Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969. 19 — Bæjarútgeiðin Framhald af bl*. 14 hlutafé allt, eigi reksturinn að vera í því formi, sem takmörk- uð ábyrgð segir til um og borg- arstjórn eigi að geca sér grein fyrir því við hverja fjárveit- ingu eða greiðslu, hvers virði hún er. Ég bið menn um að hugleiða, að á sl. ári er útlit fyrir, að aflaverðmæti togar- anna sé 109 millj. kr. Samkv. bráðabirgðauppgjöri, sem er engan veginn endanlegt má gera ráð fyrir því, að greiðsla úr framkvæmdasjóði eða borg- arsjóðí sé 28 millj. kr. eða um 25% viðbót við aflaverðmæti togaranna, og þar að auki hygg ég, að komi það fjármagn sem Bæjarútgerðin fær úr aflatrygg ingasjóði, og ríkissjóði. Árið 1967 var aflaverðmæti 77.8 millj. Þá var greiðslan úr borg- arsjóði eða framkvæmdasjóði 20,5 millj. eða um 25% viðbót á aflaverðmæti. 1966 var það 58.5 millj. og greiðslan úr borgar- sjóði 16,7 millj. Ég vil taka fram í þessu sambandi, að sá munur virði að l.ækka skattana af hefur verið á Bæjarútgerð- inni og einkaútgerð að í öðru tilvikinu hefur Bæjarútgerðin og forsvarsmenn hennar skatt- álögurétt, án þess að spyrja eigendurna um það sérstaklega hvort þeim finnst það þess virði að hækka skattana af þessum sökum. í hinu tilvikinu hafa eigendurnir engan skatt- álögurétt, en verða aftur á móti að greiða sinn hluta af þeim skatti, sem ákveðinn er af eig- endum og forsvarsmönnum Bæjarútgerðarinnar, þannig að þarna er um ólíka hluti að fefla, ef við komumst að þeirri niðurstöðu, að hver reksturinn um sig veiti jafnmikla atvinnu. Ég held að hægt sé að taka til- lit til hinna félagslegu sjónar- m'iða, sem auðvitað ber að hafa í heiðri, með öðrum hætti held- ur en þeim, að borgaryfirvöld eða ríkisyfirvöld taki að sér hlutverk, sem þau eru eðli máls ins samkv. verr búin til að rækja heldur en smærri ein- ing, sem hefur betri yfirsýn yf- ir fyrirtækið og rekstur þess. En þótt við höfum mismun- andi skoðanir um, hvað sé heppilegt rekstrarform fyrir- tækja er það eitt með öðru, sem skiptir okkur í ólíka flokka. Þrátt fyrir þann ágreining er ekki deilt um það hér á þess- um stað, að Bæjarútgerðin sem fyrirtæki á að lifa og dafna í framtíðinni. og við erum sam- mála um, að endurnýjun tog- arafiotans íslenzka fer ekki fram nema fyrir tilverknað og forgöngu ríkisvaldsins. Og í þeirri endurnýjun hlýtur ríkis- valdið að leggja niður fyrir sér, hvar fjármagninu í atvinnu- tæki sé bezt fyrir komið. Ég held, að sjálfsagt sé, að endur- skoða alltaf okkar hugmyndir um það atriði. Við erum sam- mála um það til að mynda, að engin ein atvinnugrein á meiri þátt í uppbyggingu Reykjavík- urborgar heldur en togaraút- gerðin. En það getur vel verið, að með breyttum tímum séu önnur atvinnutæki jafnvel til þess búin að byggja upp Rvík framtíðarinnar, eins og togar- arnir hafa áður gert. Þetta þarf að vega og meta á hverjum tíma. Og það hlýtur ríkisvald- ið að þurfa að gera sér- staklega ef það er álitið, að þessi atvinnufyrirtæki verði ekki keypt til landsins nema með því, að ríkisvaldið blátt áfram borgi þau niður. En mestu máli skiptir í þess- um málum öllum, að okkur Reyk víkingum heppnist — og okk- ur íslendingum auðnist — að byggja upp hagkvæm fisk- vinnslufyrirtæki, að við getum byggt upp svo stórt fyrirtæki og helzt svo mörg stór fyrir- tæki, að þau geti hagnýtt sér nýjungar í þessari atvinnu- grein, að þau geti haldið uppi tilraunastarfsemi, hafi til þess fjármagn, þau geti komið fyrir þeirri hagkvæmni í löndum og vinnslu, sem til fyrirmyndar sé. Því miður er það