Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1968
31
Hér sést hluti þeirra umbúða, sem lilutu merki sýningarinnar
eöa viöurkenningu.
Vandaðar umbúbir
fá viöurkenningu -
Stúdentaóeirðir
í Frakklandi —
Stjórnin hótar ströngum gagnráðstöfunum
Læknaskipunar-
lögin til 2.
umræðu —
í GÆR komu læknaskipunarlög-
in til 2. umræðu á Alþingi. Mælti
Friðjón Þórðarson fyrir nefndar-
áliti heilbrigðis- og félagamála-
nefndar, en Sigurvin Einarason
mælti fyrir breytingartillögu, sem
hann og fleiri flytja við frumvarp
ið. Jóhann Hafatein, heilbrigðis-
málaráðherra, tók einnig til máls,
en umræðu og afgreiðslu frum-
varpsins var síðan frestað.
Pési prukkuri
og ævintýri
BÓKAMH>STÖ®IN hefur gefiö
út söguna „Pési prakkari", eftir
Einar Loga Einarsson. Er þetta
barna- og unglingasaga, samin
eftir samnefndu leikriti. Teikn-
ingar í bókinni eru eftir Ellen
Birgis. Bókin er prentuð í Prent-
smiöju Jóns Helgasonar.
Þá hefur Bókamiðstöðin gefið
•út barnabækurnar „Ævintýrið
um Anton og drekann" og „Æv-
■intýrið um Snjókarlinn og börn-
in“.^Teikningar gerði Ellen Birg-
is, en bækurnar eru prentaðar í
'Prentsmiðju Jóns Helgasonar.
Jurðskjólfti
Anchorage, Alaska, 17. des.
(AP-NTB)
I NÓTT varð all-snarpur jarð-
skjálfti á Kenai-skaga í Suður-
Alaska, en hann olli Iitlum
skemmdum, og ekki er vitað til
þess að nokkur hafi látizt af
hans völdum. JarðskjáJftinn varð
á svipuðum slóðum og jarðhræir-
ingamar á föstudaginn langa
fyrir fjórum árum, þegar 178
manns fórust og gífurlegar
skemmdir urðu í borginni An-
chorage.
Að þessu sinni mældist styirk-
leiki jarðskjálftans 6,5 á Richt-
eir skala, en jarðskjálftinn 1964
mældist 8,5.
- ÁRMANN
Fi lald af bls. 30
þar er athafnasvæði róðradeild-
arinnar. Skíðaskáli félagsins í
Jósepsdal hefur löngum verið
ein vinsælasta skíðamiðstöð
Reykvikinga. Skálinn var nýlega
stækkaður og bættur að öllurn
útbúnaði og nýr vegur lagður
til Jósepsdals. Við allar þessar
framkvæmdir hafa Ármenning-
ar unnið mikið og fómfúst sjálf-
boðaliðsstarf, sem margar kyn-
slóðir eiga eftir að njóta góðs af.
KEPPT OG SYNT ERLENDIS.
Hinir ýmsu íþróttaflokkar Ár-
manns hafa farið meira en 30
keppni og sýningarferðir til
annarra landa og borið hróður
íslenzks íþróttastarfs víða meðal
erlendra þjóða. Hér heima em
íþróttasýningar Ármenninga orðn
ar fleiri en tölu verði á kom-
ið um allt land.
Á löngu starfsskeiði sínu hef-
ur Glímufélagið Ármann átt sinn
góða hlut í uppeldi og þroska
þúsunda æskufólks, sem iðkað
hafa íþróttir og unnið félags-
störf í Ármanni. Undir merki
Ármanns hafa ótaldir íþrótta-
menn og íþróttakonur háð marga
eftirminnilega keppni, unnið
marga glæsta sigra og tekið þátt
í fjölmörgum íþróttasýningum,
bæði heima fyrir og á erlendum
vettvangi.
