Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBI^AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968 — AF INNLENDUM.. Framhald af bls. 17 hverfis hefðu farið jafn óánægð- ir af fundinum og þeir komu og mér var sagt, að í bígerð væri stofnun sérstaks hagsmunafélags íbúa þessa hverfis. En það eru ekki bara íbúar þessa hverfis, sem eru óánægðir með Fjarhit- unina. Þeir, sem ekki búa við hana eru líka óánægðir. Fjarhit- unarstöðin hefur nefniiega ver- ið rekin með halla þar til nú í ár að gert er ráð fyrir, að rekst- ur hennar verði hallalaus. Þessi taprekstur hefur verið greiddur úr bæjarsjóði, þ.e. útsvarsgreið- endur í Kópavogi hafa greitt hallann. Þeir, sem ekki búa við þessa fjarhitun líta svo á, að með því sé þeim gert að greiða að nokkru hitunarkostnað annarra. Fjarhitunin á því vafalaust eftir að verða hitamál í Kópavogi og ekki bætir úr skák, þegar íbúar hverfisins sjá, að hitunarkostnað ur þeirra er 100% hærri en flestra Reykvíkinga. Hin mikla framkvæmd við Hafnarfjarðarveginn, sem nú stendur yfir í Kópavogi er greini t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Guðbjargar Elíasdóttur Úthlíð 9. Böm, tengdaböm, barnabörn o« barnabamabörn. t Eiginmaður minn Pétur Ottesen fyrrv. alþingismaður, Ytra-Hólmi, lézt að heimili sínu 16. des. Petrína Ottesen. t Sigurlína Ingimundardóttir andáðist í sjúkrahúsi í Cleve- land Ohio 1. desember sL Aðstandenður. t Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að Sigríður Jóhannsdóttir Fisches frá ísafirði, andaðist á sjúkrahúsi í Pom- pano Beach Florida, U.S.A. þann 29. fynra mánaðar. Systkin hinnar Iátnu. t Sonur okkar Gunnar Pétur Reykjavikurvegi 24, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 16. þ.m. Asa Bjaraadóttir, Bjarni Árnason. lega mikill þyrnir í augum Kópa vogsbúa. Þeir líta svo á,að þeim sé gert að grefða kostnað við þessa framkvæmd, sem sé að mestu óþörf Kópavogs vegna. Hún sé fyrst og fremst í þágu íbúa annarra sveitarfélaga. Enn fremur ríkir gífurleg óánægja meðal íbúa eins fjölbýlishússins í Kópavogi, sem stendur rétt við veginn, vegna þess, að tengiveg- ur við Kársnesbiaut á að liggja rétt við húshornið á húsi þeirra. fbúar þessa húss segja, að það verði með öllu óbúandi í hús- inu af þessum sökum. Ég læt hjá líða að fara út í nákvæma lýs- ingu á því, hvernig kostnaður við þessa vegaframkvæmd er greiddur. Læt það nægja að upp lýsa, að bæjarstjórinn sagði á fundinum, að Kópavogsbúar greiddu aðeins 20% af kostn- aðinum, en Magnús Jónsson, fjár málaráðherra, sagði í fjárlaga- ræðu sinni í haust, að Kópavogs- búar greiddu allan kostnað af gerð þessa vegar. Vafalaust þætti Kópavogsbúum fróðlegt að vita, hvor hefur á réttu að standa, fjármálaráðherra eða bæjarstjór inn. Hitt er mér fyrirmunað að skilja, hvers vegna bæjarstjóri Kópavogs hefur yfirleitt tekið það í mál að taka nokkurn þátt í kostnaði við þessa vegargerð. Það er ljóst, að ef einungis var tekið tillit til umferðar um Kópa vog þurfti ekki að reisa slíkt mannvirki. Bæjarstjóm Kópa- vogs var í lófa lagið að segja við ríkisvaldið: Við