfundur háilf- gerðrar afsökunar á þeim „óvís- indalegu vinnubrögðum“, sem hann hafi orðið að beita. Þessi beiðrai er þó að mestu ástæðu- laus. Kostir bókarinnar eru ein- mitt ekki sízt í því fólgnir, að hún snýr sér blátt áfram og um- búðalitfð að verkefninu og gerir því grein á skýrara, skipulegan og einfaldan hátt. Slík vinnubrögð krefjast mikillar yfirsýnar og þekkingar samfara agaðri hugs- un. Hitt er svo annað mál, — og það er sennilega það, sem höf- undur á fyrst og fremst við í eftirmálanum, —■ að nokkuð skortir á, að bókin hafi nægilega breidd. Hún fjallar ekki um ýms atriði náskyld viðfangsefninu, sem óhjákvæmilega leita á hug lesandans, hún skoðar viðfangs- efnið varla nægilega miki’ð í efnahagslegu og þjóðfélagslegu samihengi þess og leitar erlendra hliðstæðna og fyrirmynda í helzti þröngum hring. Einbeiting og skýrleiki nást þannig að nokkru á feostnað víðs sjóndeiildarhrings. Það mun sjálfsagt koma ýms- um á óvart, að höfundur berrast að þeirri niðurstöðu, og færir fyrir henni skýr rök, að núgild- andi hlutafélagalög, sem eru flrá 1921, gefi nægilegt svigrúm til stofnunar og starfrækslu almeran- ingshlutafélaga. Eigi að síður tel- ur haran ástæðu til ýmissa lag- færinga á lögunum. Þá færir höf- undur einnig rök fyrir því, að núgildandi skattalög torveldi ekki starfsemi almenningsíhluta- félaga nema að einu leyti, það er með því misræmi að skatt- leggja arð, sem greiddur er hlut- höfum, á sama tíma og vaxta- tekjur af sparifé og rikisskulda- bréfum eru skattfrjálsar. Þar að auki torvelda ákvæði skattalaga sameiningu félaga og slit þeirra, en þetta hlýtur að skipta veru- legu máli í hvers bonar viðleitni til að stuðla að myndun hag- kvæmari rekstrareirainga. En séu hvorki hlutafélagatög- in eða sbattalögin sá þröskuldur til stofnunar og starfsemi al- Framhald á bls. 20 Hvað er að gerast í Kópavogi? Hugleiðingar um fund bæjarstjórans f eina tíð var Kópavogur vett vangur harðra pólitískra átaka, sem aðrir landsmenn fylgdust með af miklum áhuga og þótti mörgum ekki einleikið, að úr- slit urðu jafnan á einn veg. Þá virtist Fossvogslækurinin bú- iran þeim sérstæðu eiginleik- um, að Reykvíkingar, sem flutt- ust búferlum suður fyrir hann, skiptu gjarnan um stjómmála- skoðun. Nú er öldin önnur í Kópavogi. Hin síðari árin hef- ur verið fremur friðsælt þar á vettvangi stjórnmálanna, stjórn málaforingjar og Stjórnmála- menn hafa misst áhugann á Kópavogi og hafa látið Kópa- vogsbúa í friði. Þegar bæjarstjórinn þeirra í Kópavogi ákvað að fylgja for- dæmi borgarstjórans í Reykja- vík og halda fund með Kópa- vogsbúum um bæjarmál eftir hvatningu um það í dá'lkum Vel- vakanda hér í Mbl. datt undir- rituðum í hug að sækja þennan fund og kynmast málefnum þessa bæjarfélags, sem á sér einna lit- ríkasta fortíð bæjarfélaga á ís- landi, þótt ungt sé að árum. Fundurinn var haldinn á laug- ardaginn var í Kópavogsbíói (sem nú er rekið sem eins kon- ar útibú frá kvikmyndahúsi í Reykjavík) og átti að hefjast kl. 2 eftir hádegi. Laust fyrir aug- lýstan fundartíma var fátt manna í húsinu, bæjarstjórinn gekk um anddyrið og heilsaði þeim, sém hann þekkti, bar