Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969. BÍLALEIGANFALURHi carrental service € 22-0-22- RAUOARÁRSTÍG 31 Hverfiseötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR «ciPnom21 símar21190 •ftir lokun *lmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 BÍLALEIGAN AKBRAUT Mjög hagstætt leigugjald. SÍMI 8-23-47 &ÍTU:ll Ms. Baldur fer til Sæfellsrtesrs- og Breiða- fjarðarhafna 26. þ. m. Vöru- móttaka mánudag og þriðjud. ®Dr. 8hoU‘s vörur nýkomnar í úrvali Austurstræti 16. Sími (Rvíkur apóteki) 19866. (tXDfflŒKD (D Stolt Husqvarna er Regina Exklusiv Innbyggður grill- motor, steikarhilamœlir, klukka (Junnar ^4ó^eiróóon lij. Suðurlandsbraut 16. Laugavegi 33. . Sími 35200. Q íslenzkar friðarsveitir „Kæri Velvakandi! Um þessar mundir heyrast oft auglýsingar frá „Herferð gegn hungri. Fjöldi barna safnar pen- ingum og afhendir nefndinni. „Herferð gegn hungri" hefur unn ið geysimikið starf og hefur ef- laust hjálpað mörgum til sjálfs- bjargar. Það er þó takmarkaður fjöldi landsmanna, sem er aflögu fær með peninga. Þeir, sem eru ungir og rétt sloppnir úr skóla, hafa yfirleitt lítil peningaráð, en mundu samt gjarnan vilja leggja lið baráttunni gegn vanþróun og hungri. Nú spyr ég: Hvers vegna stofna hjálparfélögin íslenzku ekki friðarsveitir? Þannig gefa þau ungu fólki tækifæri til að hjálpa. Sú hjálp, sem einstaklingur get ur veitt með kennslu og alls kyns þjáflun, er svo mikils virði, að það er ekki vansalaust að láta hana ónotaða. Með þessu móti fæst meiri hjálp fyrir sama fé, og allir aldursflokkar veita það, sem þeir geta. Virðingarfyllst, Ellisif.“ 0 Eru íþróttaþættir lang- vinsælasta sjónvarps- efnið? Sigfús nokkur Jónsson skrifar: „Kæri Velvakandi! Ástæðan fyrir því, að ég skrifa þér er sú, að í morgun las ég bréf frá „Reiðum, ungum manni“ í dálkum Velvakanda, en ég hef aldred á minni stuttu ævi lesið jafn lúalega grein um okkar á- gætu íþróttamenn. Fyrst byrjar maðurinn á þvi að mótmæla bréfi frá ágætum m-anni, sem vildi láta fjölga í- þróttaþáttum í sjónvarpinu. Þar segir „Reiður, ungur maður“: „Persónulega ifnnst mér, að I- þróttaþættir ættu aldrei að sjást í islenzka sjónvarpinu, og ég horfi aldrei á þetta þrautleiðin- lega íþróttaefni, sem sjónavrpið okkar er svo yfirfullt af.“ Nú er rétti tíminn til að panta ghigga í húsin, sem byggjast eiga í sumar. Góðir gluggar eru aðalatriðið í hverju húsi. Helztu kostir Carda; ^(glugga eru: 1. Þar skyggja engir póstar á og útsýnið nýtur sín fullkomlega. 2. Hægt er að snúa þeitn alveg við um 180° og hreinsa þá og mála algjörlega innan frá. Þetta sparar mikið fé og fyrirhöfn og húsmóðirin er alltaf ánægð með sinn hreina glugga. 3. Ilægt er að hafa glugga opna i hvaða stöðu sem er án þess að eiga á hættu, að rigni inn um þá. 4. Loftræsting er mjög góð. 5. Þcir eru algjörlega vatnsþéttir. 6. Þeim fylgja þéttilistar, sem gera þá vindþétta. 7. 1 árs ábyrgð fylgir gluggunum. 15 dra reynsla í smíði Þegar haía verið smíðaðir um 10000 Carda; ^ glugga]^ Carda; ^gluggar(^ TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF. Hvernig getur „Reiður, ungur maður“ fulylrt, að íþróttaþættir sjónvarpsins séu þrautleiðinlegir, úr því að hann horfir aldrei á þá? Þetta er aðeins hans per- sónulega skoðun. Veit hann kannski ekki, að Iþróttaþættir eru lang-vinsælasta sjónvarpsefnið? Ef ekki á að fjölga íþróttaþátt- um hvaða þáttum á þá að fjölga? 