Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968
Horfur á að island lal 176 mllijön
kr. lán úr Viðreisnarsjóði Evrópu
— Cert ráð tyrir að láninu verÖi variÖ til
atvinnuuppbyggingar á NorÖurlandi
HORFUR virðast nú vera á því,
að íslandi verði veitt lán að
jafnvirði tveggja milljóna doll-
ara frá Viðreisnarsjóði Evrópu.
Mun ætlunin að fjármagn þetta,
176 milljónir króna, fari til
Norðurlandsáætlunarinnar.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra, tjáði Mbl. í gaer, að þó
nokkuð væri síðan ríkisstjórnin
hóf athugun á því hvort auðið
yrði að fá lán vegna Norður-
landsáætlunar í framhaldi af
lánveitingu sjóðsins, vegna sam-
gönguáætlunar Vestfjarða, en
framkvæmd þeirrar áætlunar er
gert ráð fyrir að ljúki á næsta
ári.
Fyrir nokkru var Viðreisnar-
sjóði Evrópu send formleg um-
sókn fyrir láninu og góðar horf-
ur virðast nú vera á að það fáist.
Er fulltrúi íslands hjá sjóðnum,
Pétur Eggerz á fundi um þessar
mundir með forráðamönnum
sjóðsins til þess að ræða nánar
um kjör vegna lántökunnar.
Aðspurður um hvað nota ætti
þessa fjármuni til — sagði ráð-
herrann:
„Norðurlandsáætlun er enn
ekki að fullu lokið, en gert er
Enn datt maður og
slasaðist í Straumsvík
STARFSMAÐUR Sindra, er
vinnur í Straumsvík hrapaði í
gærmorgun niður um lúgu á
gólfi kerjahússins stóra. Var fall-
ið um 4 metrar og slasaðist mað-
urinn og marðist. Heitir hann
Jón Hjartarson, Rauðalæk 30,
Reykjavík.
Tildrög slyssins voru þau, að
maðurinn ætlaði að snúa við
hlera, sem lá á gólfinu, þar eð
naglar stóðu upp úr honum og
gátu verið hættulegir þeim sem
um gengu. Ej- hann lyfti hleran-
um gekk hann tvö skref áfram,
en datt við það niður um op,
sem hlerinn lá yfir. Maðurinn
var fluttur í Slys-avarðstofuna.
Á föstudag fékk Gunnar
Kristjánsson, starfsmaður við
höfnina í Straumsvík krók í
höfuðið er vír slitnaði og á
mánudag datt Svisslendingur
hálfan fimmta metra í kerjahús-
inu stóra. Báðir höfuðkúpu-
brotnuðu, en líðan beggja er
eftir vonum. Höfuðaðgerð var
gerð á Gunnari í gær.
Mikið hefur verið um svo-
kölluð vinnuslys í Straumsvík
allt frá 5. september, en þá datt
maður 4,5 metra og hælbrotnaði.
14. nóvember varð manni fóta-
skortur og slasaðist mikið á
hendi. 4. desember datt maður
4 metra úr lyftara í kerjahúsinu
og slasaðist. Síðan urðu slysin,
sem áður er getið 13. desember,
16. desember og 17. desember,
eða í gær.
í>á eru ótaiin tvö banaslys, hið
fyrra varð 27. nóvember, er
Spánverji, Max Stamm, datt úr
17 m hæð í kerjahúsinu, en hið
síðara varð 3. desemiber, en þá
datt Þjóðverji úr 12 m hæð.
ráð fyrir, að lán þetta verði fyrst
og fremst notað til að greiða
fyrir atvinnuuppbyggingu á
Norðurlandi og verður fénu
væntanlega ráðstafað með milli-
göngu atvinnujöfnunarsjóðs."
Viðreisnarsjóður Evró.pu er nú
að undirbúa sérs’taka lánsfjár-
öflun fyrir sjóðinn í heild og
gert er ráð fyrir að þetta lán
verði þáttur í þeirri fjáröflun.