þurfum ekki á þessu mannvirki að halda okk ar vegna. Við getum fallizt á, að þessi vegur verði lagður í gegn- um Kópavog en við tökum eng- an þátt í kostnaði við hann. Okkar vegna getur ríkið alveg t Systir mln Elín Benediktsdóttir Sandabraut 11, Akranesi, verður jarðsett frá Akranes- kirkju laugardaginn 21. desem ber kl. 2 síðdegis. Blóm vin- samlega afþökkuð. — Fyrir hönd dóttur og systkina. Valey Benediktsdóttir. t Maðurinn minn Lýður Skúlason verður jarðsettur að heimili sínu Keldum Rangárvöllum 21. desember kl. 1 e. h. Jónina Jónsdóttir, böra, tengdasynir og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar Jófríðar Kristjánsdóttur verður gerð að Staðarstað fimmtudaginn 19. des. kl. 2 sd. Kveðjuathöfn í Grundarfirði sama dag kb 10 árdegis. Páll Þórðarson. t Otför konunnar minnar Guðrúnar Pálsdóttur, sem andaðist 11. þ.m. verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtud. 19. þ.m. kl. 1.30 e.h. Björa K. Þórólfsson. eins lagt þennan veg annars stað ar og þá utan Kópavogs. En bæjarstjórnin hefur greinilega ekki litið þessum augum á mál- ið. Víst er, að þessi vegafram- kvæmd á eftir að verða enn meira hitamál í Kópavogi en orðið er. Þegar hér var komið sögu hafði allt farið skap'lega fram, en nú fór heldur betur að hitna í kolunum. Ungur maður stóð upp og bar fram fyrirspurn til bæj- arstjórans um launamál. Hann spurði, hvort það væri rétt, sem sagt væri í Kópavogi, að bæj- arstjórinn hefði fengið greidda launauppbót, að upphæð kr. 60 þús. á sama tíma og bæjarstarfs- maður hefði orðið að fara í setu- verkfall á bæjarskrifstofum til þess að fá greidd laun sín. Hann spurði ennfremur, hvort satt væri að bæjarverkfræðingurinn fengi greidd laun samkvæmt taxta Vérkfræðingafélagsins Loks spurði hann um launamál tveggja annarra bæjarstarfsmanna. Fyr- irspumin var ekki borin fram á sérlega kurteisan máta en auð- vitað-hafði fyrirspyrjandinn full an rétt á að spyrja um þetta eins og hvað ainnað. Það var dauðaþögn í salnum, þegar bæjarstjórinn stóð upp til svara og fundarmenn biðu spennt ir eftir því, hvernig bæjarstjór- inn mundi bregðast við. En að þessu sinni missti hann tökin á sjálfum sér og fuindinum. Hann reiddist. Hann sagði smásögu af Áma Pálssyni og sagðist hvorki geta né vilja svara þessum fyr- irspoirnum. Út af fyrir sig var það skiljanlegt, að bæjarstjóri reiddist, fyrirspyrjandi var ekki ýkja kurteis. En bæjarstjóri hefði borið hærri hlut, ef hann hefði sýnt fyrirspyrjanda sömu tlllitssemi og öðrum og gefið ná- kvæmar upplýsingar um launa- kjðr þeirra, sem um var spurt. Það gerði hann hins vegar ekki. Þá var bæjarstjóri spurður að því, hvort honum fyndist það eðlilegt, að einn bæjarstarfs- mánna hefði yfir sjálfum sér að segja, sem forvígismaður í bæj- arstjórn. Þegar bæjarstjóri innti t Systir okkar Guðrún Þórunn Bjarnadóttir, sem lézt að heimili sínu í Keflavik fimmtudaginn 12. þ.m. verður jadðsurngin föstu- iaginn 20. desember kl. 10.30 Erá Fossvogskirkju. Kjartan Bjarnason, Halldóra Bjarnadóttir. t Otför móður minnar Arnlaugar Samúelsdóttur Seljalandi, fer fram