Ármann er orðinn áttræður,
en hann er síungur, vegna þess
að æskan endurnýjar hann sí-
fellt með ferskum kröftum, og
starfar saman innan vébanda
hans. Ármann hefur líka átt
þeirri gæfu að fagna, að njóta
starfskrafta margra dugmikilla
og hæfra forystumanna, þjálf-
ara og eldri félaga, sem unnið
hafa með unga fólkinu og miðlað
því af kunnáttu sinni og reynzlu.
FÉLAG íslenzkra iðnrekenda og
Landssamband iðnaðarmanna,
Iðnkynningin 1968, hafa nýlega
efnt til fyrstu íslenzku umbúða-
samkeppninnar. Var samkeppni
þessi auglýst í júní og þátttaka
háð þeim skilyrðum, að umbúð-
irnar væru hannaðar eða fram-
leiddar af íslenzkum aðilum og
hefðu komið á markað hér eða
erlendis.
Matsnefnd skipuðu eftirtaldir
menn: Stefán Snæbjarnarson,
húsgagnaarkitekt, formaður, Leif
ur Guðmundsson, forstjóri,
Harður Ágústsson, listmálari,
Sveinn Björnsson, framkvæmda-
stjóri, Pétur Sigurðsson, kaup-
maður, Hafsteinn Guðmundsson,
prentsmiðjustjóri og Sigrfður
Pétursdóttir, húsfrú.
Alls bárust 54 umbúðir til
samkeppninnar og hlutu eiftiir-
taldar umbúðir viðurkenningar-
merki: Brúsi fyrir teppashampó.
Hönnuður Sigurður Jónsson,
framleiðandi Sigurplast h.f. og
notandi Sápugerðin Frigg. Hólk-
ur utan um Álafoss hespulopa.
Hönnugur Gísli B. Bjömsson,
framleiðandi Plastprent h.f., not-
—MJÓLKURSALA
Framhald af bls. 32
I viðtali við þá sagði Stefán, að
stöðvun mjólkursölunnar væri
gerð með hagsmuni neytandans
fyrir augum, þar sem dreifingar-
kostnaður á sunnudögum væri
allt of hár. Mjólkursamsalan
hætti sunnudagssölu í Reykjavík
á síðastliðnu sumri. Benda likur
til, sagði Ólafur G. Einarsson í
viðtali við Mbl., að Mjólkursam-
sölunni finnist erfitt að hafa
verzlanir sínaT lokaðar í Reykja-
vík á meðan sala er leyfð í ná-
grannabyggðum borgarinnar. í
Reykjavík munu nú vera um 90
útsölustaðir sem reknir eru af
MjólkursamsölunnL
- DVALARHEIMILI
Framhald af bls 32.
og í þeim bauð bæjarstjóm
Hafnarfjarðar hluta úr landi
jarðarinnar Áss í Hafnarfirði
undir dvalarheimilisbygging-
una. Á fundinum 11. desem-
ber sl. var stjórn Sjómanna-
dagsráðsins falið að halda
áfram samningaviðræðum við
bæjarstjórn Hafnarfjarðar og
önnur sveitarfélög, ef óskað
væri eftir, en það hefur ver-
ið skoðun okkar, að hvort
sem dvalarheimilið verður
byggt innan eða utan marka
Hafnarfjarðar, væri æskilegt
að ná samvinnu við fleiri ná-
grannasveitarfélög.
Undirbúningur að fram-
kvæmdum sem þessum tekur
að sjálfsögðu langan tíma og
á þessu stigi málsins get ég
ekki sagt neitt frekar um við-
ræðurnar. Vonir standa til, að
á aðalfundi Sjómannadags-
ráðs, sem haldinn verður í
marz nk., verði endanleg
ákvörðun tekin í rnálinu"
sagði Pétur að lokum.
andi Álafoss h.f. Kassi fyrir Glit
öskubakka, hönnuður Kristín
Þorkelsdóttir, framleiðandi Kassa
gerð Reykjavikur, notandi Glit
h.f. Kassi fyrir jurtasmjöcrlíki,
hönnuðir Haiukur Halldórsson og
Tómas Tómasson, framleiðandi
Kassagerð Reykjavíkur, notandi
Smjörlíki h.f. Pækiltunna, hönn-
uður Vigfús Fríðjónsson. Fram
leiðandi Rosti Plastfabrik A/S.
