Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968
NEWSWEEK
The international news magazine
Fylgizt með fréttum heimsins
Nýtt verð. Aðeins kr. 21.50, skattur innifalinn.
Fió Matsveina- og
veitingoþjónaskólanum
Seinna kennslutímabil skólans hefst með inntökuprófi
3. janúar.
Kvöldnámskeið fyrir matsveina á fiski- og flutninga-
skipum hefst 6. janúar.
Innritun í alla bekki og námskeiðið fer fram í skrif-
stofu skólans í Sjómannaskólanum 18. og 19. þ.m.
kl. 3—5 síðdegis.
Vegna mikillar aðsóknar er áríðandi að allir nemendur
mæti til skráningar á réttum tíma.
SKÓLASTJÓRI.
Fjölbreytt úrval SPEGLA með
og án umgerðar í forstofur, bað-
herbergi etc. Margar gerðir fyrir-
liggjandi eða allt að 200 centi-
metra lengd.
Speglabúðin
Laugavegi 15.
J Ó LAGJAFIR
SPEGLAR
Sími 19635.
Nanno Egíls Björnsson
LJÖÐA- OG ARÍUKVÖLD
í Austurbæjarbíói, Reykjavík á morgun fimmtudag
inn 12. desember 1968 kl. 7.15.
Undirleik annast Gísli Magnússon.
Aðgöngumiðasala er í bókaverzlunum Lárusar Blöndai
og Sigfúsar Eymundssonar í dag og á morgun.
„Núkynslóð"
— Nýstárlegt list-tímarit
NÝTT list-tímarit er að hefja
göngu sína um þessar mundir,
og nefnist það ,,Núkynslóð“. —
Eins og nafnið bendir til eru út-
gefendur af ungu kynslóðinni,
en ábyrgðarmaður er Ragnar
Jónsson. I vetur var haldin
skáldakynning á vegum Núkyn-
slóðar í Tjarnarhæ við mjög
góða aðsókn og undirtektir. All-
ir þeir höfundar, sem þar lásu
upp, eiga ritsmíðar í nýja tíma-
ritinu, en auk þeirra ýmsir aðr-
ir. I tímaritinu er að finna Ijóð
eftir Þorstein Antonsson, Gunn-
laug Sveinsson, Sigurð Pálsson
o. fl., greinar og sögur eftir Ólaf
Hauk Símonarson, Hrafn Gunn-
laugsson, Eyjólf P. Kolbeins, dr.
Sigurð Guðmundarson, Þórarin
Eldjárn, Einar Hákonarson,
Ólaf Kvaran o. fl., viðtai við
Eyvind Erlendsson leikstjóra og
smásögur eftir „megas“ og Guð-
berg Bergsson. Er tímaritið hið
vandaðasta, og æði nýstárlegt
að ytra búnaði.
1 formála og formála að for-
mála er þess getið að bláðið sé
ekki bundið neinnd ákveðinni
línu né skoðunum ákveðins hags
munahóps, og hafi hlotið fjár-
veitingu firá Alþingi. Segir í for
mála að formála meðan annars:
,,Við látum bókmenntagagnrýn-
endur og fræðimenn finna út
hvaða isma við fylgjum og und-
ir hvaða stefnu við flokkumst.
Frum-stefnan er að hafa enga
stefnu. Grundvallarlínan er áð
fylgja engri línu.“ Gg í formála
segir: „Trúlega er skynsamleg -
ast að líta á Núkynslóð sem ár-
bók þeirra, sem eru að byrja að
reyna sig við ritstörf. Einhvers
konar torgsamkoma, þar sem
menn hittast og færa fram, það
sem þeir hafa fram að færa. Má
vera, að það veki áhuga ein-
hverra, sem leið eiga um.“
Ritnefnd Núkynslóðar skipa
Hrafn Gunnla>ugsson, Kristinn
Einarsson, Ólafur Kvaran, Ólaf-
ur Haukur Símonarson og Sig-
urður Pálsson. „Tímaritið mun
liggja frammi í bókaverzlunum
og einnig veirður því dreift í
hina æðri skóla landsins, þar
sem nemendum gefst kostur á
að kaupa þa'ð við afslegnu
verði,“ eins og segir í tilkynn-
ingu útgefenda.
Cóð af-
koma SAS
Stokkhólmi, 16. des (NTB)
Á SÍÐASTA reikningsári, sem
lauk 30. september sl., reyndist
hagnaður Norðurlandaflugfélags-
ins SAS vera 118,7 milljónir
norskra króna (um 1.464 milljón-
ir ísl. kr.), og er það 2,9 milljón-
um meira en á fyrra reiknings-
ári.
Þrátt fyrir þennan mikla hagn-
að voru afskriftir á árinu meiri
en áður, eða 143 milljónir norskra
kr. miðað við 127,4 milljónir ár-
ið áður. Einnig var fjárfestmg
félagsins á árinu mieiri en áður,
eða 625 milljónir n. kr.
BBC bendlað
við njosnir
Moskvu, 16. des (NTB)
Dagblaðið Izvestia, málgagn
■sovézku stjórnarinnar, sakar í
dag brezka útvarpskerfið BBC
um samvinnu við leyniþjónust-
una og aðstoð Við að ráða njósn
ara í þágu Breta.
Ásökun þessi kemur fram í
grein eftir þá V. Ljadov og C.
Rozin. Segja þeir að blaðið hafi
fórum sínum leyniskjöl, sem sanni
Framhald á bls. 21
’iússenhcuis
Brauð- og
áleggssneiðarar
sneiða allt:
— brauð, ost og annað álegg, bacon.
Nýjustu gerðir:
• Frístandandi á sogskálum.
• Samanbrjótanleglr I geymslu.
• Sleði fyrlr það, sem snelða á.
• Ryðfrlr stálhnifur, losaður á
augabragði með þrýstihnappl.
Gagnleg gjöf — Góð eign!
♦ SfBI 2 44 20 o SI IU IU.ATA 10 o
TIL JÓLACJAFA
VE8KI - TÖ8KUR - MIM
sHljóðfærahús Reykjavikur
Leðurvörudeild.
Laugavegi 96 — Sími 13656