frá Stóra-Daiskirkju föstudaginn 20. des. kl. 1 eJh. Jarðsett verður í heimagraf- reit. — Fyrir hönd systkina minna og annarra vanda- manna. Magnús Kristjánsson. t Við þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andJát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og' afa Runólfs Jónssonar frá Sandfelli Öræfum. Guð blessi ykfcur ölL Katrín Jónsdóttir, Jónína Runólfsdóttir, Páll Heigason, Runólfur Pálsson, Sveinbjörg Páisdóttir. nánar eftir því við hvað væri átt, sagði fyrirspyrjandi, að átt væri við þá staðreynd, að Ólaf- ur Jensson, bæjarverkfræðingur væri einnig formaður bæjarráðs. Það kom nokkurt hik á bæjar- stjórann, en hann sagði sem svo, að þetta hefði „blessast svona sæmilega“, en hann kvaðst yfir- leitt ekki mundu telja þetta eðli 'lega ráðstöfun. Fróðlegt væri að vita hvað bæjarverkfræðing- urinn segir um þetta mat bæjar- stjórans á störfum hans. Þá var bæjarstjórinn spurður að því, hvorrt honum fyndist það eðlilegt, að þeir bæjarfulltrúar, sem samþykkt hefðu reikninga bæjarins í sumar væru Etllir fast- ir starfsmenn bæjarins. Las fyr- irspyrjandi upp nöfn þeirra og stöður hjá bænum. Voru það Ólafur Jensson, bæjarverkfræð- inigur, Ólafur Jónsson, forstjóri Strætisvagna Kópavogs, Sigurð- ur Ólafsson, skrifstofustjóri bæj- arins, Björn Einarsson, frkvstj. Hafnarfjarðarvegar og Svandís Skúladóttir, forstöðukona leik- valla og dagheimila. Enn kom nokkurt fát á bæjarstjóra, sem sagði að þetta væri víst alveg rétt, að svo hefði viljað til í þetta sinn. Hins vegar sæi hann enga ástæðu til tortryggni af þeim sökum og benti á, að end- urskoðendur hefðu að sjálf- sögðu yfirfarið reikninga bæjar- ins. Bæjarstjóri var einnig spurður að því, hvernig á því stæði, að bílastyrkir til starfsmanna Kópa vogs næmu hærri upphæð en bílastyrkir til starfsmanna Akur- eyrar og Hafnarfjarðar samtals., Hann sagði að það væri erfitt að svaira slíkri spumingu nema nán ari upplýsingar væru gefnar um bílastyrki á Akureyri og í Hafn- arfirði, gerði nokkra grein fyrir því, hvaða starfsmenn Kópavogs kaupstaðar nytu bílastyrkja, og sagði, að verkstjórar bæjarins væru með hæstu bílastyrki, um 4000 kr-. á mánuði, og teldu þeir sig ekki ofsæ'la af því og kvaðst hann halda að það væri rétt að svo væri ekki. Hann sagði jafnframt að kostna'ðar- liðir einstakra sveitarfélaga væru ekki sambærileg- ir og hann teldi t.d. ekfci, að það væri mælikvarði á það hvort fyr- irtæki væri vel eða illa stjórn- að, hvort stjórnunarkostnaður þess væri mikill eða lítili. Ongur maður stóð upp og gerði gatnagerðarmál í Kópavogi að umtalsefni. Hann minnti á gatnagerðaráætlun meirihluta- flokkanna frá 1966, gerði grein fyrir hvað framkvæma hefði átt skv. henni og hverjar vanefnd- ir hefðu á orðið. Spurði síðan, hvort áformað væri að bæta úr þeim drætti. Bæjarstjóri svaraði því einu til, að vissulega væri á- formað að gera það og gerði síð- an grein fyrir framkvæmdum á þessu ári. Benti á að holræsa- framkvæmdir til þessa hefðu kostað 40 milljónir en þær væru grafnar í jörðu og sæjust ekki. Skólastjóri í Kópavogi spurð ist