Þrettán aðrair uonbúðir hlutu auk
þess viðurkenningu.
-SKÖLABYGGINGAR
Framhatd af hls. 32
verið veitt til nýbygginga skóla.
Sagði ráðherra að t.d. á árunum
1966—1967 og 1968 hefði að með
altali verið veittar 16,7 millj. kr.
á ári til nýbygginga skóla.
Þá komu húsnæðismál Kenn-
araskóla fslands nokkuð til um-
ræðu, eftir að Magnús Kjartans-
son hafði gert þau að umtals-
efni. Sagði menntamálaráðherra
að það væri rétt að Kennara-
skólinn byggi við mjög mikinn
húsnæðisskort, enda hefði vöxt-
ur skólans verið með fádæmum.
Enginn hefði látið sér það til hug
ar koma, þegar ný lög um skól-
ann voru sett 1963, að þau mundu
válda slíkum straumhvörfum í
aðsókn að honum, þar sem nem
endafjöldi skólans hefði á þess-
um árum 8—9 faldast. Sagði ráð
herra að nú væri unnið að bygg-
ingu Æfingaskóla Kennaraskól-
ans og mundi hann sennilega
erða fullbúinn næsta haust. Skýr
ingin á því að ekki hefði tek-
ist að leysa húsnæðismál Kenn
araskólans væri öðru fremur sú
að hin mikla uppbygging mennta
skólanna hefði reynst mjög kostn
aðarsöm. Menntaskólinn á Laug-
arvatni hefur nú verið stækk-
aður um helming á þremur ár-
um, byggður hefur verið nýr
menntaskóli á Akureyri sem er
stærri en gamli skólinn, nýbygg-
ing hefur verið reist við Mennta-
skólann í Reykjavík sem er stærri
en gamli skólinn og auk þess
hefur Menntaskólinn í Hamra-
hlíð, stærsti menntaskóli lands-
ins verið byggður. Ráðherra
sagði að þessar framkvæmdir
við byggingu menntaskólanna
hefði verið orðnar mjög aðkall-
andi, þar sem lítið hefði verið
gert í byggingarmálum þeirra
um langan tíma. Strax og þess-
ari byggingaráætlun menntaskól
anna yrði lokið, mundi verða
hafizt hana við byggingarmál-
efni Kennaraskóla íslands af ful'l
um krafti.
Ráðherra skýrði frá því að
forráðamenm kennaraskóla ís-
lands hefðu farið fram á að
takmarka inngöngu nemenda í
skólann. Ráðherra sagði, að þess
ari málaleitan hefði verið synj-
að og séð yrði til þess að þeir
sem ættu rétt á inngöngu í skól
ann kæmust í hann, þó að taka
yrði frekara leiguhúsnæði fyrir
starfsemina.
f umræðunum um frumvarp-
ið tóku þátt auk áðurnefndra
þingmennimir Þórarinn Þórar-
insson, Skúli Guðmundsson og
Stefán Valgeirsson.
PARÍS 17. desember, NTB, AP.