0 Ríkisstjórninni ber að efla boltaleik Síðan spyr hann, hver sé til- gangurinn með öllum þessum fár ánlegum boltaleikjum, sem full- orðið fólk heldur sýningar á 1 tíma og ótíma. Er lífið eintóm alvara? í félagsfræðinni stendur, að maður eigi að vinna 8 tíma, sofa 8 tíma og ráða því sjálfur, hvað hann geri við afganginn af sólarhringnum. Hvern andskot- ann varðar „Reiðan, ungan mann“ um, hvað aðrir geira í tómstundum sínum? Það er viðurkennt um heim all an, að boltaleikir hafa mikið gildi, bæði líkamlega og félags- legs. Hvað getur hann hugsað sér skemmtilegra fyrir unga menn, sem setið hafa yfir náms- bókixm eða á skrifstofum allan daginn, en að fara út í bolta- leik? Um leið og þeir losa sig við offitu, eignast þeir félaga, og allir leikmenn í sama liði tengjast bræðralagi. Er til of mik ils ætlazt að ríkisstjómin útvegi viðunandi aðstöðu fyrir þessa hollu tómstundaleiki í stað þess að byggja listaverkahallir og þjóðleikhús, sem rekið er með 30 milljón króna halla á ári? Síðan víkur „Reiður ungur maður“ að ýmsum dæmisögum um ríki vísindamansna, lista- manna og iþróttamanna. Þessar sögur eru álíka vitlausar og að flytja Eskimóa 1 hitabeltið, eða að láta „reiðan, ungan mann“ ganga lausan. Veit hann kanns'ki ekki, að flestir mestu vísinda- menn heims stunda íþróttir að loknum vinnudegi? Hamingjusamar hjóna- ástir íþróttafólks Þá varpar .Reiður, ungur mað- ur“ fram nokkrum spurningum, sem ég mun svara fullum hálsi! Tveimur fyrstu hef ég nú þegar svarað. „Eru íþróttir til að auka víðsýni og þekkingu?" Já, ekki einn einasti íþróttamaður erjafn þröngsýnn og þessi ungi maður. Ef það að vera á móti hollasta og vinsælasta tómstundaleik í heimi er ekki þröngsýni, hvað er þá þröngsýni? Hvaða tómstunda- gaman hefur lagt meiri skerí til læknavísindanna en einmitt íþróttir? „Gera þær fólk hamingjusam- ara?“ „Reiður ungur maður væri áreiðaxUega hamingjusamari ef hann hefði stundað íþróttir. Það eru mýmörg dæmi þess, að þjóð- ir hafi tengzt vináttuböndum með knattspyrnulandsleikjum. Einnig eru hjónaskilnaðir nær óþekkt fyrirbrigði meðal íþróttamanna, en til dæmis er nú einn íslenzkur Ustamaður giftur í 10. sinn. 0 Enn mæna f jöll á Maraþon, og Maraþon á bláan sjá“ .... „Hafa þær einjhver áhrif á mannkynssögyna. Ég fullyrði, að ég er betur að mér I mannkynssögu en „Reiður, ung- ur maður“ Einn frægasti abturð- ur sögunnar er Maraþonhlaupið, sem hlaupið var 490 f. Kr. „Skilja þær nokkuð eftir sig?“ Hver man ekki eftir því, þegar Viihjálmur Einarsson vann silf- urverðlaun á Olympíuleikum, eða þegar við eignuðumst tvo Evrópumeistara? Síðan fer „Reiðxir, ungur mað- ur“ að bera siaman þá fjármuni, sem hið opinbera eyðir í listir og íþróttir. Hann þorir ekki að koma með tölur máli sínu tU stuðnings. Á fjárlögum ríkisins 1968 enx framlög til lista 66,318.000, en framlög til íþrótta 3,600,000. Munurinn er hvorki meira né minna en 63 mUljónir. £ Kaffihúsahangs og laun heimsins Listamenn f á laun fyrir að hanga á kaffihúsum allan dag- inn, því að þeir nenna ekki að vinna ærlegt handtak En íþrótta maðurinn verður að vinna bakl brotnu allan daginn, og æfa svo á kvöldin og fá bara vanþakk- læti í staðinn. Síðan nefnir „Reiður imgur maður“, að Leikfélag Reykjavík ur sé að skrapa saman fyrir húsi. Ég þakka fyrir hvert árið upp, því að ríkið þyrfti senni- sem líður, áður en húsið kemst lega að borga 30 milljón króna halla á rekstri hússins, eins og hjá Þjóðleikhúsinu.. @ Hitler var listamaður, en hann hefði betur farið í sportið Einnig nefnir „Reiður, ungur maður“ metnaðargimi íþrótta- manna. Veit hann ekki, að metn aður er mannlegt eðli. Eintovers staðar verður metnaðurinn að fá útrás, — þvi ekki að nota íþrótt- irnar til þess? Adolf Hitler var einn þessara metnaðargjörnu manna. Ef metnaður hans hefði fengið útrás í íþróttum, þá hefði ekki farið sem fór, en hamn var listamaður, og það gerði gæfu- muninn. Og svo er til fólk, sem ekkl vill fleiri íþróttaþætti í sjónvarp ið! Sigfús Jónsson.* --*-------------------------- Frá Brauðstofunni Nú Laugavegi 162. Getur aftur afgreitt veizlubrauð. Pantið tímanlega fyrir fermingar. Sími 16012. ÖNFIRÐINGAR Árshátíð Önfirðingafélagsins verður að Hótel Borg sunnudaginn 2. marz n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Afhending aðgöngumiða: Pandóra Kirkjuhvoli, Óðinstorg h.f., Skó’avörðustíg 16, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96, Gunnar Ásgeirsson h.f., Suðurlandsbraut 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.