Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968 13 . Bækur um sjómennsku SJÓSÓKN og fiskiveiðar hafa jafnan verið undirstaða íslenzks athafnalifs. Þrátt fyrir þann veigamikla þátt, sem sjómanna- stéttin á í tekjuöflun þjóðarinn- ar eru allmargir, sem ekki gera sér grein fyrir þessu og vita ekki hvernig baráttan á hafinu Sveinn Sæmundsson er háð. Þeir hinir sömu hafa kannske heldur aldrei verið sjó- menn. Það er því gleðiefni, þeg- ar út koma bækur um þessi efni, um sjósókn og íslenzka sjómanna stétt og það því meira gleðiefni, þegar þessar bækur eru hver ann arri betri. Þetta eru bækur Sveins Sæmundssonar. Þegar sú fyrsta, í Brimgarðinum, kom út fannst manni kveða við nýjan tón. Bókin sagði frá baráttu sjó- mannanna af slíku raunsæi og innlifun að einstætt er. Síðar komu bækurnar Menn í Sjávar- háska og í Særótinu, sem sfcrif- aðar voru með sama snilldar- bragðinu. Á 'betra er vart hægt að kjósa. Nú hefur mér borizt í hendur fjórða sjómannabók Sveins, I stríði og stórsjóum. — Þessi bók virðist mér ekki gefa hinum eftir sem áður eru nefnd- ar. Það er selta í bókum Sveins. Stormurinn þýtur og brotsjóir rísa. Manni finnst sem maður sé sjálfur þátttakandi í því sem sag an greinir frá hverju sinni, svo lifandi og sönn er frásögnin. Ég undirritaður hef stundað sjó í 29 ár og tel mig þar af leiðandi vera að nokkru leyti dómbær á bækur Sveins. Ég nefni hér tvö dæmi úr fyrri bókum: Frásögnin af því er Marteinn Jónasson bjargaði skipi sínu heilu í höfn eftip hatrammt veður á Græn- landsmiðum, og þá ekki síður frásögnin af því, þegar Egill Skallagrímsson lá á hliðinni í 36 tíma í Halaveðrinnu árið 1925. Allar þessar frásagnir Sveins eru svo hnitmiðaðar að hver lesandi sér þessa atburði eins og með eigin augum. Nú hefur Sveinn sent frá sér enn eina snilldarbókina um sjómennsku, í stríði og stórsjó- um. Ég vil vekja athygli á þess- um bókum því ég tel að eitthvað vanti á sjómannsheimili, ef bæk- ur Sveins Sæmundssonar eru ekki til í bókaskápnum. Ólafur Vigfússon, Hávallagötu 17 Reykjavik. VANTlYÐUR JÓLAGJÖF þá munið eftir NIPPÓ SKÓLARITVÉLUNUM Verð abeins kr. 3.843.00 Siisli c7. <3oRnsen i/ VESTURCÖTU 45 SÍHAR: 12747 • 16647 Skrifstofuhúsnæði Til leigu er mjög gott skrifstofuhúsnæði á bezta stað í Miðborginni. Upplýsingar gefur BJARNI BEINTEINSSON, HDL., Austurstræti 17 — Sími 13536. ficCtti&nÍAJcó HERRADEILD Snjóhjólbarðar á gamla vcrðinu Eigum enn flestar stærðir af BRIDGESTONE og HAKKAPELITTS snjóhjólbörðum á gamla verðinu. Neglum ný og notuð snjódekk. Skerum snjómynstur í dekk. Sparið peningana og kaupið snjódekkin. á gamla verðinu. HJÓLBARÐAVIÐGERÐ KÓPAVOGS Kársnesbraut 1 — Sími 40093. Hver man ekki bókina Njósnari á yztu nöf ★ Nú er komin út ný bók eftir sama höf- und. Flótti í shjóli nætur ýc Geysispennandi og viðburðarík. SKÚLI THORODDSEN Ævisaga eftir JÓN GUÐNASON Fyrra bindi Merkileg aldarfarslýsing 461 bls. + 13 myndasíður. Verð í b. kr. 640 4- sölusk. HEIMSKRINGLA mm Baðherhergisskápar FALLEGIR VANDAÐIR FJÖLBREYTT ÚRVAL. Kærkomin jólagjöf. Laugavegi 15, sími 13333. VELJUM ÍSLENZKT ALLT Á JÓLABORÐIÐ Jólahangikjötið í heilum og liálfum skrokkum frá Reykhúsi SÍS. Mjög hagkvæmt verð. Svínakjöt, hamborgarhryggur, nautakjöt, folaldakjöt, London-lamb, alihænur, kjúkl- ingar, útbeinuð lambalæri, útbeinaðir lambahryggir og m. fl. Jólaeplin kr. 238.— kassinn. Allar tegundir af niðursoðnum ávöxtum á gamla verðinu. Gerið jólapöntunina nú þegar. Sendum um allan bæ. Sími 38980. Borgarlcjör Grensásvegi 26 Op/ð til kl. 10 eh. alla daga til jóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.