það með sér að hann var dálítið kvíðinn en ósagt skal látið, hvort hann harmaði svo mjög fámenn- ið. Þegar nokkuð var liðið á fundinn mun þó helmingur sæta hafa verið setinn. Engan þarf að undra, þótt fundurinn hafi ver ið illa sóttur, varla var hægt að fiimna verri fundsu'tíma, nema ef vem skýldi jóladaginn sjálfan. Umræðurnar á fundinum hafa vafalaust gefið nokkuð glögga mynd af viðhorfum Kópavogs- búa til bæjarmáia og einstakra þátta þeirra. Þau mál, sem einna mest óánægja virðist vera með í Kópavogi eru hiitaveitumál hins svonefnda Sigváldahverfis, lagn ing Hafnarfjarðarvegar um Kópa vog og greiðsHa kostnaðar af þeirri framkvæmd, rík tilhneig- iing bæjarfulltrúa meirihlutans til þess að raða sér á bæjarjötuna, algjört ófremdarástand í gatna- gerðarmálum kaupstaðarins og að því er virðist furðu miklar vanefndir á framkvæmd gatna- gerðaráætlunar, sem meirihluta- flokkarnir, Framsóknarmenn og kommúnistar, flögguðu svo mjög fyrir bæ j arst j órnarkosningar nar 1966, og loks framkvæmdir í skólamálum. Hús í Kópavogi eru yfirleitt hituð upp með olíukyndingu. En fyrir raokkrum árum var ákveðið að koma upp sérstakri fjarhit- un fyrir eitt hverfi í bænum, Sigvaldahverfi svonefnt, og fá í- búar þess heitt vatn frá sér- stakri kyndistöð. fbúarnir í þessu hverfi eru mjög óánægðir með það, hversu dýrt heita vatn ið er frá þessari kyndistöð. Það er nú selt á kr. 18.20 hver rúm- metri heits vatns en upþlýst var á fundinum að eftir áramót mundi það hækka í ca kr. 22.00 hver rúmmetri heits vatns. Till samanburðar má geta þess, að rúmmetri heits vatns frá Hita- veitu Reykjavíkur er nú seldur á kr. 11.20. Nú er verð á heitu vatni frá olíukynntri kyndistöð ekki sam- bærilegt við verð á heitu vatni úr iðrum jarðar frá Hitaveitu Reykjavíkur. En á fundinum var athygli vakin á því, að á tíma- bilinu 1966 til október 1968 hefði olíuverð hækkað um ca. 54% en á sama tíma hefði heitt vatn frá Fjarhi'tun Kópa- vogs hækkað í verði um 82% Bæjarstjórinn gaf þá skýringu á þessuim mismun, að í eina tíð hefði dregizt úr hófi að hækka verðið á vatnirau frá Fjarhitun Kópavogs, þrátt fyrir hækkað olíuverð og hefði því orðið að hækka vatnsverðið mjög mikið til þess að ná mismuninum upp. Hann benti íbúum hverfisins á, að þeir hefðu því um skeið bú- ið við lægra vatnsverð en eðli- legt var og það yrðu þeir að meta. Hann sagði jafnframt, að rannsóknir hefðu leitt í ljós, að kostnaður við upphitun húsafrá Fjarhitun Kópavogs væri lægri en kostnaður við olíukyndingu en greinilegt var, að fundarmenn úr hverfinu voru ekki reiðubún- ir að fallast á þá fulllyrðingu. Ennfremur var upplýst á fund- inum, að í upphafi hefði verið gert ráð fyrir, að heita vatnið frá Fjarihituniinni yrði 20% lægra en kostnaður við olíu- kyndingu en það hefði farið á annan veg. Bæjarstjórinn viður- kenndi þetta en sagði, að kostn- aður við fjarhitunina hefði ver- ið meiri en áætlað var í upphafi og a.m.k. hefði sá kostnaðarauki ekki verið fyrirsjáanlegur að öllu leyti. Ég hafði það á til- finningunni, að íbúar þessa Framhald á bls. 22 Frá fundi bæjarstjórans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.