Björg NK seldi 2)1.4 lestir af flat-
fdki í Aberdeen í gær fyrir
£ 2204 og Sigurborg SI, sem
gerð er út frá Akranesi, seldi í
sömu borg 45.2 lestir atf bolfiski
fyrir £ 4323. Er þetta mjög gott
verð, sem aðeinis tfæst fyrir vel
með farinn fisk.
Frn Skúlholti til Kirkjubæjar
Biskup íslands, herra Sigurbjöm Einarsson, heldur hér ú kal-
eik, sem er gjöf frá Skálholti til Kirkjubæjar í Færeyjum.
Leifur Kaldal gerði uppdrátt að kaleiknum og skreytti hann
íslenzkum steinum. Jón Benediktsson smíðaði um kaleikinn
kassa úr teakviði. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.)
F/árveitinganefnd leggur til:
Fjárframlög til nýbygginga
skóla verði 33,1 millj. kr.
— Nœr helmingi hœrri upphœÖ en áÖur
Fjárveitingarnefnd Alþingis
mun leggja til að fjárveitingar
nýbygginga skóla verði 33,1 millj
kr. á árinu 1969. Er það um
helmingi hærri upphæð, en veitt
hefur verið til nýbygginga skóla
að meðaltalí undanfarin 3 ár
og nær þreföldun á þeirri upp-
hæð er fjárlagafrumvarpið gerði
upphaflega ráð fyrir.
Framangreindar upplýsingar
komu fram í ræðu Gylfa Þ. Gísla
sonar menntamálaráðherra á A1
þingi í gær, en þar urðu mikl-
ar umræður um skólakostnaðar-
lögin og nýbyggingarmál skóla.
Tillögur fjárveitingamefndnar
dvalarheimli
munu hins vegar ekki koma fram
fyrr en við 3. umræðu fjárlaga,
sem verður síðari hluta vikunn-
ar.
Stjórnarfrumvarpið um breyt-
ingu á skólakostnaðariögunum
var til 2. umræðu og mælti Ben
edikt Gröndal fyrir áliti meiri
hluta menntamálanefndar deild-
arinnar, sem lagði til að frum-
varpið yrði samþykkt óbreytt.
Minnihluti nefndarinnar lagði
hins vegar til að frumvarpið
yrði fellt og mælti Sigurvin Ein
arsson fyrir því nefndaráliti.
í ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar
menntamálaráðherra kom fram,
að þegar ríkisstjórnin undirbjó
fjáriagafrumvarpið í hauat var
gert að til'lögu að framlög til
nýbygginga skóla á áriinu 1969
næmu 12 millj. kr., en ætlunin
hefði síðan verið að Alþingi fjall
aði um málið og kæmi með til-
lögur. Sagði ráðherra, að fjár-
vei'tinganefnd hefði nú ákveðið
að gera að tillögu sinni að fjár
veitingin næmi 33,1 millj. kr.,
sem væri hærri upphæð heldur
en nokkurn tímann áður hefði
Framliald á t>ls. 31.
Ók undir
vörubílspall
MJÖG harður árekstur varð í
gærkvöldi um sjöleytið á Granda-
garði, en þar ók Opel-station inn
undir pall á kyrrstæðri vöruflutn
ingabifreið. Yfirbygging Opel-bif
reiðarinnar ofan við vélarhlif
skarst hreinlega af henni. Öku-
maður kastaðist lir bifreiðinni og
var verið að kanna og gera að
meiðslum hans í gærkvöldi, en
hann var ekki talinn lífshættulega
slasaður.
Hafnarfirði ?
