Morgunblaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DBSEMBER 1968
IMeðri deild Þingmál í gær í INIeðri deild
Guðlaugur Císlason í rœðu á Alþingi um veiÖiheimildir innan fiskveiðitakmarkanna:
TOGVEIÐARNAR HAFA ÚRSLITA-
ÞÝÐINGU FYRIR ATVINNULlFIÐ
— á fjölmörgum útgerðarstöðum — Aflinn hefur aukizt úr 18
— þús. tn. 7966 í 60 þús. tn. 1968
Guðlaugur Gíslason (S) flutti
ítarlega framsöguræðu í neðri
deild Alþingis sl. föstudag um
frv. það sem hann flytur ásamt
fimm öðrum þingmönnum um
veiðiheimildir togbáta innan
fiskveiðitakmarkanna fyrir Norð
ur- og Suðurlandi.
I ræðu sinni benti Guðiaugur
á að þessar veiðar hefðu nú orð
ið verulega þýðingu fyrir fisk-
vinnslustöðvar í sjávarplássum
út um land og ef þær yrðu ekki
stundaðar í vetur væri mikil
. hætta á verulegum samdrætti í
atvinnu á þessum stöðum.
Guðlaugur Gíslason benti á í
ræðu sinni, að heildarafli tog-
veiðibátanna hefði aukizt úr 18
þús. tonnum 1966 í um 60 þús.
tonn á þessu ári og gæfi því
auga leið hverja þýðingu þessar
veiðar hefðu. Hann lagði á-
herzlu á að hér væri einungis
um bráðabirgðaaðgerðir að ræða
og ekki væri fyrirhugað skv. frv.
að veita veiðiheimildir allt í
kring um landið heldur einung-
is fyrir Norður- og Suðurlandi.
Hér fer á eftir frásögn af ræðu
Guðlaugs Gíslasonar í Neðri
deild sl. föstudag, svo og frá-
sögn af umræðum um málið í
deildinni sl. laugardag.
Guðlaugur Gíslason (S).Frum
varp þtað, sem hér liggur fyrir
er flutt af sex þmgmönnum og
er að efni til breyting á lögum
um bann gegn botnvörpuveiðum
þannig að á tilteknum svæðum
fyxir Norður- og Suðurlandi,
verður ráðherra veitt heimild til
að veita bátum af tiltekinni
stærð leyfi til botnvörpuveiða
innian núgildandi fiskveiðitak-
marka. Svipuð frumvörp hafa
ekki náð fram að ganga á und-
anförnum þingum, en á s.l. hausti
bárust þingmönnum úr Suður-
landskjördæmi, Reykjaneskjör-
dæmi og Reykjavík tilmæli frá
útgerðarmönnum og sjómönnum
þess efnis, að reynt yrði að fá
þessum lögum breytt, þannig að
um auknar heimildir til togveiði
innan fiskveiðitakmarkanna yrði
að ræða. Þingmenn þessara kjör
dæma kusu úr sínum hópi nefnd
í málið, fjóra aðila, einn frá
hverjum stjómmálaflokki og
störfuðu þeir í fyrrahaust og
fram eftir vetri að málinu. End-
anleg niðurstaða kom þó ekki
fram í frumvarpsformi frá þess-
ari nefnd, en undir þinglok skil
aði sjávarútvegsmálanefnd, eða
meirihluti hennar, áliti um frum
varp, sem fyrir nefndinni lá um
þetta efni, og gerði nefndar-
meirihlutinn ákveðnar tillögur
um vissar tilslakanir í sambandi
við botnvörpuveiðar innan fisk-
veiðitakmarkanna, en málið kom
það seint inná þingið, að það
kom ekki til umræðu.