Baráttuglaðir stúdentar við fimm
háskóla í Frakklandí létu undir
höfuð leggjast að sækja fyrir-
lestra í dag, þrátt fyrir aðvaran-
ir rikisstjórnarinnar um, að grip-
ið yrði til harkalegra aðgerða
gegn hvers konar endurtekningu
á óeirðum þeim, sem áttu sér
stað í maí og júní sL
Athyglin beindist einkum að
listasögudeild háskólans í Nant-
erre, sem er ein af útboTgum
Parísar, en þar tók lögreglan upp
eftirlit í dag með því, hverjir
færu þar inn og út á háskóla-
svæði. Er tilgangurinn með lög-
reglueftirlitinu sá, að koma í
veg fyrir, að æsingamenn nái að
komast inn í háskóladeildina, en
þar hafa námsverkfallsaðgerðir
stúdenta staðið yfir frá því á
fimmtudag.
Þá áttu sér stað mótmælaað-
gerðir af hálfu stúdenta einnig
við háskólana í Montpellier,
Toulouse, Strasbourg og Nantes.
Þrátt fyrir þetta lítur svo út,
sem það sé einungis lítill hluti
stúdenta, sem þátt tóku í þessum
mótmælaaðgerðum og ekki sjást
þess merki, að stúdentaæsing-
arnar sem hófust í Nanterre séu
í þann veginn að breiðast út um
allt landið, eins og átti sér stað
í vor. Þannig voru það færri
— Hann streitist
Framhald af bls. 16
honum og var einn af helztu
höfundum nýju stefnuskrár-
innar, sem boðaði tékknesku
þjóðinni aukið frelsi.
Josef Smrkovsky er sagður
maður viðfelldinn í fram-
komu, sannfærandi í mál-
flutningi og ör í skapi,
keðjureykingamaður. Hann er
myndarlegur á velli og sagður
traustvekjandi í allri fram-
komu, öfgalaus en fastur fyr-
ir.
Smrkovsky á undir högg að
sækja þessa daga. En hann
lætur. ekki deigan síga. Þótt
mörg ljón séu á veginum.
heldur hann ótrauður áfram
baráttu sinni fyrir frelsi lands
síns og þjóðar og heldur á
Iofti kyndli mannúðar i því
svartnætti sem grúfir yfir
Tékkóslóvakíu.
- TÉKKÖSLÓVAKÍA
Framhald af bls. 1
embætti til eilífðar".
Hann bætti því við, að „em-
bættismenn munu verða valdir á
stjómskipulagan hátt“ og sagðþ
að ógerlegt væri að segja fyrir
um, hverjir yrðu valdir í æðstu
stöður nýja þjóðþingsins. Verka-
menn hafa hótað allsherjarvehk-
falli, ef Smrkovsky verður vikið
úr stöðu sinni. Nýja þjóðþingið
er liður í áætlunium um sam-
bandsstjómarfyrirkomulag, sem
komið verður á á næsta ári. Sam
bandsríkisstjóm á að vera yfir
aðskildum ríkisstjómum Tékka
og Slóvaka í Prag og Bratislava.
Verður þjóðþingið einnig skipu-
lagt á sambandsiríkisgrundvelli.
Colotka sa.gði, að núverandi
þjóðþing, þar sem 300 þingmenn
eiga sæti, muni verða áfram við
lýði um stundarsakir, sem sér-
stök deild í sambandsþinginu,
unz nýjar kosningar færu fram.
Sagði hann ennfremur, a'ð 75
meðlimir þjóðarráðs Slóvaka
myndu verða kjömir í þjóðadeild
á nýja sambandsþinginu. Myndi
miðstjórn flokksins ræða um það
í næsta mánuði, hverjir ættu að
gegna forsetaembættum í þess-
um tveimur þingdeildum. Col-
otka sagði hins vegar, að ekki
hefði verið ákveðið enn, hvaða
dag miðstjórn flokksins myndi
koma saman til fundar.