ViÖrœöur standa yfir milli Sjómanna-
dagsráÖs og HafnarfjarÖarkaupstaÖar,
sem boÖiÖ hefur lóÖ undir heimiliÖ
VIÐRÆÐUR standa nú yfir
milli stjórnar Sjómannadags-
ráðs Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar og bæjarstjómar
Hafnarfjarðar nm samstarf
þessara aðila við byggingu
dvalarheimilis í landi Hafnar
fjarðarkaupstaðar. Hefur hæj-
arstjóm Hafnarfjarðar boðið
hluta úr landi jarðarinnar
Áss undir dvalarheimilis-
bygginguna. Morgunblaðið
sneri sér til Péturs Sigurðs-
sonar, formanns Sjómanna-
dagsráðsins, og spurði hann
um þetta mál.
„Á fundi Sjómannadags-
ráðsins 11. desember sl.“,
sagði Pétur, „var m.a. rætt
um byggingaframkvæmdir
samtakanna. Sambyggingum
að Hrafnistu er nú lokið, en
í undirbúningi eru byggingar
smáíbúða fyrir öldruð hjón;
þessar smáíbúðir verða í vest-
urhluta Hrafnistuilóðarinnar.
Þessar byggingaframkvæmdir
verða þær síðustu að Hrafn-
istu, en eins og kunmugt er
ætlar Reykjavíkurborg að
byggja íbúðir fyrir aldrað
fólk við austurmót Hrafnistu-
lóðarinmar.
Að þeim loknum verður
svo gengið frá lóðinni og hef-
ur stjóra Hratfnistu gert sam-
komulag við borgarytfirvöld,
að íbúar framangreindra borg
aríbúða fái einnig afnot af
lóðinni.
Á fundi Sjómannadagsráðs-
ins fékk stjórn þess heimild
til að flýta fyrir byggimgum
smáíbúðanna með því að taka
við greiðslum frá væntanleg-
um íbúum; allt að 300 þúsund
krónum, sem verða lán til
fimm ára, en tryggja jafn-
framt viðkomanda forgangs-
rétt að íbúð. Þessi forgamgs-
réttur gildir þó aðeins fyrir
hluta væntanlegra smáíbúða.
Stjórn Sjómamnadagsráðs
hefur oft rætt um, hver ætitu
að vera verketfnin, sem við
tækju, þegar byggingu fram-
angreindra smáíbúða er lokið.
Má segja, að á fundinum 11.
desember hafi verið tekin
endanleg ákvörðun um fram-
tíðarverkefni, sem er byggimg
nýs dvalarheimilis.
Á sl. sumri kom bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar til við-
ræðu við stjórn Sjómanna-
dagsráðs um, hvort hægt væri
að ná samstarfi um byggingu
nýs dvalarheimilis í landi
Hafnarfjarðarkaupstaðar. Við
ræðum var svo haldið áfram
Framhald á bls. 31
Sunnudagasala mjólk-
ur leyfö í Garðahreppi?
NÝLEGA meinaði Mjólkursam-
salan tveimur verzlunum í
Garðahreppi sölu mjólkur á
sunnudögum, en tii þess tíma
seldu verzlanirnar mjólk alla
daga vikunnar. Báðar verzlan-
irnar eru nýlenduvöruverzlanir
— Kaupfélag Hafnfirðinga,
Garðaflöt og Boðabúð. Hefur
verzlununum jafnvel ekki verið
leyft að selja mjólk, þótt birgðir
frá laugardeginum hafi enzt
fram á sunnudag. Segja kaup-
menn, að þeir geti ekki flokkað
vörumar til viðskiptavinanna —
og þeir verði að selja, hvað til sé
í verzluninni.
Fyrir skömmu gengu þrír
menn á fund forstjóra Mjólkur-
samsölunnar, Stefáns Björnsson-
ar og báðu um skýringar á þessu
máli. Stefán sagði í viðtali við
Mbl. í gær, að mál þetta væri
í athugun og engin ákvörðun
hefði verið tekin í því. Gæti þvl
eing farið svo að sala mjólkur á
sunnudögum yrði léyfð að nýju.
Þeir þremenningar, sem gengu
á fund forstjórans voru Ólafur
G. Einarsson, Steinar Berg
Björnsson og Höskuldur Jónsson.
Framhald á bls. 31.
6 DAGAR
TIL JÓLA