Nú í haustt skipaði sjávarút-
vegsmálaráðherra fimm þing-
menn í nefnd til þess að gera til-
lögur urn frekari hagnýtingu
fiskveiðilandhelginnar, og hefur
mefndin haldið 10 fundi um mál-
ið og gerði ráð fyrir, að fá nokk
uð rúman tíma til starfa og
gagnaöflunar. Hinn 1. des. s.l.
sbapaðist hins vegar það viðhorf
í þessurn málum, að fyrirsjáan-
legt var, að nefndin yrði að
hraða mjög störfum, ef hún ætl-
aði að skila áliti. Um það varð
ekki samkomulag innan nefndar
innar, en ég vil sérstaklega taka
fram, að við Sverrir Júlíusson,
sem sæti eigum í þessari nefnd,
ætlumst til þess að nefndin
haldi áfram störfum eftir sem
áður, þó að við stöndum að flutn
ingi þessa frumvarps.
f sambandi við aukna heimild
Guðlaugur Gíslason
til fiskveiða innan landhelginn-
ar er það tvennt sem ég tel, að
þingmenn verði að gera sér
grein fyrir. í fyrsta lagi, hvaða
þýðingu botnvörpuveiðar smærri
báta, vélbáta, hafa fyrir hráefn
Framhald á bls. 25
Einn af mestu þingskörung
um Islendinga
Péturs Ottesen minnst á Alþingi í gœr
PÉTURS OTTESENS var minnzt
á fundi j Sameinuðu Alþingi í
gær. Forseti þingsins, Birgir
Finnsson, flutti minningarorð, og
þingmenn minntust Péturs Otte-
sens með því að rísa úr sætum.
Hér fara á eftir minningarorð
þingforseta:
Til þessa fundar er boðað til
að minnast Péturs Ottesens fyrr-
verandi alþingismanns og bónda
á Ytra-Hólmi, sem varð bráð-
kvaddur á heimili Sínu í gær,
áttræður að aldri.
Pétur Ottesen var fæddur á
Ytra-Hólmi á Akranesj. 2. ágúst
1888. Foreldrar hans voru Odd-
Kerta-
markaður
KERTIN SEM
ÁN ÞESS AÐ
Jólaskreytingarnar frá EDEN
setja jólasvipinn á heimilið.
Kertastjakar, hyasinthuskreytingar,
krossar og kransar.
Veljið úr mörgum hundruðum
KOMIÐ TÍMANLEGA. Fyrir síðustu jól
seldist allt upp. Ath. engin VERÐHÆKKUN.
HRINGIÐ í SÍMA 23390.
VIÐ SENDUM UM ALLAN BÆ.
Opið á kvöldin
DONSKU
BRENNA
RENNA.
Ótrúlegt úrval af kertum
í öllum regnbogans litum
þar á meðal dönsku „kerta
stubbamir“ sem seldust
upp á nokkrum dögum í
október.
Stóru ítölsku stráin fást
fást ennþá á aðeins kr.
105.00 stykkið.
Keramikgólfvasar í
fjölbreyttu úrvali.
GÖMUL KERTI
BREIA BEZT
Eden við
Egilsgötu
geir bóndi og kaupmaður þax
Pétursson Ottesens dannebrogs-
manns á Ytra-Hólmi Lárussonar
og kona hans Sigunbjörg Sig-
urðardóttir bónda á Efstabæ í
Skorradal Vigfússonar. Hann
átti heima á Ytra-Hólmi alla
ævi, ólst þar upp hjá foreldrum
sinum, varð bóndi árið 1916, rak
stórbú um áratugi, en lét bús-
forráð að miklu leyti í hendur
syni sínum, þegar aldur færð-
ist yfir.
Pétur Ottesen komst ekki hjá
því, að honum væru jafnframt
búrekstri falin margvísleg trún-
aðarstörf í þágu sveitar sinnar
og héraðs, stéttarsamtaka bænda
og þjóðarinnar allrar. Haustið
1916 kusu sýslungar hans hann
til setu á Alþingi, 28 ára að
aldri, og var hann síðan fulltrúi
þeirra á Alþingi, meðan hann
gaf á því kost, en hann lét af
þingmennsku vorið 1959. Hann
var því þingmaður í nær 43 ár
samfleytt, lengur en nokkur
maður annar, frá því er Alþingi
var endurreist 1845, og sat á 52
þingum alls. Hann áttj lengi sæti
í hreppsnefnd og var hreppstjóri
frá 1918 til dánardags. Hann var
í sýslunefnd 51 ár samfellt og
átti sæti í fasteignamatsnefnd.