svo, að við höfum íslendingar og Reykvík- ingar e.t.v. ekki nýtt okkur hag kvæmustu rekstraraðferðir í öll um greinum, sumpart vegna fá tæktar og peningaskorts, og því tel ég það mál framtíðarinnar, að Reykjavíkurhöfn bæti lönd- unaraðstöðu og Reykjavíkur- höfn ásamt með Bæjarútgerð og öðrum útgerðar- og fisk- vinnsluaðilum hér i borginni kanni möguleikana á samstarfi hvort heldur er í einu fyrir- tæki eða fleiri fyrirtækjum. En á grundvelli slíkrar samvinnu er hægt að koma á betri vinnu brögðum og meiri arði, sem eftir er skilinn hjá borgarbú- um og borgarsjóði í formi auk- inna skatta. í þessu falli lagði ég sérstaklega eyrað við það, sem borgarftr. Birgir ísl. Gunn- arsson sagði um möguleikana á því að stofna nýtt félag um Bæjarútgerðina og Bæjarút- gerðin geti þannig verið for- gönguaðili um endurbætur 1 fiskvinnslu og útgerðarmálum umfram það, sem hún hefur nokkru sinni áður verið. Og þeir möguleikar eru fyrir hendi, eins og Birgir Isl. nefndi að fá til þess erlent áhættufjármagn auk þess, sem ég er í engum vafa um að unnt sé að skapa áhuga fyrir slíku fyrirtæki og fá nýtt fjármagn inn í slíkt fyr- irtæki, fjármagn til þess að kaupa fleiri atvinnutæki og byggja upp atvinnuöryggið í borginni. Það fjármagn yrði lagt fram af borgarbúum beint að vísu, ef það væri í hlutafélags- formi í stað þess að vera tek- ið, ef það er borgarsjóður, sem legði það fram með skattaálög- um á borgarbúa. Annars vegar yrði þá þarna um að ræða frjáls samtök borgarbúa til að byggja upp og kaupa þessi nýju at- vinnufyrirtæki eða spyldusparn aður með skattaálagningu borg aryfirvalda til þess að byggja upp Bæjarútgerðina eða annað Framtíðaratvinna Iðnfyrirtæki í nágrenni bæjarins vantar ungan járn- smið eða vélvirkja í vinnu strax. Skrifleg umsókn með persónulegum uppl. ásamt starfsfer 'i sendist Mbl. merkt: „Iðnaður 1969 — 6268“. £ Tfoku VIO SKÓLAVÖRÐUSTÍG - haHjkatfúiiH 3USTÍG - SÍMI 15BI4 Dömur athugið Hvítar slæður og hanzkar fyrir ferminigar. Mikið úrval af svörtum og brúnum SKINNTÖSKUM. Úrval af faltegum INNKAUPATÖSKUM. SAMKVÆMISVESKI á mörgum verðum. — Scndum í póstkröfu. — þvílíkt fyrirtæki í framtíðinni. Ég er í erigum vafa um það út af fyrir sig, að þegar til end- urnýjunar atvinnutækja Bæjar útgerðarinnar kemur, sem ég vona að verði sem fyrst, er hin frjálsa leið heppilegri. En lát- um þann ágreining, sem mögu- lega er hér á meðal okkar, ekki dreifa huga okkar um of. Aðal- atriðið er það að mínu viti, að við gerum okkur grein fyrir því hér í borgarstjórn, að atvinnu- rekstur eins og Bæjarútgerðin er rekstur, sem út af fyrir sig verður að bera ábyrgð á, en á þann veg, að menn geri sér fyrirfram grein fyrir áhættunni, sem í er lagt og ábyrgðunum, sem teknar eru. Ef við gerum okkur fyrirfram grein fyrir þess um fjármunum, þá getum við líka valið á milli fleiri kosta og skoðað hug okkar um, hvernig við fáum mest fyrir peningana til að tryggja at- vinnuöryggi og auka atvinnu- tekjur Reykvíkinga. MYNDAMOT hf. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI 6 S IM I 17152 Munið konudaginn Blóm og húsgögn Laugavegi 100. Margar nýjar gerðir af kventöfflum - Verð frá 264,- kr. 25% afsláttur Flugfélagið veitir einstaklingum 25% afslátt af fargjöldum til Akureyrar og ísafjarðar um páskana. Einnig bjóðum við hjónum, fjölskyldum, námsmönnum og hópum sérstök vildarkjör. Kynnið yður sérfargjöld Flugfélagsins. Allar upplýsingar veita ferðaskrifstofurnar og Flugfélagið FLUCFÉLAC ÍSLANDS ICELJVIVDÆMFI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.