fyrir um það, hve miklu fé hefði þegar verið varið til skóla bygginga á þessu ári af því sem gert væri ráð fyrir á fjárhags- áætlun. Bæjarstjóri svaraði með því að upplýsa hve mikið hefði verið áætlað til fræðslumála í heild og hve miklu væri búið að verja til þeirra mála. Þetta var auðvitað ekkert svar, þar sem undir liðinn fræðslumál falla margir aðrir útgjaldaliðir en framkvæmdir við skólabygging- ar. í hei'ld mundi ég ætla, að þessi fundur hafi gefið nokkuð góða hugmynd um bæjarmál f Kópavogi og ég tel það virðing- arvert af Hjálmari Ólafssyni, bæjarstjóra í Kópavogi, að ráð- ast fyrstur í það, þeirra manna, sem gegna svipuðum störfum og borgarstjórinn í Reykjavík, að fylgja fordæmi hans og efna til beinna tengsla við þá, sem hann starfar fyrir. Væntanlega verður það til þess, að fleiri fylgi á eftir og er það vel. En hann verður auðvitað að sæta því eins og aðrir, sem taka að sér opinber störf og hljóta gagn- rýni fyrir þau störf. Enginn er fullkominn og öllum verða á mis tök eins og bæjarstjórinn sjálf- ur marg endurtók á fundinum. Hitt er ljóst, að næst stærsti kaupstaður landsins þarf á að halda kröftugri forustu enhann inýtur nú. f þeim efnum er ekki fyrst og fremst við bæjarstjór- ann að sakast. Hann er ekki póliitískur fulltrúi eins og borg- arstjórinn í Reykjavík, heldur ráðinn til þessa starfs af meiri hluta bæjarstjórnar, kommúnist- um og framsóknarmönnum og auðvitað er ábyrgðin þeirra. Það er alveg rétt, að Kópavogur hef ur byggzt upp á mjög stuttum tíma og ekki er við því að búast að allt verði gert í einu. Engu sð síður er Ijóst, að Kópavogsbúar munu ekki sætta sig við það til lengdar að vera langt á eftir öðrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu í ýmsum þýðingar miklum framkvæmdum svo sem gatnagerð. Það er ekki enda- laust hægt að höfða til þess, að Kópavogur sé svo ungt bæjar- félag sem hafi byggzt upp á svo skömmum tíma og þess vegna sé svo margt ógert. Raunar er ijóst, að Garðahreppur hefur nú þegar tekið við því h'lutverki, sem áður var Kópavogs að veita viðtöku Reykvíkingum, sem af ýmsum á- stæðum hafa flutzt búferlum úr höfuðborginni. Kópavogur þarf á nýrri for- ustu að halda. Það er tímabært að gefa þeim mönnum frí frá störfum, sem hafa sýnt það svo ekki verður um villzt að þeir eru ekki færir um að takast á við þau sérstöku vandamál, sem þetta bæjarfélag á við að etja. Það er brýnt hagsmunamál Kópa vogs að laða atvinnufyrirtæki til bæjarins í stærri stíl en verið hefur og til þess þarf augljós- lega að gera sérstakar ráðstaf- anir. Það eru ekki mörg ár síð- an varanleg gatnagerð i Reykja vík var í fullkomnu ófremdar- ástandi en það gífurlega átak sem gert hefur verið í þeim málum hin síðari ár sýnir hvað hægt er að gera og hvers vegna skyldi hið sama ekki vera k'leift í Kópa vogi? Styrmir Gunnarsson. « Jólaappelsínur Ný sending af spönskum appelsínum. Stórkostleg verðlækkun. 30 kg. kassi aðeins kr. 850.— Uppvigtað kr. 30 pr. kg. Verð miðað við viðskiptaspjald. Berið saman verðin. Miklatorgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.