í stjórn Sláturfélags Suðurlands
var hann frá 1929, formaður þess
frá 1948, í stjórn Búnaðarfélags
íslands frá 1942, átti >um skeið
sæti í framleiðsluráði landbún-
aðarins og var í stjórn Fiskifé-
lags íslands 1945—1966. Hann
átti sæti í Landsbankanefnd
1928—1930 og 1938'—1945 og var
í stjórn Sementsverksmiðju rík-
isins.
Pétur Ottesen átti ættir að
rekja til athafnasamra búhölda
og frábærra gáfnamanna í Borg-
arfjarðarsýslu. Hann stundaði á
unglingsárum sjóróðra jafn-
framt landbúnaðarstörfum, kynnt
ist gjörla atvinnuháttum þjóðar
sinnar til lands og sjávar, vann
alla ævi jöfnum höndum að
bættum hag landbúnaðar og
sjávarútvegs og naut þess trausts
að verða kjörinn forustumaður í
landssamtökum þessara tveggja
höfuðatvinnuvega landsmanna
um langt skeið. Ekki hefur hann
þó látið hlut sinn eftir liggja,
þegar unindð hefur verið að efl-
ingu iðnaðar í landinu. Hann var
til dæmis ötull hvatamaður að
stofnun sementsverksmiðju, sem
reist var í kjrdæmi hans og
gegndi þar stjórnarstörfum.
Pétur Ottesen naut mikilla
persónulegra vinsælda og trausts
í kjördæmi sínu. Hann átti jafn-
an vísan stuðning mikils meiri
hluta kjósenda í alþingiskosn-
ingum, þótt við mæta og mikil-
hæfa andstæðinga væri að etja,
og fyrir kom, að hann væri sjálf-
kjörinn án mótframboðs til þing-
setu. Hann brást ekki heldur
trauvti kjósenda sinna, hafði náin
kynni af sýslimgum sínum öll-
um, þekkti vilja þeirra og óskir
og vann ötullega að því, að
hlutur þeirra jrrði ekki fyrir
borð borinn á sviði hvers konar
verklegra framkvæmda.
pétur Ottesen hóf starf sitt á
Alþingi á þeim árum, þegar náð
var mikilvægum áfanga í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar, og
stefnt að algjör.u sjálfstæði. Er
landslýð í fersku minni, er hann
fyrir rúmum tveimur vikum rifj-
aði upp í áheyrn alþjóðar ýmsa
viðburði frá lokastigi þess áfanga
í tilefni af hálfrar aldar afmæli
fullveldisins. Hann var jafnan í
hópi þeirra, sem fylgdu fast
fram kröfum um sjálfstæði þjóð-
axinnar, barðist fyrir endurheimt
íslenzkra handrita úr höndum
Dana og vildi standa fast á rétti
íslendinga til Grænlands. Friðun
fiskimiðanna umhverfis ísland
og réttur islenzku þjóðarinnar
til þeirra var honum mikið
áhuga- og ibaráttumál. Hann unni
þjóðlegum fróðleik og var einn
af forustumönnum Rímnafélags-
ins. ’Hann var bindindismaður og
ötull liðsmaður í félagi góð-
templara.
Pétur Ottesen var mikill elju-
maður og ósérhlífinn, hvort sem
hann vann heima á búi sínu,
sinnti félagsstörfum eða sat á
AÍþingi. Hann sóttist ekki eftir
vegtyllum, skoraðist að sögn
undan miklum virðingarsföðum,
sem voru í boSi af hálfu flokks-
bræðra hans, og sat lengi vel hér
í þingsalnum að eigin ósk í sæti
frammi við dyr. Hann var
mælskumaður, talaði hátt og
snjallt, sagði skoðanir sínar af-
dráttarlaust og einarðlega. Hann
var hreinlundaður skapmaður. en
naut trausts og vinsælda vegna
skapfestu, grandvarleika og vilja
til að leggja góðum málum lið
og leysa vandræði manna. Hann
var einn af mestu þingskörung-
um íslendinga, svipmikill og
sjálfstæður.
Ég vil biðja háttvirta alþingis-
menn að minnast Péturs Otte-
sens með því að rísa úr sætum.