Sjá grein um Smrkovsky á
bls. 16).
en eitt þúsund stúdentar, sem
mættu á fundi við Nanterre-
háskóla, þar sem ráðagerðir voru
uppi um að koma á fót nefndum
til þess að gera grein fyrir kröf-
um stúdenta. Kvörtuðu sumir
stúdentarnir þar yfir því, að þeir
hlytu nú miklu minni undirtektir
en sl. vor. Var þeim, sem ekki
vildu taka þátt í mótmælaað-
gerðum, borið á brýn af sumum
herskárri stúdentum, að þá
skorti pólitískan þros'ka og upp-
lýsingar.
Couve de Murville forsætisráð-
herra varaði í sjónvarpsræðu,
sem hann flutti í gærkvöldi, „að
það yrði ekki þolað lengur, að
stúdentar legðu undir sig há-
skólabyggingar á nokkurn hátt“.
Á sumum stöðum í dag, þar sem
óeirðir hafa átt sér stað í há-
skólum, voru hófsamari stúdent-
ar teknir að hafa uppi kröfur um
að fá að sækja háskóla sína
með eðlilegum hætti.
- BIAFRA
Framhald af bts. 1
verið í her Biafra. Fulltrúar í
nefndinni eru frá Kanada, Bret-
landi, Pólandi og Eþíópíu, og er
formaður nefndarinn/ar William
A. Milroy, hershöfðngi frá Kan-
ada.
Drengurinn sagði netfndar
mönnum, að hann væri einn
hundruða jafnaldra sinna, sem
kvaddur hafi verið til herþjón-
ustu í fyrra mánuði. Var hann
ænd'Ur til fjögurra daga æfinga,
þar sem honum var kennt að
skjóta úr riffli. Að æfingum
loknum voru honum aíhent
fimm skot í riffilinn og sendur
með það til skotgrafa sunnan
Onitsha. Þegar Nígeríusveitir
nálguðust skotgrafirnar, kvaðst
drengurinn hafa gefizt upp, og
hafði hann þá að eigin sögn
aldrei skotið úr riffli sínum.
Hann kvaðst hafa verið neydd-
ur til að ganga í herinn og hefðu
Biafrahermenn beitt valdi til að
fá hann og jafnaldra hans til að
taka sér vopn í hönd. Hins veg-
ar hefði verið farið vel með þá
eftir að þeir voru komnir í her-
inn. Það sem honum þófcti vænzt
um var, að „við fáum kjöt“.
Einnig sögðu talsmienn Nígeríu
hers eftirlitsnefndinni að þeir
hefðu komizt yfir orðsendingu
frá einum af foringjum Biaifra-
hers á vígstöðvunum til aðal-
stöðva hersins. Sagði foringinn
þar meðal annars: „Htmdrað
hermenn mótteknir. Meðal þeirra
sá ég einn fullorðinn, 26 ára, hin
ir eru 16 ára. Af hverju? Eng-
inn þessara drengja kann að
skjóta. Ef við ekki eigum full-
vaxta hermenn, erum við til
einskis nýtir. Þeir lofta ekki
þungum vopnum. Við báðum
einn þeirra að bera skotfæra-
kassa 16 metra leið. Áður en
hann komst á leiðarendia, datt
hann. Er þetta hermaður? Hivern-
ig getum við haldið þessu áfram?
Vinsamlegast sendið okkur full-
orðna hermenn“.
Ekki var unnit að staðfesta að
þessi orðsending væri rétt eftir
höfð, en talsmenn eftirlitsnéfnd-
arinnar segja hinsvegar, að þeir
hafi lagt nokkum trúnað á frá-
sögn drengsins.
★
I fregn frá stöðvum alþjóða
Rauða krossins í Genf segir, að
áframhald sé á matvælaflutn-
ingum til Biafra að næturlagi
með flugvélum frá eyjunni Fem-
ando Po. Á fyrstu tveimur vik-
unum í þessum mánuði voru
farnar alls 96 ferðir og flutt 914
tonn af matvælum. Alls hafa þá
flugvélar á vegum Rauða kross-
ins flutt 5.300 tonn í 558 ferðum
frá því flutningar þessir hófust i
september sL